Rafmagnsleysið sýni alvarleika þess að vera háð einni línu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. janúar 2023 11:05 Framkvæmdir við Suðurnesjalína 2 hafa verið í startholunum en eitt framkvæmdaleyfi skortir. Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri hjá Landsnet segir að rafmagnsleysið sem varð á Reykjanesi í gær sýni alvarleika þess að svæðið sé háð einni raforkulínu. Lagning annarrar línu á svæðið hefur strandað á sveitarfélaginu Vogum. Rafmagnslaust varð á öllum Suðurnesjum í um þrjár klukkustundir í gær þegar Suðurnesjalínu sló út. Síðar kom á daginn að eldingavari í tengivirki Landsnets í Fitjum í Reykjanesbæ sló út. Talið er að um þrjátíu þúsund manns hafi verið án rafmagns vegna bilunarinnar. „Öll okkar tæki sem við mennirnir búum til, þau bila alltaf að lokum. Það kemur eitthvað upp á. Það er ekkert óeðlilegt að það gerist,“ sagði Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri Þróunar og tæknisviðs Landsnets, í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem umrædd bilun var til umræðu. Sagði hann rafmagnsleysið í gær sýna alvarleika þess að Reykjanes sé háð einni raforkulínu. Ef eitthvað bilaði hefði það víðtæk áhrif. „Það kemur reglulega eitthvað upp. Eitt árið fauk járnplata í línuna, þá varð rafmagnslaust. Eitt árið mokaði verktaki í jarðstreng hjá okkur, þá varð rafmagnslaust. Einhvern tímann var selta, þá varð rafmagnslaust,“ sagði Sverrir. „Það sem ég kann til þess að laga þetta það er einfaldlega það að hafa tvær línur. Hjáleið, eins og það heitir í vegakerfinu,“ sagði Sverrir enn fremur. Talið barst þá að Suðurnesjalínu 2 sem verið hefur í bígerð undanfarin ár. Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets. „Það hefur verið ósætti um þá framkvæmd,“ sagði Sverrir og vísaði þar í að sveitarfélagið Vogar hafi ekki afgreitt framkvæmdaleyfi svo hefja megi framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2. Vogar vilja jarðstreng en hin sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa þegar veitt Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu. Málið hefur verið nokkuð hitamál og fyrir jól flugu nokkur skot á milli Landsnets og sveitarfélagsins í opinberri umræðu. „Eins og staðan er í dag þá höfum við leyfi frá okkar eftirlitsaðila sem er Orkustofnun. Línan fer um fjögur sveitarfélög. Við erum með framkvæmdaleyfi þriggja þeirra. Okkur vantar fjórða framkvæmdaleyfið,“ sagði Sverrir. Bæjarstjóri Voga sagði fyrir áramót að málið væri í eðlilegu ferli hjá sveitarfélaginu, reiknað væri með að ákvörðun myndi liggja fyrir fljótlega eftir áramót. „Ég hef fulla trú á því að það sé að hreyfast,“ sagði Sverrir um stöðuna á Suðurnesjalínu 2. Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Bítið Tengdar fréttir „Vonum bara að ljósin hangi inni í kvöld“ Rafmagnslaust varð á öllum Suðurnesjum í um þrjár klukkustundir í dag þegar Suðurnesjalínu sló út. Upplýsingafulltrúi Landsnets segir bilunina minna á nauðsyn þess að önnur lína verði lögð á Suðurnesjum. 16. janúar 2023 20:23 Bæjarstjórinn í Vogum hneykslaður og svarar Landsneti fullum hálsi Sveitarstjóri í Vogum segir fráleitt að þurfa að sitja undir því að Landsnet grafi undan faglegri og lögbundinni stjórnsýslu. Framkvæmdastjóri Landsnets segir seinagang í Vogum skila sér í töpuðum tækifærum og jafnvel milljörðum króna. 22. desember 2022 12:17 Vogamenn æfir yfir frumvarpi Sjálfstæðismanna um Suðurnesjalínu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp til að greiða fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Bæjarstjóri Voga segir málið fráleitt og telur að það myndi skaða traust sveitarstjórnarstigsins til Alþingis varanlega. 4. febrúar 2022 13:30 Útilokar ekki lagasetningu til að greiða leið línunnar Innviðaráðherra útilokar ekki að gripið verði til lagasetningar svo hægt verði að leggja Suðurnesjalínu 2. Vogar stendur eitt sveitarfélaga á Suðurnesjum í vegi fyrir því að framkvæmdir geti hafist. 19. desember 2021 20:21 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Sjá meira
Rafmagnslaust varð á öllum Suðurnesjum í um þrjár klukkustundir í gær þegar Suðurnesjalínu sló út. Síðar kom á daginn að eldingavari í tengivirki Landsnets í Fitjum í Reykjanesbæ sló út. Talið er að um þrjátíu þúsund manns hafi verið án rafmagns vegna bilunarinnar. „Öll okkar tæki sem við mennirnir búum til, þau bila alltaf að lokum. Það kemur eitthvað upp á. Það er ekkert óeðlilegt að það gerist,“ sagði Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri Þróunar og tæknisviðs Landsnets, í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem umrædd bilun var til umræðu. Sagði hann rafmagnsleysið í gær sýna alvarleika þess að Reykjanes sé háð einni raforkulínu. Ef eitthvað bilaði hefði það víðtæk áhrif. „Það kemur reglulega eitthvað upp. Eitt árið fauk járnplata í línuna, þá varð rafmagnslaust. Eitt árið mokaði verktaki í jarðstreng hjá okkur, þá varð rafmagnslaust. Einhvern tímann var selta, þá varð rafmagnslaust,“ sagði Sverrir. „Það sem ég kann til þess að laga þetta það er einfaldlega það að hafa tvær línur. Hjáleið, eins og það heitir í vegakerfinu,“ sagði Sverrir enn fremur. Talið barst þá að Suðurnesjalínu 2 sem verið hefur í bígerð undanfarin ár. Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets. „Það hefur verið ósætti um þá framkvæmd,“ sagði Sverrir og vísaði þar í að sveitarfélagið Vogar hafi ekki afgreitt framkvæmdaleyfi svo hefja megi framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2. Vogar vilja jarðstreng en hin sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa þegar veitt Landsneti framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu. Málið hefur verið nokkuð hitamál og fyrir jól flugu nokkur skot á milli Landsnets og sveitarfélagsins í opinberri umræðu. „Eins og staðan er í dag þá höfum við leyfi frá okkar eftirlitsaðila sem er Orkustofnun. Línan fer um fjögur sveitarfélög. Við erum með framkvæmdaleyfi þriggja þeirra. Okkur vantar fjórða framkvæmdaleyfið,“ sagði Sverrir. Bæjarstjóri Voga sagði fyrir áramót að málið væri í eðlilegu ferli hjá sveitarfélaginu, reiknað væri með að ákvörðun myndi liggja fyrir fljótlega eftir áramót. „Ég hef fulla trú á því að það sé að hreyfast,“ sagði Sverrir um stöðuna á Suðurnesjalínu 2.
Suðurnesjalína 2 Vogar Orkumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Grindavík Bítið Tengdar fréttir „Vonum bara að ljósin hangi inni í kvöld“ Rafmagnslaust varð á öllum Suðurnesjum í um þrjár klukkustundir í dag þegar Suðurnesjalínu sló út. Upplýsingafulltrúi Landsnets segir bilunina minna á nauðsyn þess að önnur lína verði lögð á Suðurnesjum. 16. janúar 2023 20:23 Bæjarstjórinn í Vogum hneykslaður og svarar Landsneti fullum hálsi Sveitarstjóri í Vogum segir fráleitt að þurfa að sitja undir því að Landsnet grafi undan faglegri og lögbundinni stjórnsýslu. Framkvæmdastjóri Landsnets segir seinagang í Vogum skila sér í töpuðum tækifærum og jafnvel milljörðum króna. 22. desember 2022 12:17 Vogamenn æfir yfir frumvarpi Sjálfstæðismanna um Suðurnesjalínu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp til að greiða fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Bæjarstjóri Voga segir málið fráleitt og telur að það myndi skaða traust sveitarstjórnarstigsins til Alþingis varanlega. 4. febrúar 2022 13:30 Útilokar ekki lagasetningu til að greiða leið línunnar Innviðaráðherra útilokar ekki að gripið verði til lagasetningar svo hægt verði að leggja Suðurnesjalínu 2. Vogar stendur eitt sveitarfélaga á Suðurnesjum í vegi fyrir því að framkvæmdir geti hafist. 19. desember 2021 20:21 Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Innlent Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Innlent Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Innlent Getur víða farið yfir tuttugu stig Veður Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Innlent Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Fleiri fréttir Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Sjá meira
„Vonum bara að ljósin hangi inni í kvöld“ Rafmagnslaust varð á öllum Suðurnesjum í um þrjár klukkustundir í dag þegar Suðurnesjalínu sló út. Upplýsingafulltrúi Landsnets segir bilunina minna á nauðsyn þess að önnur lína verði lögð á Suðurnesjum. 16. janúar 2023 20:23
Bæjarstjórinn í Vogum hneykslaður og svarar Landsneti fullum hálsi Sveitarstjóri í Vogum segir fráleitt að þurfa að sitja undir því að Landsnet grafi undan faglegri og lögbundinni stjórnsýslu. Framkvæmdastjóri Landsnets segir seinagang í Vogum skila sér í töpuðum tækifærum og jafnvel milljörðum króna. 22. desember 2022 12:17
Vogamenn æfir yfir frumvarpi Sjálfstæðismanna um Suðurnesjalínu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp til að greiða fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Bæjarstjóri Voga segir málið fráleitt og telur að það myndi skaða traust sveitarstjórnarstigsins til Alþingis varanlega. 4. febrúar 2022 13:30
Útilokar ekki lagasetningu til að greiða leið línunnar Innviðaráðherra útilokar ekki að gripið verði til lagasetningar svo hægt verði að leggja Suðurnesjalínu 2. Vogar stendur eitt sveitarfélaga á Suðurnesjum í vegi fyrir því að framkvæmdir geti hafist. 19. desember 2021 20:21