Læknir fékk þriggja mánaða dóm fyrir brot gegn dætrum sínum Árni Sæberg skrifar 28. nóvember 2022 20:06 Læknirinn hefur meðal annars starfað hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Vísir Karlmaður, sem starfað hefur sem læknir á Vestfjörðum og Húsavík, var á dögunum dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir ofbeldisbrot gegn þremur dætrum sínum. Hann var hins vegar sýknaður af öllum ákæruliðum sem sneru að meintu grófu ofbeldi gegn eiginkonu sinni Karlmaðurinn var ákærður í níu liðum fyrir ofbeldi gagnvart eiginkonu sinni. Hann var sakaður um að hafa beitt hana líkamlegu ofbeldi þegar hún var ófrísk með því að þrýsta hné sínu í maga hennar og grípa um háls hennar og þrengja að, með þeim afleiðingum að hún átti í erfiðleikum með að kyngja í nokkra daga. Hlaut hún einnig maráverka á hálsi og á sama tíma hóta henni lífláti ef hún færi út af heimili þeirra án hans fylgdar í nokkra daga eftir atvikið. Hann einnig ákærður fyrir andlegt ofbeldi með því að láta hana borða mat af gólfinu. Þá hafi hann þvingað hana til heimilisverka og neitað um aðstoð þegar konan var fótbrotin. Við það tilefni hafi hann gert grín að henni, hrækt á hana og sparkað í síðu hennar. Sýknað vegna skorts á sönnun og fyrningu Sem áður segir var maðurinn sýknaður af öllum ákæruliðum varðandi ofbeldi gagnvart eiginkonunni. Í niðurstöðukafla dómsins segir að í öllum ákæruliðum nema einum hafi maðurinn verið sýknaður þar sem ekki teldist sannað að hann hefði framið þau brot sem honum voru gefin að sök. Hjónin hafi í þeim tilvikum verið ein til frásagnar eða framburður vitna byggt á frásögn konunnar mörgum árum eftir meint brot. Hins vegar var talið að maðurinn hafi gerst sekur um að grípa um háls konunnar og þrengja að með þeim afleiðingum að hún átti í erfiðleikum með að kyngja í nokkra daga og hlaut maráverka á hálsi. Aftur á móti var hann sýknaður þar sem brot hans var heimfært undir ákvæði almennra hegningarlaga þar sem hámarksrefsins er hálfs árs fangelsisvist. Samkvæmt ákvæði hegningarlaga fyrnast þau brot sem ekki liggur þyngri refsing við en eins árs fangelsi á tveimur árum. Þar sem brot mannsins var framið árið 2014 var hann sýknaður af því. Sló á fingur dætranna og læsti þær inni Karlmaðurinn er einnig ákærður fyrir endurtekið ofbeldi gagnvart þremur dætrum sínum með því að slá á fingur í refsingarskyni og læsa þær inni í herbergi. Maðurinn gekkst við því að hafa slegið á fingur dætranna en það hafi ekki verið í refsingarskyni. Það hafi verið snerting til að hafa áhrif á hegðun, sem hluti af samræðu. Hann hafi slegið á fingur þeirra með boginni löngutöng eða vísifingri til að ná athygli þeirra og fá þær til að hætta slagsmálum sín á milli. Af framburði dætranna var talið sannað að maðurinn hafi slegið á fingur þeirra og að þær hafi upplifað það sem svo að það hafi verið í refsingarskyni. Þá gekkst maðurinn einnig við því að hafa í nokkur skipti lokað þær allar, saman eða hverja í sínu lagi, inni í herbergi eða þvottaherbergi þar sem þær komust ekki út sjálfar. Það sagði hann hafa verið hluta af uppeldisaðferð, „time out“. Kvaðst hann hafa notað hana þegar dæturnar voru æstar þannig að hann hafi þá tekið eina þeirra út úr hópnum og látið í einveru í stutta stund til að róa hana niður. Af framburði dætranna auk bréfs frá leikskóla einnar dótturinnar, var talið sannað að maðurinn hafi lokað dæturnar inni í refsiskyni og það hafi valdið þeim kvíða og vanlíðan. Maðurinn var hins vegar sýknaður af ákærulið um að ofbeldisbrot gegn einni dótturinni með því að hafa í eitt skipti slegið hana flötum lófa í höfuðið. Önnur dóttir sagði í viðtali í Barnahúsi að faðirinn hefði slegið systur hennar. Kvaðst hún halda að hún hefði séð það en var þó ekki viss um það. Af þeim sökum var talið að dóttirin og faðirinn hefðu verið ein til frásagnar um meint ofbeldi og því teldist það ekki sannað. Greiðir miskabætur og þriðjung sakarkostnaðar Sem áður segir var maðurinn dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Hann var einnig dæmdur til að greiða dætrum sínum 400 þúsund krónur hverri í miskabætur en sýknaður af miskabótakröfu eiginkonunnar. Þá fellur þriðjungur sakarkostnaðar á manninn þar sem hann var sýknaður af langflestum ákæruliðum. Til sakarkostnaður telst til að mynda málsvarnarlaun verjanda hans, tæplega 6,5 milljónir króna, þóknun réttargæslumanns dætranna, um 2,5 milljónir króna og annar sakarkostnaður upp á tæplega hálfa milljón króna. Dóm héraðsdóms Vestfjarða má lesa í heild sinni hér. Dómsmál Ísafjarðarbær Norðurþing Tengdar fréttir Ákærði læknirinn hættur eftir tvær vikur í starfi hjá HSN Læknir sem er ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni og þremur börnum hætti í dag störfum hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Þetta staðfestir forstjóri stofnunarinnar í samtali við fréttastofu. Hann hafði verið við störf hjá stofnuninni í tvær vikur. 5. maí 2022 18:00 Ákærða lækninum var sagt upp á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða árið 2013 Lækninum, sem hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni og þremur börnum frá árinu 2014, var sagt upp störfum á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða með látum árið 2013. 4. maí 2022 18:08 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Karlmaðurinn var ákærður í níu liðum fyrir ofbeldi gagnvart eiginkonu sinni. Hann var sakaður um að hafa beitt hana líkamlegu ofbeldi þegar hún var ófrísk með því að þrýsta hné sínu í maga hennar og grípa um háls hennar og þrengja að, með þeim afleiðingum að hún átti í erfiðleikum með að kyngja í nokkra daga. Hlaut hún einnig maráverka á hálsi og á sama tíma hóta henni lífláti ef hún færi út af heimili þeirra án hans fylgdar í nokkra daga eftir atvikið. Hann einnig ákærður fyrir andlegt ofbeldi með því að láta hana borða mat af gólfinu. Þá hafi hann þvingað hana til heimilisverka og neitað um aðstoð þegar konan var fótbrotin. Við það tilefni hafi hann gert grín að henni, hrækt á hana og sparkað í síðu hennar. Sýknað vegna skorts á sönnun og fyrningu Sem áður segir var maðurinn sýknaður af öllum ákæruliðum varðandi ofbeldi gagnvart eiginkonunni. Í niðurstöðukafla dómsins segir að í öllum ákæruliðum nema einum hafi maðurinn verið sýknaður þar sem ekki teldist sannað að hann hefði framið þau brot sem honum voru gefin að sök. Hjónin hafi í þeim tilvikum verið ein til frásagnar eða framburður vitna byggt á frásögn konunnar mörgum árum eftir meint brot. Hins vegar var talið að maðurinn hafi gerst sekur um að grípa um háls konunnar og þrengja að með þeim afleiðingum að hún átti í erfiðleikum með að kyngja í nokkra daga og hlaut maráverka á hálsi. Aftur á móti var hann sýknaður þar sem brot hans var heimfært undir ákvæði almennra hegningarlaga þar sem hámarksrefsins er hálfs árs fangelsisvist. Samkvæmt ákvæði hegningarlaga fyrnast þau brot sem ekki liggur þyngri refsing við en eins árs fangelsi á tveimur árum. Þar sem brot mannsins var framið árið 2014 var hann sýknaður af því. Sló á fingur dætranna og læsti þær inni Karlmaðurinn er einnig ákærður fyrir endurtekið ofbeldi gagnvart þremur dætrum sínum með því að slá á fingur í refsingarskyni og læsa þær inni í herbergi. Maðurinn gekkst við því að hafa slegið á fingur dætranna en það hafi ekki verið í refsingarskyni. Það hafi verið snerting til að hafa áhrif á hegðun, sem hluti af samræðu. Hann hafi slegið á fingur þeirra með boginni löngutöng eða vísifingri til að ná athygli þeirra og fá þær til að hætta slagsmálum sín á milli. Af framburði dætranna var talið sannað að maðurinn hafi slegið á fingur þeirra og að þær hafi upplifað það sem svo að það hafi verið í refsingarskyni. Þá gekkst maðurinn einnig við því að hafa í nokkur skipti lokað þær allar, saman eða hverja í sínu lagi, inni í herbergi eða þvottaherbergi þar sem þær komust ekki út sjálfar. Það sagði hann hafa verið hluta af uppeldisaðferð, „time out“. Kvaðst hann hafa notað hana þegar dæturnar voru æstar þannig að hann hafi þá tekið eina þeirra út úr hópnum og látið í einveru í stutta stund til að róa hana niður. Af framburði dætranna auk bréfs frá leikskóla einnar dótturinnar, var talið sannað að maðurinn hafi lokað dæturnar inni í refsiskyni og það hafi valdið þeim kvíða og vanlíðan. Maðurinn var hins vegar sýknaður af ákærulið um að ofbeldisbrot gegn einni dótturinni með því að hafa í eitt skipti slegið hana flötum lófa í höfuðið. Önnur dóttir sagði í viðtali í Barnahúsi að faðirinn hefði slegið systur hennar. Kvaðst hún halda að hún hefði séð það en var þó ekki viss um það. Af þeim sökum var talið að dóttirin og faðirinn hefðu verið ein til frásagnar um meint ofbeldi og því teldist það ekki sannað. Greiðir miskabætur og þriðjung sakarkostnaðar Sem áður segir var maðurinn dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar. Hann var einnig dæmdur til að greiða dætrum sínum 400 þúsund krónur hverri í miskabætur en sýknaður af miskabótakröfu eiginkonunnar. Þá fellur þriðjungur sakarkostnaðar á manninn þar sem hann var sýknaður af langflestum ákæruliðum. Til sakarkostnaður telst til að mynda málsvarnarlaun verjanda hans, tæplega 6,5 milljónir króna, þóknun réttargæslumanns dætranna, um 2,5 milljónir króna og annar sakarkostnaður upp á tæplega hálfa milljón króna. Dóm héraðsdóms Vestfjarða má lesa í heild sinni hér.
Dómsmál Ísafjarðarbær Norðurþing Tengdar fréttir Ákærði læknirinn hættur eftir tvær vikur í starfi hjá HSN Læknir sem er ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni og þremur börnum hætti í dag störfum hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Þetta staðfestir forstjóri stofnunarinnar í samtali við fréttastofu. Hann hafði verið við störf hjá stofnuninni í tvær vikur. 5. maí 2022 18:00 Ákærða lækninum var sagt upp á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða árið 2013 Lækninum, sem hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni og þremur börnum frá árinu 2014, var sagt upp störfum á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða með látum árið 2013. 4. maí 2022 18:08 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Ákærði læknirinn hættur eftir tvær vikur í starfi hjá HSN Læknir sem er ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni og þremur börnum hætti í dag störfum hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Þetta staðfestir forstjóri stofnunarinnar í samtali við fréttastofu. Hann hafði verið við störf hjá stofnuninni í tvær vikur. 5. maí 2022 18:00
Ákærða lækninum var sagt upp á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða árið 2013 Lækninum, sem hefur verið ákærður fyrir ofbeldi gegn eiginkonu sinni og þremur börnum frá árinu 2014, var sagt upp störfum á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða með látum árið 2013. 4. maí 2022 18:08