Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Kristján Már Unnarsson skrifar 28. nóvember 2024 21:42 Airbus-breiðþota Air Greenland lenti á nýju flugbrautinni í Nuuk um þrjúleytið í dag. KNR Grænlendingar fagna í dag nýjum alþjóðflugvelli í Nuuk. Opnun vallarins er sögð marka þáttaskil í samgöngum Grænlands við umheiminn og var almenningi boðið til hátíðar með tónleikum og veisluhöldum í dag og flugeldasýningu í kvöld. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Airbus A330-breiðþotu Air Greenland, flaggskip grænlenska flugflotans, koma svífandi inn til lendingar í beinu flugi frá Kaupmannahöfn. Mannfjöldi safnaðist saman í kringum flugvöllinn til að verða vitni að þessari fyrstu lendingu stórrar farþegaþotu í höfuðstað Grænlands. Flugmennirnir veifuðu grænlenska fánanum við komuna.KNR Ný 2.200 metra flugbraut var lögð í stað eldri 950 metra langrar brautar. Það þýðir að núna þurfa farþegar til og frá Nuuk ekki lengur að fljúga um Kangerlussuaq-flugvöll á leið sinni í þotuflug milli landa en áður gátu aðeins smærri flugvélar sérhæfðar fyrir stuttar brautir lent í Nuuk. Innileg ánægja skein úr andlitum fyrstu farþeganna.KNR Áður hafði flugvél Isavia ANS gert flugprófanir á nýju brautinni, sem búin er fullkomnum aðflugstækjum og ljósabúnaði fyrir báða brautarenda. Það gerir flugvélum kleift að lenda í myrkri og slæmu skyggni. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia ANS sá félagið um alla hönnun flugferla að vellinum sem og prófanir þeirra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá lengra myndband grænlenska sjónvarpsins KNR af komu þotunnar til Nuuk í dag: Grænland Fréttir af flugi Samgöngur Danmörk Airbus Tengdar fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Boðað hefur verið sannkallaðrar þjóðhátíðar í Nuuk á fimmtudag með tónleikum, veisluhöldum og flugeldasýningu. Tilefnið er opnun nýs alþjóðaflugvallar og fyrsta lending stórrar farþegaþotu í höfuðstað Grænlands. 26. nóvember 2024 18:15 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá Airbus A330-breiðþotu Air Greenland, flaggskip grænlenska flugflotans, koma svífandi inn til lendingar í beinu flugi frá Kaupmannahöfn. Mannfjöldi safnaðist saman í kringum flugvöllinn til að verða vitni að þessari fyrstu lendingu stórrar farþegaþotu í höfuðstað Grænlands. Flugmennirnir veifuðu grænlenska fánanum við komuna.KNR Ný 2.200 metra flugbraut var lögð í stað eldri 950 metra langrar brautar. Það þýðir að núna þurfa farþegar til og frá Nuuk ekki lengur að fljúga um Kangerlussuaq-flugvöll á leið sinni í þotuflug milli landa en áður gátu aðeins smærri flugvélar sérhæfðar fyrir stuttar brautir lent í Nuuk. Innileg ánægja skein úr andlitum fyrstu farþeganna.KNR Áður hafði flugvél Isavia ANS gert flugprófanir á nýju brautinni, sem búin er fullkomnum aðflugstækjum og ljósabúnaði fyrir báða brautarenda. Það gerir flugvélum kleift að lenda í myrkri og slæmu skyggni. Samkvæmt upplýsingum frá Isavia ANS sá félagið um alla hönnun flugferla að vellinum sem og prófanir þeirra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá lengra myndband grænlenska sjónvarpsins KNR af komu þotunnar til Nuuk í dag:
Grænland Fréttir af flugi Samgöngur Danmörk Airbus Tengdar fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Boðað hefur verið sannkallaðrar þjóðhátíðar í Nuuk á fimmtudag með tónleikum, veisluhöldum og flugeldasýningu. Tilefnið er opnun nýs alþjóðaflugvallar og fyrsta lending stórrar farþegaþotu í höfuðstað Grænlands. 26. nóvember 2024 18:15 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Boðað hefur verið sannkallaðrar þjóðhátíðar í Nuuk á fimmtudag með tónleikum, veisluhöldum og flugeldasýningu. Tilefnið er opnun nýs alþjóðaflugvallar og fyrsta lending stórrar farþegaþotu í höfuðstað Grænlands. 26. nóvember 2024 18:15