Tryggingar

Fréttamynd

Sjúkraþjálfari tekinn á teppið fyrir tryggingasvindl

Sjúkraþjálfari nokkur þarf að endurgreiða Sjúkratryggingum Íslands tvær og hálfa milljón króna. Þá hefur honum verið veitt viðvörun þar sem skráning hans í sjúkraskrá þótti ófullnægjandi og embætti Landlæknis tilkynnt um málið.

Innlent
Fréttamynd

„Snýst þetta um að þreyta mannskapinn?“

Formaður velferðarnefndar veltir fyrir sér hvort það sé réttmætt að aðeins þeim einstaklingi sem sótti dómsmál vegna ólögmætra skerðinga á ellilífeyrisgreiðslum frá Tryggingastofnun fái greidda dráttarvexti á meðan aðrir sem urðu fyrir sömu skerðingu fá aðeins greidda almenna vexti.

Innlent
Fréttamynd

Ljóst að eignatjón hleypur á hundruðum milljóna króna

Þótt erfitt sé að meta eignatjón á þessari stundu vegna óveðursins sem geisaði á landinu frá þriðjudag og fram eftir gærdeginum er ljóst að það hleypur á hundruðum milljóna króna. Sérstaklega er tjónið mikið í raforku og fjarskiptakerfinu.

Innlent
Fréttamynd

Situr uppi með rándýrt læknisvottorð og 600 þúsund króna reikning

Kona nokkur sem lenti í bílslysi árið 2015 þarf að greiða Sjóvá og ökumanni bílsins sem varð valdur að slysinu 600 þúsund króna málskostnað. Konan stefndi tryggingarfyrirtækinu og ökumanninum til greiðslu læknisvottorðs sem hún sótti til að innheimta skaðabætur vegna slyssins.

Innlent
Fréttamynd

„Okkur hefði þótt frábært að fá að taka þátt í samtalinu“

Verulegir annmarkar eru á kerfinu við kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu samkvæmt nýrri úttekt. Framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu segir afleiðingarnar geta verið alvarlegar og nauðsynlegt sé að bregðast við. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, gagnrýnir að hafa ekki fengið að vera með í ráðum.

Innlent
Fréttamynd

Sjúklingar borga meira úr eigin vasa

Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera.

Innlent