Um 100 manns taka þátt í flugslysaæfingu á Húsavík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. september 2023 13:15 Æfingin á flugvellinum hófst klukkan 11:00 í morgun og stendur fram eftir degi. Aðsend Það er mikið umleikis á Húsavíkurflugvelli í dag því þar fer fram flugslysaæfing þar sem um eitt hundrað viðbragðsaðilar á svæðinu taka þátt. Æfingin gengur út á það að tuttugu manna flugvél hafi hrapað á vellinum þar sem margir eru illa slasaðir og einhverjir látnir. Það eru Isavia og Almannavarnir sem standa saman að þessari viðbragðsæfingu, sem hófst klukkan 11:00 og stendur fram eftir degi. Á æfingunni er verið að æfa viðbrögð viðbragðsaðila á svæðinu við hópslysi, sem um 100 manns taka þátt í. En hvað gerðist? Friðfinnur Freyr Guðmundsson er verkefnisstjóri neyðarviðbúnaðar hjá Isavia. „Hér erum við á Húsavíkurflugvelli þar sem við höfum líkt við flugslysi þar sem við erum með 20 manna farþegaflugvél, sem hefur farið niður hér á Norðurbraut flugvallarins og hér eru viðbragðsaðilar á svæðinu bara að vinna úr því,“ segir Friðfinnur Freyr. Næsta flugslysaæfing verður á Egilsstaðaflugvelli laugardaginn 14. október eftir hálfan mánuð.Aðsend Þannig að það er gríðarlegur viðbúnaður þarna? „Það er mikill viðbúnaður og bæjarbúar væntanlega búnir að taka eftir reyk, sem steig hér upp af norðurenda brautarinnar hérna í morgun og já, já, það gengur vel.“ Friðfinnur segir að einhverjir hafi látist í flugslysinu. „Já, það er nú akkúrat partur af ferlinum okkar að við verðum að vita hvað við ætlum að gera við þá, sem látast í svona flugslysi þannig að við erum alltaf með einhverja, við látum reyndar engan leika slíkt heldur erum við bara með dúkkur í því en það er líka svo mikilvægt út af rannsóknarþættinum og annað slíkt, þannig að já, já, við erum með það.“ Um 100 manns taka þátt í æfingunni.Aðsend Friðfinnur Freyr segir að æfing sem þessi sé mjög mikilvæg. „Þetta er gríðarlega mikilvægt því að þessar æfingar hafa í rauninni þróað hópslysaviðbúnað á Íslandi. Við erum búnir að vera með þessar æfingar á flugvöllum yfir 20 ár og þetta er sá lærdómur, sem við höfum getað dregið af þessum æfingum hafa ratað inn í hópslysaskipulagið á Íslandi,“ segir Friðfinnur Freyr og bætir við. „Við lærum á hverri einustu æfingu og við sem erum búin að vera í þessu lengi líka og það eru líka samskiptin við heimamenn, sem sýna þessu áhuga og vilja gera það vel fyrir sitt samfélag og vera í þessu viðbragði, hvort sem það eru sjálfboðaliðar eða atvinnumenn, það er líka gríðarlega gefandi.“ Næsta flugslysaæfing verður á Egilsstaðaflugvelli laugardaginn 14. október eftir hálfan mánuð. Norðurþing Almannavarnir Fréttir af flugi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Það eru Isavia og Almannavarnir sem standa saman að þessari viðbragðsæfingu, sem hófst klukkan 11:00 og stendur fram eftir degi. Á æfingunni er verið að æfa viðbrögð viðbragðsaðila á svæðinu við hópslysi, sem um 100 manns taka þátt í. En hvað gerðist? Friðfinnur Freyr Guðmundsson er verkefnisstjóri neyðarviðbúnaðar hjá Isavia. „Hér erum við á Húsavíkurflugvelli þar sem við höfum líkt við flugslysi þar sem við erum með 20 manna farþegaflugvél, sem hefur farið niður hér á Norðurbraut flugvallarins og hér eru viðbragðsaðilar á svæðinu bara að vinna úr því,“ segir Friðfinnur Freyr. Næsta flugslysaæfing verður á Egilsstaðaflugvelli laugardaginn 14. október eftir hálfan mánuð.Aðsend Þannig að það er gríðarlegur viðbúnaður þarna? „Það er mikill viðbúnaður og bæjarbúar væntanlega búnir að taka eftir reyk, sem steig hér upp af norðurenda brautarinnar hérna í morgun og já, já, það gengur vel.“ Friðfinnur segir að einhverjir hafi látist í flugslysinu. „Já, það er nú akkúrat partur af ferlinum okkar að við verðum að vita hvað við ætlum að gera við þá, sem látast í svona flugslysi þannig að við erum alltaf með einhverja, við látum reyndar engan leika slíkt heldur erum við bara með dúkkur í því en það er líka svo mikilvægt út af rannsóknarþættinum og annað slíkt, þannig að já, já, við erum með það.“ Um 100 manns taka þátt í æfingunni.Aðsend Friðfinnur Freyr segir að æfing sem þessi sé mjög mikilvæg. „Þetta er gríðarlega mikilvægt því að þessar æfingar hafa í rauninni þróað hópslysaviðbúnað á Íslandi. Við erum búnir að vera með þessar æfingar á flugvöllum yfir 20 ár og þetta er sá lærdómur, sem við höfum getað dregið af þessum æfingum hafa ratað inn í hópslysaskipulagið á Íslandi,“ segir Friðfinnur Freyr og bætir við. „Við lærum á hverri einustu æfingu og við sem erum búin að vera í þessu lengi líka og það eru líka samskiptin við heimamenn, sem sýna þessu áhuga og vilja gera það vel fyrir sitt samfélag og vera í þessu viðbragði, hvort sem það eru sjálfboðaliðar eða atvinnumenn, það er líka gríðarlega gefandi.“ Næsta flugslysaæfing verður á Egilsstaðaflugvelli laugardaginn 14. október eftir hálfan mánuð.
Norðurþing Almannavarnir Fréttir af flugi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira