Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. nóvember 2024 14:59 Nítján ára ástralskar konur sem berjast fyrir lífi sínu vegna metanóleitrunar dvöldu á þessu hosteli á Laos þegar eitrunin kom upp. Nana Backpackers Hostel Tvær danskar konur á þrítugsaldri eru látnar í Laos. Miðlar í Ástralíu og Tælandi segir konurnar hafa látist eftir neyslu metanóls í áfengum drykkjum. Fleiri berjist fyrir lífi sínu vegna eitrunar. „Utanríkisráðuneytið staðfestir að tveir danskir ríkisborgarar eru látnir í Laos. Ættingjum hefur verið tilkynnt um andlátin. Ráðuneytið þarf að gæta trúnaðar um persónulegar upplýsingar og getur ekki veitt frekari upplýsingar,“ segir í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Ekstrabladet. ABC í Ástralíu fullyrðir að dönsku konurnar séu á þrítugsaldri. Fregnir af andláti dönsku kvennanna koma í framhaldi af nýlegum fregnum af tveimur nítján ára áströlskum stelpum sem berjast fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir að hafa innbyrt metanól í Laos. Ekkert liggur fyrir um tengsl málanna teggja að svo stöddu. Áströlsku stelpurnar dvöldu á farfuglaheimili í partýbænum Vang Vieng norðan af höfuðborginni Vientiane. Þær fóru á bar í bænum á þriðjudagskvöld fyrir viku og voru lagðar inn á sjúkrahús daginn eftir. ABC segir í það minnsta tíu hafa veikst af því að drekka blandaða drykki sem hafi innihaldið metanól, betur þekkt sem tréspíri. Vinkonurnar höfðu verið á bakpokaferðalagi og reiknað með þeim heim til Ástralíu fyrir jólin. Tréspíri hefur komið við sögu hér á landi en níu létust eftir að hafa drukkið tréspíra á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 1943. Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að konurnar drukku drykki metanól. Eigandi farfuglaheimilisins þar sem áströlsku stelpurnar gistu þvertekur fyrir að áfengi með metanóli hafi verið selt á staðnum. Lögregla hafi þegar komið við, tekið út staðinn og skoðað birgjana sem gistiheimilið kaupi áfengi frá. Metanól eða tréspíra er að finna í ýmsum iðnaðarvörum, til dæmis rúðuhreinsivökvum, frostlegi og leysiefnum. Etanól er hins vegar að finna í áfengi á borð við bjór, léttvíni og sterku áfengi. Danmörk Laos Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira
„Utanríkisráðuneytið staðfestir að tveir danskir ríkisborgarar eru látnir í Laos. Ættingjum hefur verið tilkynnt um andlátin. Ráðuneytið þarf að gæta trúnaðar um persónulegar upplýsingar og getur ekki veitt frekari upplýsingar,“ segir í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Ekstrabladet. ABC í Ástralíu fullyrðir að dönsku konurnar séu á þrítugsaldri. Fregnir af andláti dönsku kvennanna koma í framhaldi af nýlegum fregnum af tveimur nítján ára áströlskum stelpum sem berjast fyrir lífi sínu á sjúkrahúsi eftir að hafa innbyrt metanól í Laos. Ekkert liggur fyrir um tengsl málanna teggja að svo stöddu. Áströlsku stelpurnar dvöldu á farfuglaheimili í partýbænum Vang Vieng norðan af höfuðborginni Vientiane. Þær fóru á bar í bænum á þriðjudagskvöld fyrir viku og voru lagðar inn á sjúkrahús daginn eftir. ABC segir í það minnsta tíu hafa veikst af því að drekka blandaða drykki sem hafi innihaldið metanól, betur þekkt sem tréspíri. Vinkonurnar höfðu verið á bakpokaferðalagi og reiknað með þeim heim til Ástralíu fyrir jólin. Tréspíri hefur komið við sögu hér á landi en níu létust eftir að hafa drukkið tréspíra á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 1943. Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að konurnar drukku drykki metanól. Eigandi farfuglaheimilisins þar sem áströlsku stelpurnar gistu þvertekur fyrir að áfengi með metanóli hafi verið selt á staðnum. Lögregla hafi þegar komið við, tekið út staðinn og skoðað birgjana sem gistiheimilið kaupi áfengi frá. Metanól eða tréspíra er að finna í ýmsum iðnaðarvörum, til dæmis rúðuhreinsivökvum, frostlegi og leysiefnum. Etanól er hins vegar að finna í áfengi á borð við bjór, léttvíni og sterku áfengi.
Danmörk Laos Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fleiri fréttir Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Sjá meira