Reykjavík

Fréttamynd

Meiri þátt­taka í hverfiskosningum og meiri peningar í húfi

Mikil aukning hefur verið í þátttöku Reykvíkinga í íbúakosningunni Hverfið mitt sem lýkur á morgun. Verkefnisstjóri Hverfið mitt telur aukna þátttöku skýrast af auknum fjármunum sem lagðir eru í verkefnið og vilja íbúa til að hafa áhrif á umhverfi sitt. 

Innlent
Fréttamynd

Slökkvi­lið komst ekki inn götu fyrir lögðum bílum

Dælubíll slökkviliðsins komst ekki inn götu sem hann hafði verið kallað út að nýlega vegna þess hvernig bílum við hana var lagt. Búið var að leggja bílum báðum megin götunnar og hún því orðin allt of þröng fyrir dælubíla.

Innlent
Fréttamynd

Flott stigu á stokk á fyrstu Stofutónleikum góðra granna á Grand

Nágrannarnir, Ólafsson gin og Alda Music, standa í haust fyrir tónleikaröð með nokkrum af frískustu hljómsveitum og tónlistarfólki landsins. Tónleikarnir eru teknir upp í húsakynnum Ólafsson við Eyjarslóð á Grandanum og verða frumsýndir á Vísi. Flott ríður á vaðið í dag.

Lífið
Fréttamynd

Íbúa grunar sömu aðila um endurtekin innbrot

Um og yfir tvöfalt fleiri innbrot hafa verið framin inn á heimili í Háaleitis- og Bústaðahverfi á þessu ári en á sama tíma síðustu fimm ár. Þrátt fyrir að íbúar gruni oft sömu aðila um brotin reynist gjarnan erfitt að koma þeim bak við lás og slá. 

Innlent
Fréttamynd

Taki tvö ár að vinda ofan af vandanum

Forstjóri eins stærsta verktakafyrirtækis landsins segir húsnæðisskortinn í Reykjavík hafa verið fyrirséðan í langan tíma og telur að það muni taka allt að tvö ár að vinda ofan af vandanum.

Innlent
Fréttamynd

Ræða við borgaryfirvöld um lélegt skyggni

Festi hf. ætlar ekki að kæra ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkurborgar um að synja fyrirtækinu um leyfi til að rífa skyggni við bensínstöð á Ægisíðu sem er orðið lélegt. Samráð á sér nú stað milli Festar og borgaryfirvalda um framtíð skyggnisins.

Innlent
Fréttamynd

Allt skólahald færist í Fossvogsdalinn næsta haust

Skólastarf í Fossvogsskóla mun allt fara fram í Fossvogsdal frá og með næsta skólaári. Ráðist verður í umfangsmiklar framkvæmdir á húsnæði skólans til þess að komast fyrir mygluvandræði sem plagað hafa skólastarfið að undanförnu.

Innlent
Fréttamynd

Wind dregur saman seglin og fer úr landi

Rafhlaupahjólaleigan Wind hefur hætt starfsemi hér á landi en rúmt ár er síðan þýska fyrirtækið opnaði þjónustu sína í Reykjavík. Notendur Wind hafa átt í miklum vandræðum að nálgast rafhlaupahjól leigunnar að undanförnu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hand­tekinn þegar hann sneri aftur á vett­vang glæpsins

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í dag tilkynningu um þjófnað og eignaspjöll á hóteli í Reykjavík. Fram kemur í dagbók lögreglu að legið hafi fyrir hver var þar að verki, en viðkomandi hafi verið farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði.

Innlent
Fréttamynd

Ástandið sagt stigmagnast í miðbænum

Því lengur sem opið er inn í nóttina því verra verður ástandið, segir aðstoðaryfirlögregluþjónn. Fimm líkamsárásarmál eru til rannsóknar hjá lögreglunni eftir afar erilsama nótt. 

Innlent
Fréttamynd

Stöðvuðu hópslags­mál á veitinga­stað

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að skerast í leikinn á veitingastað í Reykjavík á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um hópslagsmál. Þar tókust á um átta til tíu manns, en engan sakaði og lögregla leysti málið á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Tvær líkamsárásir og þrenn hópslagsmál í nótt

Tilkynnt var um tvær líkamsárásir og þrenn hópslagsmál til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Talsverður erill var hjá lögreglu í nótt og mikið um tilkynningar sem snerust að ölvunarlátum í miðbæ Reykjavíkur. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 

Innlent
Fréttamynd

Katrín hitti McManaman

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er yfirlýstur stuðningsmaður knattspyrnuliðsins Liverpool. Hún birti í kvöld mynd af sér á Instagram með goðsögninni Steve McManaman sem staddur er hér á landi.

Lífið
Fréttamynd

Skotvopnið var eftirlíking af MP5 vélbyssu

Skotvopnið sem lögregla lagði hald á við Síðumúla í dag reyndist vera eftirlíking af vélbyssu. Maðurinn sem var handtekinn vegna málsins er hins vegar ekki grunaður um refsivert athæfi og er laus úr haldi.

Innlent
Fréttamynd

„Nagladekk eru bara úrelt“

Reykjavíkurborg hvetur bifreiðaeigendur að velja frekar góð vetrardekk eða heilsársdekk fremur en nagladekk. Varaformaður Landverndar telur nagladekk óþörf; þau séu alls ekki nauðsynleg öryggistæki heldur beinlínis skaðleg.

Innlent
Fréttamynd

Raf­­­magn komið á og upp­­tök bruna­­lyktar fundin

Raf­magn er komið aftur á í Vestur­bænum og víðast hvar í mið­bæ Reykja­víkur. Slökkvi­liðið telur að mikil bruna­lykt sem lagði yfir nokkuð stórt svæði við Póst­hús­stræti hafi komið frá gamalli vara­afls­stöð sem fór í gang þegar raf­magnið sló út.

Innlent