Ójafn leikur: TR gegn einstaklingi Viðar Eggertsson skrifar 8. maí 2021 16:30 Tryggingastofnun ríkisins er ekki að gera gott mót – enn einu sinni. Henni var í upphafi ætlað að vera þjónustustofnun sem fólk setti traust sitt á. Nú stendur hún uppi rúin trausti þess fólks sem þarf að reiða sig á skilvirka og vinsamlega afgreiðslu þeirra réttinda sem fólk hefur áunnið sér eftir langa baráttu fyrir réttindum þeirra sem hallari fæti standa, eldri borgurum og öryrkjum. Nýlega felldi Umboðsmaður Alþingis áfellisdóm yfir stjórnsýslu TR og Úrskuðarnefndar velferðarmála og það ekki í fyrsta sinn. En fæst mál ná alla leið til umboðsmanns. Það er fyrst og fremst vegna þess að þeir sem vilja fá mál sín tekin fyrir þurfa annað hvort að búa yfir lögfræðiþekkingu sjálfir eða hafa efni á að kaupa hana fullu verði. Einstaklingurinn er settur í erfiða stöðu og nánast óviðráðanlega við að leita réttar síns ef hann sér að TR er að skerða réttindi hans að ósekju. Þá er úrræðið að skjóta máli sínu til Úrskurðarnefndar velferðarmála. Nefndin er skipuð lögfræðingum sem fá greidd laun sín úr ríkissjóði til að fella sína úrskurði. Þeir kalla eftir rökstuðningi TR sem fær einn af fjölmörgu lögfræðingum sínum sem fá laun úr ríkissjóði til að rökstyðja óásættanlegu ákvörðunina. Sá sem hefur skotið máli sínu til úrskurðarnefndarinnar, öryrkinn eða eldri borgarinn, fær enga slíka þjónustu, lögfræðinga frá ríkinu til að rökstyðja sitt mál og fæstir hafa efni á að greiða slíka þjónustu úr eigin vasa. Hann stendur því einn á berangri gegn her lögfræðinga ríkisins sem verjast af fimi mótbárum þess veika og smáða. Það er ekki nema þeir alhörðustu sem ganga svo langt að ráða sér lögfræðing. Enda hefur Úrskuðarnefnd velferðarmála sára sjaldan kveðið upp úrskurð sem hallar á TR. Nú hefur Umboðsmaður Alþingis rassskellt bæði úrskurðarnefndin og TR. Málið náði eingöngu svo langt af því málshefjandi kostaði sjálfur úr eigin vasa sérfræðiaðstoð lögfræðings frá kæru til TR, þaðan til úrskurðarnefnda og loks þaðan til umboðsmanns. Fyrst TR er fyrirmunað að líta á sig sem raunverulega þjónustumiðstöð, heldur varðhund sem glefsar í útréttar hendur og fyrst Úrskurðarnefnd velferðarmála lítur á sig sem framlengingu á kúgunarvaldi TR, þá er bara eitt í stöðunni: Ríkið á að gæta jafnræðis deiluaðila og tryggja þeim fría lögfræðiaðstoð sem þurfa að leita réttar síns vegna afgreiðslu TR og til að reka mál sitt fyrir Úrskurðarnefnd velferðarmála – strax! Höfundur er leikstjóri og eldri borgari og frambjóðandi Samfylkingarinnar í 3ja sæti í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Tryggingar Heilbrigðismál Stjórnsýsla Viðar Eggertsson Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Sjá meira
Tryggingastofnun ríkisins er ekki að gera gott mót – enn einu sinni. Henni var í upphafi ætlað að vera þjónustustofnun sem fólk setti traust sitt á. Nú stendur hún uppi rúin trausti þess fólks sem þarf að reiða sig á skilvirka og vinsamlega afgreiðslu þeirra réttinda sem fólk hefur áunnið sér eftir langa baráttu fyrir réttindum þeirra sem hallari fæti standa, eldri borgurum og öryrkjum. Nýlega felldi Umboðsmaður Alþingis áfellisdóm yfir stjórnsýslu TR og Úrskuðarnefndar velferðarmála og það ekki í fyrsta sinn. En fæst mál ná alla leið til umboðsmanns. Það er fyrst og fremst vegna þess að þeir sem vilja fá mál sín tekin fyrir þurfa annað hvort að búa yfir lögfræðiþekkingu sjálfir eða hafa efni á að kaupa hana fullu verði. Einstaklingurinn er settur í erfiða stöðu og nánast óviðráðanlega við að leita réttar síns ef hann sér að TR er að skerða réttindi hans að ósekju. Þá er úrræðið að skjóta máli sínu til Úrskurðarnefndar velferðarmála. Nefndin er skipuð lögfræðingum sem fá greidd laun sín úr ríkissjóði til að fella sína úrskurði. Þeir kalla eftir rökstuðningi TR sem fær einn af fjölmörgu lögfræðingum sínum sem fá laun úr ríkissjóði til að rökstyðja óásættanlegu ákvörðunina. Sá sem hefur skotið máli sínu til úrskurðarnefndarinnar, öryrkinn eða eldri borgarinn, fær enga slíka þjónustu, lögfræðinga frá ríkinu til að rökstyðja sitt mál og fæstir hafa efni á að greiða slíka þjónustu úr eigin vasa. Hann stendur því einn á berangri gegn her lögfræðinga ríkisins sem verjast af fimi mótbárum þess veika og smáða. Það er ekki nema þeir alhörðustu sem ganga svo langt að ráða sér lögfræðing. Enda hefur Úrskuðarnefnd velferðarmála sára sjaldan kveðið upp úrskurð sem hallar á TR. Nú hefur Umboðsmaður Alþingis rassskellt bæði úrskurðarnefndin og TR. Málið náði eingöngu svo langt af því málshefjandi kostaði sjálfur úr eigin vasa sérfræðiaðstoð lögfræðings frá kæru til TR, þaðan til úrskurðarnefnda og loks þaðan til umboðsmanns. Fyrst TR er fyrirmunað að líta á sig sem raunverulega þjónustumiðstöð, heldur varðhund sem glefsar í útréttar hendur og fyrst Úrskurðarnefnd velferðarmála lítur á sig sem framlengingu á kúgunarvaldi TR, þá er bara eitt í stöðunni: Ríkið á að gæta jafnræðis deiluaðila og tryggja þeim fría lögfræðiaðstoð sem þurfa að leita réttar síns vegna afgreiðslu TR og til að reka mál sitt fyrir Úrskurðarnefnd velferðarmála – strax! Höfundur er leikstjóri og eldri borgari og frambjóðandi Samfylkingarinnar í 3ja sæti í Reykjavík suður.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun