Ekki sjálfgefið að innbúið sé tryggt fyrir tjóni sem verður í náttúruhamförum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2021 13:15 Stórir jarðskjálftar riðu yfir Reykjanesið í gær í skjálftahrinu sem hófst fyrir nokkrum dögum í Krýsuvík. Vísir/Vilhelm Lauslega áætlað er talið að allt að þrjátíu prósent innbúa og lausafjár heimila og fyrirtækja hér á landi séu ekki tryggð fyrir tjóni sem getur orðið vegna náttúruhamfara. Ástæðan er sú að heimilin og fyrirtækin hafa ekki brunatryggt innbú og lausafé en slík brunatrygging er almennt innifalin í innbús- og heimilistryggingum tryggingafélaganna. Ekki er lögbundið að brunatryggja innbú og lausafé, líkt og er raunin með húseignina sjálfa, heldur er það valkvætt. Sé maður hins vegar ekki með slíka brunatryggingu og innbúið verður svo fyrir tjóni, til dæmis í jarðskjálfta, á maður ekki rétt á því að fá tjónið bætt frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands. „Reynslan okkar úr atburðum er að það er mjög oft vantryggt eða ótryggt, bæði í litlum og stórum fyrirtækjum, innbú og lausafé og býsna algengt með heimili fólks að þá hefur það ekki gert ráðstafanir varðandi innbús- eða heimilistryggingu, sem bruni er innifalinn í, vegna þess að það er fast í að brunatryggingin sé skylda og því sé allt í góðu lagi,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Eigin áhætta í náttúruhamfaratryggingum nokkuð há Sé maður með viðeigandi tryggingu fyrir innbúi og lausafé sér tryggingafélagið um að innheimta tiltekið iðgjald sem rennur til Náttúruhamfaratryggingar. Þá á maður rétt á að fá tjónið bætt en Hulda Ragnheiður bendir á að eigin áhætta í náttúruhamfaratryggingum sé nokkuð há eða 200 þúsund krónur fyrir innbú og 400 þúsund krónur fyrir húseignir. Hún kveðst ekki vita til þess að svo mikið tjón hafi orðið í skjálftunum sem riðu yfir Reykjanesið í gær en bendir á að í Suðurlandsskjálftanum árið 2008, sem var 6,3 að stærð, hafi orðið mikið tjón á húseignum. Vísindamenn hafa varað við því að almenningur eigi að vera undir það búinn að stór skjálfti allt að 6,5 geti orðið í Brennisteinsfjöllum sem liggja á milli Kleifarvatns og Bláfjalla. „Þannig að við vitum alveg að í skjálfta sem er á bilinu 6,3 til 6,5 þá munum við að líkindum sjá verulegt tjón á húsum en þau eru hins vegar almennt ágætlega tryggð vegna skyldutryggingar á þeim,“ segir Hulda Ragnheiður. Nánari upplýsingar um náttúruhamfaratryggingar má nálgast hér á heimasíðu Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tryggingar Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Ástæðan er sú að heimilin og fyrirtækin hafa ekki brunatryggt innbú og lausafé en slík brunatrygging er almennt innifalin í innbús- og heimilistryggingum tryggingafélaganna. Ekki er lögbundið að brunatryggja innbú og lausafé, líkt og er raunin með húseignina sjálfa, heldur er það valkvætt. Sé maður hins vegar ekki með slíka brunatryggingu og innbúið verður svo fyrir tjóni, til dæmis í jarðskjálfta, á maður ekki rétt á því að fá tjónið bætt frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands. „Reynslan okkar úr atburðum er að það er mjög oft vantryggt eða ótryggt, bæði í litlum og stórum fyrirtækjum, innbú og lausafé og býsna algengt með heimili fólks að þá hefur það ekki gert ráðstafanir varðandi innbús- eða heimilistryggingu, sem bruni er innifalinn í, vegna þess að það er fast í að brunatryggingin sé skylda og því sé allt í góðu lagi,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Eigin áhætta í náttúruhamfaratryggingum nokkuð há Sé maður með viðeigandi tryggingu fyrir innbúi og lausafé sér tryggingafélagið um að innheimta tiltekið iðgjald sem rennur til Náttúruhamfaratryggingar. Þá á maður rétt á að fá tjónið bætt en Hulda Ragnheiður bendir á að eigin áhætta í náttúruhamfaratryggingum sé nokkuð há eða 200 þúsund krónur fyrir innbú og 400 þúsund krónur fyrir húseignir. Hún kveðst ekki vita til þess að svo mikið tjón hafi orðið í skjálftunum sem riðu yfir Reykjanesið í gær en bendir á að í Suðurlandsskjálftanum árið 2008, sem var 6,3 að stærð, hafi orðið mikið tjón á húseignum. Vísindamenn hafa varað við því að almenningur eigi að vera undir það búinn að stór skjálfti allt að 6,5 geti orðið í Brennisteinsfjöllum sem liggja á milli Kleifarvatns og Bláfjalla. „Þannig að við vitum alveg að í skjálfta sem er á bilinu 6,3 til 6,5 þá munum við að líkindum sjá verulegt tjón á húsum en þau eru hins vegar almennt ágætlega tryggð vegna skyldutryggingar á þeim,“ segir Hulda Ragnheiður. Nánari upplýsingar um náttúruhamfaratryggingar má nálgast hér á heimasíðu Náttúruhamfaratryggingar Íslands.
Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tryggingar Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Fleiri fréttir Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent