Reykjavík

Fréttamynd

Sund­laugar­gestur hellti klór á steina í gufu­baði

Klórslys sem varð í Grafarvogslaug í gærkvöldi orsakaðist af því að gestur sundlaugarinnar fór inn í lokaða geymslu, sótti þar klór sem hann taldi vera vatn og hellti á steina í gufubaði. Nokkrir þurftu að leita aðhlynningar á bráðamóttöku þar sem klór getur verið skaðlegur öndunarfærum

Innlent
Fréttamynd

Neitaði að yfir­gefa í­búðina

Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við að vísa óvelkomnum manni úr íbúð í hverfi 105 í Reykjavík um klukkan þrjú í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Fimm­tán mánaða skil­orðs­bundið fangelsi fyrir vörslu barna­kláms

Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa aflað sér og haft í vörslum sínum tæki sem innihéldu mikið magn af barnaklámi. Maðurinn játaði brot sín skýlaust en dómur yfir honum var kveðinn við héraðsdóm Reykjavíkur fyrr í mánuðinum. 

Innlent
Fréttamynd

Klór­slys í Grafar­vogs­laug

Minni háttar klórslys varð í Grafarvogslaug skömmu fyrir klukkan níu í kvöld. Slökkviliðið hefur lokið störfum á vettvangi. Nokkrir voru fluttir á bráðamóttöku til aðhlynningar.

Innlent
Fréttamynd

Mynd­band sýnir hnífa­á­rásina á Bankastræti Club

Myndbönd úr öryggismyndavélum Bankastræti Club frá því að hnífstunguárás var framin þar á aðfaranótt föstudags eru í dreifingu. Þar má sjá að árásin tók ekki meira en mínútu frá því að fyrstu menn ruddust inn þar til allir voru búnir að hlaupa út. 

Innlent
Fréttamynd

Stór­aukinn við­búnaður í mið­borginni um helgina

Lögregla verður með stóraukinn viðbúnað í miðborginni um helgina í kjölfar hnífstunguárásar á skemmtistað í síðustu viku og hótana sem hafa farið víða á samfélagsmiðlum í dag. Engu að síður efast lögreglan um sannleiksgildi hótananna.

Innlent
Fréttamynd

Lög­regla man ekki eftir eins um­fangs­miklum á­tökum í undir­heimum

Að­stoðar­yfir­lög­reglu­þjónn segir það vel þekkt að hópar í undir­heimum hóti fjöl­skyldu­með­limum hver annars. Hann man þó ekki eftir eins um­fangs­miklum á­tökum og hafa myndast í kring um hnífs­tungu­á­rásina á Banka­stræti Club. Fjöl­skyldu­með­limir mannanna sem hafa verið hand­teknir grunaðir um á­rásina hafa sætt stöðugum hótunum og á­rásum síðan og ein­hverjir hafa flúið út á land vegna á­standsins.

Innlent
Fréttamynd

Óvelkomnir í annarlegu ástandi neita að fara

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti tveimur útköllum í gærkvöldi þar sem menn í annarlegu ástandi neituðu að yfirgefa staði þar sem þeir voru óvelkomnir. Þá barst henni einnig tilkynning um líkamsárás á veitingastað.

Innlent
Fréttamynd

Fjölskyldum hótað og flótti úr bænum

Fjölskyldumeðlimir þeirra hópa sem eiga í erjum vegna hnífstunguárásar á Bankastræti club, hafa orðið fyrir árásum og hótunum síðustu daga. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að dæmi séu um að fólk hafi flúið höfuðborgarsvæðið vegna ástandsins.

Innlent
Fréttamynd

Virðist hafa keyrt inn í hliðina á rútunni

Maðurinn sem lést í rafskútuslysi við horn Barónsstígs og Grettisgötu í gærkvöldi var erlendur maður á þrítugsaldri búsettur hér á landi. Hann virðist hafa keyrt inn í hlið rútu, á stærð við strætó, sem var á lítilli ferð. 

Innlent
Fréttamynd

Minntust fórnarlamba í umferðinni í skugga banaslyssins í gærkvöldi

Alþjóðlegur minningardagur um fórnarlömb umferðarslysa er haldinn í dag, 20. nóvember. Minningarathöfn hefst við þyrlupallinn við Landspítalann í Fossvogi klukkan 14 og verður sýnd beint á Vísi. Forseti Íslands og heilbrigðisráðherra flytja erindi og þá verður sögð reynslusaga af banaslysi sem varð fyrir þrjátíu árum.

Innlent
Fréttamynd

Bana­slysið setur svip sinn á minningar­daginn

Karlmaður á þrítugsaldri lést þegar hópferðabifreið var ekið á hann á horni Barónsstígs og Grettisgötu í gærkvöldi. Sérfræðingur hjá Samgöngustofu segir að slysið muni lita dagskrá alþjóðlegs minningardags um fórnarlömb umferðarslysa sem fer fram í dag.

Innlent
Fréttamynd

Taldir hafa flúið land

Fjórir voru handteknir í aðgerðum lögreglu í gærkvöldi og nótt í tengslum við hnífstunguárás á skemmtistaðnum Bankastræti club í miðbæ Reykjavíkur á fimmtudagskvöld, þar af ein kona. Alls hafa því átján verið handteknir í tengslum við rannsóknina en níu úrskurðaðir í gæsluvarðhald.

Innlent
Fréttamynd

Bana­slys á Baróns­stíg

Karlmaður á þrítugsaldri lést þegar hópferðabifreið var ekið á hann á horni Barónsstígs og Grettisgötu á níunda tímanum í gærkvöldi. Maðurinn var á rafhlaupahjóli. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. 

Innlent
Fréttamynd

Fólkið sem fann draumaheimilið við þjóðveginn austur úr borginni

Þegar við fylgjum Hólmsá og Suðurlandsvegi austur úr borginni, upp með vatnasviði Elliðavatns, má finna leyndar perlur og áhugavert mannlíf. Svæðið geymir sögu nýbýla frá vaxtarárum Reykjavíkurbæjar eftir fyrri heimsstyrjöld og einnig stríðsminjar úr síðari heimsstyrjöld.

Lífið