Suðurnesjabær Skólastjórnendur og bæjaryfirvöld neita að tjá sig um kærurnar Hvorki kjörnir fulltrúar né starfsmenn Suðurnesjabæjar vilja tjá sig um lögreglurannsókn sem nú stendur yfir og beinist að fjórum starfsmönnum Gerðaskóla. Móðir stúlku með ADHD kærði starfsmennina fyrir vonda meðferð á dóttur sinni en hún segist hafa horft á einn þeirra snúa hana niður í gólfið fyrir að hafa klórað út í loftið í átt að sér og segir skólann oft hafa lokað dóttur hennar inni í því sem skólinn kallar „hvíldarherbergi". Innlent 17.11.2021 07:00 Segist hafa horft á starfsmann skólans snúa dóttur sína niður Móðir níu ára stúlku, sem hefur kært starfsmann Gerðaskóla til lögreglu, segist hafa horft á hann snúa dóttur sína niður fyrir það eitt að klóra út í loftið í áttina að honum. Það sé viðtekin venja í skólanum að læsa börn með raskanir eða sem starfsfólkið ræður illa við inni í litlu gluggalausu herbergi. Innlent 8.11.2021 19:34 Starfsmaður Gerðaskóla grunaður um að hafa beitt barn ofbeldi Lögreglan á Suðurnesjum hefur mál til rannsóknar þar sem starfsmaður Gerðaskóla er grunaður um að hafa beitt barn í skólanum ofbeldi. Móðir barnsins hefur einnig lagt fram kæru á hendur skólanum fyrir að hafa lokað dóttur hennar reglulega inni í litlu rými gegn hennar vilja og án vitundar foreldra. Innlent 8.11.2021 12:09 Loka skólum og stofnunum í Suðurnesjabæ vegna Covid-smita Aðgerðastjórn Suðurnesjabæjar hefur ákveðið að loka skólum og stofnunum vegna Covid-19-smita sem hafa greinst á meðal starfsfólks á leikskóla og nemenda í grunnskólanum. Lokanirnar eiga að koma í veg fyrir frekari dreifingu veirunnar. Innlent 4.11.2021 22:21 Safnahelgi á Suðurnesjum alla helgina Þeir sem vilja njóta menningar út í ystu æsar um helgina ættu þá að vera á Suðurnesjunum því þar fer fram Safnahelgi með fjölbreyttum viðburðum. Meðal annars verður hægt að skoða Slökkviliðssafn Íslands, Reykjanesvita, bátasafn, Rokksafn Íslands og kynna sér sögu Kaupfélags Suðurnesja. Innlent 16.10.2021 12:36 Færði krökkunum í Sandgerðisskóla gjöf eftir landsleikina Mikael Neville Anderson, landsliðsmaður í fótbolta, gaf sér tíma til að heimsækja sinn gamla grunnskóla í Sandgerði og heilsa upp á nemendur eftir leikina við Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM. Fótbolti 14.10.2021 08:31 Hefjast handa við að stækka flugvöllinn um tuttugu þúsund fermetra Um tuttugu þúsund fermetra stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hófst formlega í gær. Um er að ræða ríflega tuttugu milljarða króna framkvæmd, sem er sú stærsta sem Isavia hefur ráðist í. Innlent 17.8.2021 19:38 Tíminn nýttur til hins ýtrasta til að ræða atvinnuleysi og ógn af eldgosinu Fulltrúar sveitarstjórna á Suðurnesjum funda nú með ríkisstjórninni í Grindavík. Þeir ætla sér að nýta þá tvo tíma sem þeir fá með ráðherrum vel til að vekja athygli á helstu hagsmunamálum svæðisins. Innlent 10.8.2021 13:55 Fimm teymi komust áfram í samkeppni um þróunina við Keflavíkurflugvöll til 2050 Fimm fjölþjóðleg teymi hafa verið valin til áframhaldandi þátttöku í forvali Kadeco um þróunaráætlun fyrir stórt svæði umhverfis Keflavíkurflugvöll. Viðskipti innlent 16.6.2021 09:48 Dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að bana eiginkonu sinni Karlmaður var í dag sakfelldur í Landsrétti fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði og dæmdur í fjórtán ára fangelsi. Maðurinn er sagður hafa þrengt að hálsi hennar með þeim afleiðingum að hún lést af völdum köfnunar. Landsréttur segir að um stórhættulega atlögu hafi verið að ræða og að maðurinn hafi hlotið að vera ljóst að langlíklegast væri að bani hlytist af henni. Innlent 11.6.2021 16:06 „Íbúar eru mjög sárir yfir þessu“ Reykjanesbær skorar á heilbrigðisráðherra að tryggja starfsemi nýrrar heilsugæslu á Suðurnesjum. Forseti bæjarstjórnar segir ástandið óviðunandi og segist ekki skilja hvers vegna íbúar njóti ekki sömu réttinda og aðrir. Innlent 23.5.2021 21:02 Segir ríkið mismuna íbúum með engri heilbrigðisþjónustu Bæjarstjóri Suðurnesjabæjar segir ríkið mismuna íbúum sveitarfélagsins með engri heilbrigðisþjónustu. Um sé að ræða eina sveitarfélagið á landinu þar sem íbúar fái enga heilbrigðisþjónustu í sinni heimabyggð. Innlent 23.5.2021 13:48 Kröfu um vanhæfni meðdómsmanns í morðmáli hafnað Hæstiréttur hefur hafnað kröfu verjanda mannsins, sem var dæmdur í 14 ára fangelsi í héraði fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í fyrra, um að sérfróður meðdómsmaður viki sæti í málinu fyrir Landsrétti. Verjandinn taldi tengsl meðdómsmannsins við þá sem hafa komið að dómi og rannsókn málsins, þar á meðal réttarmeinafræðingsins sem krufði konuna. Innlent 19.5.2021 17:51 Ofbeldi gegn barni á leikskóla til rannsóknar hjá lögreglu Lögregla rannsakar nú mál starfsmanns á leikskólanum Sólborg í Sandgerði sem sakaður er um að hafa beitt barn í skólanum ofbeldi. Starfsmanninum hefur verið vikið frá störfum og var málið kært til lögreglu. Innlent 26.4.2021 16:10 „Suðurnes eru heitasti sumardvalastaðurinn á árinu“ Framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum segir aukna bjartsýni á svæðinu. Eldgosið hafi reynst mikil landkynning og verkefni í kringum uppbyggingu í Geldingadölum skapi mörg atvinnutækifæri. Hún telur að Suðurnes verði heitasti sumardvalarstaðurinn í ár. Innlent 21.4.2021 10:43 Hólmfríður leiðir VG í Suðurkjördæmi Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri í Sandgerðisskóla, mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Innlent 12.4.2021 18:54 Sjö mánaða viðbótarrefsing fyrir ofsaakstur með hörmulegum afleiðingum Karlmaður á þrítugsaldri var í morgun dæmdur í sjö mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa orðið valdur að alvarlegu slysi á Sandgerðisvegi laugardaginn 18. janúar í fyrra. Karlmaðurinn játaði brot sitt en kona á fimmtugsaldri slasaðist lífshættulega í slysinu og er enn að jafna sig á afleiðingunum. Innlent 23.3.2021 12:35 Björgunarskip kallað út vegna vélarvana báts Björgunarskipið Hannes Þ Hafstein í Sandgerði var kallað út rétt fyrir klukkan 12 í dag vegna vélarvana fiskveiðibáts á Faxaflóa. Innlent 14.3.2021 13:21 Fólk varað við að nálgast hvalinn Mikill mannfjöldi var í fjörunni á Garðskaga í dag en þar hefur hnúfubakur sem rak á land legið í nokkra daga. Fólk hefur verið varað við því að fara of nálægt hvalnum, en að sögn vísindamanna frá Hafrannsóknarstofnun mun hvalurinn brátt springa í loft upp vegna gasmyndunar. Innlent 13.3.2021 18:14 Hættustigi lýst yfir Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi vegna öflugrar jarðskjálftahrinu sem gengur nú yfir. Hættustigið er sett á til að samhæfa aðgerðir ýmissa verklagsaðila og stofnana og hefur ekki áhrif á almenning. Enn fremur er það sett á ef heilsu og öryggi manna, umhverfis eða byggðar er ógnað af náttúru- eða mannavöldum en ekki svo alvarlegar að um neyðarástand sér að ræða. Innlent 24.2.2021 14:01 Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu. Innlent 24.2.2021 10:07 „Mesta furða hvað fólk ber sig vel“ Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur (VSFK), segir Suðurnesjamenn bjartsýna og bera sig almennt nokkuð vel þrátt fyrir að atvinnuástandið þar sé það versta á landinu. Atvinnuleysi á Suðurnesjum mældist 24,5 prósent í janúar en þar að auki eru margir sem hafa verið þvingaðir í lægra starfshlutfall. Innlent 21.2.2021 16:07 Gréta Björg og Guðmundur Kristján til Kadeco Guðmundur Kristján Jónsson og Gréta Björg Blængsdóttir hafa verið ráðin til Kadeco. Hefur Guðmundur Kristján verið ráðinn í stöðu viðskipta- og þróunarstjóra og Gréta Björg í starf fjármála- og skrifstofustjóra. Viðskipti innlent 26.1.2021 10:13 „Við þurfum ekkert að vita af hverju hún lést“ Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness telur að atlaga karlmanns á sextugsaldri að konu sinni hafi verið stórhættuleg og honum mátt vera ljóst að langlíklegast væri að hún myndi leiða til dauða. Karlmaðurinn var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í héraði þann 13. janúar fyrir manndráp á heimili þeirra hjóna í Sandgerði. Innlent 19.1.2021 16:33 Í gæsluvarðhald eftir að hafa verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi Maðurinn sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í dag fyrir að bana eiginkonu sinni í Sandgerði, hefur verið úrskurðaður í fimm mánaða gæsluvarðhald. Hann hefur verið frjáls ferða sinna frá því í október þegar Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhald hans. Þá hafði hann verið í gæsluvarðhaldi frá apríl. Innlent 13.1.2021 18:46 Fjórtán ára fangelsi fyrir manndráp í Sandgerði Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í lok mars. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag en þinghald í málinu var lokað. Innlent 13.1.2021 16:50 Asbest-klæðning í útihúsi sem brann til kaldra kola í nótt Útihús við Merkines í Höfnum á Reykjanesi varð alelda í nótt. Allt tiltækt slökkvilið frá Bunavörnum Suðurnesja auk lögreglu var kallað til vegna eldsins en hlaðan þar sem eldurinn kom upp er brunnin til kaldra kola. Asbest var í klæðningu hlöðunnar sem brann. Innlent 31.12.2020 11:47 Um tuttugu tilkynningar um foktjón Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út í morgun vegna veðurs í Vestmannaeyjum og Suðurnesjabæ. Gul veðurviðvörun er í gildi og hefur vindur mælst hátt í fjörutíu metrar á sekúndu. Innlent 27.12.2020 10:28 Tilkomumikill strókur þegar tundurskeytið var sprengt Séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar, með aðstoð áhafnarinnar á varðskipinu Tý, eyddi sprengjuhleðslu úr þýsku tundurskeyti frá seinni heimsstyrjöld úti fyrir Sandgerði laust fyrir klukkan tvö í dag. Innlent 17.12.2020 16:20 Þýskt tundurskeyti lenti í trolli utan við Sandgerði Séraðgerða og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út síðdegis í dag vegna tundurskeytis sem hafði lent í veiðarfærum togara. Áhöfn togarans Pálína Þórunn GK í Sandgerði sá tundurskeytið í trollinu þegar híft var utan við Sandgerði í dag. Innlent 16.12.2020 21:10 « ‹ 5 6 7 8 9 10 11 12 … 12 ›
Skólastjórnendur og bæjaryfirvöld neita að tjá sig um kærurnar Hvorki kjörnir fulltrúar né starfsmenn Suðurnesjabæjar vilja tjá sig um lögreglurannsókn sem nú stendur yfir og beinist að fjórum starfsmönnum Gerðaskóla. Móðir stúlku með ADHD kærði starfsmennina fyrir vonda meðferð á dóttur sinni en hún segist hafa horft á einn þeirra snúa hana niður í gólfið fyrir að hafa klórað út í loftið í átt að sér og segir skólann oft hafa lokað dóttur hennar inni í því sem skólinn kallar „hvíldarherbergi". Innlent 17.11.2021 07:00
Segist hafa horft á starfsmann skólans snúa dóttur sína niður Móðir níu ára stúlku, sem hefur kært starfsmann Gerðaskóla til lögreglu, segist hafa horft á hann snúa dóttur sína niður fyrir það eitt að klóra út í loftið í áttina að honum. Það sé viðtekin venja í skólanum að læsa börn með raskanir eða sem starfsfólkið ræður illa við inni í litlu gluggalausu herbergi. Innlent 8.11.2021 19:34
Starfsmaður Gerðaskóla grunaður um að hafa beitt barn ofbeldi Lögreglan á Suðurnesjum hefur mál til rannsóknar þar sem starfsmaður Gerðaskóla er grunaður um að hafa beitt barn í skólanum ofbeldi. Móðir barnsins hefur einnig lagt fram kæru á hendur skólanum fyrir að hafa lokað dóttur hennar reglulega inni í litlu rými gegn hennar vilja og án vitundar foreldra. Innlent 8.11.2021 12:09
Loka skólum og stofnunum í Suðurnesjabæ vegna Covid-smita Aðgerðastjórn Suðurnesjabæjar hefur ákveðið að loka skólum og stofnunum vegna Covid-19-smita sem hafa greinst á meðal starfsfólks á leikskóla og nemenda í grunnskólanum. Lokanirnar eiga að koma í veg fyrir frekari dreifingu veirunnar. Innlent 4.11.2021 22:21
Safnahelgi á Suðurnesjum alla helgina Þeir sem vilja njóta menningar út í ystu æsar um helgina ættu þá að vera á Suðurnesjunum því þar fer fram Safnahelgi með fjölbreyttum viðburðum. Meðal annars verður hægt að skoða Slökkviliðssafn Íslands, Reykjanesvita, bátasafn, Rokksafn Íslands og kynna sér sögu Kaupfélags Suðurnesja. Innlent 16.10.2021 12:36
Færði krökkunum í Sandgerðisskóla gjöf eftir landsleikina Mikael Neville Anderson, landsliðsmaður í fótbolta, gaf sér tíma til að heimsækja sinn gamla grunnskóla í Sandgerði og heilsa upp á nemendur eftir leikina við Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM. Fótbolti 14.10.2021 08:31
Hefjast handa við að stækka flugvöllinn um tuttugu þúsund fermetra Um tuttugu þúsund fermetra stækkun Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hófst formlega í gær. Um er að ræða ríflega tuttugu milljarða króna framkvæmd, sem er sú stærsta sem Isavia hefur ráðist í. Innlent 17.8.2021 19:38
Tíminn nýttur til hins ýtrasta til að ræða atvinnuleysi og ógn af eldgosinu Fulltrúar sveitarstjórna á Suðurnesjum funda nú með ríkisstjórninni í Grindavík. Þeir ætla sér að nýta þá tvo tíma sem þeir fá með ráðherrum vel til að vekja athygli á helstu hagsmunamálum svæðisins. Innlent 10.8.2021 13:55
Fimm teymi komust áfram í samkeppni um þróunina við Keflavíkurflugvöll til 2050 Fimm fjölþjóðleg teymi hafa verið valin til áframhaldandi þátttöku í forvali Kadeco um þróunaráætlun fyrir stórt svæði umhverfis Keflavíkurflugvöll. Viðskipti innlent 16.6.2021 09:48
Dæmdur í 14 ára fangelsi fyrir að bana eiginkonu sinni Karlmaður var í dag sakfelldur í Landsrétti fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði og dæmdur í fjórtán ára fangelsi. Maðurinn er sagður hafa þrengt að hálsi hennar með þeim afleiðingum að hún lést af völdum köfnunar. Landsréttur segir að um stórhættulega atlögu hafi verið að ræða og að maðurinn hafi hlotið að vera ljóst að langlíklegast væri að bani hlytist af henni. Innlent 11.6.2021 16:06
„Íbúar eru mjög sárir yfir þessu“ Reykjanesbær skorar á heilbrigðisráðherra að tryggja starfsemi nýrrar heilsugæslu á Suðurnesjum. Forseti bæjarstjórnar segir ástandið óviðunandi og segist ekki skilja hvers vegna íbúar njóti ekki sömu réttinda og aðrir. Innlent 23.5.2021 21:02
Segir ríkið mismuna íbúum með engri heilbrigðisþjónustu Bæjarstjóri Suðurnesjabæjar segir ríkið mismuna íbúum sveitarfélagsins með engri heilbrigðisþjónustu. Um sé að ræða eina sveitarfélagið á landinu þar sem íbúar fái enga heilbrigðisþjónustu í sinni heimabyggð. Innlent 23.5.2021 13:48
Kröfu um vanhæfni meðdómsmanns í morðmáli hafnað Hæstiréttur hefur hafnað kröfu verjanda mannsins, sem var dæmdur í 14 ára fangelsi í héraði fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í fyrra, um að sérfróður meðdómsmaður viki sæti í málinu fyrir Landsrétti. Verjandinn taldi tengsl meðdómsmannsins við þá sem hafa komið að dómi og rannsókn málsins, þar á meðal réttarmeinafræðingsins sem krufði konuna. Innlent 19.5.2021 17:51
Ofbeldi gegn barni á leikskóla til rannsóknar hjá lögreglu Lögregla rannsakar nú mál starfsmanns á leikskólanum Sólborg í Sandgerði sem sakaður er um að hafa beitt barn í skólanum ofbeldi. Starfsmanninum hefur verið vikið frá störfum og var málið kært til lögreglu. Innlent 26.4.2021 16:10
„Suðurnes eru heitasti sumardvalastaðurinn á árinu“ Framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum segir aukna bjartsýni á svæðinu. Eldgosið hafi reynst mikil landkynning og verkefni í kringum uppbyggingu í Geldingadölum skapi mörg atvinnutækifæri. Hún telur að Suðurnes verði heitasti sumardvalarstaðurinn í ár. Innlent 21.4.2021 10:43
Hólmfríður leiðir VG í Suðurkjördæmi Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri í Sandgerðisskóla, mun leiða lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Suðurkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Innlent 12.4.2021 18:54
Sjö mánaða viðbótarrefsing fyrir ofsaakstur með hörmulegum afleiðingum Karlmaður á þrítugsaldri var í morgun dæmdur í sjö mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa orðið valdur að alvarlegu slysi á Sandgerðisvegi laugardaginn 18. janúar í fyrra. Karlmaðurinn játaði brot sitt en kona á fimmtugsaldri slasaðist lífshættulega í slysinu og er enn að jafna sig á afleiðingunum. Innlent 23.3.2021 12:35
Björgunarskip kallað út vegna vélarvana báts Björgunarskipið Hannes Þ Hafstein í Sandgerði var kallað út rétt fyrir klukkan 12 í dag vegna vélarvana fiskveiðibáts á Faxaflóa. Innlent 14.3.2021 13:21
Fólk varað við að nálgast hvalinn Mikill mannfjöldi var í fjörunni á Garðskaga í dag en þar hefur hnúfubakur sem rak á land legið í nokkra daga. Fólk hefur verið varað við því að fara of nálægt hvalnum, en að sögn vísindamanna frá Hafrannsóknarstofnun mun hvalurinn brátt springa í loft upp vegna gasmyndunar. Innlent 13.3.2021 18:14
Hættustigi lýst yfir Hættustigi almannavarna hefur verið lýst yfir á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi vegna öflugrar jarðskjálftahrinu sem gengur nú yfir. Hættustigið er sett á til að samhæfa aðgerðir ýmissa verklagsaðila og stofnana og hefur ekki áhrif á almenning. Enn fremur er það sett á ef heilsu og öryggi manna, umhverfis eða byggðar er ógnað af náttúru- eða mannavöldum en ekki svo alvarlegar að um neyðarástand sér að ræða. Innlent 24.2.2021 14:01
Suðvesturhornið nötrar og stærsti skjálftinn 5,7 að stærð Jörð hefur skolfið á suðvesturhorni landsins í morgun og virðist ekkert lát á skjálftavirkni. Fyrstu skjálftar fundust upp úr klukkan tíu og enn skelfur jörð þegar klukkan er að verða ellefu. Skjálftar hafa fundist á höfuðborgarsvæðinu, vestur í Stykkishólm og austur á Helllu. Innlent 24.2.2021 10:07
„Mesta furða hvað fólk ber sig vel“ Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur (VSFK), segir Suðurnesjamenn bjartsýna og bera sig almennt nokkuð vel þrátt fyrir að atvinnuástandið þar sé það versta á landinu. Atvinnuleysi á Suðurnesjum mældist 24,5 prósent í janúar en þar að auki eru margir sem hafa verið þvingaðir í lægra starfshlutfall. Innlent 21.2.2021 16:07
Gréta Björg og Guðmundur Kristján til Kadeco Guðmundur Kristján Jónsson og Gréta Björg Blængsdóttir hafa verið ráðin til Kadeco. Hefur Guðmundur Kristján verið ráðinn í stöðu viðskipta- og þróunarstjóra og Gréta Björg í starf fjármála- og skrifstofustjóra. Viðskipti innlent 26.1.2021 10:13
„Við þurfum ekkert að vita af hverju hún lést“ Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness telur að atlaga karlmanns á sextugsaldri að konu sinni hafi verið stórhættuleg og honum mátt vera ljóst að langlíklegast væri að hún myndi leiða til dauða. Karlmaðurinn var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í héraði þann 13. janúar fyrir manndráp á heimili þeirra hjóna í Sandgerði. Innlent 19.1.2021 16:33
Í gæsluvarðhald eftir að hafa verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi Maðurinn sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í dag fyrir að bana eiginkonu sinni í Sandgerði, hefur verið úrskurðaður í fimm mánaða gæsluvarðhald. Hann hefur verið frjáls ferða sinna frá því í október þegar Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhald hans. Þá hafði hann verið í gæsluvarðhaldi frá apríl. Innlent 13.1.2021 18:46
Fjórtán ára fangelsi fyrir manndráp í Sandgerði Karlmaður á sextugsaldri hefur verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í lok mars. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag en þinghald í málinu var lokað. Innlent 13.1.2021 16:50
Asbest-klæðning í útihúsi sem brann til kaldra kola í nótt Útihús við Merkines í Höfnum á Reykjanesi varð alelda í nótt. Allt tiltækt slökkvilið frá Bunavörnum Suðurnesja auk lögreglu var kallað til vegna eldsins en hlaðan þar sem eldurinn kom upp er brunnin til kaldra kola. Asbest var í klæðningu hlöðunnar sem brann. Innlent 31.12.2020 11:47
Um tuttugu tilkynningar um foktjón Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út í morgun vegna veðurs í Vestmannaeyjum og Suðurnesjabæ. Gul veðurviðvörun er í gildi og hefur vindur mælst hátt í fjörutíu metrar á sekúndu. Innlent 27.12.2020 10:28
Tilkomumikill strókur þegar tundurskeytið var sprengt Séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar, með aðstoð áhafnarinnar á varðskipinu Tý, eyddi sprengjuhleðslu úr þýsku tundurskeyti frá seinni heimsstyrjöld úti fyrir Sandgerði laust fyrir klukkan tvö í dag. Innlent 17.12.2020 16:20
Þýskt tundurskeyti lenti í trolli utan við Sandgerði Séraðgerða og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út síðdegis í dag vegna tundurskeytis sem hafði lent í veiðarfærum togara. Áhöfn togarans Pálína Þórunn GK í Sandgerði sá tundurskeytið í trollinu þegar híft var utan við Sandgerði í dag. Innlent 16.12.2020 21:10