Reglulegt eftirlit og engin handjárn við handtöku Kristjáns Einars Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. janúar 2023 10:57 Kristján Einar getur um frjálst höfuð strokið eftir átta mánaða dvöl í spænsku fangelsi. Vísir/Einar Kristján Einar Sigurbjörnsson sjómaður var ekki færður í handjárn þegar lögreglan á Húsavík hafði afskipti af honum við akstur í gærkvöldi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Þá var sérsveitarbíll Norðurlands eystra staddur á Húsavík fyrir tilviljun, alls ótengt Kristjáni Einari. Kristján Einar tjáði Vísi í gærkvöldi að hann hefði verið handtekinn af sérsveitarmönnum í gærkvöldi. Honum hefði verið sleppt eftir að neikvæð niðurstaða fékkst úr áfengis- og vímuefnaprófi. Kemur af fjöllum Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík sinnti lögregla reglubundnu eftirliti í bænum í gærkvöldi. Lögregla geti ekki tjáð sig um einstök mál en staðfesti að einn sérsveitarbíll væri í umdæmi lögreglu á Norðurlandi eystra sem teygir sig frá Siglufirði til Þórshafnar. Segja megi að tilviljun hafi ráðið því að bíllinn hafi verið á Húsavík í gær. DV hefur heimildir fyrir því að Kristján Einar sé grunaður um aðkomu að alvarlegri líkamsárás á Akureyri um áramótin. Kristján Einar sagði í samtali við Vísi í gær að hann væri saklaus af því. „Ég kem af fjöllum með þessa líkamsárás og veit ekkert hvað það varðar eða hvaðan þær sögusagnir koma því það er ekki heil brú á bak við það,“ segir Kristján Einar í samskiptum við Vísi. Átta mánuði í fangelsi á Spáni Kristján Einar losnaði úr fangelsi á Malaga á Spáni í lok nóvember eftir tæplega átta mánaða dvöl sem hann hefur lýst sem martraðakenndri. Hann komst í fréttir eftir að hann var handtekinn í mars síðastliðnum eftir að hafa tekið þátt í „fyllerísslagsmálum, eins og gengur og gerist“, að eigin sögn. Kristján Einar segir að upphaflega hafi staðið til að hann yrði vistaður í fangelsi í sex ár. Hann ræddi reynslu sína í ítarlegu viðtali við Vísi í lok nóvember. Hann sagði gróft ofbeldi á við morð og nauðganir hafa verið daglegt brauð í fangelsinu. Þá sagðist hann ætla sér að verða betri maður eftir fangelsisvistina. Norðurþing Lögreglumál Tengdar fréttir Kristján Einar handtekinn á Húsavík Kristján Einar Sigurbjörnsson var handtekinn af sérsveitarmönnum á Húsavík í kvöld. Þetta staðfestir hann við Vísi og segir að sér hafi verið sleppt eftir að neikvæð niðurstaða fékkst úr áfengis- og vímuefnaprófi. 5. janúar 2023 22:48 Ætlar sér að verða betri maður eftir martraðarkennda fangelsisvist Kristján Einar Sigurbjörnsson er nýkominn til landsins eftir að hafa verið síðustu átta mánuði í spænsku fangelsi. Hann segir gróft ofbeldi á við morð og nauðganir hafa verið daglegt brauð í fangelsinu. 25. nóvember 2022 23:37 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Kristján Einar tjáði Vísi í gærkvöldi að hann hefði verið handtekinn af sérsveitarmönnum í gærkvöldi. Honum hefði verið sleppt eftir að neikvæð niðurstaða fékkst úr áfengis- og vímuefnaprófi. Kemur af fjöllum Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík sinnti lögregla reglubundnu eftirliti í bænum í gærkvöldi. Lögregla geti ekki tjáð sig um einstök mál en staðfesti að einn sérsveitarbíll væri í umdæmi lögreglu á Norðurlandi eystra sem teygir sig frá Siglufirði til Þórshafnar. Segja megi að tilviljun hafi ráðið því að bíllinn hafi verið á Húsavík í gær. DV hefur heimildir fyrir því að Kristján Einar sé grunaður um aðkomu að alvarlegri líkamsárás á Akureyri um áramótin. Kristján Einar sagði í samtali við Vísi í gær að hann væri saklaus af því. „Ég kem af fjöllum með þessa líkamsárás og veit ekkert hvað það varðar eða hvaðan þær sögusagnir koma því það er ekki heil brú á bak við það,“ segir Kristján Einar í samskiptum við Vísi. Átta mánuði í fangelsi á Spáni Kristján Einar losnaði úr fangelsi á Malaga á Spáni í lok nóvember eftir tæplega átta mánaða dvöl sem hann hefur lýst sem martraðakenndri. Hann komst í fréttir eftir að hann var handtekinn í mars síðastliðnum eftir að hafa tekið þátt í „fyllerísslagsmálum, eins og gengur og gerist“, að eigin sögn. Kristján Einar segir að upphaflega hafi staðið til að hann yrði vistaður í fangelsi í sex ár. Hann ræddi reynslu sína í ítarlegu viðtali við Vísi í lok nóvember. Hann sagði gróft ofbeldi á við morð og nauðganir hafa verið daglegt brauð í fangelsinu. Þá sagðist hann ætla sér að verða betri maður eftir fangelsisvistina.
Norðurþing Lögreglumál Tengdar fréttir Kristján Einar handtekinn á Húsavík Kristján Einar Sigurbjörnsson var handtekinn af sérsveitarmönnum á Húsavík í kvöld. Þetta staðfestir hann við Vísi og segir að sér hafi verið sleppt eftir að neikvæð niðurstaða fékkst úr áfengis- og vímuefnaprófi. 5. janúar 2023 22:48 Ætlar sér að verða betri maður eftir martraðarkennda fangelsisvist Kristján Einar Sigurbjörnsson er nýkominn til landsins eftir að hafa verið síðustu átta mánuði í spænsku fangelsi. Hann segir gróft ofbeldi á við morð og nauðganir hafa verið daglegt brauð í fangelsinu. 25. nóvember 2022 23:37 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Kristján Einar handtekinn á Húsavík Kristján Einar Sigurbjörnsson var handtekinn af sérsveitarmönnum á Húsavík í kvöld. Þetta staðfestir hann við Vísi og segir að sér hafi verið sleppt eftir að neikvæð niðurstaða fékkst úr áfengis- og vímuefnaprófi. 5. janúar 2023 22:48
Ætlar sér að verða betri maður eftir martraðarkennda fangelsisvist Kristján Einar Sigurbjörnsson er nýkominn til landsins eftir að hafa verið síðustu átta mánuði í spænsku fangelsi. Hann segir gróft ofbeldi á við morð og nauðganir hafa verið daglegt brauð í fangelsinu. 25. nóvember 2022 23:37