Skella í lás á Húsavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. desember 2023 14:06 Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segist svekkt að þurfa að loka starfsstöðinni á Húsavík. Vísir/Egill Tekin hefur verið ákvörðun um að loka starfsstöð Persónuverndar á Húsavík og hefur tveimur starfsmönnum verið sagt upp. Starfsstöðin mun loka dyrum sínum um áramót. Forstjóri segir fjárlaganefnd ekki hafa veitt styrk til verkefnisins og því hafi þurft að loka. Lokun starfsstöðvarinnar var tekin fyrir á fundi byggðarráðs Norðurþings 14. desember síðastliðinn og lýsti ráðið yfir mikilli óánægju og furðu með ákvörðun Persónuverndar. „Miðað við fjölda umsókna um störfin þegar starfsstöðin var opnuð er augljóst að eftirspurnin er til staðar og miður að niðurskurður bitni á opinberum störfum á landsbyggðunum,“ segir í bókun byggðarráðs í fundargerð. Verkefnum fjölgað og starfsmenn vantar Opnun starfsstöðvarinnar var tilkynnt vorið 2021 og var formlega opnuð í Húsavík 9. september sama ár. Tvö ný störf fylgdu starfsstöðinni sem 106 umsóknir bárust um á sínum tíma. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir ástæðu lokunar starfsstöðvarinnar fjárskort. „Ég er búin að vera með útistandandi ósk um fleira starfsfólk til Persónuverndar ansi lengi og það er búið að þrefalda okkur í stærð síðan fyrir níu árum síðan. Að sama skapi var Persónuvernd alvarlega undirmönnuð þá og síðan nýja persónuverndarlöggjöfin var innleidd 2018 hefur verkefnum bara fjölgað,“ segir Helga. Hvött til að dreifa starfsemi en ekkert fjármagn fylgir Til þess að bregðast við þessu hafi hún meðal annars, ásamt sýslumanninum á Norðurlandi eystra, lagt fram ósk um að hafa starfsstöð þar og bæta við tveimur starfsgildum. „Persónuvernd hefur rekið þetta útibú á ákvörðun fjárlagnefndar til að styrkja okkur, um um það bil 25 milljónir á ári, í tvö eða þrjú ár. Nú höfum við ekki fengið þetta fjármagn inn í varanlega aukið fjármagn hjá okkur. Síðan kom niðurskurðurinn og okkur var tilkynnt að við fengjum ekki krónu fyrir Húsavík,“ segir Helga. Starfsstöð Persónuverndar á Húsavík mun loka um áramót.Vísir/Vilhelm „Það kostar leigu og ræstingu og við þurfum að hafa aðgangsstýringu því við þurftum að vera alveg aðskilin sýslumanni. Þetta fékk ekki hljómgrunn þannig að á sama tíma og stjórnvöld segja stofnunum að hafa starfsemi úti á landi þá höfum við ekki fengið varanlegan stuðning til þess. Það er mjög erfitt að reka starfsemi sem ekki er meiri vissa fyrir rekstrinum en ár í senn en þannig hefur það verið.“ Það hlýtur að vera svekkjandi að þurfa að loka þessari starfsstöð? „Já, við vorum að vonast til að stækka. Við sáum fyrir okkur að það væri frekar hægt að auka í og hafa þarna tvo í viðbót og gera þetta að sjálfstæðri einingu.“ Persónuvernd Vinnumarkaður Norðurþing Rekstur hins opinbera Byggðamál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Lokun starfsstöðvarinnar var tekin fyrir á fundi byggðarráðs Norðurþings 14. desember síðastliðinn og lýsti ráðið yfir mikilli óánægju og furðu með ákvörðun Persónuverndar. „Miðað við fjölda umsókna um störfin þegar starfsstöðin var opnuð er augljóst að eftirspurnin er til staðar og miður að niðurskurður bitni á opinberum störfum á landsbyggðunum,“ segir í bókun byggðarráðs í fundargerð. Verkefnum fjölgað og starfsmenn vantar Opnun starfsstöðvarinnar var tilkynnt vorið 2021 og var formlega opnuð í Húsavík 9. september sama ár. Tvö ný störf fylgdu starfsstöðinni sem 106 umsóknir bárust um á sínum tíma. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir ástæðu lokunar starfsstöðvarinnar fjárskort. „Ég er búin að vera með útistandandi ósk um fleira starfsfólk til Persónuverndar ansi lengi og það er búið að þrefalda okkur í stærð síðan fyrir níu árum síðan. Að sama skapi var Persónuvernd alvarlega undirmönnuð þá og síðan nýja persónuverndarlöggjöfin var innleidd 2018 hefur verkefnum bara fjölgað,“ segir Helga. Hvött til að dreifa starfsemi en ekkert fjármagn fylgir Til þess að bregðast við þessu hafi hún meðal annars, ásamt sýslumanninum á Norðurlandi eystra, lagt fram ósk um að hafa starfsstöð þar og bæta við tveimur starfsgildum. „Persónuvernd hefur rekið þetta útibú á ákvörðun fjárlagnefndar til að styrkja okkur, um um það bil 25 milljónir á ári, í tvö eða þrjú ár. Nú höfum við ekki fengið þetta fjármagn inn í varanlega aukið fjármagn hjá okkur. Síðan kom niðurskurðurinn og okkur var tilkynnt að við fengjum ekki krónu fyrir Húsavík,“ segir Helga. Starfsstöð Persónuverndar á Húsavík mun loka um áramót.Vísir/Vilhelm „Það kostar leigu og ræstingu og við þurfum að hafa aðgangsstýringu því við þurftum að vera alveg aðskilin sýslumanni. Þetta fékk ekki hljómgrunn þannig að á sama tíma og stjórnvöld segja stofnunum að hafa starfsemi úti á landi þá höfum við ekki fengið varanlegan stuðning til þess. Það er mjög erfitt að reka starfsemi sem ekki er meiri vissa fyrir rekstrinum en ár í senn en þannig hefur það verið.“ Það hlýtur að vera svekkjandi að þurfa að loka þessari starfsstöð? „Já, við vorum að vonast til að stækka. Við sáum fyrir okkur að það væri frekar hægt að auka í og hafa þarna tvo í viðbót og gera þetta að sjálfstæðri einingu.“
Persónuvernd Vinnumarkaður Norðurþing Rekstur hins opinbera Byggðamál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira