Skoða að minnka Mærudaga sem eru orðnir of stórir í sniðum Bjarki Sigurðsson skrifar 1. mars 2023 12:24 Mærudögum hefur verið fagnað á Húsavík síðan árið 1994. Mærudagar Á íbúafundi á Húsavík í gær var rætt um niðurstöður íbúakönnunar þar sem viðhorf til Mærudaga var kannað. Íbúar vilja halda hátíðinni á sama tíma og venjulega en færa hana aftur nær því sem hún var upphaflega. Húsvíkingar halda upp á Mærudaga ár hvert helgina fyrir Verslunarmannahelgina. Hún var fyrst haldin árið 1994 í apríl en síðan færð yfir á sumartímann nokkrum árum síðar. Hátíðin hefur orðið stærri og stærri í gegnum árin og hafa íbúar kallað eftir því að henni verði breytt aftur í það sem hún var upphaflega. Fulltrúar Norðurþings tóku fyrst eftir þessu eftir síðustu hátíð. „Það virtist vera komin ákveðin þreyta á fyrirkomulaginu. Litaskiptingarnar sem hafa verið, það var minni þátttaka í því. Ferðaþjónusta er orðin það stór og öflug hjá okkur yfir sumartímann að bærinn er kannski að hluta til uppseldur, bæði hvað varðar gistingu og veitingaþjónustu og ýmsa afþreyingu. Þannig við urðum vör við umræðu að það þyrftu að vera einhverjar breytingar á hátíðinni sem ýtti okkur út í það að fara í þessa vinnu,“ segir Helena Eydís Ingólfsdóttir, formaður fjölskylduráðs Norðurþings, í samtali við fréttastofu. Helena Eydís Ingólfsdóttir, formaður fjölskylduráðs Norðurþings.Sjálfstæðisflokkurinn Framkvæmd var könnun meðal íbúa þar sem viðhorf íbúa til hátíðarinnar var könnuð og hvernig fólk sæi fyrir sér framtíð hennar. Á íbúafundi í gær voru niðurstöðurnar kynntar og var fundurinn einnig nýttur til þess að ná fram frekara sjónarmiði íbúa. Meðal þess sem var rætt var hvort breyta ætti tímasetningu hátíðarinnar þar sem síðasta helgin í júlí er afar annasöm hjá ferðaþjónustunni í bænum. Fólk virtist ekki vera á þeim buxunum en einhverjir voru sammála um að það þyrfti að minnka hátíðina. „Hún er orðin of stór og hefur fjarlægst upphafinu. Þegar hún fer fyrst af stað árið 1994 var hún í apríl í kringum sumardaginn fyrsta. Þá var þetta smá uppskeruhátíð fyrir lista- og menningarlífið eftir vetrarstarfið. Hún hefur þróast og breyst ansi mikið frá þeim tíma,“ segir Helena. Gögnin verða skoðuð nánar hjá fjölskylduráðinu á næstunni sem mun taka ákvarðanir um framhald og framvindu málsins. Norðurþing Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira
Húsvíkingar halda upp á Mærudaga ár hvert helgina fyrir Verslunarmannahelgina. Hún var fyrst haldin árið 1994 í apríl en síðan færð yfir á sumartímann nokkrum árum síðar. Hátíðin hefur orðið stærri og stærri í gegnum árin og hafa íbúar kallað eftir því að henni verði breytt aftur í það sem hún var upphaflega. Fulltrúar Norðurþings tóku fyrst eftir þessu eftir síðustu hátíð. „Það virtist vera komin ákveðin þreyta á fyrirkomulaginu. Litaskiptingarnar sem hafa verið, það var minni þátttaka í því. Ferðaþjónusta er orðin það stór og öflug hjá okkur yfir sumartímann að bærinn er kannski að hluta til uppseldur, bæði hvað varðar gistingu og veitingaþjónustu og ýmsa afþreyingu. Þannig við urðum vör við umræðu að það þyrftu að vera einhverjar breytingar á hátíðinni sem ýtti okkur út í það að fara í þessa vinnu,“ segir Helena Eydís Ingólfsdóttir, formaður fjölskylduráðs Norðurþings, í samtali við fréttastofu. Helena Eydís Ingólfsdóttir, formaður fjölskylduráðs Norðurþings.Sjálfstæðisflokkurinn Framkvæmd var könnun meðal íbúa þar sem viðhorf íbúa til hátíðarinnar var könnuð og hvernig fólk sæi fyrir sér framtíð hennar. Á íbúafundi í gær voru niðurstöðurnar kynntar og var fundurinn einnig nýttur til þess að ná fram frekara sjónarmiði íbúa. Meðal þess sem var rætt var hvort breyta ætti tímasetningu hátíðarinnar þar sem síðasta helgin í júlí er afar annasöm hjá ferðaþjónustunni í bænum. Fólk virtist ekki vera á þeim buxunum en einhverjir voru sammála um að það þyrfti að minnka hátíðina. „Hún er orðin of stór og hefur fjarlægst upphafinu. Þegar hún fer fyrst af stað árið 1994 var hún í apríl í kringum sumardaginn fyrsta. Þá var þetta smá uppskeruhátíð fyrir lista- og menningarlífið eftir vetrarstarfið. Hún hefur þróast og breyst ansi mikið frá þeim tíma,“ segir Helena. Gögnin verða skoðuð nánar hjá fjölskylduráðinu á næstunni sem mun taka ákvarðanir um framhald og framvindu málsins.
Norðurþing Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Sjá meira