Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins Kristján Már Unnarsson skrifar 26. nóvember 2024 18:15 Nýja flugbrautin í Nuuk er 2.200 metra löng. Fyrsta stóra farþegaþotan er væntanleg á fimmtudag. Greenland Airports Boðað hefur verið sannkallaðrar þjóðhátíðar í Nuuk á fimmtudag með tónleikum, veisluhöldum og flugeldasýningu. Tilefnið er opnun nýs alþjóðaflugvallar og fyrsta lending stórrar farþegaþotu í höfuðstað Grænlands. „Fáir staðir í heiminum standa frammi fyrir jafn stórkostlegum breytingum og Nuuk, þegar tuttugu þúsund íbúar bæjarins öðlast bein tengsl við umheiminn í fyrsta sinn þann 28. nóvember 2024,“ segir í umfjöllun Sermitsiaq. „Við bjóðum öllum til mikillar hátíðar með tónlist og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Komið og takið þátt í að fagna stærsta byggingarverkefni Grænlands, sem markar upphaf nýrra tíma og opnar heim nýrra tækifæra fyrir okkur og alla Grænlendinga,“ segir í boðskorti flugvallafélagsins. Nýja flugstöðvarbyggingin í Nuuk.Greenland Airports Hátíðin hefst klukkan 12 á hádegi í Samkomuhúsinu í Nuuk. Klukkan 12:35 hefst svo bein útsending frá hátíðarhöldum á flugvellinum. Flaggskip grænlenska flugflotans, Airbus A330-breiðþotan Tuukkaq, eða Spjótsoddur, lendir þá í fyrsta beina fluginu frá Kaupmannahöfn. Nýir slökkvibílar flugvallarins taka á móti henni sem og skólabörn í flugstöðinni með fána í hendi. Klukkan 13 hefjast veisluhöld með kaffi og kökum sem fylgt verður eftir með tónleikum og annarri skemmtan milli klukkan 14 og 17. Þar koma fram helstu stjörnur Grænlands, eins og hljómsveitin Qarsoq og tónlistarmennirnir Naja P og Hinnarik. Hátíðarhöldunum lýkur svo um kvöldið með flugeldasýningu í miðbæ Nuuk klukkan 21:30. Tíu mínútna langt tölvugert myndband af flugvellinum, flugstöðinni og þjónustubyggingum má sjá hér: „Hingað til hefur flugvöllurinn í Nuuk, sem opnaður var árið 1979, verið mjög takmarkaður vegna stuttrar flugbrautar og þeirra flugvéla sem hann getur tekið á móti. En með lengingu flugbrautarinnar úr 950 metrum í 2.200 metra og glænýrri flugstöð, sem opnuð var fyrr á þessu ári, stendur bærinn núna frammi fyrir nýjum spennandi tímum. Nýi flugvöllurinn mun breyta tengingu Nuuk við umheiminn og tengingu umheimsins við Nuuk. Það mun gera þúsundum manna kleift að heimsækja bæinn sem annars hefðu aldrei átt þess kost,“ segir Sermitsiaq. Tvö ár eru frá því Grænlendingar fögnuðu komu nýju Airbus-breiðþotunnar: Grænland Danmörk Samgöngur Fréttir af flugi Ferðalög Tengdar fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Skandinavíska flugfélagið SAS hefur tilkynnt um að það hefji áætlunarflug milli Danmerkur og Grænlands á ný eftir tveggja áratuga hlé. SAS hyggst fljúga þrisvar í viku yfir sumartímann milli Kaupmannahafnar og Nuuk og verður fyrsta flugið þann 27. júní næstkomandi. 2. nóvember 2024 15:45 United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að það hefði ákveðið að hefja beint áætlunarflug milli New York og Nuuk, höfuðstaðar Grænlands, næsta sumar. Flugið hefst 14. júní og stendur yfir sumartímann til 24. september 2025. 12. október 2024 09:17 Styttist í að Nuuk fái nýjan alþjóðaflugvöll Flugvallafélag Grænlands, Kalaallit Airports, hefur formlega gefið út opnunardag nýs alþjóðaflugvallar í Nuuk, höfuðstað Grænlands. Stóri dagurinn verður eftir átta mánuði, 28. nóvember 2024. Þetta er fimm árum eftir að flugvallargerðin hófst og meira en árs seinkun frá upphaflegri áætlun. 1. apríl 2024 07:27 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Sjá meira
„Fáir staðir í heiminum standa frammi fyrir jafn stórkostlegum breytingum og Nuuk, þegar tuttugu þúsund íbúar bæjarins öðlast bein tengsl við umheiminn í fyrsta sinn þann 28. nóvember 2024,“ segir í umfjöllun Sermitsiaq. „Við bjóðum öllum til mikillar hátíðar með tónlist og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Komið og takið þátt í að fagna stærsta byggingarverkefni Grænlands, sem markar upphaf nýrra tíma og opnar heim nýrra tækifæra fyrir okkur og alla Grænlendinga,“ segir í boðskorti flugvallafélagsins. Nýja flugstöðvarbyggingin í Nuuk.Greenland Airports Hátíðin hefst klukkan 12 á hádegi í Samkomuhúsinu í Nuuk. Klukkan 12:35 hefst svo bein útsending frá hátíðarhöldum á flugvellinum. Flaggskip grænlenska flugflotans, Airbus A330-breiðþotan Tuukkaq, eða Spjótsoddur, lendir þá í fyrsta beina fluginu frá Kaupmannahöfn. Nýir slökkvibílar flugvallarins taka á móti henni sem og skólabörn í flugstöðinni með fána í hendi. Klukkan 13 hefjast veisluhöld með kaffi og kökum sem fylgt verður eftir með tónleikum og annarri skemmtan milli klukkan 14 og 17. Þar koma fram helstu stjörnur Grænlands, eins og hljómsveitin Qarsoq og tónlistarmennirnir Naja P og Hinnarik. Hátíðarhöldunum lýkur svo um kvöldið með flugeldasýningu í miðbæ Nuuk klukkan 21:30. Tíu mínútna langt tölvugert myndband af flugvellinum, flugstöðinni og þjónustubyggingum má sjá hér: „Hingað til hefur flugvöllurinn í Nuuk, sem opnaður var árið 1979, verið mjög takmarkaður vegna stuttrar flugbrautar og þeirra flugvéla sem hann getur tekið á móti. En með lengingu flugbrautarinnar úr 950 metrum í 2.200 metra og glænýrri flugstöð, sem opnuð var fyrr á þessu ári, stendur bærinn núna frammi fyrir nýjum spennandi tímum. Nýi flugvöllurinn mun breyta tengingu Nuuk við umheiminn og tengingu umheimsins við Nuuk. Það mun gera þúsundum manna kleift að heimsækja bæinn sem annars hefðu aldrei átt þess kost,“ segir Sermitsiaq. Tvö ár eru frá því Grænlendingar fögnuðu komu nýju Airbus-breiðþotunnar:
Grænland Danmörk Samgöngur Fréttir af flugi Ferðalög Tengdar fréttir Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Skandinavíska flugfélagið SAS hefur tilkynnt um að það hefji áætlunarflug milli Danmerkur og Grænlands á ný eftir tveggja áratuga hlé. SAS hyggst fljúga þrisvar í viku yfir sumartímann milli Kaupmannahafnar og Nuuk og verður fyrsta flugið þann 27. júní næstkomandi. 2. nóvember 2024 15:45 United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að það hefði ákveðið að hefja beint áætlunarflug milli New York og Nuuk, höfuðstaðar Grænlands, næsta sumar. Flugið hefst 14. júní og stendur yfir sumartímann til 24. september 2025. 12. október 2024 09:17 Styttist í að Nuuk fái nýjan alþjóðaflugvöll Flugvallafélag Grænlands, Kalaallit Airports, hefur formlega gefið út opnunardag nýs alþjóðaflugvallar í Nuuk, höfuðstað Grænlands. Stóri dagurinn verður eftir átta mánuði, 28. nóvember 2024. Þetta er fimm árum eftir að flugvallargerðin hófst og meira en árs seinkun frá upphaflegri áætlun. 1. apríl 2024 07:27 Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40 Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Sjá meira
Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Skandinavíska flugfélagið SAS hefur tilkynnt um að það hefji áætlunarflug milli Danmerkur og Grænlands á ný eftir tveggja áratuga hlé. SAS hyggst fljúga þrisvar í viku yfir sumartímann milli Kaupmannahafnar og Nuuk og verður fyrsta flugið þann 27. júní næstkomandi. 2. nóvember 2024 15:45
United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Bandaríska flugfélagið United Airlines tilkynnti í gær að það hefði ákveðið að hefja beint áætlunarflug milli New York og Nuuk, höfuðstaðar Grænlands, næsta sumar. Flugið hefst 14. júní og stendur yfir sumartímann til 24. september 2025. 12. október 2024 09:17
Styttist í að Nuuk fái nýjan alþjóðaflugvöll Flugvallafélag Grænlands, Kalaallit Airports, hefur formlega gefið út opnunardag nýs alþjóðaflugvallar í Nuuk, höfuðstað Grænlands. Stóri dagurinn verður eftir átta mánuði, 28. nóvember 2024. Þetta er fimm árum eftir að flugvallargerðin hófst og meira en árs seinkun frá upphaflegri áætlun. 1. apríl 2024 07:27
Kim fékk átta ára dreng til að hefja flugvallagerðina Flugvallagerðin er hafin á Grænlandi, mesta innviðauppbygging í sögu þessa næsta nágrannalands Íslands. Kim Kielsen forsætisráðherra sagði hana lykil að framtíð Grænlendinga. 17. október 2019 20:40
Íslenskur verkfræðingur stýrir gerð flugvallanna á Grænlandi Íslenskur verkfræðingur er orðinn verkefnastjóri grænlenskra stjórnvalda yfir mestu innviðauppbyggingu í sögu þessarar næstu nágannaþjóðar Íslendinga. 11. september 2019 20:52