Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. janúar 2025 11:11 Minkarækt er hafin að nýju í Danmörku, fjórum árum eftir að fleiri milljónum minka var lógað í landinu. EPA/Mads Claus Rasmussen Fjögur ár eru síðan öllum minkum var lógað í Danmörku af heilbrigðisástæðum. Ákvörðunin var afar umdeild og framkvæmd hennar ekki síður. Nú er minkarækt hafin að nýju í Danmörku og viðbúið að iðnaðurinn haldi áfram að vaxa á næstu árum. Á bilinu fimmtán til sautján milljónum minka á fjórtán hundruð minkabúum í Danmörku var lógað fyrir nokkrum árum þegar kórónuveiruafbrigði covid-19 greindist í nokkrum dýrum og óttast var að veiran gæti ógnað heilsu fólks. Nú, fjórum árum síðar eru um 43 þúsund minkar af fimmtán minkastofnum á sex búum í landinu en viðbúið er að þeim fari fjölgandi á næsta árinu að því er fram kemur í umfjöllun DR. „Við fáum símtöl í hverri viku, fleiri en eitt, og síðan eru 25 á lista hjá okkur sem vilja opna minkabú,“ segir Louise Simonsen, formaður dönsku minkaræktarsamtakanna Danske Mink, í samtali við DR. Hún bætir við að allir á listanum hafi tryggt fjármögnun til að hefja rekstur. Hún segir óhjákvæmilegt að minkarækt muni fara vaxandi á næstu árum í takt við heimsmarkaðsverð á feldi og tiltölulega lítið framboð af skinnum. Stærsta áskorunin við að stofna bú sé að finna pláss undir starfsemina en flestir fyrrverandi minkabændur sóttu um lokunarbætur frá ríkinu, úrræði sem boðið var uppá eftir ákvörðun stjórnvalda um að öllum mink skyldi lóga. Bæturnar eiga að dekka níu ára rekstrartap en hefji þeir rekstur að nýju eða selji búin missa þeir bæturnar. Louise kveðst þó bjartsýn um framhaldið. Landbúnaður Danmörk Dýraheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loðdýrarækt Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira
Á bilinu fimmtán til sautján milljónum minka á fjórtán hundruð minkabúum í Danmörku var lógað fyrir nokkrum árum þegar kórónuveiruafbrigði covid-19 greindist í nokkrum dýrum og óttast var að veiran gæti ógnað heilsu fólks. Nú, fjórum árum síðar eru um 43 þúsund minkar af fimmtán minkastofnum á sex búum í landinu en viðbúið er að þeim fari fjölgandi á næsta árinu að því er fram kemur í umfjöllun DR. „Við fáum símtöl í hverri viku, fleiri en eitt, og síðan eru 25 á lista hjá okkur sem vilja opna minkabú,“ segir Louise Simonsen, formaður dönsku minkaræktarsamtakanna Danske Mink, í samtali við DR. Hún bætir við að allir á listanum hafi tryggt fjármögnun til að hefja rekstur. Hún segir óhjákvæmilegt að minkarækt muni fara vaxandi á næstu árum í takt við heimsmarkaðsverð á feldi og tiltölulega lítið framboð af skinnum. Stærsta áskorunin við að stofna bú sé að finna pláss undir starfsemina en flestir fyrrverandi minkabændur sóttu um lokunarbætur frá ríkinu, úrræði sem boðið var uppá eftir ákvörðun stjórnvalda um að öllum mink skyldi lóga. Bæturnar eiga að dekka níu ára rekstrartap en hefji þeir rekstur að nýju eða selji búin missa þeir bæturnar. Louise kveðst þó bjartsýn um framhaldið.
Landbúnaður Danmörk Dýraheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Loðdýrarækt Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira