Svíþjóð Gíslatökunni lokið eftir tíu tíma og afhendingu tuttugu pítsa Lögregla hefur handtekið gíslatökumennina tvo sem héldu tveimur fangavörðum í gíslingu í fangelsinu Hällbyanstalten í Eskilstuna í Svíþjóð í dag. Það tók tíu tíma að leysa pattstöðuna sem fól meðal annars í sér að fangar í sömu álmu fengu tuttugu pítsur. Erlent 21.7.2021 21:49 Með tvo fangaverði í gíslingu og vilja fá þyrlu og 20 pítsur Tveir dæmdir morðingjar hafa tekið tvo fangaverði í gíslingu í fangelsinu Hällbyanstalten í Eskilstuna í Svíþjóð. Þeir hafa farið fram á að fá þyrlu og tuttugu kebabpítsur. Erlent 21.7.2021 15:25 Engin bilun varð í vélarbúnaði flugvélarinnar sem hrapaði Níu fórust í flugslysi í Örebro í Svíþjóð í gær. Umfangsmikil rannsókn um orsakir og aðdraganda slyssins stendur nú yfir en samkvæmt gögnum sem sænska ríkisútvarpið hefur undir höndum er ekkert sem bendir til þess að bilun í vélinni hafi valdið því að hún hrapaði. Erlent 9.7.2021 14:54 Hefja nýja rannsókn á flaki Estonia í dag Ný rannsókn um orsök Estonia-slyssins hefst í dag og munu kafarar meðal annars halda niður að flaki farþegaferjunnar til að rannsaka gat á síðu skipsins sem sænskir heimildargerðarmenn uppgötvuðu í fyrra. Skipið hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september 1994. Erlent 9.7.2021 11:41 Sænskt par dæmt fyrir 181 nauðgun gegn barni Sænskt par var í morgun sakfellt fyrir að hafa ítrekað nauðgað og misnotað tvö börn og að hafa átt og framleitt gríðarlegt magn af barnaklámi. Konan var dæmd í átta og hálfs árs fangelsi en maðurinn var dæmdur í 13 ára og sex mánaða fangelsi. Erlent 9.7.2021 11:00 Níu látnir eftir alvarlegt flugslys í Svíþjóð Níu eru látnir eftir að lítil flugvél hrapaði á flugvellinum í Örebrö í Svíþjóð um klukkan fimm að íslenskum tíma. Átta farþegar voru um borð í vélinni auk flugmanns en hún hrapaði skömmu eftir flugtak og lenti rétt fyrir utan flugbrautina. Erlent 8.7.2021 20:14 Telja að hinn fullorðni hafi myrt börnin í lestarslysinu Lögreglan í Hässleholm í Svíþjóð segir að frumrannsókn vegna lestarslyssins sem varð í gærmorgun í Tormestorp, rétt fyrir utan Hässleholm, muni taka langan tíma. Þrír dóu í slysinu, þar af tvö börn, en morðrannsókn hófst í gær aðeins klukkutímum eftir slysið. Erlent 8.7.2021 11:33 Sakfelldur fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum niður í eins árs aldur Sænskur karlmaður á sjötugsaldri var í dag dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa beitt börn á aldrinum eins til tólf ára kynferðislegu ofbeldi. Maðurinn var meðal annars ákærður fyrir að hafa nauðgað barni, kynferðislega brotið á átta börnum og að hafa átt barnaníðsefni. Erlent 8.7.2021 11:01 Tvö börn og fullorðinn urðu fyrir lestinni og morðrannsókn hafin Tvö börn og einn fullorðinn urðu fyrir lest fyrir utan Hässleholm í Svíþjóð í morgun og létust þau á vettvangi. Lögregla hefur þegar hafið morðrannsókn vegna slyssins og hafa ættingjar verið upplýstir um að börnin hafi látist. Erlent 7.7.2021 16:32 Sænska þingið gefur grænt ljós á nýja stjórn Löfvens Meirihluti sænska þingsins samþykkti í hádeginu tillögu þingforsetans um að Stefan Löfven verði áfram forsætisráðherra landsins. Erlent 7.7.2021 13:02 Hópur fólks varð fyrir lest í Svíþjóð Hópur fólks varð fyrir lest rétt fyrir utan Hässleholm í Svíþjóð í morgun. Ekki er vitað hve margir urðu fyrir lestinni en yfirmaður björgunarsveita sem brást við slysinu segir að það sé mjög alvarlegt. Erlent 7.7.2021 11:58 Yfir þrjátíu stiga hiti á norðanverðum Norðurlöndunum Hitamet hafa fallið í hitabylgju sem gengur nú yfir Skandinavíuskaga og Finnland. Hitinn hefur farið vel yfir þrjátíu gráður í Lapplandi undanfarna daga. Erlent 6.7.2021 13:34 Tilnefnir Löfven sem forsætisráðherra Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, mun tilnefna Stefan Löfven sem forsætisráðherra landsins og mun þingið greiða atkvæði um tillöguna á miðvikudaginn. Erlent 5.7.2021 11:57 Miðflokkurinn sagður ætla að samþykkja áframhaldandi stjórn Löfvens Flokkstjórn sænska Miðflokksins er sögð reiðubúin að verja nýrri ríkisstjórn Stefans Löfven falli. Frá þessu greinir Svenska dagbladet (SvD) í morgun, en Löfven mun í dag tilkynna þingforsetanum Andreas Norlén hvort hann telji grundvöll fyrir því að mynda nýrri stjórn undir hans forsæti sem nyti stuðnings meirihluta þings. Erlent 5.7.2021 07:36 Gefur Löfven tækifæri til að mynda nýja stjórn Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, hefur veitt Stefan Löfven, starfandi forsætisráðherra Svíþjóðar, umboð til að mynda nýja stjórn. Erlent 1.7.2021 10:41 Segir ekki nægan stuðning fyrir hægristjórn og skilar umboðinu Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, segir að ekki sé nægur fjöldi manna á sænska þinginu sem myndi styðja við nýja hægristjórn undir hans forsæti. Kristersson hefur því skilað því umboði sem þingforsetinn Andreas Norlén veitti honum til stjórnarmyndunar á þriðjudaginn. Erlent 1.7.2021 08:14 Lögreglumaður skotinn til bana í Gautaborg Lögreglumaður var skotinn til bana í Gautaborg í Svíþjóð í gærkvöldi. Erlent 1.7.2021 06:47 Segir af sér sem ráðherra til að koma óstýrlátum varaþingmanni frá Jennie Nilsson, ráðherra byggðamála í Svíþjóð, hefur sagt af sér ráðherraembætti til að geta aftur tekið sæti sem þingmaður. Nilsson segir af sér til að koma varaþingmanninum, sem tók sæti hennar á þingi þegar hún tók sjálf við sem ráðherra, frá og þannig geta greitt atkvæði með Stefan Löfven í mögulegum atkvæðagreiðslum á þingi um næsta forsætisráðherra. Erlent 30.6.2021 10:03 Veitir Kristersson umboð til stjórnarmyndunar Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, hefur veitt Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, umboð til stjórnarmyndunar. Hann fær þrjá daga til að ræða við aðra flokksleiðtoga og kanna hvort grundvöllur sé til myndunar stjórnar. Erlent 29.6.2021 14:41 Kannar hver á mestan möguleika að mynda nýja stjórn Forseti sænska þingsins, Andreas Norlén, mun í dag ræða við leiðtoga allra þeirra flokka sem sæti eiga á sænska þinginu til að kanna hver á mestan möguleika að mynda nýja stjórn. Hann mun í kjölfarið veita einhverjum þeirra umboð til stjórnarmyndunar. Erlent 29.6.2021 07:54 „Peps“ Persson fallinn frá Sænski tónlistarmaðurinn Peps Persson er fallinn frá, 74 ára að aldri. Umboðsmaður Perssons segir að hann hafi látist á laugardaginn, eftir að hafa glímt við veikindi um nokkurt skeið. Menning 28.6.2021 09:49 Löfven segir af sér og hyggst reyna að mynda nýja stjórn Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, ætlar að segja af sér embætti. Hann hefur þó í hyggju að reyna að mynda nýja stjórn. Frá þessu greindi Löfven á blaðamannafundi klukkan 8:15 í morgun. Erlent 28.6.2021 08:25 Komið að ögurstund hjá Löfven Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 8:15 að íslenskum tíma. Frestur hans til að tilkynna um næstu skref í kjölfar þess að þingið samþykkti vantraust á hann og ríkisstjórnina rennur út á miðnætti. Erlent 28.6.2021 07:36 Löfven til í að leiða ríkisstjórn áfram Stefan Löfven og Jafnaðarmannaflokkur hans eru tilbúnir til þess að halda áfram að axla ábyrgð á stjórn Svíþjóð eftir að þingið lýsti vantrausti á hendur honum í morgun. Hann hefur viku til að ákveða næstu skref. Erlent 21.6.2021 10:11 Sænska stjórnin fallin Vantrauststilllaga á hendur Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og ríkisstjórn hans var samþykkt á sænska þinginu. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem vantrausti er lýst á forsætisráðherra Svíþjóðar. Erlent 21.6.2021 08:57 Örlög Löfven ráðast innan skamms Sænska þingið greiðir innan skamms atkvæði um vantrauststillögu gegn forsætisráðherranum Stefan Löfven. Erlent 21.6.2021 06:56 „Næsti Zlatan“ loks að standa undir nafni Alexander Isak er nafn sem flest þeirra sem fylgjast vel með fótbolta hafa heyrt um. Um er að ræða sænskan framherja sem hefur verið kallaður „næsti Zlatan Ibrahimović“ enda eiga þar margt sameiginlegt. Fótbolti 18.6.2021 11:00 Sænska ríkisstjórnin gæti fallið á mánudag Sænska þingið mun greiða atkvæði um vantrauststillögu Svíþjóðardemókrata á ríkisstjórn Stefan Löfven á mánudag. Erlent 17.6.2021 19:55 Fyrirliði Svía setti Evrópumet Caroline Seger, fyrirliði sænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, setti í dag Evrópumet er Svíþjóð gerði markalaust jafntefli við Ástralíu í vináttulandsleik. Fótbolti 15.6.2021 20:45 Reyndi að leiða hjá sér haturspóstana sem beindust líka gegn börnunum Sænska knattspyrnusambandið hefur sett sig í samband við lögregluna vegna fjölda hatursfullra skilaboða sem Marcus Berg fékk send eftir að hafa klúðrað færi í leiknum við Spán á Evrópumótinu í gærkvöld. Fótbolti 15.6.2021 17:00 « ‹ 17 18 19 20 21 22 23 24 25 … 38 ›
Gíslatökunni lokið eftir tíu tíma og afhendingu tuttugu pítsa Lögregla hefur handtekið gíslatökumennina tvo sem héldu tveimur fangavörðum í gíslingu í fangelsinu Hällbyanstalten í Eskilstuna í Svíþjóð í dag. Það tók tíu tíma að leysa pattstöðuna sem fól meðal annars í sér að fangar í sömu álmu fengu tuttugu pítsur. Erlent 21.7.2021 21:49
Með tvo fangaverði í gíslingu og vilja fá þyrlu og 20 pítsur Tveir dæmdir morðingjar hafa tekið tvo fangaverði í gíslingu í fangelsinu Hällbyanstalten í Eskilstuna í Svíþjóð. Þeir hafa farið fram á að fá þyrlu og tuttugu kebabpítsur. Erlent 21.7.2021 15:25
Engin bilun varð í vélarbúnaði flugvélarinnar sem hrapaði Níu fórust í flugslysi í Örebro í Svíþjóð í gær. Umfangsmikil rannsókn um orsakir og aðdraganda slyssins stendur nú yfir en samkvæmt gögnum sem sænska ríkisútvarpið hefur undir höndum er ekkert sem bendir til þess að bilun í vélinni hafi valdið því að hún hrapaði. Erlent 9.7.2021 14:54
Hefja nýja rannsókn á flaki Estonia í dag Ný rannsókn um orsök Estonia-slyssins hefst í dag og munu kafarar meðal annars halda niður að flaki farþegaferjunnar til að rannsaka gat á síðu skipsins sem sænskir heimildargerðarmenn uppgötvuðu í fyrra. Skipið hvílir nú á hafsbotni í Eystrasalti eftir að hafa sokkið í óveðri aðfaranótt 28. september 1994. Erlent 9.7.2021 11:41
Sænskt par dæmt fyrir 181 nauðgun gegn barni Sænskt par var í morgun sakfellt fyrir að hafa ítrekað nauðgað og misnotað tvö börn og að hafa átt og framleitt gríðarlegt magn af barnaklámi. Konan var dæmd í átta og hálfs árs fangelsi en maðurinn var dæmdur í 13 ára og sex mánaða fangelsi. Erlent 9.7.2021 11:00
Níu látnir eftir alvarlegt flugslys í Svíþjóð Níu eru látnir eftir að lítil flugvél hrapaði á flugvellinum í Örebrö í Svíþjóð um klukkan fimm að íslenskum tíma. Átta farþegar voru um borð í vélinni auk flugmanns en hún hrapaði skömmu eftir flugtak og lenti rétt fyrir utan flugbrautina. Erlent 8.7.2021 20:14
Telja að hinn fullorðni hafi myrt börnin í lestarslysinu Lögreglan í Hässleholm í Svíþjóð segir að frumrannsókn vegna lestarslyssins sem varð í gærmorgun í Tormestorp, rétt fyrir utan Hässleholm, muni taka langan tíma. Þrír dóu í slysinu, þar af tvö börn, en morðrannsókn hófst í gær aðeins klukkutímum eftir slysið. Erlent 8.7.2021 11:33
Sakfelldur fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum niður í eins árs aldur Sænskur karlmaður á sjötugsaldri var í dag dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa beitt börn á aldrinum eins til tólf ára kynferðislegu ofbeldi. Maðurinn var meðal annars ákærður fyrir að hafa nauðgað barni, kynferðislega brotið á átta börnum og að hafa átt barnaníðsefni. Erlent 8.7.2021 11:01
Tvö börn og fullorðinn urðu fyrir lestinni og morðrannsókn hafin Tvö börn og einn fullorðinn urðu fyrir lest fyrir utan Hässleholm í Svíþjóð í morgun og létust þau á vettvangi. Lögregla hefur þegar hafið morðrannsókn vegna slyssins og hafa ættingjar verið upplýstir um að börnin hafi látist. Erlent 7.7.2021 16:32
Sænska þingið gefur grænt ljós á nýja stjórn Löfvens Meirihluti sænska þingsins samþykkti í hádeginu tillögu þingforsetans um að Stefan Löfven verði áfram forsætisráðherra landsins. Erlent 7.7.2021 13:02
Hópur fólks varð fyrir lest í Svíþjóð Hópur fólks varð fyrir lest rétt fyrir utan Hässleholm í Svíþjóð í morgun. Ekki er vitað hve margir urðu fyrir lestinni en yfirmaður björgunarsveita sem brást við slysinu segir að það sé mjög alvarlegt. Erlent 7.7.2021 11:58
Yfir þrjátíu stiga hiti á norðanverðum Norðurlöndunum Hitamet hafa fallið í hitabylgju sem gengur nú yfir Skandinavíuskaga og Finnland. Hitinn hefur farið vel yfir þrjátíu gráður í Lapplandi undanfarna daga. Erlent 6.7.2021 13:34
Tilnefnir Löfven sem forsætisráðherra Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, mun tilnefna Stefan Löfven sem forsætisráðherra landsins og mun þingið greiða atkvæði um tillöguna á miðvikudaginn. Erlent 5.7.2021 11:57
Miðflokkurinn sagður ætla að samþykkja áframhaldandi stjórn Löfvens Flokkstjórn sænska Miðflokksins er sögð reiðubúin að verja nýrri ríkisstjórn Stefans Löfven falli. Frá þessu greinir Svenska dagbladet (SvD) í morgun, en Löfven mun í dag tilkynna þingforsetanum Andreas Norlén hvort hann telji grundvöll fyrir því að mynda nýrri stjórn undir hans forsæti sem nyti stuðnings meirihluta þings. Erlent 5.7.2021 07:36
Gefur Löfven tækifæri til að mynda nýja stjórn Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, hefur veitt Stefan Löfven, starfandi forsætisráðherra Svíþjóðar, umboð til að mynda nýja stjórn. Erlent 1.7.2021 10:41
Segir ekki nægan stuðning fyrir hægristjórn og skilar umboðinu Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, segir að ekki sé nægur fjöldi manna á sænska þinginu sem myndi styðja við nýja hægristjórn undir hans forsæti. Kristersson hefur því skilað því umboði sem þingforsetinn Andreas Norlén veitti honum til stjórnarmyndunar á þriðjudaginn. Erlent 1.7.2021 08:14
Lögreglumaður skotinn til bana í Gautaborg Lögreglumaður var skotinn til bana í Gautaborg í Svíþjóð í gærkvöldi. Erlent 1.7.2021 06:47
Segir af sér sem ráðherra til að koma óstýrlátum varaþingmanni frá Jennie Nilsson, ráðherra byggðamála í Svíþjóð, hefur sagt af sér ráðherraembætti til að geta aftur tekið sæti sem þingmaður. Nilsson segir af sér til að koma varaþingmanninum, sem tók sæti hennar á þingi þegar hún tók sjálf við sem ráðherra, frá og þannig geta greitt atkvæði með Stefan Löfven í mögulegum atkvæðagreiðslum á þingi um næsta forsætisráðherra. Erlent 30.6.2021 10:03
Veitir Kristersson umboð til stjórnarmyndunar Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, hefur veitt Ulf Kristersson, formanni hægriflokksins Moderaterna, umboð til stjórnarmyndunar. Hann fær þrjá daga til að ræða við aðra flokksleiðtoga og kanna hvort grundvöllur sé til myndunar stjórnar. Erlent 29.6.2021 14:41
Kannar hver á mestan möguleika að mynda nýja stjórn Forseti sænska þingsins, Andreas Norlén, mun í dag ræða við leiðtoga allra þeirra flokka sem sæti eiga á sænska þinginu til að kanna hver á mestan möguleika að mynda nýja stjórn. Hann mun í kjölfarið veita einhverjum þeirra umboð til stjórnarmyndunar. Erlent 29.6.2021 07:54
„Peps“ Persson fallinn frá Sænski tónlistarmaðurinn Peps Persson er fallinn frá, 74 ára að aldri. Umboðsmaður Perssons segir að hann hafi látist á laugardaginn, eftir að hafa glímt við veikindi um nokkurt skeið. Menning 28.6.2021 09:49
Löfven segir af sér og hyggst reyna að mynda nýja stjórn Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, ætlar að segja af sér embætti. Hann hefur þó í hyggju að reyna að mynda nýja stjórn. Frá þessu greindi Löfven á blaðamannafundi klukkan 8:15 í morgun. Erlent 28.6.2021 08:25
Komið að ögurstund hjá Löfven Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 8:15 að íslenskum tíma. Frestur hans til að tilkynna um næstu skref í kjölfar þess að þingið samþykkti vantraust á hann og ríkisstjórnina rennur út á miðnætti. Erlent 28.6.2021 07:36
Löfven til í að leiða ríkisstjórn áfram Stefan Löfven og Jafnaðarmannaflokkur hans eru tilbúnir til þess að halda áfram að axla ábyrgð á stjórn Svíþjóð eftir að þingið lýsti vantrausti á hendur honum í morgun. Hann hefur viku til að ákveða næstu skref. Erlent 21.6.2021 10:11
Sænska stjórnin fallin Vantrauststilllaga á hendur Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, og ríkisstjórn hans var samþykkt á sænska þinginu. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem vantrausti er lýst á forsætisráðherra Svíþjóðar. Erlent 21.6.2021 08:57
Örlög Löfven ráðast innan skamms Sænska þingið greiðir innan skamms atkvæði um vantrauststillögu gegn forsætisráðherranum Stefan Löfven. Erlent 21.6.2021 06:56
„Næsti Zlatan“ loks að standa undir nafni Alexander Isak er nafn sem flest þeirra sem fylgjast vel með fótbolta hafa heyrt um. Um er að ræða sænskan framherja sem hefur verið kallaður „næsti Zlatan Ibrahimović“ enda eiga þar margt sameiginlegt. Fótbolti 18.6.2021 11:00
Sænska ríkisstjórnin gæti fallið á mánudag Sænska þingið mun greiða atkvæði um vantrauststillögu Svíþjóðardemókrata á ríkisstjórn Stefan Löfven á mánudag. Erlent 17.6.2021 19:55
Fyrirliði Svía setti Evrópumet Caroline Seger, fyrirliði sænska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, setti í dag Evrópumet er Svíþjóð gerði markalaust jafntefli við Ástralíu í vináttulandsleik. Fótbolti 15.6.2021 20:45
Reyndi að leiða hjá sér haturspóstana sem beindust líka gegn börnunum Sænska knattspyrnusambandið hefur sett sig í samband við lögregluna vegna fjölda hatursfullra skilaboða sem Marcus Berg fékk send eftir að hafa klúðrað færi í leiknum við Spán á Evrópumótinu í gærkvöld. Fótbolti 15.6.2021 17:00