Fjarðabyggð

Fréttamynd

Mættir austur með trylli­tæki

Að minnsta kosti þrjú snjóflóð féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun. Björgunarsveitarmenn hafa fjölmennt þangað og í önnur bæjarfélög á svæðinu til að hjálpa og vera til taks ef önnur snjóflóð falla.

Innlent
Fréttamynd

Brýnt að ljúka ofanflóðavörnum: „Þetta sýnir þörfina svo vel“

Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir snjóflóðin sem féllu í Neskaupstað í morgun skiljanlega hafa áhrif á íbúa en flestir þekki söguna af mannskæða flóðinu 1974. Mikilvægi þess að ljúka ofanflóðavörnum í bænum hafi bersýnilega komið í ljós í morgun og bæjarstjóri segir þau vinna að málinu með íbúum sem ein heild. 

Innlent
Fréttamynd

Sjö­tíu við­bragðs­aðilar á leið með flugi austur: „Það er mjög mikil snjó­flóða­hætta á svæðinu“

Rýming stendur yfir vegna minnst þriggja snjóflóða sem féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og taka þær til 160 húsa. Eitt flóðanna féll á fjölbýlishús í bænum og eru tíu slasaðir, enginn alvarlega. Leitarhundar eru á leið austur með þyrlu Landhelgisgæslunnar auk sjötíu viðbragðsaðila sem fara með flugi á svæðið í dag. Mikil snjóflóðahætta er á svæðinu og neyðarstigi almannavarna lýst yfir.

Innlent
Fréttamynd

Fólki mjög brugðið og ýfir upp gömul sár

Íbúum í Neskaupstað er mjög brugðið eftir snjóflóðin í morgun, að sögn íbúa í bænum. Fjöldi fólks hefur komið sér fyrir í fjöldahjálparstöð í Egilsbúð. Flóðin ýfa upp gömul sár eftir mannskæð snjóflóð fyrir fjórum áratugum.

Innlent
Fréttamynd

Lýsir hvernig hurðin „sprakk“ og snjór ruddist inn

Íbúi á annarri hæð húss við Starmýri í Neskaupstað segir snjóflóðið sem féll úr Nesgili í morgun hafa náð inn í íbúðina og fjölskyldumeðlimir orðið fastir inni í herbergi. Fjölskyldumeðlimir hafi meiðst lítillega. 

Innlent
Fréttamynd

Leitarhundar á leiðinni austur með þyrlu

Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni í loftið með þrjá björgunarsveitarmenn og jafnmarga leitarhunda á Hornafjörð til að vera til taks vegna snjóflóðanna og viðvarandi snjóflóðahættu á Austfjörðum.

Innlent
Fréttamynd

Það sem skal gera við rýmingu

Lögreglan á Austurlandi hefur birt tilmæli á Facebook-síðu sinni um hvað skal gera við rýmingu. Unnið er að því að rýma hús bæði í Neskaupstað og á Seyðisfirði. 

Innlent
Fréttamynd

Neyðarstigi Almannavarna lýst yfir vegna flóðanna

Neyðarstigi Almannavarna hefur verið lýst yfir vegna snjóflóðanna sem féllu í Norðfirði í morgun. Hjördís Guðmundsdóttir upplýsingafulltrúi Almannavarna segir að verið sé að reyna að ná yfirsýn yfir ástandið.

Innlent
Fréttamynd

Spari­sjóðir skoða sam­einingu

Stjórnir Sparisjóðs Höfðhverfinga og Sparisjóðs Austurlands hafa samþykkt að hefja formlegar viðræður um mögulega sameiningu sjóðanna til að skapa grundvöll til sóknar, líkt og það er orðað í fréttatilkynningu frá stjórnum sparisjóðanna

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Snjó­flóð á Aust­fjörðum

Nokkur snjóflóð hafa fallið á Austfjörðum síðustu daga, þau stærstu nálægt Eskifirði. Veik lög eru í snjónum vegna skafrennings og kuldakasts síðustu daga. Veðurstofa biður fólk um að fylgjast vel með.

Innlent
Fréttamynd

Stríðs­ára­­safnið verður ekki opnað í sumar

Stríðsárasafnið á Reyðarfirði verður ekki opnað í sumar með þeim hætti sem hefur verið undanfarin ár vegna tjóns sem varð á húsakosti safnsins síðastliðið haust og uppgötvaðist í byrjun árs. Þó hafa engar skemmdir orðið á sýningarmunum safnsins. 

Innlent
Fréttamynd

Leita Gunnars áfram í Eskifirði

Leitin að Gunnari Svan Björgvinssyni í Eskifirði og Reyðarfirði hefur engan árangur boðið. Hans hefur verið leitað frá því á sunnudaginn en í morgun var leitað á þyrlu landhelgisgæslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Lýst eftir Gunnari Svan

Lögreglan á Austurlandi lýsir eftir Gunnari Svan Björgvinssyni. Síðast er vitað um ferðir Gunnars 24. febrúar síðastliðinn við heimili sitt á Eskifirði. Gunnar er liðlega fertugur að aldri, 186 cm á hæð, grannvaxinn með áberandi sítt brúnt hár.

Innlent
Fréttamynd

Engin form­leg leit hafin á Eski­firði

Greint hefur verið frá því í dag að leit sé hafin á Eskifirði að manni sem ekkert hefur spurst til um nokkurra daga skeið. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að frekar sé um eftirgrennslan að ræða.

Innlent
Fréttamynd

MAST mun kæra kattadrápin til lögreglu

Árvökul börn á Eskifirði fundu fimm dauða kettlinga í á um liðna helgi en grunur er uppi um að kettlingunum hafi verið drekkt. Matvælastofnun lítur málið alvarlegum augum en eftir að hafa fengið ábendingar um atvikið hefur stofnunin ákveðið að kæra málið til lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Enginn friður í Fjarðabyggð?

Sjónarsviptir verður af Jóni Birni úr bæjarpólitíkinni í Fjarðabyggð. Fyrir áratuga starf í þágu sveitarfélagsins og framgangs þess á hann heiður skilinn og virðingu. Samstarf við Jón Björn hefur verið farsælt, þrátt fyrir að við séum ekki samherjar í pólitík höfum við oftast átt góða samvinnu.

Skoðun
Fréttamynd

Himinlifandi yfir því að rostungurinn Þór sé mættur til Íslands

Rostungurinn sem spókaði sig á flotbryggjunni á Breiðdalsvík í gær heitir Þór og kemur frá Bretlandi. Þarlend dýraverndarsamtök hafa borið kennsl á díla á hreifum hans og greint frá því að um sé að ræða sama rostung og heimsótti Bretland fyrir skömmu. Þar var hann nefndur Þór.

Innlent
Fréttamynd

Að­för að fólki

Rétt skal vera rétt en ekki ósannindi. Þannig er málið vegna umræðu þeirrar sem nú flýgur og snýr að umræðu um eign bróður míns, Jóns Björns Hákonarsonar, á 28 fermetra bjálkakofa í landi Fannardals í Norfirði. Sú umræða er að stóru leyti byggð á þvælu og útúr snúningum í fjölmiðlum og runnin undan rifjum fólks sem lengi hefur haft horn í síðu bróður míns og ekki síst núna eftir sveitarstjórnarkosningar þegar hægri öflin komust ekki í meirihluta annað kjörtímabilið í röð með tilheyrandi vonbrigðum enda hafa þau löngum talið að það sé náttúrulögmál að þau séu við völd hverju sinni.

Skoðun
Fréttamynd

Fjarðarheiðargöng fyrir fáa?

Á Seyðisfirði búa um 600 manns. Þar er önnur af tveim aðal farþega-millilandagáttum landsins, eina höfnin á Íslandi með reglulegum áætlanasiglingum farþega-ferju milli Íslands og Evrópu. Auk þess fer mikill út- og innflutningur um höfnina.

Skoðun
Fréttamynd

Jóna Árný tekur við af Jóni Birni sem bæjarstjóri

Jóna Árný Þórðardóttir mun taka við af Jóni Birni Hákonarssyni sem bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Jón Björn sagði af sér embætti bæjarstjóra á mánudag eftir að gögn bárust bæjarfulltrúum sem sýndu fram á að engin fasteignagjöld hefðu verið greidd af óskráðum fasteignum á lóðum Björns í sveitarfélaginu.  

Innlent