Norðurþing

Fréttamynd

Ice Fish Farm kaupir allt hluta­fé í Löxum

Meirihlutaeigendur ICE Fish Farm og Laxa skrifuðu undir samkomulag um mögulega sameiningu félaganna eftir lokun markaða í dag. ICE Fish Farm mun kaupa öll hlutabréf í Löxum og borga fyrir með hlutabréfum í ICE Fish Farm í kjölfar samþykkis aðalfunda félaganna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Launa­munurinn geti vel skýrst af há­launa­störfum

For­maður BSRB harmar gagn­rýni innan úr röðum Starfs­greina­sam­bandsins og segir ekki hægt að þá stað­reynd í efa að opin­berir starfs­menn séu lægra launaðir að meðal­tali. Hún úti­lokar þó ekki að þetta eigi aðal­lega við há­launa­störf en þau þurfi þá að hækka hjá hinu opinbera.

Innlent
Fréttamynd

Kristján Þór og Gunna Dís hætt saman

Kristján Þór Magnússon og Guðrún Dís Emilsdóttir, betur þekkt sem fjölmiðlakonan Gunna Dís, eru sögð vera að skilja. Kristján Þór er sveitarstjóri í Norðurþingi en Gunna Dís er á leið til Reykjavíkur aftur.

Lífið
Fréttamynd

Sex fulltrúar V-lista í Norðurþingi óskuðu lausnar undan störfum

Sex fulltrúar á V-lista Vinstri grænna og óháðra óskuðu lausnar frá störfum á fundi sveitarstjórnar Norðurþings hinn 24. ágúst síðastliðinn. Aldey Traustadóttir er nýr forseti sveitarstjórnar en hún var 9. manneskja á lista framboðsins þegar gengið var til kosninga 2018.

Innlent
Fréttamynd

Sigur­borg Ósk á von á barni

Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata, á von á barni. Hún greinir frá þessu á Twitter og segir að „lítill laumufarþegi“ hafi fengið að fylgja með til Húsavíkur, þar sem hún býr nú, í vor.

Lífið
Fréttamynd

Segir vindmyllur eiga eftir að tæta sundur samfélagið

Byggðaráð Norðurþings hefur frestað breytingu aðalskipulags sem hefði greitt götu vindorkuvers á Melrakkasléttu eftir að mótmæli bárust frá íbúum við Öxarfjörð. Andstæðingar segja vindmylluskóg spilla víðerni Sléttunnar.

Innlent
Fréttamynd

Engar skýringar á skriðuhruni í Hágöngum

Skriður féllu í Hágöngum, yst í Kinnarfjöllum, í Skjálfanda í gærkvöldi. Sjónarvottar sem staddir voru í Flatey segja að skriðurnar hafi fallið klukkustundum saman og að miklar drunur hafi fylgt þeim. Veðurfræðingur hjá ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands, segist engar skýringar hafa fyrir skriðunum.

Innlent
Fréttamynd

Lög­regla stoppaði veg­far­endur og bauð þeim far í bólu­­­setningu

Mikið kapp var lagt í að koma út öllum bólu­efna­skömmtum sem heilsu­gæslan á Húsa­vík hafði til um­ráða í gær eftir heldur dræma mætingu í bólu­setningu. Lög­reglan á Húsa­vík lagði þar hönd á plóg, fór á rúntinn, fann óbólu­sett fólk og kippti því með sér á bólu­setningar­stöðina.

Innlent