„Fáránlegt árið 2023 að við séum ekki með einhverja varaleið“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. janúar 2023 20:30 Suðurnesjalína 1 nær frá Hafnarfirði að Reykjanesbæ en bilun í tengivirki á Fitjum, sem sést hér á myndinni með línuna í bakgrunni, varð til þess að rafmagnslaust var á öllum Suðurnesjum í gær. Vísir/Egill Alvarleg staða kom upp þegar bilun í Suðurnesjalínu leiddi til rafmagnsleysis á öllum Suðurnesjum í gær. Rof á símasambandi er áhyggjuefni og kalla íbúar eftir betri tengingum með Suðurnesjalínu tvö. Bæjarstjóri Voga segir Landsnet bera ábyrgð meðal annars en að skömminni hafi verið skellt á sveitarfélagið. Þó þau vilji jarðtengingu hafi þau aldrei staðið í vegi fyrir að línan yrði lögð. Suðurnesjalína eitt er eina tengingin sem Suðurnes hefur þegar kemur að rafmagni en bilun kom upp í tengivirki Landsnets á Fitum þar sem einn af þremur eldingavörum datt út. Rafmagnslaust var fyrir vikið á öllum Suðurnesjum fyrir vikið í nokkrar klukkustundir en viðgerðir standa enn yfir og er ljóst að taka þurfi línuna úr rekstri á næstu dögum til að klára viðgerðir. Alvarlegt að símasamband detti út Íbúar voru ekki aðeins án rafmagns en samhliða rafmagnsleysinu var ekkert heitt vatn. „Það var kalt hér í húsum þegar að hitaveitan datt út. Sem betur fer var þetta ekki nema tveir eða þrír klukkutímar en ég hefði ekki boðið í það ef þetta hefði verið lengri tími, ég tala nú ekki um einhverjir dagar,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Þá voru íbúar margir hverjir án símasambands. Varaafl reyndist hafa verið af skornum skammti en það valdi áhyggjum. . „Það er eitt af því sem að við þurfum að ræða við þessa aðila og símafyrirtækin um, hvað þetta er lítið varaafl í raun því að þessi staða getur komið upp aftur, það sem hefur gerst einu sinni getur gerst aftur. Þannig við þurfum að brynja okkur fyrir því í góðri samvinnu við alla sem að málinu koma,“ segir Kjartan. Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Voga, tekur undir þetta. „Það er eitthvað sem er ástæða til að skoða, það er að símafyrirtækin hafi varaafl til staðar þegar svona kemur upp. Það hefur enginn tilkynnt um sérstakan skaða en auðvitað er þetta alltaf óþægilegt,“ segir Gunnar. „Það voru örugglega einhverjir sem misstu af fyrri hálfleiknum í handboltaleiknum, það er auðvitað skaði í sjálfu sér.“ Hundfúlt af missa af leiknum Það var einmitt það sem íbúar sem fréttastofa náði tali af í Reykjanesbæ kvörtuðu yfir. Íbúar í Reykjanesbæ sem fréttastofa ræddi við í dag voru allir sárir yfir að hafa misst af leik Íslands gegn Suður Kóreu í gær. Stöð 2/Egill „Þetta var bara hundfúlt. Það var handboltaleikur sem að ég hafði áhuga á að horfa á og ég náttúrulega missti af fyrri hálfleik,“ sagði Margrét Soffía Björnsdóttir til að mynda en hún náði ekki einu sinni leiknum í gegnum 4G í símanum. „Það var allt úti þannig manni fannst maður vera svona frekar umkomulaus.“ „Það var skelfilegt að missa af fyrri hálfleiknum í leiknum. Annars kemur þetta fyrir,“ sagði þá Björgvin Arnar Björgvinsson. Sæbjörg Drífa Kristjánsdóttir kippti sér lítið upp við rafmagnsleysið. „Mér fannst þetta bara notalegt. Við vorum með kertaljós og að lesa í bók og þetta var bara allt í lagi,“ sagði hún en skaut Sigurbjörn Berg inn í: „Helmingurinn af leiknum tapaðist.“ Þó að leikurinn hafi staðið upp úr hjá mörgum voru flestir sammála um að tryggja þyrfti fleiri tengingar. „Þetta er mjög mikilvægt svæði hérna, flugvöllurinn, þó að þau keyri á einhverju auka rafmagni, svo erum við með sjúkrahús og þetta er 30 þúsund manna bær, þannig þetta er orðið stórt svæði,“ sagði Margrét. „Að sjálfsögðu, það er náttúrulega fáránlegt árið 2023 að við séum ekki með einhverja varaleið, finnst mér alla vega. Það mætti laga það,“ sagði Björgvin. Suðurnesjalína 2 bíður enn Í því samhengi hefur verið nefnt að byggja þurfi upp Suðurnesjalínu 2 en Landsnet vill helst að það rísi loftlína sem myndi liggja að mestu samhliða Suðurnesjalínu 1 og yrði um 34 kílómetrar að lengd. Skömminni hefur oft verið skellt á sveitarfélagið Voga. „Það er held ég mikilvægt að árétta að Suðurnesjalína 2 er verkefni sem hefur verið í burðarliðnum í bráðum tvo áratugi og kemur í rauninni ekki til kasta sveitarfélagsins Voga fyrr en í fyrsta skipti árið 2015 og þá veitti sveitarfélagið framkvæmdarleyfi,“ segir Gunnar. Aðalvalkostur Landsnets þegar kemur að Suðurnesjalínu 2 er að loftlína rísi að mestu samhliða Suðurnesjalínu 1. Grafík/Kristján Það leyfi var þó dæmt ógilt af Hæstarétti árið 2017 og að sögn Gunnars var það ekki af ástæðum sem sneru að málatilbúnaði sveitarfélaganna heldur að Landsnet hafi látið það undir höfuð leggja að skoða aðra valkosti en lofttengingu. Sveitarfélögin Hafnarfjörður, Grindavík og Reykjanesbæ hafa öll veitt framkvæmdaleyfi en Vogar standa eftir og vilja þau jarðtengingu. „Við höfum alltaf lagt áherslu á það að ef það reyndist raunhæfur kostur að þá veldi sveitarfélagið þá leið. Við höfum hins vegar aldrei staðið í vegi fyrir því að línan yrði lögð með öðrum hætti,“ segir Gunnar. Hann bendir þá á að línan liggi fyrst og fremst í gegnum Voga um sautján kílómetra leið. Landsnet hafi beitt hörðum áróðri og þurfi að bera ábyrgð Hann er ósáttur við að öll spjót beinist að þeim og vill að Landsnet beri ábyrgð. „Það eru margir sem bera ábyrgð í þessu máli en mér finnst alveg eðlilegt að beina spjótum til Landsnets í þessu máli, meira heldur en gert hefur verið. Við höfum raunar kvartað yfir framgöngu Landsnets að undanförnu, sem að hefur að okkar mati beitt mjög hörðum áróðri á meðan málið hefur verið hefur til efnislegrar umfjöllunar hér,“ segir Gunnar. Þá bendir hann á að jafnvel þó að sveitarfélagið myndi veita leyfið strax þá myndi það ekki breyta því að mikil vinna sé fram undan. Allar líkur séu til að mynda á því að ákvörðunin yrði kærð til úrskurðarnefndar og mögulega dómsvalda. „Það er mjög mikilvæg að hafa í huga ef að framkvæmdaleyfið sem var veitt hér árið 2015 hefði staðið þá værum við sennilega ekki að ræða þetta hér í dag. Það er hins vegar þannig að þegar í rauninni að öllum þessum formskilyrðum er uppfyllt, til dæmis veitingu framkvæmdaleyfis, þá tekur þetta verkefni mörg ár í framkvæmd,“ segir Gunnar. Málið er enn til efnislegrar umfjöllunar hjá sveitarfélaginu en fundi skipulagsnefndar lauk fyrr í kvöld. Sveitarfélagið óskar eftir áliti frá Skipulagsstofnun um endurskoðun á umhverfismati vegna línunnar. Þá yrði óskað eftir upplýsingum frá Landsneti um hver kostnaðar munurinn er á jarðstreng og loftlínu. „Ég geri ráð fyrir því að það fari að komast botn í þetta mál á næstu dögum eða vikum,“ segir Gunnar. Ef að loftstrengur verður niðurstaðan, er það eitthvað sem þið munið samþykkja? „Þetta er fyrst og fremst stjórnvaldsákvörðun og við viljum vinna þetta mál faglega og vel eins og við höfum alltaf lagt áherslu á. Ef að það er hin efnislega niðurstaða þá já, þá verður það samþykkt,“ segir hann. Orkumál Vogar Reykjanesbær Suðurnesjabær Suðurnesjalína 2 Grindavík Tengdar fréttir „Þetta er þjóðaröryggismál, orkumál eru þjóðaröryggismál“ Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir Íslendinga vera barnalega þegar kemur að öryggismálum. Þá sé þjóðin ekki tilbúin fyrir áföll framtíðarinnar. 17. janúar 2023 19:04 Segja Landsnet þurfa að axla ábyrgð Landvernd telur að tveggja stunda rafmagnsleysi á Suðurnesjum í gærkvöldi vekji spurningar um getu Landsnets til að sinna hlutverki sínu. 17. janúar 2023 13:16 Rafmagnslaust á öllu Reykjanesi Rafmagnslaust er á öllu Reykjanesi vegna bilunar á Suðurnesjalínu eitt. Útlit er fyrir að rafmagnslaust verði þar til á milli klukkan 18 og 19. 16. janúar 2023 15:37 Vogamenn æfir yfir frumvarpi Sjálfstæðismanna um Suðurnesjalínu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp til að greiða fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Bæjarstjóri Voga segir málið fráleitt og telur að það myndi skaða traust sveitarstjórnarstigsins til Alþingis varanlega. 4. febrúar 2022 13:30 Vilja gera út af við áform Landsnets með breyttu aðalskipulagi Sveitarfélagið Vogar stendur eitt í vegi fyrir því að framkvæmdir við Suðurnesjalínu tvö geti hafist. Bæjarstjónin samþykkti tillögu að nýju aðalskipulagi í gær þar sem möguleiki á lagningu loftlínu er útilokaður. 16. desember 2021 18:30 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
Suðurnesjalína eitt er eina tengingin sem Suðurnes hefur þegar kemur að rafmagni en bilun kom upp í tengivirki Landsnets á Fitum þar sem einn af þremur eldingavörum datt út. Rafmagnslaust var fyrir vikið á öllum Suðurnesjum fyrir vikið í nokkrar klukkustundir en viðgerðir standa enn yfir og er ljóst að taka þurfi línuna úr rekstri á næstu dögum til að klára viðgerðir. Alvarlegt að símasamband detti út Íbúar voru ekki aðeins án rafmagns en samhliða rafmagnsleysinu var ekkert heitt vatn. „Það var kalt hér í húsum þegar að hitaveitan datt út. Sem betur fer var þetta ekki nema tveir eða þrír klukkutímar en ég hefði ekki boðið í það ef þetta hefði verið lengri tími, ég tala nú ekki um einhverjir dagar,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Þá voru íbúar margir hverjir án símasambands. Varaafl reyndist hafa verið af skornum skammti en það valdi áhyggjum. . „Það er eitt af því sem að við þurfum að ræða við þessa aðila og símafyrirtækin um, hvað þetta er lítið varaafl í raun því að þessi staða getur komið upp aftur, það sem hefur gerst einu sinni getur gerst aftur. Þannig við þurfum að brynja okkur fyrir því í góðri samvinnu við alla sem að málinu koma,“ segir Kjartan. Gunnar Axel Axelsson, bæjarstjóri sveitarfélagsins Voga, tekur undir þetta. „Það er eitthvað sem er ástæða til að skoða, það er að símafyrirtækin hafi varaafl til staðar þegar svona kemur upp. Það hefur enginn tilkynnt um sérstakan skaða en auðvitað er þetta alltaf óþægilegt,“ segir Gunnar. „Það voru örugglega einhverjir sem misstu af fyrri hálfleiknum í handboltaleiknum, það er auðvitað skaði í sjálfu sér.“ Hundfúlt af missa af leiknum Það var einmitt það sem íbúar sem fréttastofa náði tali af í Reykjanesbæ kvörtuðu yfir. Íbúar í Reykjanesbæ sem fréttastofa ræddi við í dag voru allir sárir yfir að hafa misst af leik Íslands gegn Suður Kóreu í gær. Stöð 2/Egill „Þetta var bara hundfúlt. Það var handboltaleikur sem að ég hafði áhuga á að horfa á og ég náttúrulega missti af fyrri hálfleik,“ sagði Margrét Soffía Björnsdóttir til að mynda en hún náði ekki einu sinni leiknum í gegnum 4G í símanum. „Það var allt úti þannig manni fannst maður vera svona frekar umkomulaus.“ „Það var skelfilegt að missa af fyrri hálfleiknum í leiknum. Annars kemur þetta fyrir,“ sagði þá Björgvin Arnar Björgvinsson. Sæbjörg Drífa Kristjánsdóttir kippti sér lítið upp við rafmagnsleysið. „Mér fannst þetta bara notalegt. Við vorum með kertaljós og að lesa í bók og þetta var bara allt í lagi,“ sagði hún en skaut Sigurbjörn Berg inn í: „Helmingurinn af leiknum tapaðist.“ Þó að leikurinn hafi staðið upp úr hjá mörgum voru flestir sammála um að tryggja þyrfti fleiri tengingar. „Þetta er mjög mikilvægt svæði hérna, flugvöllurinn, þó að þau keyri á einhverju auka rafmagni, svo erum við með sjúkrahús og þetta er 30 þúsund manna bær, þannig þetta er orðið stórt svæði,“ sagði Margrét. „Að sjálfsögðu, það er náttúrulega fáránlegt árið 2023 að við séum ekki með einhverja varaleið, finnst mér alla vega. Það mætti laga það,“ sagði Björgvin. Suðurnesjalína 2 bíður enn Í því samhengi hefur verið nefnt að byggja þurfi upp Suðurnesjalínu 2 en Landsnet vill helst að það rísi loftlína sem myndi liggja að mestu samhliða Suðurnesjalínu 1 og yrði um 34 kílómetrar að lengd. Skömminni hefur oft verið skellt á sveitarfélagið Voga. „Það er held ég mikilvægt að árétta að Suðurnesjalína 2 er verkefni sem hefur verið í burðarliðnum í bráðum tvo áratugi og kemur í rauninni ekki til kasta sveitarfélagsins Voga fyrr en í fyrsta skipti árið 2015 og þá veitti sveitarfélagið framkvæmdarleyfi,“ segir Gunnar. Aðalvalkostur Landsnets þegar kemur að Suðurnesjalínu 2 er að loftlína rísi að mestu samhliða Suðurnesjalínu 1. Grafík/Kristján Það leyfi var þó dæmt ógilt af Hæstarétti árið 2017 og að sögn Gunnars var það ekki af ástæðum sem sneru að málatilbúnaði sveitarfélaganna heldur að Landsnet hafi látið það undir höfuð leggja að skoða aðra valkosti en lofttengingu. Sveitarfélögin Hafnarfjörður, Grindavík og Reykjanesbæ hafa öll veitt framkvæmdaleyfi en Vogar standa eftir og vilja þau jarðtengingu. „Við höfum alltaf lagt áherslu á það að ef það reyndist raunhæfur kostur að þá veldi sveitarfélagið þá leið. Við höfum hins vegar aldrei staðið í vegi fyrir því að línan yrði lögð með öðrum hætti,“ segir Gunnar. Hann bendir þá á að línan liggi fyrst og fremst í gegnum Voga um sautján kílómetra leið. Landsnet hafi beitt hörðum áróðri og þurfi að bera ábyrgð Hann er ósáttur við að öll spjót beinist að þeim og vill að Landsnet beri ábyrgð. „Það eru margir sem bera ábyrgð í þessu máli en mér finnst alveg eðlilegt að beina spjótum til Landsnets í þessu máli, meira heldur en gert hefur verið. Við höfum raunar kvartað yfir framgöngu Landsnets að undanförnu, sem að hefur að okkar mati beitt mjög hörðum áróðri á meðan málið hefur verið hefur til efnislegrar umfjöllunar hér,“ segir Gunnar. Þá bendir hann á að jafnvel þó að sveitarfélagið myndi veita leyfið strax þá myndi það ekki breyta því að mikil vinna sé fram undan. Allar líkur séu til að mynda á því að ákvörðunin yrði kærð til úrskurðarnefndar og mögulega dómsvalda. „Það er mjög mikilvæg að hafa í huga ef að framkvæmdaleyfið sem var veitt hér árið 2015 hefði staðið þá værum við sennilega ekki að ræða þetta hér í dag. Það er hins vegar þannig að þegar í rauninni að öllum þessum formskilyrðum er uppfyllt, til dæmis veitingu framkvæmdaleyfis, þá tekur þetta verkefni mörg ár í framkvæmd,“ segir Gunnar. Málið er enn til efnislegrar umfjöllunar hjá sveitarfélaginu en fundi skipulagsnefndar lauk fyrr í kvöld. Sveitarfélagið óskar eftir áliti frá Skipulagsstofnun um endurskoðun á umhverfismati vegna línunnar. Þá yrði óskað eftir upplýsingum frá Landsneti um hver kostnaðar munurinn er á jarðstreng og loftlínu. „Ég geri ráð fyrir því að það fari að komast botn í þetta mál á næstu dögum eða vikum,“ segir Gunnar. Ef að loftstrengur verður niðurstaðan, er það eitthvað sem þið munið samþykkja? „Þetta er fyrst og fremst stjórnvaldsákvörðun og við viljum vinna þetta mál faglega og vel eins og við höfum alltaf lagt áherslu á. Ef að það er hin efnislega niðurstaða þá já, þá verður það samþykkt,“ segir hann.
Orkumál Vogar Reykjanesbær Suðurnesjabær Suðurnesjalína 2 Grindavík Tengdar fréttir „Þetta er þjóðaröryggismál, orkumál eru þjóðaröryggismál“ Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir Íslendinga vera barnalega þegar kemur að öryggismálum. Þá sé þjóðin ekki tilbúin fyrir áföll framtíðarinnar. 17. janúar 2023 19:04 Segja Landsnet þurfa að axla ábyrgð Landvernd telur að tveggja stunda rafmagnsleysi á Suðurnesjum í gærkvöldi vekji spurningar um getu Landsnets til að sinna hlutverki sínu. 17. janúar 2023 13:16 Rafmagnslaust á öllu Reykjanesi Rafmagnslaust er á öllu Reykjanesi vegna bilunar á Suðurnesjalínu eitt. Útlit er fyrir að rafmagnslaust verði þar til á milli klukkan 18 og 19. 16. janúar 2023 15:37 Vogamenn æfir yfir frumvarpi Sjálfstæðismanna um Suðurnesjalínu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp til að greiða fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Bæjarstjóri Voga segir málið fráleitt og telur að það myndi skaða traust sveitarstjórnarstigsins til Alþingis varanlega. 4. febrúar 2022 13:30 Vilja gera út af við áform Landsnets með breyttu aðalskipulagi Sveitarfélagið Vogar stendur eitt í vegi fyrir því að framkvæmdir við Suðurnesjalínu tvö geti hafist. Bæjarstjónin samþykkti tillögu að nýju aðalskipulagi í gær þar sem möguleiki á lagningu loftlínu er útilokaður. 16. desember 2021 18:30 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Fleiri fréttir Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Sjá meira
„Þetta er þjóðaröryggismál, orkumál eru þjóðaröryggismál“ Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir Íslendinga vera barnalega þegar kemur að öryggismálum. Þá sé þjóðin ekki tilbúin fyrir áföll framtíðarinnar. 17. janúar 2023 19:04
Segja Landsnet þurfa að axla ábyrgð Landvernd telur að tveggja stunda rafmagnsleysi á Suðurnesjum í gærkvöldi vekji spurningar um getu Landsnets til að sinna hlutverki sínu. 17. janúar 2023 13:16
Rafmagnslaust á öllu Reykjanesi Rafmagnslaust er á öllu Reykjanesi vegna bilunar á Suðurnesjalínu eitt. Útlit er fyrir að rafmagnslaust verði þar til á milli klukkan 18 og 19. 16. janúar 2023 15:37
Vogamenn æfir yfir frumvarpi Sjálfstæðismanna um Suðurnesjalínu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram frumvarp til að greiða fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Bæjarstjóri Voga segir málið fráleitt og telur að það myndi skaða traust sveitarstjórnarstigsins til Alþingis varanlega. 4. febrúar 2022 13:30
Vilja gera út af við áform Landsnets með breyttu aðalskipulagi Sveitarfélagið Vogar stendur eitt í vegi fyrir því að framkvæmdir við Suðurnesjalínu tvö geti hafist. Bæjarstjónin samþykkti tillögu að nýju aðalskipulagi í gær þar sem möguleiki á lagningu loftlínu er útilokaður. 16. desember 2021 18:30