Í Morgunblaðinu í morgun segir að Ólafur hafi andast á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í gær.
Ólafur var sveitarstjóri í Garðahreppi á árunum 1960 til 1972. Hann varð kjörinn þingmaður Reyknesinga fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 1971 og lét af þingmennsku árið 1999. Hann var formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins á árunum 1971 til 1995, menntamálaráðherra 1991 til 1995 og var svo forseti Alþingis á árunum 1995 til 1999.
Á vef Alþingis segir að Ólafur hafi fæðst á Siglufirði 7. júlí 1932, sonur Einars Kristjánssonar forstjóra og Ólafar Ísaksdóttur húsmóður. Ólafur var giftur Rögnu Bjarnadóttur, sem lést árið 2015, og eignuðust þau eina dóttur, Ástu Ragnhildi.
Ólafur stundaði á sínum yngri árum nám í læknisfræði og síðar lögfræði.