Persónuvernd fær á baukinn og stefnir í milljóna endurgreiðslu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2024 16:52 Helga Þórisdóttir er forstjóri Persónuverndar. Vísir/Egill Ríkið þarf að endurgreiða Reykjavíkurborg fimm milljónir króna auk vaxta vegna slapprar stjórnsýslu þegar Persónuvernd sektaði borgina vegna Seesaw-kerfis sem notað var í nokkrum grunnskólum borgarinnar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur. Kópavogur gæti krafið ríkið um fjögurra milljóna endurgreiðslu. Aðdragandi málsins var sá að Reykjavíkurborg ákvað að notast við svokallað Seesaw-kerfi fyrir hluta nemenda í sex grunnskólum borgarinnar árið 2021. Um er að ræða stafræna kennslulausn, forrit sem kennarar og nemendur geta notað, einkum í fjarnámi. Með forritinu geta nemendur meðal annars sent kennurum sínum teikningar, ljósmyndir og myndbönd. Í janúar 2021 voru verkefni í fyrsta sinn lögð fyrir nemendur þar sem notast var við kerfið. Persónuvernd barst ábending frá foreldri nemanda um að óskað hefði verið eftir samþykki foreldris fyrir notkun kerfisins. Að lokinni rannsókn komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu í desember það ár að notkun kerfisins hefði brotið í bága við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Í maí 2022 sektaði Persónuvernd Reykjavíkurborg um fimm milljónir í formi stjórnvaldssektar. Brotið hefði varðað persónuupplýsingar barna sem njóti sérstakrar verndar samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni. Líkur hafi þótt á að viðkvæmar persónuupplýsingar bara væru skráðar í kerfið. Tilgangur vinnslunnar hafi ekki verið nægilega skýrt afmarkaður auk þess sem mikil áhætta hafi fylgt því að persónuupplýsingar væru fluttar til Bandaríkjanna og unnar þar. Á hinn bóginn hefði ekki neitt komið fram um tjón vegna brotanna og borgin hefði brugðist vel við erindum Persónuverndar. „Þessi ákvörðun hefur áhrif á alla grunnskóla sem og sveitarfélög landsins. Það er mikilvægt að standa vörð um upplýsingaöryggi nemenda en kröfur Persónuverndar til starfsfólks grunnskólanna verða að vera raunhæfar og í samræmi við persónuverndarreglugerðina og útgefnar leiðbeiningar stofnunarinnar,“ sagði Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar. Reykjavíkurborg legði mat á réttarstöðu sína. Svo fór að borgin höfðaði mál, krafðist þess að ákvarðanir Persónuverndar yrðu felldar úr gildi og stjórnvaldssektin endurgreidd. Fjölmargir annmarkar á vinnubrögðum Persónuverndar Héraðsdómur fann töluverða efnisannmarka á því hvernig Persónuvernd stóð að málum við ákvarðanir sínar. Meðal annars hvernig Persónunefnd skilgreindi viðkvæmar upplýsingar, tók tillit til svara borgarinnar og hvernig brot væri flokkað alvarlegt eða umfangsmikið. Þá hefði Persónuvernd ekki lagt fram haldbær rök fyrir aðfinnslum sínum í upphaflegu ákvörðuninni í desember 2021. Féllst héraðdsómur á aðalkröfu borgarinnar um að ógilda ákvarðanirnar. Var ríkinu gert að endurgreiða Reykjavíkurborg milljónirnar fimm auk vaxta. Persónuvernd sektaði einnig Kópavogsbæ um fjórar milljónir vegna notkunar á Seeshaw. Telja má líklegt að Kópavogsbær leiti réttar síns í ljósi nýfallins dóms. Því gæti svo farið að ríkið þurfi að greiða fleiri milljónir vegna málsins. Nýfallinn dóm má lesa hér. Persónuvernd Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Dómsmál Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjá meira
Aðdragandi málsins var sá að Reykjavíkurborg ákvað að notast við svokallað Seesaw-kerfi fyrir hluta nemenda í sex grunnskólum borgarinnar árið 2021. Um er að ræða stafræna kennslulausn, forrit sem kennarar og nemendur geta notað, einkum í fjarnámi. Með forritinu geta nemendur meðal annars sent kennurum sínum teikningar, ljósmyndir og myndbönd. Í janúar 2021 voru verkefni í fyrsta sinn lögð fyrir nemendur þar sem notast var við kerfið. Persónuvernd barst ábending frá foreldri nemanda um að óskað hefði verið eftir samþykki foreldris fyrir notkun kerfisins. Að lokinni rannsókn komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu í desember það ár að notkun kerfisins hefði brotið í bága við lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Í maí 2022 sektaði Persónuvernd Reykjavíkurborg um fimm milljónir í formi stjórnvaldssektar. Brotið hefði varðað persónuupplýsingar barna sem njóti sérstakrar verndar samkvæmt persónuverndarlöggjöfinni. Líkur hafi þótt á að viðkvæmar persónuupplýsingar bara væru skráðar í kerfið. Tilgangur vinnslunnar hafi ekki verið nægilega skýrt afmarkaður auk þess sem mikil áhætta hafi fylgt því að persónuupplýsingar væru fluttar til Bandaríkjanna og unnar þar. Á hinn bóginn hefði ekki neitt komið fram um tjón vegna brotanna og borgin hefði brugðist vel við erindum Persónuverndar. „Þessi ákvörðun hefur áhrif á alla grunnskóla sem og sveitarfélög landsins. Það er mikilvægt að standa vörð um upplýsingaöryggi nemenda en kröfur Persónuverndar til starfsfólks grunnskólanna verða að vera raunhæfar og í samræmi við persónuverndarreglugerðina og útgefnar leiðbeiningar stofnunarinnar,“ sagði Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar. Reykjavíkurborg legði mat á réttarstöðu sína. Svo fór að borgin höfðaði mál, krafðist þess að ákvarðanir Persónuverndar yrðu felldar úr gildi og stjórnvaldssektin endurgreidd. Fjölmargir annmarkar á vinnubrögðum Persónuverndar Héraðsdómur fann töluverða efnisannmarka á því hvernig Persónuvernd stóð að málum við ákvarðanir sínar. Meðal annars hvernig Persónunefnd skilgreindi viðkvæmar upplýsingar, tók tillit til svara borgarinnar og hvernig brot væri flokkað alvarlegt eða umfangsmikið. Þá hefði Persónuvernd ekki lagt fram haldbær rök fyrir aðfinnslum sínum í upphaflegu ákvörðuninni í desember 2021. Féllst héraðdsómur á aðalkröfu borgarinnar um að ógilda ákvarðanirnar. Var ríkinu gert að endurgreiða Reykjavíkurborg milljónirnar fimm auk vaxta. Persónuvernd sektaði einnig Kópavogsbæ um fjórar milljónir vegna notkunar á Seeshaw. Telja má líklegt að Kópavogsbær leiti réttar síns í ljósi nýfallins dóms. Því gæti svo farið að ríkið þurfi að greiða fleiri milljónir vegna málsins. Nýfallinn dóm má lesa hér.
Persónuvernd Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Dómsmál Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Fleiri fréttir Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjá meira