Safnað fyrir fimmtán ára pilt sem slasaðist illa í bruna Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 28. nóvember 2022 17:35 Foreldrar Sigurgeirs, þau Ísak og Noi reka verslunina Ásbyrgi en sjá ekki fram á að geta sinnt rekstrinum meðfram bataferli sonarins. Facebook „Hann er núna á brunadeildinni í Uppsölum og er haldið sofandi. Mér skilst að það sé allt samkvæmt áætlun en það er löng og erfið barátta framundan. Langur og hægur batavegur,“ segir Jón Ármann Gíslason sóknarprestur og prófastur á Skinnastað í Öxarfirði. Hrundið hefur verið af stað söfnun til að styðja við bakið á hinum 15 ára gamla Sigurgeir Sankla Ísakssyni og foreldrum hans en Sigurgeir hlaut alvarleg brunasár í síðustu viku og dvelur nú á sérhæfðri brunadeild á háskólasjúkrahúsinu í Uppsölum. Ísak Sigurgeirsson og Noi Senee Sankla eru búsett í Kelduhverfi á Kópaskeri ásamt Sigurgeiri syni sínum og starfrækja þar verslunina Ásbyrgi. Jón Ármann er sóknarprestur á staðnum og er í forsvari fyrir söfnunina. Slysið átti sér stað fyrir viku síðan. Jón Ármann segir tildrög slyssins óljós og því er enn ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvað gerðist, annað en það að um óhapp með eld hafi verið að ræða. „Þetta eru bæði annars og þriðja stigs brunasár, hann slasaðist mikið og brunasárin þekja stóran hluta af líkamanum,“ segir Jón Ármann í samtali við Vísi og bætir við að þökk sé skjótum viðbrögðum hafi verið hægt að koma Sigurgeiri undir læknishendur í tæka tíð. Var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og var síðan tekin ákvörðun um að senda hann á háskólasjúkrahúsið í Uppsölum, þar sem mikil sérþekking er á meiðslum af þessu tagi. Ísak og Noi fylgdu syni sínum til Svíþjóðar þar sem þau dvelja nú. Fyrirhugað er að þau dvelji í Svíþjóð í kringum fimm vikur, og eftir það mun löng endurhæfing taka við. Margt smátt gerir eitt stórt Í færslu sem Jón Ármann birtir á Facebook segir hann að þessu fylgir eðlilega gríðarmikill kostnaður fyrir fjölskylduna, sem og tekjutap, en þau Ísak og Noi starfrækja verslunina Ásbyrgi og byggja lífsafkomu sína á þeim rekstri. Eðlilega munu þau ekki sinnt rekstrinum með hefðbundnum hætti næstu vikur og mánuði. „Þess vegna vil ég að höfðu samráði við vini og velunnara fjölskyldunnar minna á styrktarreikning prestakallsins. Hann er á kennitölu Skinnastaðarkirkju. Hvet ég þau sem eru aflögufær að láta eitthvert smáræði af hendi rakna, fjölskyldunni til hjálpar á þessum erfiðum tímum í lífi hennar. Allt sem verður lagt inn á reikninginn næstu vikurnar mun renna óskert til þeirra Ísaks og Noi. Munum að margt smátt gerir eitt stórt,“ ritar Jón Ármann í færslunni. Í samtali við Vísi segir hann mikinn samhug ríkja í litla bæjarfélaginu og slíkt sé ómetanlegt. „Þetta er gríðarlegt áfall fyrir fjölskylduna en þau finna fyrir þessum mikla hlýhug og samkennd og eru þakklát fyrir það.“ Þeim sem vilja styðja við bakið á Sigurgeiri og fjölskyldu hans er bent á eftirfarandi reikningsupplýsingar. Kennitala: 590269-6119 Banki: 0192-26-30411 Norðurþing Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira
Ísak Sigurgeirsson og Noi Senee Sankla eru búsett í Kelduhverfi á Kópaskeri ásamt Sigurgeiri syni sínum og starfrækja þar verslunina Ásbyrgi. Jón Ármann er sóknarprestur á staðnum og er í forsvari fyrir söfnunina. Slysið átti sér stað fyrir viku síðan. Jón Ármann segir tildrög slyssins óljós og því er enn ekki hægt að segja nákvæmlega til um hvað gerðist, annað en það að um óhapp með eld hafi verið að ræða. „Þetta eru bæði annars og þriðja stigs brunasár, hann slasaðist mikið og brunasárin þekja stóran hluta af líkamanum,“ segir Jón Ármann í samtali við Vísi og bætir við að þökk sé skjótum viðbrögðum hafi verið hægt að koma Sigurgeiri undir læknishendur í tæka tíð. Var hann fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur og var síðan tekin ákvörðun um að senda hann á háskólasjúkrahúsið í Uppsölum, þar sem mikil sérþekking er á meiðslum af þessu tagi. Ísak og Noi fylgdu syni sínum til Svíþjóðar þar sem þau dvelja nú. Fyrirhugað er að þau dvelji í Svíþjóð í kringum fimm vikur, og eftir það mun löng endurhæfing taka við. Margt smátt gerir eitt stórt Í færslu sem Jón Ármann birtir á Facebook segir hann að þessu fylgir eðlilega gríðarmikill kostnaður fyrir fjölskylduna, sem og tekjutap, en þau Ísak og Noi starfrækja verslunina Ásbyrgi og byggja lífsafkomu sína á þeim rekstri. Eðlilega munu þau ekki sinnt rekstrinum með hefðbundnum hætti næstu vikur og mánuði. „Þess vegna vil ég að höfðu samráði við vini og velunnara fjölskyldunnar minna á styrktarreikning prestakallsins. Hann er á kennitölu Skinnastaðarkirkju. Hvet ég þau sem eru aflögufær að láta eitthvert smáræði af hendi rakna, fjölskyldunni til hjálpar á þessum erfiðum tímum í lífi hennar. Allt sem verður lagt inn á reikninginn næstu vikurnar mun renna óskert til þeirra Ísaks og Noi. Munum að margt smátt gerir eitt stórt,“ ritar Jón Ármann í færslunni. Í samtali við Vísi segir hann mikinn samhug ríkja í litla bæjarfélaginu og slíkt sé ómetanlegt. „Þetta er gríðarlegt áfall fyrir fjölskylduna en þau finna fyrir þessum mikla hlýhug og samkennd og eru þakklát fyrir það.“ Þeim sem vilja styðja við bakið á Sigurgeiri og fjölskyldu hans er bent á eftirfarandi reikningsupplýsingar. Kennitala: 590269-6119 Banki: 0192-26-30411
Norðurþing Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira