Hvæsandi rostungur leit við á Raufarhöfn Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 23. september 2023 13:43 Rostungurinn var slappur að sjá að sögn íbúa á Raufarhöfn. Gunnar Páll Baldursson Fjöldi íbúa á Raufarhöfn safnaðist saman við fjöru í bænum í dag, til að berja rostung augum sem þar hafði gert sig heimankominn. Honum virðist ekki hafa líkað athyglin sérstaklega vel en hann yfirgaf svæðið fyrir stundu. Rúv greindi fyrst frá komu rostungsins til Raufarhafnar og ræddi við Ingibjörgu Hönna Sigurðardóttur, íbúa í bænum. Hér fyrir neðan má sjá myndband af geðstirða rostungnum sem tekið var af Birni Þór Baldurssyni. Í samtali við fréttastofu segir Ingibjörg að rostungsins hafi fyrst orðið vart klukkan sex í morgun. Þá hafi hann verið frekar illa á sig kominn. „Hann var ansi slappur, með sár á kviðnum og rauður i augunum,“ sagði Ingibjörg. Þá hafi hann virst ansi geðstirður og hvæst á fólk sem nálgaðist hann. Rostungurinn virðist ekki hafa skemmt sér sérstaklega vel á Raufarhöfn.Gunnar Páll Baldursson Leist ekkert á hann Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem rostungur ratar í fréttirnar hérlendis en undanfarið hafa þeir í síauknum mæli gert sig heimakomna í fjörum landsins. Matvælastofnun og lögregla hafa varað fólk við því að koma nálægt rostungum þar sem geta farið hratt yfir og slasað fólk. Einnig geta þeir borið með sér framandi smitsjúkdóma. Ingibjörg segist ekki hafa haft miklar áhyggjur af því, þessi rostungur hafi hreyft sig mjög lítið. „Við vorum alveg ofan í honum, en mér leist svo sem ekkert á hann, fékk alveg hroll.“ Hún segir fjölda fólks hafa safnast saman til að berja dýrið augum. Þetta sé í fyrsta sinn sem rostungs verði vart í bænum og slíkt sé fljótt að fréttast í svo litlu bæjarfélagi. Rostungurinn dvaldi hinsvegar ekki lengi á Raufarhöfn en um klukkan 13 ákvað hann að heimsókninni væri lokið synti á brott á vit ævintýranna. Dýr Norðurþing Tengdar fréttir Vill nefna rostunginn Lalla Ágúst Kárason, hafnarvörður á Sauðárkróki, vill nefna rostung, sem flatmagar nú á höfninni, í höfuðið á fyrrverandi hafnarverði. Starfsmenn hafnarinnar eru þegar farnir að kalla rostunginn nafninu Lárus, eða Lalli. 30. júní 2023 16:33 Rostungur flatmagar á Króknum: „Hann hefur bryggjuna út af fyrir sig alla helgina“ Stærðarinnar rostungur flatmagar nú á smábátabryggju á Sauðárkróki. Smábátaeigendur urðu varir við rostunginn í gærkvöldi og er búið að girða af svæðið. 30. júní 2023 08:35 Myndaveisla: Rostungur í mestu makindum á Álftanesi Rostungur sem sást í Hafnarfjarðarhöfn liggur nú í fjörunni á Álftanesi. Þar hefur hann verið í nokkrar klukkustundir og vakið mikla athygli. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, mætti á vettvang og tók myndir af þessari mögnuðu skepnu. 7. júní 2023 19:21 Rostungurinn er hinn víðfrægi Þór Rostungurinn sem spókaði sig á bryggjunni á Þórshöfn í morgun er hinn víðfrægi Þór, sem heimsótti Breiðdalsvík í febrúar. Rostungurinn er hefur verið á flakki um Evrópu síðustu mánuði. 8. apríl 2023 19:15 „Pollrólegur“ rostungur vekur lukku á Breiðdalsvík Rostungur spókaði sig „pollrólegur“ á flotbryggjunni á Breiðdalsvík í dag. Gestir og gangandi fylgdust með dýrinu í dag en að sögn íbúa var rostungurinn slakur og rólegur. Matvælastofnun biður fólk að fara varlega. 24. febrúar 2023 18:27 Vara áhugasama við því að nálgast rostunginn Freyju Fiskistofa Noregs varaði í morgun fólk við því að nálgast frægan rostung of mikið. Rostungurinn Freyja hefur verið að valda usla í smábátahöfn skammt frá Osló þar sem hún hefur meðal annar sökkt bátum. Ekki kemur til greina að drepa Freyju. 20. júlí 2022 15:30 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fleiri fréttir Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Sjá meira
Rúv greindi fyrst frá komu rostungsins til Raufarhafnar og ræddi við Ingibjörgu Hönna Sigurðardóttur, íbúa í bænum. Hér fyrir neðan má sjá myndband af geðstirða rostungnum sem tekið var af Birni Þór Baldurssyni. Í samtali við fréttastofu segir Ingibjörg að rostungsins hafi fyrst orðið vart klukkan sex í morgun. Þá hafi hann verið frekar illa á sig kominn. „Hann var ansi slappur, með sár á kviðnum og rauður i augunum,“ sagði Ingibjörg. Þá hafi hann virst ansi geðstirður og hvæst á fólk sem nálgaðist hann. Rostungurinn virðist ekki hafa skemmt sér sérstaklega vel á Raufarhöfn.Gunnar Páll Baldursson Leist ekkert á hann Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem rostungur ratar í fréttirnar hérlendis en undanfarið hafa þeir í síauknum mæli gert sig heimakomna í fjörum landsins. Matvælastofnun og lögregla hafa varað fólk við því að koma nálægt rostungum þar sem geta farið hratt yfir og slasað fólk. Einnig geta þeir borið með sér framandi smitsjúkdóma. Ingibjörg segist ekki hafa haft miklar áhyggjur af því, þessi rostungur hafi hreyft sig mjög lítið. „Við vorum alveg ofan í honum, en mér leist svo sem ekkert á hann, fékk alveg hroll.“ Hún segir fjölda fólks hafa safnast saman til að berja dýrið augum. Þetta sé í fyrsta sinn sem rostungs verði vart í bænum og slíkt sé fljótt að fréttast í svo litlu bæjarfélagi. Rostungurinn dvaldi hinsvegar ekki lengi á Raufarhöfn en um klukkan 13 ákvað hann að heimsókninni væri lokið synti á brott á vit ævintýranna.
Dýr Norðurþing Tengdar fréttir Vill nefna rostunginn Lalla Ágúst Kárason, hafnarvörður á Sauðárkróki, vill nefna rostung, sem flatmagar nú á höfninni, í höfuðið á fyrrverandi hafnarverði. Starfsmenn hafnarinnar eru þegar farnir að kalla rostunginn nafninu Lárus, eða Lalli. 30. júní 2023 16:33 Rostungur flatmagar á Króknum: „Hann hefur bryggjuna út af fyrir sig alla helgina“ Stærðarinnar rostungur flatmagar nú á smábátabryggju á Sauðárkróki. Smábátaeigendur urðu varir við rostunginn í gærkvöldi og er búið að girða af svæðið. 30. júní 2023 08:35 Myndaveisla: Rostungur í mestu makindum á Álftanesi Rostungur sem sást í Hafnarfjarðarhöfn liggur nú í fjörunni á Álftanesi. Þar hefur hann verið í nokkrar klukkustundir og vakið mikla athygli. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, mætti á vettvang og tók myndir af þessari mögnuðu skepnu. 7. júní 2023 19:21 Rostungurinn er hinn víðfrægi Þór Rostungurinn sem spókaði sig á bryggjunni á Þórshöfn í morgun er hinn víðfrægi Þór, sem heimsótti Breiðdalsvík í febrúar. Rostungurinn er hefur verið á flakki um Evrópu síðustu mánuði. 8. apríl 2023 19:15 „Pollrólegur“ rostungur vekur lukku á Breiðdalsvík Rostungur spókaði sig „pollrólegur“ á flotbryggjunni á Breiðdalsvík í dag. Gestir og gangandi fylgdust með dýrinu í dag en að sögn íbúa var rostungurinn slakur og rólegur. Matvælastofnun biður fólk að fara varlega. 24. febrúar 2023 18:27 Vara áhugasama við því að nálgast rostunginn Freyju Fiskistofa Noregs varaði í morgun fólk við því að nálgast frægan rostung of mikið. Rostungurinn Freyja hefur verið að valda usla í smábátahöfn skammt frá Osló þar sem hún hefur meðal annar sökkt bátum. Ekki kemur til greina að drepa Freyju. 20. júlí 2022 15:30 Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fleiri fréttir Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Sjá meira
Vill nefna rostunginn Lalla Ágúst Kárason, hafnarvörður á Sauðárkróki, vill nefna rostung, sem flatmagar nú á höfninni, í höfuðið á fyrrverandi hafnarverði. Starfsmenn hafnarinnar eru þegar farnir að kalla rostunginn nafninu Lárus, eða Lalli. 30. júní 2023 16:33
Rostungur flatmagar á Króknum: „Hann hefur bryggjuna út af fyrir sig alla helgina“ Stærðarinnar rostungur flatmagar nú á smábátabryggju á Sauðárkróki. Smábátaeigendur urðu varir við rostunginn í gærkvöldi og er búið að girða af svæðið. 30. júní 2023 08:35
Myndaveisla: Rostungur í mestu makindum á Álftanesi Rostungur sem sást í Hafnarfjarðarhöfn liggur nú í fjörunni á Álftanesi. Þar hefur hann verið í nokkrar klukkustundir og vakið mikla athygli. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, mætti á vettvang og tók myndir af þessari mögnuðu skepnu. 7. júní 2023 19:21
Rostungurinn er hinn víðfrægi Þór Rostungurinn sem spókaði sig á bryggjunni á Þórshöfn í morgun er hinn víðfrægi Þór, sem heimsótti Breiðdalsvík í febrúar. Rostungurinn er hefur verið á flakki um Evrópu síðustu mánuði. 8. apríl 2023 19:15
„Pollrólegur“ rostungur vekur lukku á Breiðdalsvík Rostungur spókaði sig „pollrólegur“ á flotbryggjunni á Breiðdalsvík í dag. Gestir og gangandi fylgdust með dýrinu í dag en að sögn íbúa var rostungurinn slakur og rólegur. Matvælastofnun biður fólk að fara varlega. 24. febrúar 2023 18:27
Vara áhugasama við því að nálgast rostunginn Freyju Fiskistofa Noregs varaði í morgun fólk við því að nálgast frægan rostung of mikið. Rostungurinn Freyja hefur verið að valda usla í smábátahöfn skammt frá Osló þar sem hún hefur meðal annar sökkt bátum. Ekki kemur til greina að drepa Freyju. 20. júlí 2022 15:30