Segja Landsnet þurfa að axla ábyrgð Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 17. janúar 2023 13:16 Rafmagnslaust varð á öllum Suðurnesjum í um þrjár klukkustundir í gær þegar Suðurnesjalínu sló út. Vísir/Vilhelm Landvernd telur að tveggja stunda rafmagnsleysi á Suðurnesjum í gærkvöldi veki spurningar um getu Landsnets til að sinna hlutverki sínu. Í tilkynningu frá Landvernd kemur fram að Sveitarfélagið Vogar hafi árum saman bent á að farsælast sé að leggja Suðurnesjalínu sem jarðstreng í vegöxl Reykjanesbrautar í stað þess að leggja nýju loftlínu samsíða línunni sem fyrir er og útsett er fyrir sömu náttúruvá. Eldsumbrotin á svæðinu undanfarin ár séu til vitnis um að óskynsamlegt sé að tengingar við Suðurnes liggi samsíða. Þá er Landsnet sagt sagt fría sig ábyrgð með því að vísa til þess að hugsanlega hefði ekki farið svona illa ef það hefði fengið að reisa Suðurnesjalínu 2 að eigin vild. Landvernd bendir á að það að rafmagn skuli fara af á hæglætis vetrardegi á svæði með tveimur stórum virkjunum benda til þess að vandinn sé flóknari en Landsnet lætur í veðri vaka. „Er rafmagnsleysið hugsanlega enn eitt dæmið um að forgangsröðun, uppbygging og stýring íslenska raforkukerfisins sé gölluð? Staðreyndin er að minnsta kosti sú að á Suðurnesjum hafa Landsnet og HS Orka ekki borið gæfu til að byggja kerfið upp á öruggan hátt, hvorki með tilliti til náttúruvár, samfélags né umhverfis,“ segir í tilkynningunni. Einstakt dæmi um ómöguleika Þá telur Landvernd „óskiljanlegt“ að virkjanir í Svartsengi og Reykjanesi geti ekki starfað án tengingar við aðra hluta landskerfisins. Stærð virkjananna sé sannarlega næg til að mæta eftirspurn eftir rafmagni á Suðurnesjum. „Skýringin getur ekki verið sú að gufuaflsvirkjanir ráði ekki við framleiðslu og stýringu á raforku án tenginga við vatnsaflsvirkjanir því meginhluti raforkuframleiðslu heimsbyggðarinnar er knúinn sambærilegum gufutúrbínum – og þar er þetta ekki vandamál. En virkjanirnar í Svartsengi og á Reykjanesi virðast ekki ráða við að tengingin við landsnetið rofni. Gufuaflsvirkjanir Landsvirkjunar ráða við „eyjukeyrslu" án tengingar við landskerfið. Kröfluvirkjun hefur ítrekað séð Norðurlandi fyrir raforku án tengingar við aðra landshluta. Hvers vegna hafa Landsnet og HS orka ekki kippt þessu í lag á Suðurnesjum? Vannýtt tækifæri til að auka afhendingaröryggi á Reykjanesi Þá bendir Landvernd á að Landsnet hafi ekki borið gæfu til að tvöfalda raforkutengingar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur. Enginn hafi sett sig upp á móti slíkri tvöföldun. „Megin vandinn í afstöðu Landsnets er þráhyggjukennd andstaða við að leggja jarðstreng í vegöxl Reykjanesbrautar. Landsnet heldur sig alfarið við nýja loftlínu samsíða eldri línu, þrátt fyrir að mat á umhverfisáhrifum segi að jarðstrengjaleiðin sé betri kostur.“ Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Tengdar fréttir Rafmagnsleysið sýni alvarleika þess að vera háð einni línu Framkvæmdastjóri hjá Landsnet segir að rafmagnsleysið sem varð á Reykjanesi í gær sýni alvarleika þess að svæðið sé háð einni raforkulínu. Lagning annarrar línu á svæðið hefur strandað á sveitarfélaginu Vogum. 17. janúar 2023 11:05 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sjá meira
Í tilkynningu frá Landvernd kemur fram að Sveitarfélagið Vogar hafi árum saman bent á að farsælast sé að leggja Suðurnesjalínu sem jarðstreng í vegöxl Reykjanesbrautar í stað þess að leggja nýju loftlínu samsíða línunni sem fyrir er og útsett er fyrir sömu náttúruvá. Eldsumbrotin á svæðinu undanfarin ár séu til vitnis um að óskynsamlegt sé að tengingar við Suðurnes liggi samsíða. Þá er Landsnet sagt sagt fría sig ábyrgð með því að vísa til þess að hugsanlega hefði ekki farið svona illa ef það hefði fengið að reisa Suðurnesjalínu 2 að eigin vild. Landvernd bendir á að það að rafmagn skuli fara af á hæglætis vetrardegi á svæði með tveimur stórum virkjunum benda til þess að vandinn sé flóknari en Landsnet lætur í veðri vaka. „Er rafmagnsleysið hugsanlega enn eitt dæmið um að forgangsröðun, uppbygging og stýring íslenska raforkukerfisins sé gölluð? Staðreyndin er að minnsta kosti sú að á Suðurnesjum hafa Landsnet og HS Orka ekki borið gæfu til að byggja kerfið upp á öruggan hátt, hvorki með tilliti til náttúruvár, samfélags né umhverfis,“ segir í tilkynningunni. Einstakt dæmi um ómöguleika Þá telur Landvernd „óskiljanlegt“ að virkjanir í Svartsengi og Reykjanesi geti ekki starfað án tengingar við aðra hluta landskerfisins. Stærð virkjananna sé sannarlega næg til að mæta eftirspurn eftir rafmagni á Suðurnesjum. „Skýringin getur ekki verið sú að gufuaflsvirkjanir ráði ekki við framleiðslu og stýringu á raforku án tenginga við vatnsaflsvirkjanir því meginhluti raforkuframleiðslu heimsbyggðarinnar er knúinn sambærilegum gufutúrbínum – og þar er þetta ekki vandamál. En virkjanirnar í Svartsengi og á Reykjanesi virðast ekki ráða við að tengingin við landsnetið rofni. Gufuaflsvirkjanir Landsvirkjunar ráða við „eyjukeyrslu" án tengingar við landskerfið. Kröfluvirkjun hefur ítrekað séð Norðurlandi fyrir raforku án tengingar við aðra landshluta. Hvers vegna hafa Landsnet og HS orka ekki kippt þessu í lag á Suðurnesjum? Vannýtt tækifæri til að auka afhendingaröryggi á Reykjanesi Þá bendir Landvernd á að Landsnet hafi ekki borið gæfu til að tvöfalda raforkutengingar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur. Enginn hafi sett sig upp á móti slíkri tvöföldun. „Megin vandinn í afstöðu Landsnets er þráhyggjukennd andstaða við að leggja jarðstreng í vegöxl Reykjanesbrautar. Landsnet heldur sig alfarið við nýja loftlínu samsíða eldri línu, þrátt fyrir að mat á umhverfisáhrifum segi að jarðstrengjaleiðin sé betri kostur.“
Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Tengdar fréttir Rafmagnsleysið sýni alvarleika þess að vera háð einni línu Framkvæmdastjóri hjá Landsnet segir að rafmagnsleysið sem varð á Reykjanesi í gær sýni alvarleika þess að svæðið sé háð einni raforkulínu. Lagning annarrar línu á svæðið hefur strandað á sveitarfélaginu Vogum. 17. janúar 2023 11:05 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sjá meira
Rafmagnsleysið sýni alvarleika þess að vera háð einni línu Framkvæmdastjóri hjá Landsnet segir að rafmagnsleysið sem varð á Reykjanesi í gær sýni alvarleika þess að svæðið sé háð einni raforkulínu. Lagning annarrar línu á svæðið hefur strandað á sveitarfélaginu Vogum. 17. janúar 2023 11:05