Þetta staðfestir Einar Jón Pálsson, forseti bæjarstjórnar Suðurnesjabæjar, í samtali við Vísi. Ákvörðun þessa efnis var tekið í tengslum við samþykkt fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins fyrir árið 2023 í síðustu viku. Áætlunin var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn.
„Það lá fyrir beiðni um að þeir yrðu endurnýjaðir, enda eru þeir orðnir gamlir. En þeir verða ekki endurnýjaðir að sinni,“ segir Einar Jón.
Suðurnesjabær er eitt tveggja sveitarfélaga á landinu sem starfrækja ljósabekki, en þeir eru tveir í íþróttamiðstöðinni í Garði. Hitt sveitarfélagið er Múlaþing, en ljósabekki á vegum sveitarfélagsins er að finna á Seyðisfirði.
Tveir bæjarfulltrúar Bæjarlistans í Suðurnesjabæ kröfðust þess í haust að sveitarfélagið myndi hætta slíkum rekstri þar sem þeir töldu slíkt klárlega stríða gegn samþykktum áherslum að Suðurnesjabær væri heilsueflandi samfélag. Alkunna væri að notkun ljósabekkja geti valdið skaða.
Suðurnesjabær er sveitarfélag þar sem finna má Garð og Sandgerði en samanlagður íbúafjöldi í sveitarfélaginu er um 3.800 manns.