Danmörk Bein útsending: Blaðamannafundur Selenskí og norrænu ráðherranna Volodomír Selenskí, forseti Úkraínu, heldur sameiginlegan blaðamannafund með leiðtogum Norðurlandanna í Helsinki. Samkvæmt áætlun á fundurinn að hefjast klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Erlent 3.5.2023 13:36 Sögð hafa káfað á ungum karlmönnum og segir af sér Formaður Fagbevægelsens Hovedorganisation, alþýðusambandsins í Danmörku, hefur sagt af sér vegna ásakana um að hafa farið yfir mörk í samskiptum sínum við unga karlmenn. Síðustu daga hafa nokkrir meðlimir sambandsins kallað eftir því að hún segði af sér. Erlent 30.4.2023 09:53 Íslenskar og grænar lausnir kynntar Japönum Ísland mun ásamt Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð kynna grænar lausnir á heimssýningunni í Osaka í Japan árið 2025. Norðurlöndin sýna undir einum hatti á sýningunni. Búist er við að 28 milljónir manna muni heimsækja sýninguna. Viðskipti innlent 28.4.2023 13:37 Mynduðu rússneskt rannsóknarskip við Nord Stream Nokkrum dögum áður en Nord Stream gasleiðslurnar sprungu á botni Eystrasalts, mynduðu danskir sjóliðar rússneskt rannsóknarskip á svæðinu. Skipið, sem kallast SS-750 ber lítinn kafbát og er smíðað til rannsóknarstarfa neðansjávar. Erlent 28.4.2023 11:13 Maðurinn sem rændi þrettán ára stúlku ákærður fyrir morð á annarri stúlku Maðurinn sem grunaður er um að hafa rænt þrettán ára stúlku nálægt bænum Kirkerup í Danmörku í síðasta mánuði er grunaður um að hafa myrt aðra stúlku árið 2016. Hann hefur verið ákærður af lögreglu fyrir það morð. Erlent 26.4.2023 10:13 Brim klárar tólf milljarða kaup á danskri fiskvinnslu Útgerðarfyrirtækið Brim hefur lokið við kaup á helmingshlut í félaginu Polar Seafood Denmark. Kaupverðið eru samanlagt 625 milljónir danskra króna, eða um tólf milljarðar íslenskra króna. Viðskipti innlent 18.4.2023 11:04 „Aðeins skrímsli gæti gert barni þetta“ Danskur karlmaður var í dag ákærður fyrir að nema 13 ára gamla stúlku á brott. Hann er grunaður um að hafa nauðgað stelpunni ítrekað meðan hann frelsissvipti hana í rúman sólarhring. Saksóknari útilokar ekki að hann hafi haft vitorðsmenn. Móðir Filippu segir ómögulegt að setja sig í spor hennar og að fjölskyldan geri allt sem í hennar valdi stendur til þess að styðja hana. Erlent 17.4.2023 20:30 Talinn hafa nauðgað Filippu nokkrum sinnum Hinn 32 ára maður sem er í haldi dönsku lögreglunnar vegna hvarfs hinnar þrettán ára Filippu er grunaður um að hafa nauðgað henni. Maðurinn var leiddur fyrir dómara klukkan 9 í morgun og gæsluvarðhalds krafist yfir honum. Erlent 17.4.2023 09:56 Móðir Filippu segir hana komna heim og þakkar dönsku þjóðinni Danska stúlkan Filippa, sem fannst á lífi í gær eftir umfangsmikla leit eftir að lýst hafði verið eftir henni, fannst í einbýlishúsahverfi rétt fyrir utan Korsør, vestast á Sjálandi. Móðir hennar þakkar dönsku þjóðinni í færslu á Facebook í gærkvöldi og segir dóttur sína vera komna heim. Erlent 17.4.2023 08:04 Filippa fannst á lífi Filippa, þrettán ára stúlka sem saknað hafði verið síðan í eftirmiðdaginn í gær, fannst á lífi í heimahúsi í Kirkerup í Danmörku í dag. 32 ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn. Erlent 16.4.2023 13:20 Lögregla umkringir hús í tengslum við hvarf þrettán ára stúlku Filippa, þrettán ára dönsk stúlka hvarf í gær á meðan hún var að störfum við blaðburð. Lögregla hefur leitað hennar logandi ljósi síðan í gærkvöldi og hefur nú umkringt íbúðarhús nálægt Kirkerup. Hvarfið er nú rannsakað sem sakamál. Erlent 16.4.2023 08:20 Gísli Örn leikstýrir Frozen á öllum Norðurlöndunum Söngleikurinn Frost byggður á Disney-myndinni Frozen verður settur á svið í Þjóðleikhúsinu næsta vetur. Gísli Örn Garðarsson er með réttinn að sýningunni á öllum Norðurlöndunum. Hann mun því ekki aðeins leikstýra uppfærslu söngleiksins hérlendis heldur einnig á hinum fjórum Norðurlöndunum. Menning 13.4.2023 06:01 Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. Innlent 12.4.2023 16:00 Strokukengúra hoppar laus um Jótland Kengúra sem slapp úr Glad-dýragarðinum í Lintrup á Jótlandi á miðvikudag hoppar enn laus um nágrenni Lintrup. Forstjóri dýragarðsins hefur hvatt fólk til þess að hafa augun opin og hringja strax í dýragarðinn eða neyðarlínuna sjái það til strokudýrsins. Erlent 7.4.2023 10:45 Sextán skipverja danska skipsins saknað eftir sjóránið Sextán er enn saknað eftir sjórán á danska olíuskipinu Monjasa Reformer undan ströndum Kongó fyrir viku síðan. Skipið fannst á föstudag. Erlent 2.4.2023 09:58 Ákærður fyrir að hafa myrt þrjá og reynt að drepa ellefu í Fields Lögregla í Danmörku hefur ákært 23 ára karlmann fyrir skotárásina í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í júlí á síðasta ári. Maðurinn er ákærður fyrir þrjú manndráp, ellefu tilraunir til manndráps, auk þess að hafa skotið í átt að 21 til viðbótar. Erlent 29.3.2023 13:27 Ingvar E hreppti ein elstu kvikmyndaverðlaun Evrópu Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson vann dönsku Bodil-verðlaunin fyrr í kvöld fyrir bestan leik í aukahlutverki í kvikmyndinni Volaða land. Elliott Crosset Hove var valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í sömu kvikmynd. Lífið 25.3.2023 21:11 Íslendingur dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás á Jótlandi Dómstóll í Hjørring á Jótlandi hefur dæmt 46 ára Íslending í þriggja ára fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás og fíkniefnavörslu. Þá er honum vísað úr landi. Innlent 23.3.2023 15:21 Ákærður fyrir morðið á Miu 37 ára gamall karlmaður hefur verið ákærður fyrir morðið á hinni 22 ára gömlu Miu Skadhauge Stevn í Álaborg í Danmörku fyrir rúmu ári síðan. Maðurinn kveðst vera saklaus. Erlent 22.3.2023 14:25 Play flýgur til Amsterdam á ný á kostnað Árósa Flugfélagið Play flaug til Schiphol flugvallar í Amsterdam frá desember árið 2021 til mars 2022. Síðan þá hefur flugfélagið ekki flogið til hollensku höfuðborgarinnar en nú hefur orðið breyting á því flugfélagið hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum þangað á ný. Viðskipti innlent 22.3.2023 10:16 Bretar banna dönskum Kóranbrennumanni að koma Rasmus Paludan, stofnandi danska hægriöfgaflokksins Strangrar stefnu, fær ekki að koma til Bretlands. Hann ætlaði sér að brenna Kóraninn í bænum Wakefield í vikunni við upphaf föstumánaðar múslima. Erlent 21.3.2023 10:56 Seldu íbúð á Íslandi á 55 milljónir og keyptu einbýlishús á 8,5 milljónir í Danmörku Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti hjónin Hjördísi Ingvarsdóttur og Magnús Guðfinnsson sem seldu litla blokkaríbúð á Íslandi og fengu í staðinn skuldlaust krútthús í þorpi á Jótlandi. Lífið 20.3.2023 12:30 Jóakim og fjölskyldan flytja til Bandaríkjanna Jóakim Danaprins hefur verið ráðinn til starfa á skrifstofu varnarmála í sendiráði Danmerkur í bandarísku höfuðborginni Washington DC. Hann mun flytja vestur um haf í sumar ásamt Mary eiginkonu sinni og yngstu börnum. Lífið 17.3.2023 13:13 Afstaða annarra óbreytt þrátt fyrir ákvörðun Pólverja Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði í samtali við TV2 í gær að samræður ættu sér stað milli stjórnvalda á Vesturlöndum um þann möguleika að sjá Úkraínumönnum fyrir orrustuþotum. Erlent 17.3.2023 07:58 Tveir táningar látnir eftir stunguárás í Danmörku Tveir táningar eru látnir og sá þriðji særðist í stunguárás sem varð í Taastrup, vestur af dönsku höfuðborginni Kaupmannahöfn, í gærkvöldi. Erlent 7.3.2023 07:48 Rússneski fáninn málaður á Litlu hafmeyjuna Enn og aftur hafa skemmdarverk verið unnin á einu helsta kennileiti dönsku höfuðborgarinnar. Rússneski fáninn var í nótt málaður á steininn þar sem Litla hafmeyjan situr við Löngulínu. Erlent 2.3.2023 08:42 Danskir þingmenn beðnir um að hætta á TikTok Danska þingið, Folketinget, hefur beðið þingmenn og starfsmenn þingsins um að hætta að nota samfélagsmiðilinn TikTok. Talið er að hætta sé á að gögnum um starfsmennina verði lekið noti þeir forritið. Erlent 28.2.2023 08:55 66°Norður loka á Strikinu Fyrirtækið 66°Norður hefur ákveðið að loka verslun sinni á Strikinu í Kaupmannahöfn. Yfirmaður verslunarsviðs segir að verið sé að hagræða í rekstri og mæta breytingum á markaði. Fyrirtækið opnaði verslunina á Strikinu árið 2015. Viðskipti innlent 25.2.2023 20:08 „Barátta Úkraínu er okkar barátta. Úkraína verður að sigra“ „Í 365 daga hefur þetta óréttlætanlega, tilefnislausa og ólögmæta innrásarstríð valdið ómældum þjáningum, dauðsföllum og eyðileggingu af stærðargráðu sem ekki hefur sést í álfunni síðan í síðari heimsstyrjöld.“ Erlent 24.2.2023 08:31 Endurheimti óvænt listaverk sem týndust á leiðinni frá Íslandi Bandarísk listakona sem dvaldi á Íslandi nýlega var eyðilögð þegar hún týndi dýrmætum listaverkum í fluginu heim. Sagan af því hvernig hún endurheimti verðmætin hefur fangað hug og hjörtu netverja. Lífið 22.2.2023 20:01 « ‹ 8 9 10 11 12 13 14 15 16 … 42 ›
Bein útsending: Blaðamannafundur Selenskí og norrænu ráðherranna Volodomír Selenskí, forseti Úkraínu, heldur sameiginlegan blaðamannafund með leiðtogum Norðurlandanna í Helsinki. Samkvæmt áætlun á fundurinn að hefjast klukkan 15:00 að íslenskum tíma. Erlent 3.5.2023 13:36
Sögð hafa káfað á ungum karlmönnum og segir af sér Formaður Fagbevægelsens Hovedorganisation, alþýðusambandsins í Danmörku, hefur sagt af sér vegna ásakana um að hafa farið yfir mörk í samskiptum sínum við unga karlmenn. Síðustu daga hafa nokkrir meðlimir sambandsins kallað eftir því að hún segði af sér. Erlent 30.4.2023 09:53
Íslenskar og grænar lausnir kynntar Japönum Ísland mun ásamt Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð kynna grænar lausnir á heimssýningunni í Osaka í Japan árið 2025. Norðurlöndin sýna undir einum hatti á sýningunni. Búist er við að 28 milljónir manna muni heimsækja sýninguna. Viðskipti innlent 28.4.2023 13:37
Mynduðu rússneskt rannsóknarskip við Nord Stream Nokkrum dögum áður en Nord Stream gasleiðslurnar sprungu á botni Eystrasalts, mynduðu danskir sjóliðar rússneskt rannsóknarskip á svæðinu. Skipið, sem kallast SS-750 ber lítinn kafbát og er smíðað til rannsóknarstarfa neðansjávar. Erlent 28.4.2023 11:13
Maðurinn sem rændi þrettán ára stúlku ákærður fyrir morð á annarri stúlku Maðurinn sem grunaður er um að hafa rænt þrettán ára stúlku nálægt bænum Kirkerup í Danmörku í síðasta mánuði er grunaður um að hafa myrt aðra stúlku árið 2016. Hann hefur verið ákærður af lögreglu fyrir það morð. Erlent 26.4.2023 10:13
Brim klárar tólf milljarða kaup á danskri fiskvinnslu Útgerðarfyrirtækið Brim hefur lokið við kaup á helmingshlut í félaginu Polar Seafood Denmark. Kaupverðið eru samanlagt 625 milljónir danskra króna, eða um tólf milljarðar íslenskra króna. Viðskipti innlent 18.4.2023 11:04
„Aðeins skrímsli gæti gert barni þetta“ Danskur karlmaður var í dag ákærður fyrir að nema 13 ára gamla stúlku á brott. Hann er grunaður um að hafa nauðgað stelpunni ítrekað meðan hann frelsissvipti hana í rúman sólarhring. Saksóknari útilokar ekki að hann hafi haft vitorðsmenn. Móðir Filippu segir ómögulegt að setja sig í spor hennar og að fjölskyldan geri allt sem í hennar valdi stendur til þess að styðja hana. Erlent 17.4.2023 20:30
Talinn hafa nauðgað Filippu nokkrum sinnum Hinn 32 ára maður sem er í haldi dönsku lögreglunnar vegna hvarfs hinnar þrettán ára Filippu er grunaður um að hafa nauðgað henni. Maðurinn var leiddur fyrir dómara klukkan 9 í morgun og gæsluvarðhalds krafist yfir honum. Erlent 17.4.2023 09:56
Móðir Filippu segir hana komna heim og þakkar dönsku þjóðinni Danska stúlkan Filippa, sem fannst á lífi í gær eftir umfangsmikla leit eftir að lýst hafði verið eftir henni, fannst í einbýlishúsahverfi rétt fyrir utan Korsør, vestast á Sjálandi. Móðir hennar þakkar dönsku þjóðinni í færslu á Facebook í gærkvöldi og segir dóttur sína vera komna heim. Erlent 17.4.2023 08:04
Filippa fannst á lífi Filippa, þrettán ára stúlka sem saknað hafði verið síðan í eftirmiðdaginn í gær, fannst á lífi í heimahúsi í Kirkerup í Danmörku í dag. 32 ára gamall karlmaður hefur verið handtekinn. Erlent 16.4.2023 13:20
Lögregla umkringir hús í tengslum við hvarf þrettán ára stúlku Filippa, þrettán ára dönsk stúlka hvarf í gær á meðan hún var að störfum við blaðburð. Lögregla hefur leitað hennar logandi ljósi síðan í gærkvöldi og hefur nú umkringt íbúðarhús nálægt Kirkerup. Hvarfið er nú rannsakað sem sakamál. Erlent 16.4.2023 08:20
Gísli Örn leikstýrir Frozen á öllum Norðurlöndunum Söngleikurinn Frost byggður á Disney-myndinni Frozen verður settur á svið í Þjóðleikhúsinu næsta vetur. Gísli Örn Garðarsson er með réttinn að sýningunni á öllum Norðurlöndunum. Hann mun því ekki aðeins leikstýra uppfærslu söngleiksins hérlendis heldur einnig á hinum fjórum Norðurlöndunum. Menning 13.4.2023 06:01
Kafbátaleitaræfing við Ísland umfangsmeiri en áður Árleg kafbátaleitaræfing Atlantshafsbandalagsins mun fara fram í norðanverðu Atlantshafi seinna í þessum mánuði. Æfingin kallast Dynamic Mongoose en þegar hún verður haldin verða fjölmörg herskip og kafbátar við strendur Íslands. Innlent 12.4.2023 16:00
Strokukengúra hoppar laus um Jótland Kengúra sem slapp úr Glad-dýragarðinum í Lintrup á Jótlandi á miðvikudag hoppar enn laus um nágrenni Lintrup. Forstjóri dýragarðsins hefur hvatt fólk til þess að hafa augun opin og hringja strax í dýragarðinn eða neyðarlínuna sjái það til strokudýrsins. Erlent 7.4.2023 10:45
Sextán skipverja danska skipsins saknað eftir sjóránið Sextán er enn saknað eftir sjórán á danska olíuskipinu Monjasa Reformer undan ströndum Kongó fyrir viku síðan. Skipið fannst á föstudag. Erlent 2.4.2023 09:58
Ákærður fyrir að hafa myrt þrjá og reynt að drepa ellefu í Fields Lögregla í Danmörku hefur ákært 23 ára karlmann fyrir skotárásina í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í júlí á síðasta ári. Maðurinn er ákærður fyrir þrjú manndráp, ellefu tilraunir til manndráps, auk þess að hafa skotið í átt að 21 til viðbótar. Erlent 29.3.2023 13:27
Ingvar E hreppti ein elstu kvikmyndaverðlaun Evrópu Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson vann dönsku Bodil-verðlaunin fyrr í kvöld fyrir bestan leik í aukahlutverki í kvikmyndinni Volaða land. Elliott Crosset Hove var valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í sömu kvikmynd. Lífið 25.3.2023 21:11
Íslendingur dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás á Jótlandi Dómstóll í Hjørring á Jótlandi hefur dæmt 46 ára Íslending í þriggja ára fangelsi fyrir alvarlega líkamsárás og fíkniefnavörslu. Þá er honum vísað úr landi. Innlent 23.3.2023 15:21
Ákærður fyrir morðið á Miu 37 ára gamall karlmaður hefur verið ákærður fyrir morðið á hinni 22 ára gömlu Miu Skadhauge Stevn í Álaborg í Danmörku fyrir rúmu ári síðan. Maðurinn kveðst vera saklaus. Erlent 22.3.2023 14:25
Play flýgur til Amsterdam á ný á kostnað Árósa Flugfélagið Play flaug til Schiphol flugvallar í Amsterdam frá desember árið 2021 til mars 2022. Síðan þá hefur flugfélagið ekki flogið til hollensku höfuðborgarinnar en nú hefur orðið breyting á því flugfélagið hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum þangað á ný. Viðskipti innlent 22.3.2023 10:16
Bretar banna dönskum Kóranbrennumanni að koma Rasmus Paludan, stofnandi danska hægriöfgaflokksins Strangrar stefnu, fær ekki að koma til Bretlands. Hann ætlaði sér að brenna Kóraninn í bænum Wakefield í vikunni við upphaf föstumánaðar múslima. Erlent 21.3.2023 10:56
Seldu íbúð á Íslandi á 55 milljónir og keyptu einbýlishús á 8,5 milljónir í Danmörku Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti hjónin Hjördísi Ingvarsdóttur og Magnús Guðfinnsson sem seldu litla blokkaríbúð á Íslandi og fengu í staðinn skuldlaust krútthús í þorpi á Jótlandi. Lífið 20.3.2023 12:30
Jóakim og fjölskyldan flytja til Bandaríkjanna Jóakim Danaprins hefur verið ráðinn til starfa á skrifstofu varnarmála í sendiráði Danmerkur í bandarísku höfuðborginni Washington DC. Hann mun flytja vestur um haf í sumar ásamt Mary eiginkonu sinni og yngstu börnum. Lífið 17.3.2023 13:13
Afstaða annarra óbreytt þrátt fyrir ákvörðun Pólverja Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði í samtali við TV2 í gær að samræður ættu sér stað milli stjórnvalda á Vesturlöndum um þann möguleika að sjá Úkraínumönnum fyrir orrustuþotum. Erlent 17.3.2023 07:58
Tveir táningar látnir eftir stunguárás í Danmörku Tveir táningar eru látnir og sá þriðji særðist í stunguárás sem varð í Taastrup, vestur af dönsku höfuðborginni Kaupmannahöfn, í gærkvöldi. Erlent 7.3.2023 07:48
Rússneski fáninn málaður á Litlu hafmeyjuna Enn og aftur hafa skemmdarverk verið unnin á einu helsta kennileiti dönsku höfuðborgarinnar. Rússneski fáninn var í nótt málaður á steininn þar sem Litla hafmeyjan situr við Löngulínu. Erlent 2.3.2023 08:42
Danskir þingmenn beðnir um að hætta á TikTok Danska þingið, Folketinget, hefur beðið þingmenn og starfsmenn þingsins um að hætta að nota samfélagsmiðilinn TikTok. Talið er að hætta sé á að gögnum um starfsmennina verði lekið noti þeir forritið. Erlent 28.2.2023 08:55
66°Norður loka á Strikinu Fyrirtækið 66°Norður hefur ákveðið að loka verslun sinni á Strikinu í Kaupmannahöfn. Yfirmaður verslunarsviðs segir að verið sé að hagræða í rekstri og mæta breytingum á markaði. Fyrirtækið opnaði verslunina á Strikinu árið 2015. Viðskipti innlent 25.2.2023 20:08
„Barátta Úkraínu er okkar barátta. Úkraína verður að sigra“ „Í 365 daga hefur þetta óréttlætanlega, tilefnislausa og ólögmæta innrásarstríð valdið ómældum þjáningum, dauðsföllum og eyðileggingu af stærðargráðu sem ekki hefur sést í álfunni síðan í síðari heimsstyrjöld.“ Erlent 24.2.2023 08:31
Endurheimti óvænt listaverk sem týndust á leiðinni frá Íslandi Bandarísk listakona sem dvaldi á Íslandi nýlega var eyðilögð þegar hún týndi dýrmætum listaverkum í fluginu heim. Sagan af því hvernig hún endurheimti verðmætin hefur fangað hug og hjörtu netverja. Lífið 22.2.2023 20:01