Geymslur þurfa ekki að greiða skaðabætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2021 16:30 Frá vettvangi brunans í Garðabæ í apríl 2018. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur fyrst, svo Landsréttur og nú Hæstiréttur eru sammála um að fyrirtækið Geymslur sé ekki skaðabótaskylt vegna stórbrunans í Garðabæ í apríl 2018. Hæstiréttur kvað upp dóm sinn í dag og staðfesti dóm á neðri dómstigum. Stór hópur fólks var að baki málsókninni gegn Geymslum sem fékk áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Leigjendur geymslu kröfðust viðurkenningar á bótaábyrgð Geymslna vegna tjóns sem varð í brunanum. Fólkið geymdi tilteknar eigur sínar þar á grundvelli samnings við Geymslur. Var krafan einkum reist á því að Geymslur rækju þjónustustarfsemi um geymslu á lausafjármunum samkvæmt lögum um þjónustukaup. Hæstiréttur benti á að í ákvæðum samningsins kom fram að leigjendur hefðu afmarkaða og aflokaða geymslu auk þess sem Geymslur hefðu hvorki afskipti né vitneskju um hvaða munir væru geymdir þar. Því væri ekki hægt að fallast á með leigjandanum að samningurinn hefði verið um geymslu lausafjármuna gegn endurgjaldi í skilningi laga um þjónustukaup. Samningurinn félli undir gildissvið húsaleigulaga. Ekki kæmi því til álita að með samningnum hefði verið vikið frá ákvæðum þjónustukaupalaga neytendum í óhag. Jafnframt var kröfu leigjandans um að víkja ákvæðum samningsins til hliðar á grundvelli ógildingarreglna samningaréttar hafnað. Þá var talið ósannað að tjón leigjenda yrði rakið til vanrækslu eða annars konar saknæmrar háttsemi Geymslna. Dóminn má lesa hér. Dómsmál Tryggingar Stórbruni í Miðhrauni Garðabær Tengdar fréttir Landsréttur telur Geymslur ekki skaðabótaskyldar vegna stórbrunans í Garðabæ Landsréttur hefur sýknað fyrirtækið Geymslur af þremur kröfum um að það bæri skaðabótaábyrgð vegna stórbrunans sem varð í húsnæði fyrirtækisins við Miðhraun í Garðabæ í apríl 2018. 30. október 2020 16:07 Geymslur ekki skaðabótaskyldar vegna stórbrunans í Garðabæ Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag fyrirtækið Geymslur af kröfum um að það bæri skaðabótaábyrgð vegna stórbrunans sem varð í húsnæði fyrirtækisins í Garðabæ í apríl í fyrra. 5. júní 2019 11:43 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Stór hópur fólks var að baki málsókninni gegn Geymslum sem fékk áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Leigjendur geymslu kröfðust viðurkenningar á bótaábyrgð Geymslna vegna tjóns sem varð í brunanum. Fólkið geymdi tilteknar eigur sínar þar á grundvelli samnings við Geymslur. Var krafan einkum reist á því að Geymslur rækju þjónustustarfsemi um geymslu á lausafjármunum samkvæmt lögum um þjónustukaup. Hæstiréttur benti á að í ákvæðum samningsins kom fram að leigjendur hefðu afmarkaða og aflokaða geymslu auk þess sem Geymslur hefðu hvorki afskipti né vitneskju um hvaða munir væru geymdir þar. Því væri ekki hægt að fallast á með leigjandanum að samningurinn hefði verið um geymslu lausafjármuna gegn endurgjaldi í skilningi laga um þjónustukaup. Samningurinn félli undir gildissvið húsaleigulaga. Ekki kæmi því til álita að með samningnum hefði verið vikið frá ákvæðum þjónustukaupalaga neytendum í óhag. Jafnframt var kröfu leigjandans um að víkja ákvæðum samningsins til hliðar á grundvelli ógildingarreglna samningaréttar hafnað. Þá var talið ósannað að tjón leigjenda yrði rakið til vanrækslu eða annars konar saknæmrar háttsemi Geymslna. Dóminn má lesa hér.
Dómsmál Tryggingar Stórbruni í Miðhrauni Garðabær Tengdar fréttir Landsréttur telur Geymslur ekki skaðabótaskyldar vegna stórbrunans í Garðabæ Landsréttur hefur sýknað fyrirtækið Geymslur af þremur kröfum um að það bæri skaðabótaábyrgð vegna stórbrunans sem varð í húsnæði fyrirtækisins við Miðhraun í Garðabæ í apríl 2018. 30. október 2020 16:07 Geymslur ekki skaðabótaskyldar vegna stórbrunans í Garðabæ Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag fyrirtækið Geymslur af kröfum um að það bæri skaðabótaábyrgð vegna stórbrunans sem varð í húsnæði fyrirtækisins í Garðabæ í apríl í fyrra. 5. júní 2019 11:43 Mest lesið Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Erlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Segir menntuð fífl hættuleg fífl Innlent Fleiri fréttir Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Banaslys á Þingvallavegi Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Nýr borgarstjóri kynntur á morgun Kennarar samþykkja innanhússtillögu Segir menntuð fífl hættuleg fífl Kókaínsmygl systkina og maka þeirra út um þúfur Fleinn rekinn í hjarta Evrópu verði Úkraína beygð í duftið Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Refsing Dagbjartar þyngd verulega Sameinar sýslumenn: Róar taugar starfsmanna og segir ekkert að óttast Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Hugmyndir Þorgríms séu litaðar vanþekkingu og fordómum Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Sjá meira
Landsréttur telur Geymslur ekki skaðabótaskyldar vegna stórbrunans í Garðabæ Landsréttur hefur sýknað fyrirtækið Geymslur af þremur kröfum um að það bæri skaðabótaábyrgð vegna stórbrunans sem varð í húsnæði fyrirtækisins við Miðhraun í Garðabæ í apríl 2018. 30. október 2020 16:07
Geymslur ekki skaðabótaskyldar vegna stórbrunans í Garðabæ Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag fyrirtækið Geymslur af kröfum um að það bæri skaðabótaábyrgð vegna stórbrunans sem varð í húsnæði fyrirtækisins í Garðabæ í apríl í fyrra. 5. júní 2019 11:43