Nístingskuldi í kortunum: Skoða aftur á morgun hvort ástæða sé til að loka sundlaugum Kolbeinn Tumi Daðason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 14. desember 2022 14:46 Þessi gestur kalda pottsins í Sundhöll Reykjavíkur þarf reyndar ekkert heitt vatn, í það minnsta ekki á meðan hún kælir sig. Vísir/Arnar Notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu náði sögulegu hámarki í gær. Í nótt mældist átján gráðu frost í Húsafelli og ekki er útlit fyrir að kuldakast síðustu daga nái hámarki fyrr en á föstudaginn. Staðan verður metin á morgun varðandi hvort einstaka sundlaugum verði lokað tímabundið til að spara heita vatnið. Frost og kuldi hefur gert landsmönnum erfitt fyrir síðustu daga og fátt sem bendir til að það dragi úr kuldanum alveg í bráð. Í nótt fór kuldinn niður í fimmtán gráður í Víðidalnum í Reykjavík. Daníel Þorláksson er veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það er sem sagt búið að vera hægir vindar á landinu undanfarið. Frost hefur verið talsvert í lægðum og inn til landsins, eins og gerist þegar eru stillur að vetrarlagi. Í nótt mældist mesta frostið í Húsafelli, átján stig. Daníel Þorláksson er Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.Veðurstofa Íslands „Heilt yfir þá eru hægir vindar og fyrir vikið kólnar. Svo kemur kaldari loftmassi yfir á föstudag og áfram þessir hægu vindar. Þá kólnar líklega enn þá meira. Frost verður víða á bilinu fimm til fimmtán stig en getur orðið enn meira í grennd við stöðuvötn, í Húsafelli eða þar sem eru lægðir í landslaginu þar sem frosthörkurnar eru meiri.“ Búast má við að næstu daga verði allt að tíu stiga frost á höfuðborgarsvæðinu yfir daginn. „Svo er það akkurat þar sem frosttopparnir eru mestir. Þar getur frost farið niður í fimmtán tuttugu stig.“ Á sunnudaginn má gera ráð fyrir að aðeins taki að draga úr kuldanum. Það er áfram þetta kalda loft en það hreyfir meiri vind í næstu viku. Áfram frost um allt land en frosttölurnar sem mælast verða heldur minni. „Í byrju næstu viku er útkoma fyrir talsvert meiri éljagang og snjókomu um norðanvert landið. En það er ekki mikil úrkoma í kortunum hér sunnan heiða.“ Sólrún Kristjánsdóttir er framkvæmdastýra Veitna.Veitur Notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu náði sögulegu hámarki í gær. Sólrún Kristjánsdóttir er framkvæmdastjóri Veitna. „Við erum með stækkandi kerfi og það hafa aldrei fleiri íbúðir verið tengdar inn á kerfið í jafnmiklum kulda eins og núna. Við vorum að ná sögulegu rennslihámarki í fyrradag og aftur í gær,“ segir Sólrún. Til skoðunar hefur verið að loka einstaka sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu. Staðan var metin í hádeginu í dag og er niðurstaðan sú að ekki þyki ástæða til að loka þeim á morgun þar sem dreifikerfið ráði við núverandi notkun. „Staðan verður metin aftur á morgun og þá tekin afstaða til þess hvort komi til tímabundinna lokana.“ Sundlaugar Reykjavík Orkumál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Sjá meira
Frost og kuldi hefur gert landsmönnum erfitt fyrir síðustu daga og fátt sem bendir til að það dragi úr kuldanum alveg í bráð. Í nótt fór kuldinn niður í fimmtán gráður í Víðidalnum í Reykjavík. Daníel Þorláksson er veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. „Það er sem sagt búið að vera hægir vindar á landinu undanfarið. Frost hefur verið talsvert í lægðum og inn til landsins, eins og gerist þegar eru stillur að vetrarlagi. Í nótt mældist mesta frostið í Húsafelli, átján stig. Daníel Þorláksson er Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.Veðurstofa Íslands „Heilt yfir þá eru hægir vindar og fyrir vikið kólnar. Svo kemur kaldari loftmassi yfir á föstudag og áfram þessir hægu vindar. Þá kólnar líklega enn þá meira. Frost verður víða á bilinu fimm til fimmtán stig en getur orðið enn meira í grennd við stöðuvötn, í Húsafelli eða þar sem eru lægðir í landslaginu þar sem frosthörkurnar eru meiri.“ Búast má við að næstu daga verði allt að tíu stiga frost á höfuðborgarsvæðinu yfir daginn. „Svo er það akkurat þar sem frosttopparnir eru mestir. Þar getur frost farið niður í fimmtán tuttugu stig.“ Á sunnudaginn má gera ráð fyrir að aðeins taki að draga úr kuldanum. Það er áfram þetta kalda loft en það hreyfir meiri vind í næstu viku. Áfram frost um allt land en frosttölurnar sem mælast verða heldur minni. „Í byrju næstu viku er útkoma fyrir talsvert meiri éljagang og snjókomu um norðanvert landið. En það er ekki mikil úrkoma í kortunum hér sunnan heiða.“ Sólrún Kristjánsdóttir er framkvæmdastýra Veitna.Veitur Notkun á heitu vatni á höfuðborgarsvæðinu náði sögulegu hámarki í gær. Sólrún Kristjánsdóttir er framkvæmdastjóri Veitna. „Við erum með stækkandi kerfi og það hafa aldrei fleiri íbúðir verið tengdar inn á kerfið í jafnmiklum kulda eins og núna. Við vorum að ná sögulegu rennslihámarki í fyrradag og aftur í gær,“ segir Sólrún. Til skoðunar hefur verið að loka einstaka sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu. Staðan var metin í hádeginu í dag og er niðurstaðan sú að ekki þyki ástæða til að loka þeim á morgun þar sem dreifikerfið ráði við núverandi notkun. „Staðan verður metin aftur á morgun og þá tekin afstaða til þess hvort komi til tímabundinna lokana.“
Sundlaugar Reykjavík Orkumál Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Fleiri fréttir Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Sjá meira