Norðurþing

Fréttamynd

Fólk komi til landsins í þeim eina tilgangi að stela eggjum

Áhyggjur eru um að einstaklingar komi hingað til lands í þeim eina tilgangi að stela fágætum eggjum. Stjórnarformaður Fálkaseturs Íslands segir óvenju algengt þessi misserin að fálkaegg hverfi en vonar að eftirlitsmyndavélar við helstu fálkahreiður landsins fæli þjófana frá.

Innlent
Fréttamynd

Ölvun og ofsaakstur í aðdraganda banaslyss

Karlmaður á fimmtugsaldri sem lést í banaslys á Norðausturvegi á Norðurlandi eystra í júlí í fyrra var undir áhrifum áfengis, ekki í bílbelti og ók á allt að 160 kílómetra hraða á klukkustund. Þetta er niðurstaða Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem ítrekar fyrri ábendingar um ökumenn setjist aldrei undir stýri eftir að hafa neytt áfengis.

Innlent
Fréttamynd

Með tárin í augunum á Húsavík

Segja má að Íslendingar hafi hringt inn Óskarsverðlaunin í ár þegar upphitun hátíðarinnar hófst með myndbandi frá Húsavík, þar sem sænska söngkonan Molly Sandén söng lag sitt Husavik - My Hometown með bakröddum úr heimabyggð, stúlknakórnum úr fimmta bekk í Borgarhólsskóla.

Lífið
Fréttamynd

Stoltir Húsvíkingar sáu á eftir Óskarsverðlaunum

Húsvíkingar geta gengið sáttir frá borði þótt lagið Husavik úr Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga hafi ekki unnið verðlaun fyrir besta lagið á Óskarsverðlaunahátíðinni í kvöld. Lagið Fight for you úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah hlaut verðlaunin.

Lífið
Fréttamynd

Þakkar Íslendingum fyrir ó­metan­legan stuðning eftir and­lát unnustans

Unnusta ástralsks ferðamanns, sem lést á Húsavík í mars í fyrra eftir að hafa smitast af Covid-19, færir Íslendingum kærar þakkir fyrir ómetanlegan stuðning meðan á dvöl hennar stóð. Hún segist jafnframt staðráðin í því að snúa aftur til Íslands og klára fríið sem unnusta hennar auðnaðist ekki að ljúka.

Innlent
Fréttamynd

Sumargleðin hjá Ragga Bjarna reyndist örlagarík

Í vinalegum víkum í Svalbarðshreppi sunnan Raufarhafnar stunda bændur sauðfjárrækt og hlunnindabúskap og saga enn niður rekavið. Eyðijarðir eru nýttar af afkomendum síðustu bænda til orlofsdvalar yfir sumartímann.

Lífið
Fréttamynd

Hafa opnað veginn yfir Jökulsá á Fjöllum

Vegurinn yfir Jökulsá á Fjöllum hefur verið opnaður á ný en með takmörkunum. Veginum var lokað í gær vegna vísbendinga um að hreyfing væri komin á klakastífluna sunnan við brúna yfir ána.

Innlent
Fréttamynd

Ekki hægt að útiloka að aðrar stíflur séu að myndast

Vatnshæð við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum hefur lækkað frá því síðdegis í gær og gæti bent til þess að áin sé hægt og rólega að losa um krapann á yfirborðinu. Farið verður í eftirlitsflug nú síðdegis til að kanna betur aðstæður í ánni. Ekki sé hægt að útiloka að aðrar stíflur séu að myndast í ánni.

Innlent
Fréttamynd

Sér­fræðingar farnir norður og geta metið stöðuna á morgun

Vatnshæð í Jökulsá á Fjöllum er enn yfir þröskuldi Veðurstofu Íslands. Vatnshæðin náði hámarki um klukkan tíu í gærmorgun og var þá 530 sentímetrar, eða tíu sentimetrum yfir þröskuldinum. Veðurstofan hefur sent sérfræðinga norður en áætlað er að þeir geti metið stöðuna í ánni á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Bara krapi svo langt sem augað eygir

Á morgun verður hafist handa við að ýta út krapa sem hefur safnast við veginn við Jökulsá á Fjöllum. Í gær þurfti að loka þjóðvegi eitt milli Mývatns og Egilsstaða vegna krapastífllu sem flæddi yfir veginn.

Innlent
Fréttamynd

Krapaflóðið tók sundur stofnstreng

Krapaflóðið í Jökulsá á fjöllum í dag tók í sundur stofnstreng milli Reykjahlíðar og Hjarðarhaga. Ekki er gert ráð fyrir að hægt verði að gera við strenginn fyrr en á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mílu.

Innlent
Fréttamynd

Þriggja metra djúpur „krapahaugur“ lokar þjóðveginum

Krapastífla flæðir nú yfir þjóðveg 1 við brúna yfir Jökulsá á Fjöllum. Vegurinn milli Mývatns og Egillstaða er lokaður af þessum sökum. Lögregla segir „krapahauginn“ einna líkastan snjóflóði; hann sé um þriggja metra djúpur og nái yfir um 200 metra vegkafla.

Innlent
Fréttamynd

Fyrstu smitin á Norðurlandi eystra í tæpan mánuð

Tveir eru nú með virka kórónuveirusýkingu á Norðurlandi eystra en fjórðungurinn hefur verið veirulaus síðan 12. desember. Þeir smituðu greindust við landamæraskimun, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

Innlent