Sviss

Fréttamynd

Sprenging eftir að gestir opnuðu út

Fjörutíu manns létu lífið í eldsvoða á skemmtistað í Sviss á nýársnótt. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá gosblysi. Talið er að svokölluð yfirtendrun skýri hversu hratt eldurinn breiddi úr sér.

Erlent
Fréttamynd

Vinna með yfir­völdum í níu löndum að bera kennsl á látna

Svisslendingar vinna nú með yfirvöldum í níu löndum að því að bera kennsl á þá sem fórust í eldsvoðanum að skemmtistaðnum Le Constellation í Crans-Montana á nýársnótt. Upptök eldsins eru rakin til notkunar blysa í kjallara staðarins. Vitað er að fjörutíu manns týndu lífi í eldsvoðanum og 119 manns eru enn á sjúkrahúsi.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta fórnar­lambið nafn­greint

Golfsamband Ítalíu hefur staðfest að Emanuele Galeppini, sautján ára kylfingur sem hefur verið búsettur í Dúbaí, hafi farist í eldsvoðanum á skemmtistað í svissneska skíðabænum Crans-Montana á nýársnótt. Galeppini er fyrsta fórnarlambið sem hefur verið nafngreint opinberlega en um fjörutíu manns fórust í brunanum.

Erlent
Fréttamynd

Fimm daga þjóðar­sorg lýst yfir í Sviss

Stjórnvöld í Sviss hafa lýst yfir fimm daga þjóðarsorg vegna eldsvoðans á barnum Le Constellation í skíðabænum Crans-Montana, þar sem 40 létu lífið og að minnsta kosti 115 særðust. Unnið er að því að bera kennsl á látnu.

Erlent
Fréttamynd

Sigur­vegari Euro­vision skilar bikarnum

Sigurvegari Eurovision 2024, söngvarinn Nemo frá Sviss, hefur ákveðið að skila bikarnum. Þetta tilkynnir hán í færslu á Instagram og segir ástæðuna vera áframhaldandi þátttöku Ísrael í keppninni.

Lífið
Fréttamynd

Ör­lög Ísrael í Euro­vision ráðast á aðal­fundi sem hefst í dag

Við Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, blasir barátta fyrir framtíð keppninnar á fundi sem markar „vatnaskil“ sem hefst í Genf í Sviss í dag. Svo er því lýst í umfjöllun BBC í dag en viðbúið er að örlög Ísrael í keppninni verði ráðin á fundinum. Ísland er meðal þeirra ríkja sem hefur sett fyrirvara um þátttöku í keppninni þar til fyrir liggur niðurstaða um hvað skal gera vegna Ísrael.

Lífið
Fréttamynd

Hafna kröfu Rússa um undan­hald frá Dónetsk

Erindrekar og embættismenn frá Bandaríkjunum, Úkraínu og öðrum ríkjum Evrópu koma saman í Genf í Sviss í dag þar sem ræða á umdeildar friðartillögur sem eiga að  koma frá Bandaríkjamönnum, varðandi stríðið í Úkraínu. Úkraínskir og evrópskir erindrekar eru sagðir tilbúnir til að samþykkja þó nokkra af liðum ætlunarinnar en ætla að krefjast töluverðra breytinga.

Erlent
Fréttamynd

Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári

Svissnesk eftirlitsstofnun með veðmálastarfsemi hefur lagt fram kæru á hendur Alþjóðaknattspyrnusambandinu vegna viðskipta þess með sýndareignir í tengslum við miðasölu fyrir heimsmeistaramótið á næsta ári. Salan sé í reynd ólögleg veðmálastarfsemi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ís­land land númer 197

Maður sem lauk ferðalagi sínu til allra landa heimsins á Íslandi, segist feginn að vera búinn með þennan kafla í sínu lífi. Ævintýrið fjármagnaði hann allt með dagvinnu í heimalandinu og nýtti helgar og aðra frídaga til að ferðast um heiminn.

Innlent
Fréttamynd

Bretar, Kanada­menn, Suður-Kóreubúar og Þjóð­verji meðal látinna í Lissabon

Þriggja ára drengur er meðal þeirra sem komst lífs af úr toglestarslysinu sem varð í Lissabon í gær. Þjóðarsorg var lýst yfir í landinu í kjölfar slyssins en toglestin fór af sporinu og skall utan í byggingu. Að minnsta kosti átján slösuðust og sextán eru látin. Þau látnu eru frá Portúgal, Bretlandi, Suður-Kóreu, Sviss, Kanada, Þýskalandi og Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

EM í dag: Hita­bylgja og hrak­farir við komuna til Thun

Fulltrúar íþróttadeildar Sýnar eru mættir til Thun í Sviss til að fylgja íslenska kvennalandsliðinu eftir á EM í fótbolta þar í landi. Hitabylgja ríður yfir svæðið þessa dagana og strákarnir skelltu sér á vinsælan baðstað en það gekk ekki vandræðalaust fyrir sig.

Fótbolti
Fréttamynd

Hitamet slegið á Spáni um helgina

Hitamet var slegið á Spáni í gær þegar hiti mældist 46 gráður í bænum El Granado. Útlit er fyrir að mánuðurinn verði sá heitasti í sögu Spánar samkvæmt veðurstofu landsins. Fjallað er um málið á vef BBC en hitabylgja gengur nú yfir í Evrópu. Víða hafa stjórnvöld gefið út viðvaranir vegna hita.

Erlent
Fréttamynd

Engin smit­hætta vegna veikinda í vélinni

Samhæfingarmiðstöð almannavarna var virkjuð rétt fyrir hádegi í dag vegna veikinda um borð í flugvél. Ekki er um neina smithættu að ræða samkvæmt upplýsingum frá samskiptastjóra almannavarna og hefur því öðrum farþegum verið hleypt frá borði. Vélin verður skoðuð nánar áður en flugfélagið fær leyfi til að halda áfram.

Innlent
Fréttamynd

Ís­land fékk stig frá þessum löndum

Ísland fékk 33 stig á úrslitakvöldi Eurovision í Basel. Öll 33 þeirra komu frá almenningi. Flest þeirra komu frá Danmörku eða tíu talsins sem þýðir að næstflest dönsk atkvæði fóru til Íslands.

Lífið