Rafmagnsleysið sýni alvarleika þess að vera háð einni línu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. janúar 2023 11:05 Framkvæmdir við Suðurnesjalína 2 hafa verið í startholunum en eitt framkvæmdaleyfi skortir. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri hjá Landsnet segir að rafmagnsleysið sem varð á Reykjanesi í gær sýni alvarleika þess að svæðið sé háð einni raforkulínu. Lagning annarrar línu á svæðið hefur strandað á sveitarfélaginu Vogum. Rafmagnslaust varð á öllum Suðurnesjum í um þrjár klukkustundir í gær þegar Suðurnesjalínu sló út. Síðar kom á daginn að eldingavari í tengivirki Landsnets í Fitjum í Reykjanesbæ sló út. Talið er að um þrjátíu þúsund manns hafi verið án rafmagns vegna bilunarinnar. „Öll okkar tæki sem við mennirnir búum til, þau bila alltaf að lokum. Það kemur eitthvað upp á. Það er ekkert óeðlilegt að það gerist,“ sagði Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri Þróunar og tæknisviðs Landsnets, í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem umrædd bilun var til umræðu. Sagði hann rafmagnsleysið í gær sýna alvarleika þess að Reykjanes sé háð einni raforkulínu. Ef eitthvað bilaði hefði það víðtæk áhrif. „Það kemur reglulega eitthvað upp. Eitt árið fauk járnplata í línuna, þá varð rafmagnslaust. Eitt árið mokaði verktaki í jarðstreng hjá okkur, þá varð rafmagnslaust. Einhvern tímann var selta, þá varð rafmagnslaust,“ sagði Sverrir. „Það sem ég kann til þess að laga þetta það er einfaldlega það að hafa tvær línur. Hjáleið, eins og það heitir í vegakerfinu,“ sagði Sverrir enn fremur. Talið barst þá að Suðurnesjalínu 2 sem verið hefur í bígerð undanfarin ár. Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets. „Það hefur verið ósætti um þá framkvæmd,“ sagði Sverrir og vísaði þar í að sveitarfélagið Vogar hafi ekki afgreitt framkvæmdaleyfi svo hefja megi framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2. Vogar vilja jarðstreng en hin sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa þegar veitt Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu. Málið hefur verið nokkuð hitamál og fyrir jól flugu nokkur skot á milli Landsnets og sveitarfélagsins í opinberri umræðu. „Eins og staðan er í dag þá höfum við leyfi frá okkar eftirlitsaðila sem er Orkustofnun. Línan fer um fjögur sveitarfélög. Við erum með framkvæmdaleyfi þriggja þeirra. Okkur vantar fjórða framkvæmdaleyfið,“ sagði Sverrir. Bæjarstjóri Voga sagði fyrir áramót að málið væri í eðlilegu ferli hjá sveitarfélaginu, reiknað væri með að ákvörðun myndi liggja fyrir fljótlega eftir áramót. „Ég hef fulla trú á því að það sé að hreyfast,“ sagði Sverrir um stöðuna á Suðurnesjalínu 2. Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Bítið Tengdar fréttir „Vonum bara að ljósin hangi inni í kvöld“ Rafmagnslaust varð á öllum Suðurnesjum í um þrjár klukkustundir í dag þegar Suðurnesjalínu sló út. Upplýsingafulltrúi Landsnets segir bilunina minna á nauðsyn þess að önnur lína verði lögð á Suðurnesjum. 16. janúar 2023 20:23 Bæjarstjórinn í Vogum hneykslaður og svarar Landsneti fullum hálsi Sveitarstjóri í Vogum segir fráleitt að þurfa að sitja undir því að Landsnet grafi undan faglegri og lögbundinni stjórnsýslu. Framkvæmdastjóri Landsnets segir seinagang í Vogum skila sér í töpuðum tækifærum og jafnvel milljörðum króna. 22. desember 2022 12:17 Vogamenn æfir yfir frumvarpi Sjálfstæðismanna um Suðurnesjalínu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp til að greiða fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Bæjarstjóri Voga segir málið fráleitt og telur að það myndi skaða traust sveitarstjórnarstigsins til Alþingis varanlega. 4. febrúar 2022 13:30 Útilokar ekki lagasetningu til að greiða leið línunnar Innviðaráðherra útilokar ekki að gripið verði til lagasetningar svo hægt verði að leggja Suðurnesjalínu 2. Vogar stendur eitt sveitarfélaga á Suðurnesjum í vegi fyrir því að framkvæmdir geti hafist. 19. desember 2021 20:21 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Rafmagnslaust varð á öllum Suðurnesjum í um þrjár klukkustundir í gær þegar Suðurnesjalínu sló út. Síðar kom á daginn að eldingavari í tengivirki Landsnets í Fitjum í Reykjanesbæ sló út. Talið er að um þrjátíu þúsund manns hafi verið án rafmagns vegna bilunarinnar. „Öll okkar tæki sem við mennirnir búum til, þau bila alltaf að lokum. Það kemur eitthvað upp á. Það er ekkert óeðlilegt að það gerist,“ sagði Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri Þróunar og tæknisviðs Landsnets, í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem umrædd bilun var til umræðu. Sagði hann rafmagnsleysið í gær sýna alvarleika þess að Reykjanes sé háð einni raforkulínu. Ef eitthvað bilaði hefði það víðtæk áhrif. „Það kemur reglulega eitthvað upp. Eitt árið fauk járnplata í línuna, þá varð rafmagnslaust. Eitt árið mokaði verktaki í jarðstreng hjá okkur, þá varð rafmagnslaust. Einhvern tímann var selta, þá varð rafmagnslaust,“ sagði Sverrir. „Það sem ég kann til þess að laga þetta það er einfaldlega það að hafa tvær línur. Hjáleið, eins og það heitir í vegakerfinu,“ sagði Sverrir enn fremur. Talið barst þá að Suðurnesjalínu 2 sem verið hefur í bígerð undanfarin ár. Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets. „Það hefur verið ósætti um þá framkvæmd,“ sagði Sverrir og vísaði þar í að sveitarfélagið Vogar hafi ekki afgreitt framkvæmdaleyfi svo hefja megi framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2. Vogar vilja jarðstreng en hin sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa þegar veitt Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu. Málið hefur verið nokkuð hitamál og fyrir jól flugu nokkur skot á milli Landsnets og sveitarfélagsins í opinberri umræðu. „Eins og staðan er í dag þá höfum við leyfi frá okkar eftirlitsaðila sem er Orkustofnun. Línan fer um fjögur sveitarfélög. Við erum með framkvæmdaleyfi þriggja þeirra. Okkur vantar fjórða framkvæmdaleyfið,“ sagði Sverrir. Bæjarstjóri Voga sagði fyrir áramót að málið væri í eðlilegu ferli hjá sveitarfélaginu, reiknað væri með að ákvörðun myndi liggja fyrir fljótlega eftir áramót. „Ég hef fulla trú á því að það sé að hreyfast,“ sagði Sverrir um stöðuna á Suðurnesjalínu 2.
Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Bítið Tengdar fréttir „Vonum bara að ljósin hangi inni í kvöld“ Rafmagnslaust varð á öllum Suðurnesjum í um þrjár klukkustundir í dag þegar Suðurnesjalínu sló út. Upplýsingafulltrúi Landsnets segir bilunina minna á nauðsyn þess að önnur lína verði lögð á Suðurnesjum. 16. janúar 2023 20:23 Bæjarstjórinn í Vogum hneykslaður og svarar Landsneti fullum hálsi Sveitarstjóri í Vogum segir fráleitt að þurfa að sitja undir því að Landsnet grafi undan faglegri og lögbundinni stjórnsýslu. Framkvæmdastjóri Landsnets segir seinagang í Vogum skila sér í töpuðum tækifærum og jafnvel milljörðum króna. 22. desember 2022 12:17 Vogamenn æfir yfir frumvarpi Sjálfstæðismanna um Suðurnesjalínu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp til að greiða fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Bæjarstjóri Voga segir málið fráleitt og telur að það myndi skaða traust sveitarstjórnarstigsins til Alþingis varanlega. 4. febrúar 2022 13:30 Útilokar ekki lagasetningu til að greiða leið línunnar Innviðaráðherra útilokar ekki að gripið verði til lagasetningar svo hægt verði að leggja Suðurnesjalínu 2. Vogar stendur eitt sveitarfélaga á Suðurnesjum í vegi fyrir því að framkvæmdir geti hafist. 19. desember 2021 20:21 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
„Vonum bara að ljósin hangi inni í kvöld“ Rafmagnslaust varð á öllum Suðurnesjum í um þrjár klukkustundir í dag þegar Suðurnesjalínu sló út. Upplýsingafulltrúi Landsnets segir bilunina minna á nauðsyn þess að önnur lína verði lögð á Suðurnesjum. 16. janúar 2023 20:23
Bæjarstjórinn í Vogum hneykslaður og svarar Landsneti fullum hálsi Sveitarstjóri í Vogum segir fráleitt að þurfa að sitja undir því að Landsnet grafi undan faglegri og lögbundinni stjórnsýslu. Framkvæmdastjóri Landsnets segir seinagang í Vogum skila sér í töpuðum tækifærum og jafnvel milljörðum króna. 22. desember 2022 12:17
Vogamenn æfir yfir frumvarpi Sjálfstæðismanna um Suðurnesjalínu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp til að greiða fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Bæjarstjóri Voga segir málið fráleitt og telur að það myndi skaða traust sveitarstjórnarstigsins til Alþingis varanlega. 4. febrúar 2022 13:30
Útilokar ekki lagasetningu til að greiða leið línunnar Innviðaráðherra útilokar ekki að gripið verði til lagasetningar svo hægt verði að leggja Suðurnesjalínu 2. Vogar stendur eitt sveitarfélaga á Suðurnesjum í vegi fyrir því að framkvæmdir geti hafist. 19. desember 2021 20:21