Tjónatilkynningar orðnar átján og margir að yfirfara tryggingar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. mars 2021 13:20 Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands. Vísir Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur fengið 18 tilkynningar um tjón vegna skjálftana. Þá eru margir að yfirfara innbús-og heimilistryggingar sínar hjá tryggingafélögunum. Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur fengið 18 tilkynningar um tjón af völdum jarðskjálftahrinunnar sem nú stendur yfir. Ein tilkynning er vegna innbús og 17 vegna húseigna. Hulda Ragnheiður Árnadóttir framkvæmdastjóri segir ekki um mikið tjón að ræða. „Tjónatilkynningar eru að berast víða að, frá Grindavík, frá Suðurnesjum og einnig héðan úr höfuðborginni,“ segir Hulda. Fólk verður að hafa innbús-og heimilistryggingu þar sem brunatrygging er innifalin til að fá tjón á innbúi bætt. Hulda segir marga vera að kanna sína stöðu hjá vátryggingarfélögunum. „Ég hef verið í sambandi við öll tryggingafélögin í morgun og það er mjög mikil hreyfing. Fólk er í fyrsta lagi að kanna hvort að það sé með tryggingu sem gildir í þessum aðstæðum. Það er líka að kanna hver vátryggingarfjárhæðin er. Það er mikilvægt að hún endurspegli þau verðmæti sem að fólk á. Það getur verið afar erfitt fyrir fólk ef tyggingarfjárhæðin endurspeglar engan veginn það tjón sem hefur orðið, “ segir Hulda. Aðspurð hvort að núverandi jarðskjálftahrina geti jafnvel haft áhrif á fráveitukerfi húsnæðis svarar Hulda. „Þessi hristingur sem er ekki að valda verulegu tjóni á innbúi er ekkert líklegri til að valda tjóni á fráveitukerfum. Við erum sem betur fer með svo góða staðla hér á landi að byggingar eiga að standa af sér jarðskjálfta, mikið vindálag og snjóþyngsli. Almennt eru byggingar það sterkar að þær þola þetta og það sama á við um fráveitulagnirnar,“ segir Hulda. Jarðhræringar á Reykjanesi Tryggingar Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Miklu meiri líkur á að þetta hætti áður en það komi gos“ Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir tölfræðina sýna að líklegra sé að jarðskjálftahrinunni á Reykjanesskaga ljúki án þess að það komi til eldgoss. 2. mars 2021 12:16 Skjálfti að stærð 4 fannst vel á suðvesturhorninu Jarðskjálfti að stærð 4 varð um 1,5 kílómetra suðvestur af Keili klukkan 10:12 í morgun. Skjálftinn fannst vel á suðvesturhorninu, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. 2. mars 2021 10:28 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur fengið 18 tilkynningar um tjón af völdum jarðskjálftahrinunnar sem nú stendur yfir. Ein tilkynning er vegna innbús og 17 vegna húseigna. Hulda Ragnheiður Árnadóttir framkvæmdastjóri segir ekki um mikið tjón að ræða. „Tjónatilkynningar eru að berast víða að, frá Grindavík, frá Suðurnesjum og einnig héðan úr höfuðborginni,“ segir Hulda. Fólk verður að hafa innbús-og heimilistryggingu þar sem brunatrygging er innifalin til að fá tjón á innbúi bætt. Hulda segir marga vera að kanna sína stöðu hjá vátryggingarfélögunum. „Ég hef verið í sambandi við öll tryggingafélögin í morgun og það er mjög mikil hreyfing. Fólk er í fyrsta lagi að kanna hvort að það sé með tryggingu sem gildir í þessum aðstæðum. Það er líka að kanna hver vátryggingarfjárhæðin er. Það er mikilvægt að hún endurspegli þau verðmæti sem að fólk á. Það getur verið afar erfitt fyrir fólk ef tyggingarfjárhæðin endurspeglar engan veginn það tjón sem hefur orðið, “ segir Hulda. Aðspurð hvort að núverandi jarðskjálftahrina geti jafnvel haft áhrif á fráveitukerfi húsnæðis svarar Hulda. „Þessi hristingur sem er ekki að valda verulegu tjóni á innbúi er ekkert líklegri til að valda tjóni á fráveitukerfum. Við erum sem betur fer með svo góða staðla hér á landi að byggingar eiga að standa af sér jarðskjálfta, mikið vindálag og snjóþyngsli. Almennt eru byggingar það sterkar að þær þola þetta og það sama á við um fráveitulagnirnar,“ segir Hulda.
Jarðhræringar á Reykjanesi Tryggingar Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Miklu meiri líkur á að þetta hætti áður en það komi gos“ Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir tölfræðina sýna að líklegra sé að jarðskjálftahrinunni á Reykjanesskaga ljúki án þess að það komi til eldgoss. 2. mars 2021 12:16 Skjálfti að stærð 4 fannst vel á suðvesturhorninu Jarðskjálfti að stærð 4 varð um 1,5 kílómetra suðvestur af Keili klukkan 10:12 í morgun. Skjálftinn fannst vel á suðvesturhorninu, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. 2. mars 2021 10:28 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
„Miklu meiri líkur á að þetta hætti áður en það komi gos“ Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir tölfræðina sýna að líklegra sé að jarðskjálftahrinunni á Reykjanesskaga ljúki án þess að það komi til eldgoss. 2. mars 2021 12:16
Skjálfti að stærð 4 fannst vel á suðvesturhorninu Jarðskjálfti að stærð 4 varð um 1,5 kílómetra suðvestur af Keili klukkan 10:12 í morgun. Skjálftinn fannst vel á suðvesturhorninu, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. 2. mars 2021 10:28