Má ekki lengur leggja á eigin lóð Bjarki Sigurðsson skrifar 3. febrúar 2024 21:01 Mæðgurnar Elísabet Ýr Sveinsdóttir og Anna Ringsted. Vísir/Sigurjón Nokkrir íbúar í miðbæ Reykjavíkur eru ósáttir við að fá ekki lengur að leggja í stæði á einkalóðum sínum. Borgin segir stæðin ólögleg. Þegar nágrannar kvarti svo yfir því að lagt sé í stæðin, sé ekkert annað í stöðunni en að sekta. Anna Ringsted hefur búið í húsi við Frakkastíg í fjörutíu ár og alltaf lagt í lítilli innkeyrslu sem tilheyrir hennar lóð, alltaf án vandkvæða þar til fyrir viku síðan. Þá fékk hún í fyrsta sinn sekt. „Ég hef alltaf lagt þarna og áður en ég kom var lagt þarna. Þannig það hefur alltaf verið lagt þarna. Áður fyrr var grindverk fyrir og þá var bíllinn settur inn og svo lokað fyrir. Þannig það hefur alltaf verið lagt þarna,“ segir Anna. Klippa: Má ekki lengur leggja fyrir utan heima hjá sér Ekki skilgreint sem bílastæði í deiliskipulagi Anna hafði strax samband við dóttur sína Elísabetu Ýri Sveinsdóttur sem kannaði málið. Mæðgurnar ákváðu að mótmæla sektinni en því var hafnað. Í svari bílastæðasjóðs kemur fram að ekki megi leggja bifreiðum á einkalóð nema í stæðum sem eru skilgreind sem slík í deiliskipulagi. Því stendur sektin. Lesa ekki Stjórnartíðindi dag hvern Að sögn Elísabetar og Önnu var þetta skrásett bílastæði í deiliskipulagi þar til árið 2008. Anna komst ekki að breytingunni fyrr en nú sextán árum síðar. „Stærri mál, ef Reykjavíkurborg fer í skipulagsbreytingar, þá er það bara auglýst í Stjórnartíðindum og ég ligg ekki yfir Stjórnartíðindum svona á degi hverjum,“ segir Elísabet. „Hvað þá ég,“ svarar Anna. Nágranni gæti hafa kvartað Og það virðist sem Anna sé ekki sú eina að lenda í þessu. Hún birti færslu um málið í Facebook-hópinn Íbúar í Miðborg og þó nokkrir kvörtuðu yfir því sama, að þau séu byrjuð að fá sektir fyrir að leggja í stæði á einkalóð. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir samgöngustjóri Reykjavíkurborgar að oft sé byrjað að sekta vegna svona brota þegar kvartanir koma frá nágrönnum eða öðrum vegfarendum. Ekki er nánar útskýrt hvers vegna Anna sé fyrst nú, fjörutíu árum eftir að hún flutti á Frakkastíg, byrjuð að fá sektir. Reykjavík Borgarstjórn Bílastæði Skipulag Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Anna Ringsted hefur búið í húsi við Frakkastíg í fjörutíu ár og alltaf lagt í lítilli innkeyrslu sem tilheyrir hennar lóð, alltaf án vandkvæða þar til fyrir viku síðan. Þá fékk hún í fyrsta sinn sekt. „Ég hef alltaf lagt þarna og áður en ég kom var lagt þarna. Þannig það hefur alltaf verið lagt þarna. Áður fyrr var grindverk fyrir og þá var bíllinn settur inn og svo lokað fyrir. Þannig það hefur alltaf verið lagt þarna,“ segir Anna. Klippa: Má ekki lengur leggja fyrir utan heima hjá sér Ekki skilgreint sem bílastæði í deiliskipulagi Anna hafði strax samband við dóttur sína Elísabetu Ýri Sveinsdóttur sem kannaði málið. Mæðgurnar ákváðu að mótmæla sektinni en því var hafnað. Í svari bílastæðasjóðs kemur fram að ekki megi leggja bifreiðum á einkalóð nema í stæðum sem eru skilgreind sem slík í deiliskipulagi. Því stendur sektin. Lesa ekki Stjórnartíðindi dag hvern Að sögn Elísabetar og Önnu var þetta skrásett bílastæði í deiliskipulagi þar til árið 2008. Anna komst ekki að breytingunni fyrr en nú sextán árum síðar. „Stærri mál, ef Reykjavíkurborg fer í skipulagsbreytingar, þá er það bara auglýst í Stjórnartíðindum og ég ligg ekki yfir Stjórnartíðindum svona á degi hverjum,“ segir Elísabet. „Hvað þá ég,“ svarar Anna. Nágranni gæti hafa kvartað Og það virðist sem Anna sé ekki sú eina að lenda í þessu. Hún birti færslu um málið í Facebook-hópinn Íbúar í Miðborg og þó nokkrir kvörtuðu yfir því sama, að þau séu byrjuð að fá sektir fyrir að leggja í stæði á einkalóð. Í svari við fyrirspurn fréttastofu segir samgöngustjóri Reykjavíkurborgar að oft sé byrjað að sekta vegna svona brota þegar kvartanir koma frá nágrönnum eða öðrum vegfarendum. Ekki er nánar útskýrt hvers vegna Anna sé fyrst nú, fjörutíu árum eftir að hún flutti á Frakkastíg, byrjuð að fá sektir.
Reykjavík Borgarstjórn Bílastæði Skipulag Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira