Erfitt að sjá barnið sitt eiga í erfiðleikum með tungumálin sín Lovísa Arnardóttir skrifar 6. febrúar 2024 09:01 Alondra og Helgi ákváðu að gefa út bók um fjöltyngi þegar litli strákurinn þeirra lenti í vandræðum með málþroska. Vísir/Vilhelm Hjónin Alondra Silva Munoz og Helgi Þorsteinsson Silva gáfu nýlega saman út bókina Töfrandi fjöltyngdur heimur Áka Tahiel. Þau sóttu innblástur að bókinni í sitt eigið líf og til sonar síns sem er á þriðja aldursári og talar þrjú tungumál, íslensku, spænsku og ensku. Í lýsingu um bókina segir að í henni sé fjallað um Áka Tahiel sem er hress sögupersóna með fjölmenningarbakgrunn sem fer með lesandann í ferðalag um tungumál á Íslandi. Sagan fjallar um flækjustigið sem felst í því að skilja mismunandi tungumálaheima og getur bókin því verið verðmæt heimild eða tól fyrir fjöltyngdar fjölskyldur „Sagan á rætur að rekja til reynslu okkar fjölskyldu þar sem íslenska og spænska tvinnast saman. Bókinni er ætlað að vera meira en bara saga því henni er jafnframt ætlað að vera til heiðurs fjölbreytileika tungumála sem og tól til sjálfseflingar,“ segir Alondra. Þau Alondra og Helgi segjast hafa skrifað bókina því sem fjöltyngd fjölskylda þurfi þau oft að takast á við áskoranir sem því fylgja. „Þess vegna lögðum við upp með að skapa sögu sem sonur okkar, Thorsteinn Aucan, gæti tengt við og verið stoltur af. Markmiðið er að sýna lesendum að fjöltyngi er ekki hindrun heldur frekar töfrum líkast. Þannig er miðað að því að öll börn fái tækifæri til að kynnast því viðhorfi og því stolti sem því getur fylgt.“ Helgi, Þorsteinn og Alondra á góðum sumardegi. Aðsend Alondra segir að eftir að sonur hennar fæddist hafi hún reynt að finna bækur sem fókusuðu á fjöl- eða tvítyngi. Úrvalið hafi verið mjög takmarkað og það sem var í boði fjallaði ekki beint um þá upplifun að alast upp við það að tala mörg tungumál og þær tilfinningar sem fylgja því. „Það getur verið sjálfsefi, kvíði, vonbrigði og jafnvel einmanaleika. En við vildum í bókinni fókusa á það jákvæða. Hvernig er hægt að ná fólki saman og hvernig við getum hjálpað hvoru öðru með því að tala mörg tungumál,“ segir Alondra. „Bókin er skrifuð á bæði íslensku og ensku í því skyni að vera aðgengileg fyrir breiðan hóp lesenda og þannig styðja við tungumálafjölbreytileika fyrir bæði börn og fullorðna,“ bætir hún við og að markmið þeirra með útgáfunni hafi verið að betrumbæta heiminn. Hún segir að ef verði af fleiri bókum í seríunni myndu þær fjalla um þennan sama karakter, ævintýri hans og þroska. „Til dæmis bók þar sem hann fer í sveitaferð og bók þar sem hann er orðin ögn eldri og glímir við aðrar áskoranir en þær sem eru í fyrstu bókinni,“ segir Helgi. Alondra tekur undir þetta og segir enn stærri draum að þýða bókina á fleiri tungumál. Svona lítur bókin út og Áki. Aðsend Þau segja tilgang bókarinnar helst fjórþættan. Að fagna fjölbreytileika, til sjálfseflingar, að styðja við tungumálafjölbreytileika í bókmenntun auk þess sem þau vildu nýta sína persónulegu sögu til stuðnings fleirum. „Sonur okkar er að alast upp með ekki bara tvö tungumál, heldur þrjú. Helgi og ég tölum íslensku og ensku saman og svo tala ég spænsku við hann og Helgi íslensku. Hann er með skertan málþroska í samanburði við jafnaldra sína og hans vegferð í átt að tjáningu hefur verið mjög erfið,“ segir Alondra og að þau séu á biðlista eftir því að komast að hjá talmeinafræðingi. Raunveruleikinn allt annar en þau ímynduðu sér „Þegar við eignuðumst hann höfðum við mjög háleitar hugmyndir um það að ala upp fjöltyngt barn. Að tungumálin myndu verða honum eðlislæg og að þetta myndi bara ganga vel. En raunveruleikinn var allt annar. Öll börn eru ólík og sonur okkar er einstaklingur og við komumst fljótt að því að við gátum ekki haldið áfram að bera hann saman við óraunhæf markmið og væntingar okkar. Það var ekki sanngjarnt.“ Þau segja öll börn með sína styrkleika og mæta sínum eigin áskorunum. Þau segja að þegar ljóst var að þessi vegferð yrði ekki auðveld hafi það reynst þeim afar erfitt. Þau hafi átt erfitt með svefn því þau hafi haft miklar áhyggjur af því hvernig líf hans yrði. „Hann var svo langt á eftir jafnöldrum sínum í íslensku og höfðum áhyggjur af því að þegar hann byrjaði í leikskóla myndi hann aðeins geta talað á spænsku,“ segir Alondra. Þótt svo að Helgi hafi talað við hann á íslensku til jafns við Alondru á spænsku varð spænska honum tamari í upphafi. Helgi og Alondra byrjuðu að vinna að bókinni síðasta haust. Vísir/Vilhelm „Það var óvænt því hann hefur bara búið hér. Eftir að hann byrjaði í leikskóla velti ég því fyrir mér hvort kennararnir tryðu því yfirhöfuð að hann kynni að tala. Svo ég tók upp myndbönd af honum að tala spænsku og setti texta á myndböndin svo þau gætu skilið og séð orðaforðann hans. Þau voru mjög hissa,“ segir Alondra. Hún segir að vegna þessa þurfi hann miklu meiri aðstoð en jafnaldrar sínir við málþroska. Hann þurfi að læra tvöfalt fleiri orð og geti því ekki lært eitt tungumál á sama hraða og önnur börn. Hann sé að meðtaka miklu meiri upplýsingar. Hún segir að rannsóknir hafi til dæmis sýnt fram á að fjöl- eða tvítyngd börn séu á eftir jafnöldrum sínum til allt að átta ára aldurs. „Það þarf einhver að brúa bilið,“ segir Alondra. Hún segir að einhver úrræði séu í boði og fagnar því að Reykjavíkurborg hafi nýlega samþykkt að auka stuðning við fjöl- og tvítyngd börn. „Það getur fyllt mann vonleysi sem foreldri að sjá barnið manns eiga í erfiðleikum. Sérstaklega sem nýtt foreldri því þú veist ekkert við hverju þú átt að búast. Við höfum alltaf trúað því að við getum stutt við barnið okkar með því að lyfta kostum hans og það er það sem við höfum verið að gera,“ segir Alondra og að þau hafi verið dugleg að nota bækur og sögur til að nálgast hann, ná athygli hans og til að hvetja hann áfram. Kostur að tala mörg tungumál „Þess vegna ákváðum við svo að skrifa okkar eigin bók og tileinka hana honum og öllum öðrum börnum sem gætu tengt við þetta.“ Hún segir að það hafi verið þeim mikilvægt að geta sagt honum sögu, frá unga aldri, sem hefði þau skilaboð að fjöltyngi hans yrði honum aldrei hindrun. Heldur gæti það verið stór kostur sem myndi auðvelda honum að tengjast fólki og að eignast vini með ólíkan bakgrunn. „Hann heimsækir Síle og fer í skóla þar og getur leikið við börn þar og hér á Íslandi. Hann á vini frá Bandaríkjunum, Mexíkó og auðvitað Íslandi,“ segir Alondra. Alondra og Helgi segja það erfitt að sjá son sinn frústreraðan yfir því að kennararnir hans skilji sig ekki. Vísir/Vilhelm Spurð hvað þau telji meira hægt að gera í skólakerfinu fyrir tví- eða fjöltyngd börn segir Helgi að hann vilji fyrst koma því á framfæri að þau eru mjög ánægð með leikskólann sem sonur þeirra er í. „Þau eru gríðarlega styðjandi hvað þetta varðar, enda völdum við leikskóla þar sem mjög mörg börn eru fjöltyngd. Þau eru núna finnst manni að fókusa á það að kenna íslensku númer eitt, tvö og þrjú. Sem er mjög vel gert og gott. Þau leggja áherslu á að sýna börnum með tvítyngdan eða fjöltyngdan bakgrunn meiri athygli hvað það varðar, sem er frábært.“ Helgi segir þetta sérstaklega mikilvægt fyrir börn sem eiga tvo foreldra sem hvorug eru frá Íslandi. Alondra segir þau hafa rætt þetta vel við leikskólann og að þar hafi þeim verið sagt að allt að 65 prósent íbúa séu annað hvort tví- eða fjöltyngd. „Skólinn vinnur með Miðju máls og læsis en það er þekkingarteymi á vegum Reykjavíkurborgar sem fer á vettvang og veitir kennurum og starfsfólki í skóla. Þar eru svokallaðir „Brúarsmiðir“ sem styðja við foreldra og börn sem tala ákveðin tungumál,“ segir Alondra og að einnig veiti þau ráðgjöf um skólakerfið. „Manni finnst svo sem að þau ættu að halda áfram að gera það sem þau eru að gera en manni dettur í hug að meira samstarf með móðurmál væri mjög gott. Ég hef starfað sem kennslustjóri fyrir börn sem eiga spænsku sem móðurmál. Ég er búin að búa til stundaskrá fyrir ólíka aldurshópa og mig dreymir um að samþætta ákveðna þvermenningarlega þætti í stundaskránna,“ segir Alondra. Vantar fjölbreyttari bókmenntir um fjöltyngi Hún telur að almenna skólakerfið geta gert betur þarna og að bókmenntir spili þar stórt hlutverk. Sérstaklega fyrir börn sem vilji vita meira um menningararf sinn. „Eitt af því mikilvægasta sem við vildum áorka með þessu verkefni er að syni okkar finnist sín saga skipta máli,“ segir Alondra og að hún voni það sama fyrir önnur börn með fjölbreyttan bakgrunn. Spurð hvað hefur verið erfiðast við þetta allt segir Helgi að honum þyki erfiðast að fylgjast með syni sínum reyna að útskýra fyrir kennurum og umönnunaraðilum eitthvað á tungumáli sem þau skilja ekki og sjá barnið verða frústrerað. „Maður sá smá í byrjun að barnið var til dæmis óöruggt með hvaða tungumál átti að tala hverju sinni. Manni finnst leiðinlegt þegar einhver skilur ekki barnið manns þegar það er að biðja um eitthvað sérstakt. En hvað er erfiðast við þetta allt saman almennt væri þá helst viðmót, sem er nú betur fer ekki algengt, á þá leið að það sé vitleysa að halda að börnum öðrum tungumálum en íslensku.“ Alondra tekur undir þetta en segir að henni þyki einnig erfitt, sem útlendingi, að mæta allskonar hindrunum og fordómum í lífi sínu dagsdaglega vegna þess að hún talar ekki fullkomna íslensku. „Þannig ég verð að tryggja að ég sé að ala upp einstakling sem missir ekki kjarkinn yfir nákvæmlega þessu. Ég þarf að varðveita síleskan menningararf hans og kenna honum að tala spænsku. Þetta er ákvörðun sem við tökum á hverjum degi. Að tala þessi tungumál við hann, að styðja við orðaforða hans, að leiðrétta mistök og framburð og að tala, jafnvel þótt það geti verið vandræðalegt eða erfitt. Að læra nýtt tungumál eru ekki einhver töfrabrögð, þetta er full vinna fyrir foreldra,“ segir Alondra. Vona að bókin verði að bókum Þau vonast til þess að bókin sé aðeins sú fyrsta af mörgum í seríu um Áka Tahiel. Þau hafa unnið að henni síðan síðasta haust. Þau segja að hugmyndin hafi byrjað að vakna þegar þau heyrðu í sífellu sömu svörin þegar þau tóku eftir því að sonur þeirra væri á eftir jafnöldrum sínum í málþroska. „Ég man að ég heyrði einhvern segja að ekkert tungumála hans væri móðurmál hans og hugsaði með mér hversu voldug orð eru og hvernig börnum okkar líður gagnvart þeim ýmsum umfjöllunarefnum, sérstaklega þegar umræðuefnið er svona mikilvægt. Mér finnst mjög mikilvægt að sonur minn viti að hann er ekki hálf íslenskur eða hálf Síleskur. Hann er bæði á sama tíma. Fólk þarf að skilja að það eru allskonar áskoranir við það að ala upp fjöltyngt barn en við foreldrar erum mikilvægustu talsmenn barna okkar og þurfum að valdefla þau.“ Íslensk tunga Chile Innflytjendamál Reykjavík Bókmenntir Tengdar fréttir Þróttur fær fjöltyngdan sérfræðing í dýfingum Þróttur hefur samið við kanadísku knattspyrnukonuna Tanya Boychuk. Hún er 22 ára framherji sem fengið hefur félagaskipti í Þrótt og getur því spilað með liðinu gegn FH í fyrstu umferð Bestu deildarinnar næsta miðvikudag. 21. apríl 2023 09:35 Aðgengi fyrir börn af erlendum uppruna Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur samþykkti í dag stóraukna íslenskukennslu fyrir börn með annað móðurmál en íslensku með aukningu upp á 143 milljónir árlega í málaflokkinn næstu þrjú árin. 9. febrúar 2021 20:31 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Sjá meira
Í lýsingu um bókina segir að í henni sé fjallað um Áka Tahiel sem er hress sögupersóna með fjölmenningarbakgrunn sem fer með lesandann í ferðalag um tungumál á Íslandi. Sagan fjallar um flækjustigið sem felst í því að skilja mismunandi tungumálaheima og getur bókin því verið verðmæt heimild eða tól fyrir fjöltyngdar fjölskyldur „Sagan á rætur að rekja til reynslu okkar fjölskyldu þar sem íslenska og spænska tvinnast saman. Bókinni er ætlað að vera meira en bara saga því henni er jafnframt ætlað að vera til heiðurs fjölbreytileika tungumála sem og tól til sjálfseflingar,“ segir Alondra. Þau Alondra og Helgi segjast hafa skrifað bókina því sem fjöltyngd fjölskylda þurfi þau oft að takast á við áskoranir sem því fylgja. „Þess vegna lögðum við upp með að skapa sögu sem sonur okkar, Thorsteinn Aucan, gæti tengt við og verið stoltur af. Markmiðið er að sýna lesendum að fjöltyngi er ekki hindrun heldur frekar töfrum líkast. Þannig er miðað að því að öll börn fái tækifæri til að kynnast því viðhorfi og því stolti sem því getur fylgt.“ Helgi, Þorsteinn og Alondra á góðum sumardegi. Aðsend Alondra segir að eftir að sonur hennar fæddist hafi hún reynt að finna bækur sem fókusuðu á fjöl- eða tvítyngi. Úrvalið hafi verið mjög takmarkað og það sem var í boði fjallaði ekki beint um þá upplifun að alast upp við það að tala mörg tungumál og þær tilfinningar sem fylgja því. „Það getur verið sjálfsefi, kvíði, vonbrigði og jafnvel einmanaleika. En við vildum í bókinni fókusa á það jákvæða. Hvernig er hægt að ná fólki saman og hvernig við getum hjálpað hvoru öðru með því að tala mörg tungumál,“ segir Alondra. „Bókin er skrifuð á bæði íslensku og ensku í því skyni að vera aðgengileg fyrir breiðan hóp lesenda og þannig styðja við tungumálafjölbreytileika fyrir bæði börn og fullorðna,“ bætir hún við og að markmið þeirra með útgáfunni hafi verið að betrumbæta heiminn. Hún segir að ef verði af fleiri bókum í seríunni myndu þær fjalla um þennan sama karakter, ævintýri hans og þroska. „Til dæmis bók þar sem hann fer í sveitaferð og bók þar sem hann er orðin ögn eldri og glímir við aðrar áskoranir en þær sem eru í fyrstu bókinni,“ segir Helgi. Alondra tekur undir þetta og segir enn stærri draum að þýða bókina á fleiri tungumál. Svona lítur bókin út og Áki. Aðsend Þau segja tilgang bókarinnar helst fjórþættan. Að fagna fjölbreytileika, til sjálfseflingar, að styðja við tungumálafjölbreytileika í bókmenntun auk þess sem þau vildu nýta sína persónulegu sögu til stuðnings fleirum. „Sonur okkar er að alast upp með ekki bara tvö tungumál, heldur þrjú. Helgi og ég tölum íslensku og ensku saman og svo tala ég spænsku við hann og Helgi íslensku. Hann er með skertan málþroska í samanburði við jafnaldra sína og hans vegferð í átt að tjáningu hefur verið mjög erfið,“ segir Alondra og að þau séu á biðlista eftir því að komast að hjá talmeinafræðingi. Raunveruleikinn allt annar en þau ímynduðu sér „Þegar við eignuðumst hann höfðum við mjög háleitar hugmyndir um það að ala upp fjöltyngt barn. Að tungumálin myndu verða honum eðlislæg og að þetta myndi bara ganga vel. En raunveruleikinn var allt annar. Öll börn eru ólík og sonur okkar er einstaklingur og við komumst fljótt að því að við gátum ekki haldið áfram að bera hann saman við óraunhæf markmið og væntingar okkar. Það var ekki sanngjarnt.“ Þau segja öll börn með sína styrkleika og mæta sínum eigin áskorunum. Þau segja að þegar ljóst var að þessi vegferð yrði ekki auðveld hafi það reynst þeim afar erfitt. Þau hafi átt erfitt með svefn því þau hafi haft miklar áhyggjur af því hvernig líf hans yrði. „Hann var svo langt á eftir jafnöldrum sínum í íslensku og höfðum áhyggjur af því að þegar hann byrjaði í leikskóla myndi hann aðeins geta talað á spænsku,“ segir Alondra. Þótt svo að Helgi hafi talað við hann á íslensku til jafns við Alondru á spænsku varð spænska honum tamari í upphafi. Helgi og Alondra byrjuðu að vinna að bókinni síðasta haust. Vísir/Vilhelm „Það var óvænt því hann hefur bara búið hér. Eftir að hann byrjaði í leikskóla velti ég því fyrir mér hvort kennararnir tryðu því yfirhöfuð að hann kynni að tala. Svo ég tók upp myndbönd af honum að tala spænsku og setti texta á myndböndin svo þau gætu skilið og séð orðaforðann hans. Þau voru mjög hissa,“ segir Alondra. Hún segir að vegna þessa þurfi hann miklu meiri aðstoð en jafnaldrar sínir við málþroska. Hann þurfi að læra tvöfalt fleiri orð og geti því ekki lært eitt tungumál á sama hraða og önnur börn. Hann sé að meðtaka miklu meiri upplýsingar. Hún segir að rannsóknir hafi til dæmis sýnt fram á að fjöl- eða tvítyngd börn séu á eftir jafnöldrum sínum til allt að átta ára aldurs. „Það þarf einhver að brúa bilið,“ segir Alondra. Hún segir að einhver úrræði séu í boði og fagnar því að Reykjavíkurborg hafi nýlega samþykkt að auka stuðning við fjöl- og tvítyngd börn. „Það getur fyllt mann vonleysi sem foreldri að sjá barnið manns eiga í erfiðleikum. Sérstaklega sem nýtt foreldri því þú veist ekkert við hverju þú átt að búast. Við höfum alltaf trúað því að við getum stutt við barnið okkar með því að lyfta kostum hans og það er það sem við höfum verið að gera,“ segir Alondra og að þau hafi verið dugleg að nota bækur og sögur til að nálgast hann, ná athygli hans og til að hvetja hann áfram. Kostur að tala mörg tungumál „Þess vegna ákváðum við svo að skrifa okkar eigin bók og tileinka hana honum og öllum öðrum börnum sem gætu tengt við þetta.“ Hún segir að það hafi verið þeim mikilvægt að geta sagt honum sögu, frá unga aldri, sem hefði þau skilaboð að fjöltyngi hans yrði honum aldrei hindrun. Heldur gæti það verið stór kostur sem myndi auðvelda honum að tengjast fólki og að eignast vini með ólíkan bakgrunn. „Hann heimsækir Síle og fer í skóla þar og getur leikið við börn þar og hér á Íslandi. Hann á vini frá Bandaríkjunum, Mexíkó og auðvitað Íslandi,“ segir Alondra. Alondra og Helgi segja það erfitt að sjá son sinn frústreraðan yfir því að kennararnir hans skilji sig ekki. Vísir/Vilhelm Spurð hvað þau telji meira hægt að gera í skólakerfinu fyrir tví- eða fjöltyngd börn segir Helgi að hann vilji fyrst koma því á framfæri að þau eru mjög ánægð með leikskólann sem sonur þeirra er í. „Þau eru gríðarlega styðjandi hvað þetta varðar, enda völdum við leikskóla þar sem mjög mörg börn eru fjöltyngd. Þau eru núna finnst manni að fókusa á það að kenna íslensku númer eitt, tvö og þrjú. Sem er mjög vel gert og gott. Þau leggja áherslu á að sýna börnum með tvítyngdan eða fjöltyngdan bakgrunn meiri athygli hvað það varðar, sem er frábært.“ Helgi segir þetta sérstaklega mikilvægt fyrir börn sem eiga tvo foreldra sem hvorug eru frá Íslandi. Alondra segir þau hafa rætt þetta vel við leikskólann og að þar hafi þeim verið sagt að allt að 65 prósent íbúa séu annað hvort tví- eða fjöltyngd. „Skólinn vinnur með Miðju máls og læsis en það er þekkingarteymi á vegum Reykjavíkurborgar sem fer á vettvang og veitir kennurum og starfsfólki í skóla. Þar eru svokallaðir „Brúarsmiðir“ sem styðja við foreldra og börn sem tala ákveðin tungumál,“ segir Alondra og að einnig veiti þau ráðgjöf um skólakerfið. „Manni finnst svo sem að þau ættu að halda áfram að gera það sem þau eru að gera en manni dettur í hug að meira samstarf með móðurmál væri mjög gott. Ég hef starfað sem kennslustjóri fyrir börn sem eiga spænsku sem móðurmál. Ég er búin að búa til stundaskrá fyrir ólíka aldurshópa og mig dreymir um að samþætta ákveðna þvermenningarlega þætti í stundaskránna,“ segir Alondra. Vantar fjölbreyttari bókmenntir um fjöltyngi Hún telur að almenna skólakerfið geta gert betur þarna og að bókmenntir spili þar stórt hlutverk. Sérstaklega fyrir börn sem vilji vita meira um menningararf sinn. „Eitt af því mikilvægasta sem við vildum áorka með þessu verkefni er að syni okkar finnist sín saga skipta máli,“ segir Alondra og að hún voni það sama fyrir önnur börn með fjölbreyttan bakgrunn. Spurð hvað hefur verið erfiðast við þetta allt segir Helgi að honum þyki erfiðast að fylgjast með syni sínum reyna að útskýra fyrir kennurum og umönnunaraðilum eitthvað á tungumáli sem þau skilja ekki og sjá barnið verða frústrerað. „Maður sá smá í byrjun að barnið var til dæmis óöruggt með hvaða tungumál átti að tala hverju sinni. Manni finnst leiðinlegt þegar einhver skilur ekki barnið manns þegar það er að biðja um eitthvað sérstakt. En hvað er erfiðast við þetta allt saman almennt væri þá helst viðmót, sem er nú betur fer ekki algengt, á þá leið að það sé vitleysa að halda að börnum öðrum tungumálum en íslensku.“ Alondra tekur undir þetta en segir að henni þyki einnig erfitt, sem útlendingi, að mæta allskonar hindrunum og fordómum í lífi sínu dagsdaglega vegna þess að hún talar ekki fullkomna íslensku. „Þannig ég verð að tryggja að ég sé að ala upp einstakling sem missir ekki kjarkinn yfir nákvæmlega þessu. Ég þarf að varðveita síleskan menningararf hans og kenna honum að tala spænsku. Þetta er ákvörðun sem við tökum á hverjum degi. Að tala þessi tungumál við hann, að styðja við orðaforða hans, að leiðrétta mistök og framburð og að tala, jafnvel þótt það geti verið vandræðalegt eða erfitt. Að læra nýtt tungumál eru ekki einhver töfrabrögð, þetta er full vinna fyrir foreldra,“ segir Alondra. Vona að bókin verði að bókum Þau vonast til þess að bókin sé aðeins sú fyrsta af mörgum í seríu um Áka Tahiel. Þau hafa unnið að henni síðan síðasta haust. Þau segja að hugmyndin hafi byrjað að vakna þegar þau heyrðu í sífellu sömu svörin þegar þau tóku eftir því að sonur þeirra væri á eftir jafnöldrum sínum í málþroska. „Ég man að ég heyrði einhvern segja að ekkert tungumála hans væri móðurmál hans og hugsaði með mér hversu voldug orð eru og hvernig börnum okkar líður gagnvart þeim ýmsum umfjöllunarefnum, sérstaklega þegar umræðuefnið er svona mikilvægt. Mér finnst mjög mikilvægt að sonur minn viti að hann er ekki hálf íslenskur eða hálf Síleskur. Hann er bæði á sama tíma. Fólk þarf að skilja að það eru allskonar áskoranir við það að ala upp fjöltyngt barn en við foreldrar erum mikilvægustu talsmenn barna okkar og þurfum að valdefla þau.“
Íslensk tunga Chile Innflytjendamál Reykjavík Bókmenntir Tengdar fréttir Þróttur fær fjöltyngdan sérfræðing í dýfingum Þróttur hefur samið við kanadísku knattspyrnukonuna Tanya Boychuk. Hún er 22 ára framherji sem fengið hefur félagaskipti í Þrótt og getur því spilað með liðinu gegn FH í fyrstu umferð Bestu deildarinnar næsta miðvikudag. 21. apríl 2023 09:35 Aðgengi fyrir börn af erlendum uppruna Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur samþykkti í dag stóraukna íslenskukennslu fyrir börn með annað móðurmál en íslensku með aukningu upp á 143 milljónir árlega í málaflokkinn næstu þrjú árin. 9. febrúar 2021 20:31 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Sjá meira
Þróttur fær fjöltyngdan sérfræðing í dýfingum Þróttur hefur samið við kanadísku knattspyrnukonuna Tanya Boychuk. Hún er 22 ára framherji sem fengið hefur félagaskipti í Þrótt og getur því spilað með liðinu gegn FH í fyrstu umferð Bestu deildarinnar næsta miðvikudag. 21. apríl 2023 09:35
Aðgengi fyrir börn af erlendum uppruna Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur samþykkti í dag stóraukna íslenskukennslu fyrir börn með annað móðurmál en íslensku með aukningu upp á 143 milljónir árlega í málaflokkinn næstu þrjú árin. 9. febrúar 2021 20:31