
Sádi-Arabía

Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu
Nokkur óvissa er uppi með það hvort uppljóstrað verður um niðurstöður viðræðna Bandaríkjamanna og Rússa í Ríad í Sádi Arabíu, þar sem staðan í Úkraínu var til umræðu og möglegt samkomulag um sjóumferð á Svartahafi.

Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn
Bandarískir og rússneskir erindrekar luku í kvöld fundi um mögulegt vopnahlé á Svartahafi milli Rússa og Úkraínumanna. Ráðamenn í Bandaríkjunum vonast til þess að viðræðurnar geti leitt til frekari viðræðna um frið í Úkraínu.

Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir
Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Rússlandi, segir samkomulag um 30 daga bann gegn árásum á orkuinnviði Úkraínu enn í gildi, þrátt fyrir áframhaldandi loftárásir.

„Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna
Fulltrúi í utanríkismálanefnd Alþingis segir það reginhneyksli að Sádi-Arabía gegni nú formennsku í kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna í ljósi mannréttindabrota landsins á konum. Hann saknar þess að íslensk stjórnvöld láti í sér heyra.

Úlfurinn gerður að fjárhirði
Sádi-Arabía gegnir nú formennsku í kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna, en 69. lota nefndarinnar hófst á dögunum. Skipunin hefur vakið upp háværa umræðu og gagnrýni um allan heim, m.a. frá kvenréttindafrömuðum.

Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé
Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að Úkraínumenn hafi samþykkt tillögu Bandaríkjanna um vopnahlé og séu tilbúnir að ganga til viðræðna um að stöðva átökin og stuðla að langvarandi friði.

Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu
Sendinefndir Bandaríkjanna og Úkraínu eru komnar til Sádí-Arabíu en fundur þeirra fer fram á morgun þar sem þess verður freistað að bæta skaddað samband þjóðanna og ræða mögulegt vopnahlé milli Úkraínu og Rússlands.

Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu
Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir að hann muni funda á ný með Bandaríkjamönnum í Sádi-Arabíu í næstu viku.

Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum
Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússlands hafa ákveðið að koma aftur á diplómatísku sambandi, skipa sendiherra í ríkjunum og koma á fót samninganefnd sem verður falið að eiga í viðræðum um endalok stríðsins í Úkraínu. Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands greindu frá þessu að loknum fundi sem þeir áttu um Úkraínu, án fulltrúa frá Úkraínu.

Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna
Fyrsta fundi bandarískra og rússneskra erindreka í Ríad í Sádi-Arabíu er lokið. Þar var komist að samkomulagi um að halda frekari viðræður um að bæta samskipti ríkjanna og að mynda sérstök viðræðuteymi sem ræða eigi um innrás Rússa í Úkraínu.

„Ferðamannaparadísin“ Gasa líklega rædd á fundi Rubio og krónprinsins
Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður munu eiga fund með Mohammed bin Salman, krónprinsi Sádi Arabíu, í dag eða síðar í vikunni.

Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma
Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segist hafa sagt ráðherrum sínum að skrifa ekki undir samning við Bandaríkjamenn um að veita þeim síðarnefndu aðgang að umfangsmikilli námuvinnslu í Úkraínu. Hann segir samkomulagið eingöngu snúa að hag Bandaríkjanna.

Ekkert áfengi verði leyft á HM 2034
Engin áfengisneysla verður heimiluð á HM 2034 í Sádi-Arabíu samkvæmt sendiherra landsins í Bretlandi. Engar undanþágur verði gefnar í kringum mótið.

Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn
Sádiarabískir eigendur LIV-mótaraðarinnar í golfi hafa ráðið nýjan framkvæmdastjóra í stað Gregs Norman sem hefur stýrt henni frá byrjun. Ný framkvæmdastjórinn hefur meðal annars komið nálægt rekstri bandarískra körfubolta- og íshokkíliða.

Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn
Dóttir lögfræðingsins Hólmfríðar Björnsdóttur og fótboltamannsins Jóhanns Bergs Guðmundssonar hefur fengið nafnið Svala Jóhannsdóttir.

Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir
Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt fjórar konur og níu ára dreng og særa tugi manna með því að aka bíl inn í þvögu fólks á jólamarkaði í Magdeburg hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og fluttur í fangelsi. Hann hefur verið ákærður fyrir fimm morð auk fjölda morðtilrauna og líkamsárása.

Störðu á hvor annan í ellefu mínútur
Síðasti blaðamannafundurinn fyrir bardaga Tysons Fury og Oleksandrs Usyk var sérstakur í meira lagi. Þeir störðu á hvor annan í rúmar ellefu mínútur.

Sádar munu spila í Gullbikarnum í Ameríku
Karlalandslið Sádi-Arabíu í fótbolta hefur þegið boð frá ameríska knattspyrnusambandinu CONCACAF og mun keppa í Gullbikarnum árin 2025 og 2027 sem gestaþjóð.

Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu
Hópur Evrópuþingmanna hefur sent Alþjóðaknattspyrnusambandinu (FIFA) bréf þar sem lýst er þungum áhyggjum af ákvörðun sambandsins um að halda heimsmeistaramótið 2034 í Sádi-Arabíu. Hún veki spurningar um hvort FIFA láti sig mannréttindi varða.

Utan vallar: Þetta er að gerast aftur
Sléttur áratugur er þar til heimsmeistaramót karla fer fram í Sádi-Arabíu. Það hefst að líkindum í desember 2034. En hvernig kom þetta til? Hvað gengur á hjá Sádum annars vegar og FIFA hins vegar? Hvernig getur verið að Sádar fái mótið án mótframboðs? Tilraun er gerð til að svara helstu spurningum sem málinu viðkoma hér að neðan.

Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð
Áhrifavaldur í Angóla sem gagnrýndi forseta landsins á TikTok og 29 ára kona í Sádí-Arabíu sem birti myndir af sér án þess að klæðast kufli eru meðal manneskja í heiminum sem afplána fangelsisdóma. Amnesty berst fyrir lausn þeirra í herferð.

Emilía á löngum lista kvenna sem skora á FIFA
Yfir hundrað knattspyrnukonur, þar á meðal ein íslensk landsliðskona, hafa sent FIFA opið bréf og skorað á sambandið að rifta styrktarsamningi sínum við sádiarabíska olíurisann Aramco.

Síðasta farþegaflug Air Atlanta á Boeing 747-júmbóþotunni
Flugfélagið Air Atlanta er að kveðja Boeing 747-breiðþotuna sem farþegaflugvél eftir 31 ár í rekstri. Síðasta farþegaflug Atlanta á júmbó-þotunni verður sérstakt kveðjuflug til Norður-Afríku um næstu helgi með starfsmenn félagsins.

Hútar vilja háþróaðar stýriflaugar frá Rússum
Erindrekar frá Íran hafa komið að viðræðum milli yfirvalda í Rússlandi og Húta í Jemen, sem vilja fá háþróaðar eldflaugar frá Rússum til að sökkva skipum á Rauðahafi. Hútar hafa gert ítrekaðar árásir á skip á svæðinu og óttast er að umræddar eldflaugar gætu aukið getu þeirra til muna.

Sádar sagðir byrjaðir að skrúfa fyrir kranann
Alþjóðlegt eyðsluæði Sádiaraba er sagt byrjað að renna af þeim og setja þeir nú ríkari skilyrði um að fjárfestingar þjóðarsjóðs þeirra skili sér heima fyrir. Sjóðurinn hefur veitt milljörðum og milljarða ofan víða um heim á undanförnum árum.

Sara Björk til Sádí-Arabíu
Sara Björk Gunnarsdóttir hefur skrifað undir samningi hjá liði Al-Qadsiah í Sádí-Arabíu. Hún gengur í raðir liðsins frá Juventus á Ítalíu.

Hreyflarnir hrikalegir á nýju Boeing 777-þotum Atlanta
Flugfélagið Air Atlanta byggir nú upp farþegaflota sinn á ný eftir hrun í covid-faraldrinum og er þessa dagana að bæta við sig tveimur Boeing 777-breiðþotum til viðbótar við tvær sömu gerðar sem félagið fékk í fyrra.

Rafíþrótta-Ólympíuleikar verði haldnir í Sádi-Arabíu næstu tólf ár
Alþjóðaólympíusambandið hefur gert samkomulag við Sádi-Arabíu um að Ólympíuleikarnir í rafíþróttum verði haldnir þar í landi næstu tólf árin. Stefnt er að því að fyrstu leikarnir fari fram á næsta ári.

Atlanta með 600 manna flugútgerð í Sádí-Arabíu
Pílagrímaflug Air Atlanta stendur nú sem hæst en flugfélagið er með sexhundruð manns að störfum í Sádí-Arabíu um þessar mundir við að flytja múslima sem þrá að sjá hina helgu borg Mekka. Verkefnin fyrir Saudia-flugfélagið eru þó mun víðtækari en þau eru kjölfestan í rekstri Atlanta.

Rúmlega 500 látnir vegna hita í Mekka
Að minnsta kosti 550 pílagrímar sem voru í hinni árlegu hajj-pílagrímsför til Mekka hafa látið lífið vegna hitans sem farið hefur upp fyrir fimmtíu gráður.