Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. desember 2024 15:38 Dómur yfir manningum, sem nálgaðist fórnarlömb sín helst í gegnum samfélagsmiðilinn TikTok, var staðfestur í Eystri-Landsrétti, áfrýjunardómstól í Danmörku í dag. EPA/samsett Hinn 32 ára gamli Theodor Lund, áður Mikkel Bentsen, sem betur er þekktur sem TikTok-maðurinn var í dag sakfelldur í Eystri-Landsrétti í Danmörku fyrir margvísleg ofbeldisbrot gegn fjölda kvenna á tíu ára tímabili. Landsréttur staðfesti þannig fyrri dóm yfir manninum sem féll í Bæjarrétti Kaupmannahafnar í fyrra. Dómurinn felur í sér ótímabundið gæsluvarðhald (danska: forvaring), úrræði sem dómstólar beita gegn sakborningum sem þykja sérstaklega hættulegir. Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til fjölda brota, hversu gróf þau voru, tímabilið sem þau voru framin og mats réttarlækna. Theoder Lund var þannig fundinn sekur fyrir að hafa margsinnis brotið gróflega gegn nokkrum konum og ungum stúlkum, nauðgað þeim og beitt þær líkamsárásum og öðru ofbeldi. Alls er hann sakfelldur fyrir fimm nauðganir, tvær nauðganir gegn ólögráða og eina tilraun til nauðgunar. Hann var einnig fundinn sekur um sérstaklega alvarlega nauðgun og grófa líkamsárás gegn ungmenni. Þar að auki var hann sakfelldur á grundvelli tveggja ákæra fyrir samræði við ólögráða barn. Bauð blaðamanni í dómsal í heimsókn Nokkrir brotaþola mannsins voru viðstaddir við dómsuppkvaðningu í Landsrétti í dag ásamt fjölskyldumeðlimum og öðrum sem tengjast málinu. Þegar ákvörðun dómstólsins lá fyrir brustu nokkrar þeirra í grát og féllust í faðma að því er fram kemur í umfjöllun TV2 um málið en blaðamaður þeirra var viðstaddur réttarhöldin. Einhverjir höfðu tekið með sér kampavínsflöskur og fána til að geta fagnað því ef dómurinn yrði staðfestur sem og varð raunin. Fjölmiðlakonan Janni Pedersen hjá TV 2 var ein þeirra blaðamanna sem fylgdist með en Theodor Lund setti sig í samband við hana þegar stutt hlé var gert á réttarhöldum. Hann kvaðst vilja bjóða henni í heimsókn því hann vildi fá að „segja sína hlið málsins,“ líkt og það var orðað. Það sama mun hann hafa boðið öðrum blaðamönnum. Honum hafði þó gefist færi á að skýra mál sitt fyrir rétti sem hann þáði ekki. „Nei takk,“ var svarið þegar honum bauðst að segja lokaorðin í réttarsal að því er B.T. greinir frá. Nálgaðist fórnarlömbin á samfélagsmiðlum Mikkel Bentsen var handtekinn árið 2021 í Kaupmannahöfn en þá höfðu yfir 50 konur og stúlkur tilkynnt hann til lögreglunnar fyrir gróft ofbeldi, kynferðisofbeldi, hótanir og þvinganir. Brotaþolarnir höfðu margar sameinast í Facebook-hóp sem kenndur var við „Þolendur Mikkels“ en það var móðir einnar stúlkunnar sem stofnaði hópinn eftir að hann hafði haft samband við dóttur hennar í gegnum TikTok. Nokkrar kvennanna hafa einnig stigið fram og lýst reynslu sinni í heimildarmynd um málið. Mikkel Bentsen, sem síðar skipti um nafn, hlaut viðurnefnið TikTok-maðurinn þar sem hann setti sig í samband við fórnarlömb sín í gegnum samfélagsmiðla, einkum TikTok en einnig á Instagram og Snapchat, og gaf sig stundum út fyrir að starfa hjá umboðsskrifstofu fyrir fyrirsætur og væri í leit að fyrirsætum. Á þeim forsendum lokkaði hann stúlkurnar til að senda sér myndir sem hann síðar nýtti sér til að beita þær kúgunum til að ná sínu fram. Árið 2022 hlaut hann þriggja ára fangelsisdóm í Bæjarrétti Helsingør og síðan hefur hann hlotið dóm í Kaupmannahöfn sem nú var staðfestur í Landsrétti. Í réttarhöldum yfir manninum hefur komið fram að það sé mat sérfræðinga og réttargeðlækna að hann sé sérlega hættulegur öðrum. Sömuleiðis er hann greindur með andfélagslegar raskanir og narsissisma. Danmörk Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Við ákvörðun refsingar var tekið tillit til fjölda brota, hversu gróf þau voru, tímabilið sem þau voru framin og mats réttarlækna. Theoder Lund var þannig fundinn sekur fyrir að hafa margsinnis brotið gróflega gegn nokkrum konum og ungum stúlkum, nauðgað þeim og beitt þær líkamsárásum og öðru ofbeldi. Alls er hann sakfelldur fyrir fimm nauðganir, tvær nauðganir gegn ólögráða og eina tilraun til nauðgunar. Hann var einnig fundinn sekur um sérstaklega alvarlega nauðgun og grófa líkamsárás gegn ungmenni. Þar að auki var hann sakfelldur á grundvelli tveggja ákæra fyrir samræði við ólögráða barn. Bauð blaðamanni í dómsal í heimsókn Nokkrir brotaþola mannsins voru viðstaddir við dómsuppkvaðningu í Landsrétti í dag ásamt fjölskyldumeðlimum og öðrum sem tengjast málinu. Þegar ákvörðun dómstólsins lá fyrir brustu nokkrar þeirra í grát og féllust í faðma að því er fram kemur í umfjöllun TV2 um málið en blaðamaður þeirra var viðstaddur réttarhöldin. Einhverjir höfðu tekið með sér kampavínsflöskur og fána til að geta fagnað því ef dómurinn yrði staðfestur sem og varð raunin. Fjölmiðlakonan Janni Pedersen hjá TV 2 var ein þeirra blaðamanna sem fylgdist með en Theodor Lund setti sig í samband við hana þegar stutt hlé var gert á réttarhöldum. Hann kvaðst vilja bjóða henni í heimsókn því hann vildi fá að „segja sína hlið málsins,“ líkt og það var orðað. Það sama mun hann hafa boðið öðrum blaðamönnum. Honum hafði þó gefist færi á að skýra mál sitt fyrir rétti sem hann þáði ekki. „Nei takk,“ var svarið þegar honum bauðst að segja lokaorðin í réttarsal að því er B.T. greinir frá. Nálgaðist fórnarlömbin á samfélagsmiðlum Mikkel Bentsen var handtekinn árið 2021 í Kaupmannahöfn en þá höfðu yfir 50 konur og stúlkur tilkynnt hann til lögreglunnar fyrir gróft ofbeldi, kynferðisofbeldi, hótanir og þvinganir. Brotaþolarnir höfðu margar sameinast í Facebook-hóp sem kenndur var við „Þolendur Mikkels“ en það var móðir einnar stúlkunnar sem stofnaði hópinn eftir að hann hafði haft samband við dóttur hennar í gegnum TikTok. Nokkrar kvennanna hafa einnig stigið fram og lýst reynslu sinni í heimildarmynd um málið. Mikkel Bentsen, sem síðar skipti um nafn, hlaut viðurnefnið TikTok-maðurinn þar sem hann setti sig í samband við fórnarlömb sín í gegnum samfélagsmiðla, einkum TikTok en einnig á Instagram og Snapchat, og gaf sig stundum út fyrir að starfa hjá umboðsskrifstofu fyrir fyrirsætur og væri í leit að fyrirsætum. Á þeim forsendum lokkaði hann stúlkurnar til að senda sér myndir sem hann síðar nýtti sér til að beita þær kúgunum til að ná sínu fram. Árið 2022 hlaut hann þriggja ára fangelsisdóm í Bæjarrétti Helsingør og síðan hefur hann hlotið dóm í Kaupmannahöfn sem nú var staðfestur í Landsrétti. Í réttarhöldum yfir manninum hefur komið fram að það sé mat sérfræðinga og réttargeðlækna að hann sé sérlega hættulegur öðrum. Sömuleiðis er hann greindur með andfélagslegar raskanir og narsissisma.
Danmörk Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“