Landsbyggðarskattur í formi bílastæðagjalda Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. júní 2024 15:08 Jódís segir að skilningsleysi ríki á stöðu fólks og fyrirtækja á landsbyggðinni Vísir/Vilhelm Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna, segir að landsbyggðarskattur í formi bílastæðagjalda á flugvöllunum í Reykjavík, á Akureyri og á Egilsstöðum, sé enn eitt dæmið um skilningsleysi á stöðu fólks og fyrirtækja á landsbyggðinni. Þetta kom fram í ræðu Jódísar á Alþingi í gær í umræðum um störf þingsins. Þar sagði hún að skilningsleysi á stöðu fólks og fyrirtækja á landsbyggðinni virðast síst vera að minnka. „Nærtækt er að nefna ófullnægjandi heilbrigðisþjónustu, fullkomlega óboðlegar vegasamgöngur víða um land, óheyrilegan flutningskostnað á vörum og skerta þjónustu, svo sem á póstflutningum og í bankarekstri,“ sagði Jódís. Nýjasta útspilið væri svo bílastæðagjöld á flugvöllunum þremur, sem hún kallaði landsbyggðarskatt. „Það hljómar kannski eins og jafnræði að þessir þrír stóru flugvellir séu felldir undir sama hatt en það er svo sannarlega ekki staðan. Við skulum átta okkur á því, virðulegi forseti, að um flugvöllinn á Egilsstöðum fara einstaklingar til að sækja lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu,“ sagði Jódís. Flugfargjöld hækkað um 50 prósent eftir að loftbrúnni var komið á Það henti kannski fólki sem er búsett nálægt flugvellinum að geyma bílinn heima og láta skutla sér á völlinn. „Egilsstaðaflugvöllur þjónar hins vegar gríðarlega stóru svæði og íbúar tveggja stórra sveitarfélaga, Fjarðabyggðar og Múlaþings, telja yfir 10.000 íbúa sem mörg hver hafa um langan veg að fara til að nýta sér flugsamgöngur,“ sagði Jódís. Bæði þessi sveitarfélög hafi nú bókað andstöðu sína við þessa ómanneskjulegu ákvörðun. „Einstaklingur sem sækir sér lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu, sem oft tekur langan tíma, þarf nú að leggja fram háar upphæðir í formi bílastæðagjalds til Isavia sem skilaði 2,1 milljarði kr. í hagnað eftir skatta árið 2023. Að lokum bendi ég á að flugfargjöld innan lands hafa hækkað um 50% frá því að Loftbrúnni var komið á,“ sagði Jódís á Alþingi í gær. Samgöngur Akureyrarflugvöllur Vinstri græn Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Múlaþing Fjarðabyggð Alþingi Bílastæði Tengdar fréttir Bæjarráð Fjarðabyggðar einnig á móti gjaldtöku á Egilsstaðavelli Bæjarráð Fjarðabyggðar mótmælir fyrirhugaðri gjaldtöku Isavia á bílastæðum við Egilsstaðaflugvöll og segir um að ræða „landsbyggðarskatt“ og óhóflega hækkun á ferðakostnaði íbúa landsbyggðarinnar. 30. maí 2024 11:43 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Þetta kom fram í ræðu Jódísar á Alþingi í gær í umræðum um störf þingsins. Þar sagði hún að skilningsleysi á stöðu fólks og fyrirtækja á landsbyggðinni virðast síst vera að minnka. „Nærtækt er að nefna ófullnægjandi heilbrigðisþjónustu, fullkomlega óboðlegar vegasamgöngur víða um land, óheyrilegan flutningskostnað á vörum og skerta þjónustu, svo sem á póstflutningum og í bankarekstri,“ sagði Jódís. Nýjasta útspilið væri svo bílastæðagjöld á flugvöllunum þremur, sem hún kallaði landsbyggðarskatt. „Það hljómar kannski eins og jafnræði að þessir þrír stóru flugvellir séu felldir undir sama hatt en það er svo sannarlega ekki staðan. Við skulum átta okkur á því, virðulegi forseti, að um flugvöllinn á Egilsstöðum fara einstaklingar til að sækja lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu,“ sagði Jódís. Flugfargjöld hækkað um 50 prósent eftir að loftbrúnni var komið á Það henti kannski fólki sem er búsett nálægt flugvellinum að geyma bílinn heima og láta skutla sér á völlinn. „Egilsstaðaflugvöllur þjónar hins vegar gríðarlega stóru svæði og íbúar tveggja stórra sveitarfélaga, Fjarðabyggðar og Múlaþings, telja yfir 10.000 íbúa sem mörg hver hafa um langan veg að fara til að nýta sér flugsamgöngur,“ sagði Jódís. Bæði þessi sveitarfélög hafi nú bókað andstöðu sína við þessa ómanneskjulegu ákvörðun. „Einstaklingur sem sækir sér lífsnauðsynlega heilbrigðisþjónustu, sem oft tekur langan tíma, þarf nú að leggja fram háar upphæðir í formi bílastæðagjalds til Isavia sem skilaði 2,1 milljarði kr. í hagnað eftir skatta árið 2023. Að lokum bendi ég á að flugfargjöld innan lands hafa hækkað um 50% frá því að Loftbrúnni var komið á,“ sagði Jódís á Alþingi í gær.
Samgöngur Akureyrarflugvöllur Vinstri græn Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Múlaþing Fjarðabyggð Alþingi Bílastæði Tengdar fréttir Bæjarráð Fjarðabyggðar einnig á móti gjaldtöku á Egilsstaðavelli Bæjarráð Fjarðabyggðar mótmælir fyrirhugaðri gjaldtöku Isavia á bílastæðum við Egilsstaðaflugvöll og segir um að ræða „landsbyggðarskatt“ og óhóflega hækkun á ferðakostnaði íbúa landsbyggðarinnar. 30. maí 2024 11:43 Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Bæjarráð Fjarðabyggðar einnig á móti gjaldtöku á Egilsstaðavelli Bæjarráð Fjarðabyggðar mótmælir fyrirhugaðri gjaldtöku Isavia á bílastæðum við Egilsstaðaflugvöll og segir um að ræða „landsbyggðarskatt“ og óhóflega hækkun á ferðakostnaði íbúa landsbyggðarinnar. 30. maí 2024 11:43