Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Kristján Már Unnarsson skrifar 26. nóvember 2024 18:15 Nýja flugbrautin í Nuuk er 2.200 metra löng. Fyrsta stóra farþegaþotan er væntanleg á fimmtudag. Greenland Airports Boðað hefur verið sannkallaðrar þjóðhátíðar í Nuuk á fimmtudag með tónleikum, veisluhöldum og flugeldasýningu. Tilefnið er opnun nýs alþjóðaflugvallar og fyrsta lending stórrar farþegaþotu í höfuðstað Grænlands. „Fáir staðir í heiminum standa frammi fyrir jafn stórkostlegum breytingum og Nuuk, þegar tuttugu þúsund íbúar bæjarins öðlast bein tengsl við umheiminn í fyrsta sinn þann 28. nóvember 2024,“ segir í umfjöllun Sermitsiaq. „Við bjóðum öllum til mikillar hátíðar með tónlist og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Komið og takið þátt í að fagna stærsta byggingarverkefni Grænlands, sem markar upphaf nýrra tíma og opnar heim nýrra tækifæra fyrir okkur og alla Grænlendinga,“ segir í boðskorti flugvallafélagsins. Nýja flugstöðvarbyggingin í Nuuk.Greenland Airports Hátíðin hefst klukkan 12 á hádegi í Samkomuhúsinu í Nuuk. Klukkan 12:35 hefst svo bein útsending frá hátíðarhöldum á flugvellinum. Flaggskip grænlenska flugflotans, Airbus A330-breiðþotan Tuukkaq, eða Spjótsoddur, lendir þá í fyrsta beina fluginu frá Kaupmannahöfn. Nýir slökkvibílar flugvallarins taka á móti henni sem og skólabörn í flugstöðinni með fána í hendi. Klukkan 13 hefjast veisluhöld með kaffi og kökum sem fylgt verður eftir með tónleikum og annarri skemmtan milli klukkan 14 og 17. Þar koma fram helstu stjörnur Grænlands, eins og hljómsveitin Qarsoq og tónlistarmennirnir Naja P og Hinnarik. Hátíðarhöldunum lýkur svo um kvöldið með flugeldasýningu í miðbæ Nuuk klukkan 21:30. Tíu mínútna langt tölvugert myndband af flugvellinum, flugstöðinni og þjónustubyggingum má sjá hér: „Hingað til hefur flugvöllurinn í Nuuk, sem opnaður var árið 1979, verið mjög takmarkaður vegna stuttrar flugbrautar og þeirra flugvéla sem hann getur tekið á móti. En með lengingu flugbrautarinnar úr 950 metrum í 2.200 metra og glænýrri flugstöð, sem opnuð var fyrr á þessu ári, stendur bærinn núna frammi fyrir nýjum spennandi tímum. Nýi flugvöllurinn mun breyta tengingu Nuuk við umheiminn og tengingu umheimsins við Nuuk. Það mun gera þúsundum manna kleift að heimsækja bæinn sem annars hefðu aldrei átt þess kost,“ segir Sermitsiaq. Tvö ár eru frá því Grænlendingar fögnuðu komu nýju Airbus-breiðþotunnar: Grænland Danmörk Samgöngur Fréttir af flugi Ferðalög Tengdar fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Skandinavíska flugfélagið SAS hefur tilkynnt um að það hefji áætlunarflug milli Danmerkur og Grænlands á ný eftir tveggja áratuga hlé. SAS hyggst fljúga þrisvar í viku yfir sumartímann milli Kaupmannahafnar og Nuuk og verður fyrsta flugið þann 27. júní næstkomandi. 2. nóvember 2024 15:45 United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að það hefði ákveðið að hefja beint áætlunarflug milli New York og Nuuk, höfuðstaðar Grænlands, næsta sumar. Flugið hefst 14. júní og stendur yfir sumartímann til 24. september 2025. 12. október 2024 09:17 Styttist í að Nuuk fái nýjan alþjóðaflugvöll Flugvallafélag Grænlands, Kalaallit Airports, hefur formlega gefið út opnunardag nýs alþjóðaflugvallar í Nuuk, höfuðstað Grænlands. Stóri dagurinn verður eftir átta mánuði, 28. nóvember 2024. Þetta er fimm árum eftir að flugvallargerðin hófst og meira en árs seinkun frá upphaflegri áætlun. 1. apríl 2024 07:27 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Mest lesið „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Sjá meira
„Fáir staðir í heiminum standa frammi fyrir jafn stórkostlegum breytingum og Nuuk, þegar tuttugu þúsund íbúar bæjarins öðlast bein tengsl við umheiminn í fyrsta sinn þann 28. nóvember 2024,“ segir í umfjöllun Sermitsiaq. „Við bjóðum öllum til mikillar hátíðar með tónlist og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Komið og takið þátt í að fagna stærsta byggingarverkefni Grænlands, sem markar upphaf nýrra tíma og opnar heim nýrra tækifæra fyrir okkur og alla Grænlendinga,“ segir í boðskorti flugvallafélagsins. Nýja flugstöðvarbyggingin í Nuuk.Greenland Airports Hátíðin hefst klukkan 12 á hádegi í Samkomuhúsinu í Nuuk. Klukkan 12:35 hefst svo bein útsending frá hátíðarhöldum á flugvellinum. Flaggskip grænlenska flugflotans, Airbus A330-breiðþotan Tuukkaq, eða Spjótsoddur, lendir þá í fyrsta beina fluginu frá Kaupmannahöfn. Nýir slökkvibílar flugvallarins taka á móti henni sem og skólabörn í flugstöðinni með fána í hendi. Klukkan 13 hefjast veisluhöld með kaffi og kökum sem fylgt verður eftir með tónleikum og annarri skemmtan milli klukkan 14 og 17. Þar koma fram helstu stjörnur Grænlands, eins og hljómsveitin Qarsoq og tónlistarmennirnir Naja P og Hinnarik. Hátíðarhöldunum lýkur svo um kvöldið með flugeldasýningu í miðbæ Nuuk klukkan 21:30. Tíu mínútna langt tölvugert myndband af flugvellinum, flugstöðinni og þjónustubyggingum má sjá hér: „Hingað til hefur flugvöllurinn í Nuuk, sem opnaður var árið 1979, verið mjög takmarkaður vegna stuttrar flugbrautar og þeirra flugvéla sem hann getur tekið á móti. En með lengingu flugbrautarinnar úr 950 metrum í 2.200 metra og glænýrri flugstöð, sem opnuð var fyrr á þessu ári, stendur bærinn núna frammi fyrir nýjum spennandi tímum. Nýi flugvöllurinn mun breyta tengingu Nuuk við umheiminn og tengingu umheimsins við Nuuk. Það mun gera þúsundum manna kleift að heimsækja bæinn sem annars hefðu aldrei átt þess kost,“ segir Sermitsiaq. Tvö ár eru frá því Grænlendingar fögnuðu komu nýju Airbus-breiðþotunnar:
Grænland Danmörk Samgöngur Fréttir af flugi Ferðalög Tengdar fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Skandinavíska flugfélagið SAS hefur tilkynnt um að það hefji áætlunarflug milli Danmerkur og Grænlands á ný eftir tveggja áratuga hlé. SAS hyggst fljúga þrisvar í viku yfir sumartímann milli Kaupmannahafnar og Nuuk og verður fyrsta flugið þann 27. júní næstkomandi. 2. nóvember 2024 15:45 United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að það hefði ákveðið að hefja beint áætlunarflug milli New York og Nuuk, höfuðstaðar Grænlands, næsta sumar. Flugið hefst 14. júní og stendur yfir sumartímann til 24. september 2025. 12. október 2024 09:17 Styttist í að Nuuk fái nýjan alþjóðaflugvöll Flugvallafélag Grænlands, Kalaallit Airports, hefur formlega gefið út opnunardag nýs alþjóðaflugvallar í Nuuk, höfuðstað Grænlands. Stóri dagurinn verður eftir átta mánuði, 28. nóvember 2024. Þetta er fimm árum eftir að flugvallargerðin hófst og meira en árs seinkun frá upphaflegri áætlun. 1. apríl 2024 07:27 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Mest lesið „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Sjá meira
Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Skandinavíska flugfélagið SAS hefur tilkynnt um að það hefji áætlunarflug milli Danmerkur og Grænlands á ný eftir tveggja áratuga hlé. SAS hyggst fljúga þrisvar í viku yfir sumartímann milli Kaupmannahafnar og Nuuk og verður fyrsta flugið þann 27. júní næstkomandi. 2. nóvember 2024 15:45
United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að það hefði ákveðið að hefja beint áætlunarflug milli New York og Nuuk, höfuðstaðar Grænlands, næsta sumar. Flugið hefst 14. júní og stendur yfir sumartímann til 24. september 2025. 12. október 2024 09:17
Styttist í að Nuuk fái nýjan alþjóðaflugvöll Flugvallafélag Grænlands, Kalaallit Airports, hefur formlega gefið út opnunardag nýs alþjóðaflugvallar í Nuuk, höfuðstað Grænlands. Stóri dagurinn verður eftir átta mánuði, 28. nóvember 2024. Þetta er fimm árum eftir að flugvallargerðin hófst og meira en árs seinkun frá upphaflegri áætlun. 1. apríl 2024 07:27
Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40
Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52