Sá grunaði tengist hjónunum ekki fjölskylduböndum Elísabet Inga Sigurðardóttir og Lovísa Arnardóttir skrifa 22. ágúst 2024 18:28 Frá Norðfirði í dag. Vísir/Hjalti Yfirlögregluþjónn segir manninn sem handtekinn var í dag í Reykjavík ekki tengjast hjónunum sem fundust látin í Neskaupsstað fjölskylduböndum. Aðeins einn liggur undir grun og eru sterkar vísbendingar um að hann tengist málinu. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir tengsl mannsins við hjónin eitt af því sem sé til rannsóknar en að hann sé ekki tengdur þeim nánum fjölskylduböndum. Í tilkynningu frá lögreglunni nú í kvöld kom fram að hjónin hafi verið á áttræðisaldri. „Við fáum tilkynningu rétt um klukkan hálf eitt í dag og í kjölfarið berast ábendingar um hver kunni að hafa verið að verki,“ segir Kristján og að það hafi alveg frá upphafi verið ljóst að um alvarlegan atburð hafði verið að ræða. Klippa: Vettvangsrannsókn í fullum gangi „Það hefst leit í beinu framhaldi og viðkomandi finnst á höfuðborgarsvæðinu um klukkan tvö og er handtekinn og er núna í vörslu lögreglu og biður skýrslutöku og mögulega kröfu um gæsluvarðhald.“ Kristján segir lögreglu hafa fengið tilkynningar frá íbúum sem voru farnir að undra sig á íbúunum sem bjuggu í húsinu. Hann segir að rannsókn muni leiða það í ljós hvenær atburðurinn hafi átt sér stað. Hann segir til skoðunar hvort maðurinn hafi tekið bíl hjónanna og það, eins og annað, sé til rannsóknar. Hann segist ekki geta tjáð sig um ástand mannsins þegar hann var handtekinn. „Það er einstaklingur grunaður í þessu máli og hann er í haldi lögreglu þannig við teljum svo ekki vera,“ segir Kristján spurður hvort íbúar þurfi að óttast eitthvað í framhaldi af þessu atviki. Hann segir lögreglu vera með mynd af því sem gerðist en vettvangsrannsókn sé enn í gangi. Tæknideild lögreglunnar og réttarmeinafræðingur séu á vettvangi. Þá eigi enn eftir að tala við þann grunaða. Enn sé því margt ekki vitað með vissu en lögreglan telji sig með nokkuð skýra mynd af málinu og hverjir komi að því. Hann segir að tæknirannsókn muni leiða í ljós hvort að skotvopni hafi verið beitt. „Það er aðeins óljóst enn þá.“ Í tilkynningu lögreglu segir að við eftirgrennslan og handtöku þess grunaða hafi lögreglan á Austurlandi notið aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lögreglunnar á Suðurlandi og Suðurnesjum auk sérsveitar ríkislögreglustjóra og þyrlusveitar Landhelgisgæslu. Aðstoð var og veitt í kjölfar atburðar frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Lögreglumál Fjarðabyggð Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austurlandi, segir tengsl mannsins við hjónin eitt af því sem sé til rannsóknar en að hann sé ekki tengdur þeim nánum fjölskylduböndum. Í tilkynningu frá lögreglunni nú í kvöld kom fram að hjónin hafi verið á áttræðisaldri. „Við fáum tilkynningu rétt um klukkan hálf eitt í dag og í kjölfarið berast ábendingar um hver kunni að hafa verið að verki,“ segir Kristján og að það hafi alveg frá upphafi verið ljóst að um alvarlegan atburð hafði verið að ræða. Klippa: Vettvangsrannsókn í fullum gangi „Það hefst leit í beinu framhaldi og viðkomandi finnst á höfuðborgarsvæðinu um klukkan tvö og er handtekinn og er núna í vörslu lögreglu og biður skýrslutöku og mögulega kröfu um gæsluvarðhald.“ Kristján segir lögreglu hafa fengið tilkynningar frá íbúum sem voru farnir að undra sig á íbúunum sem bjuggu í húsinu. Hann segir að rannsókn muni leiða það í ljós hvenær atburðurinn hafi átt sér stað. Hann segir til skoðunar hvort maðurinn hafi tekið bíl hjónanna og það, eins og annað, sé til rannsóknar. Hann segist ekki geta tjáð sig um ástand mannsins þegar hann var handtekinn. „Það er einstaklingur grunaður í þessu máli og hann er í haldi lögreglu þannig við teljum svo ekki vera,“ segir Kristján spurður hvort íbúar þurfi að óttast eitthvað í framhaldi af þessu atviki. Hann segir lögreglu vera með mynd af því sem gerðist en vettvangsrannsókn sé enn í gangi. Tæknideild lögreglunnar og réttarmeinafræðingur séu á vettvangi. Þá eigi enn eftir að tala við þann grunaða. Enn sé því margt ekki vitað með vissu en lögreglan telji sig með nokkuð skýra mynd af málinu og hverjir komi að því. Hann segir að tæknirannsókn muni leiða í ljós hvort að skotvopni hafi verið beitt. „Það er aðeins óljóst enn þá.“ Í tilkynningu lögreglu segir að við eftirgrennslan og handtöku þess grunaða hafi lögreglan á Austurlandi notið aðstoðar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, lögreglunnar á Suðurlandi og Suðurnesjum auk sérsveitar ríkislögreglustjóra og þyrlusveitar Landhelgisgæslu. Aðstoð var og veitt í kjölfar atburðar frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Lögreglumál Fjarðabyggð Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira