Krefst þyngri refsingar yfir plastbarkalækninum Kjartan Kjartansson skrifar 29. júní 2022 12:40 Paolo Macchiarini á blaðamannafundi um meinta vel heppnaða barkaígræðslu árið 2010. AP/Lorenzo Galassi Saksóknarar í Svíþjóð áfrýjuðu dómi yfir Paolo Macchiarini, ítölskum skurðlækni, sem er sakaður um að hafa beitt sjúklinga grófum líkamsmeiðingum með plastbarkaígræðslum sínum, í dag. Þeir sækjast eftir því að læknirinn hljóti þungan fangelsisdóm. Macchiarini var ákærður fyrir stórfelldar líkamsmeiðingar á þremur sjúklingum sem hann græddi tilraunakenndan plastbarka í. Þeir létust allir. Karolinska-sjúkrahúsið rak Macchiarini fyrir brot á siðareglum lækna árið 2016. Hann hafði þá verið sakaður um að falsa ferilskrá sína og gefa rangar upplýsingar um störf sín og rannsóknir að baki plastbarkanum. Dómstóll í Solna sýknaði hann af tveimur liðum ákærunnar en sakfelldi hann fyrir þann þriðja 16. júní. Hlaut hann aðeins skilorðsbundinn dóm fyrir. Saksóknarar kröfðust fimm ára fangelsisdóms yfir lækninum. Mikael Björk, aðalsaksóknarinn í málinu, sagði að aðgerðirnar sem Macchiarini gerði á fólkinu hafi öllum tilfellum stangast á við vísindin og góð vinnubrögð, að sögn AP-fréttastofunnar. „Mér virðist ljóst að þetta hafi verið algerlega ólögmætar tilraunir á manneskjum og refsingin ætti aðvera langur fangelsisdómur í ljósi eðlis glæpsins og hversu refsiverður hann er,“ sagði Björk. Alls græddi Macchiarini plastbarka í tuttugu sjúklinga í nokkrum löndum, þar á meðal frá Íslandi. Íslenski læknirinn Tómas Guðbjartsson var á meðal höfunda að grein sem Macchiarini birti um aðferð sína. Opinber siðanefnd í Svíþjóð sem Karolinska fékk til að skoða málið komst að þeirri niðurstöðu að Tómas væri einn þeirra lækna sem bæru ábyrgð á vísindalegu misferli í tengslum við greinar um ígræðslur ítalska læknisins. Dómstóll á Ítalíu dæmdi Macchiarini í sextán mánaða fangelsi fyrir skjalafals og að misnota aðstöðu sína árið 2019. Plastbarkamálið Erlend sakamál Heilbrigðismál Svíþjóð Tengdar fréttir Macchiarini sakfelldur fyrir eina plastbarkaígræðsluna Ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini var í morgun sakfelldur í einum af þremur ákæruliðum í tengslum við plastbarkaígræðslur sem hann framkvæmdi á árunum 2010 til 2012. 16. júní 2022 10:11 Fer fram á fimm ára fangelsi yfir Macchiarini Saksóknari í Svíþjóð hefur farið fram á að ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini verði dæmdur í fimm ára fangelsi vegna grófra líkamsmeiðinga á þremur einstaklingum sem fengu grædda í sig plastbarka hjá lækninum. Sjúklingarnir létust allir fáeinum mánuðum eftir aðgerðirnar. 23. maí 2022 14:24 Paolo Macchiarini dæmdur í fangelsi á Ítalíu Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hefur verið dæmdur í sextán mánaða fangelsi á Ítalíu. 13. nóvember 2019 22:30 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Macchiarini var ákærður fyrir stórfelldar líkamsmeiðingar á þremur sjúklingum sem hann græddi tilraunakenndan plastbarka í. Þeir létust allir. Karolinska-sjúkrahúsið rak Macchiarini fyrir brot á siðareglum lækna árið 2016. Hann hafði þá verið sakaður um að falsa ferilskrá sína og gefa rangar upplýsingar um störf sín og rannsóknir að baki plastbarkanum. Dómstóll í Solna sýknaði hann af tveimur liðum ákærunnar en sakfelldi hann fyrir þann þriðja 16. júní. Hlaut hann aðeins skilorðsbundinn dóm fyrir. Saksóknarar kröfðust fimm ára fangelsisdóms yfir lækninum. Mikael Björk, aðalsaksóknarinn í málinu, sagði að aðgerðirnar sem Macchiarini gerði á fólkinu hafi öllum tilfellum stangast á við vísindin og góð vinnubrögð, að sögn AP-fréttastofunnar. „Mér virðist ljóst að þetta hafi verið algerlega ólögmætar tilraunir á manneskjum og refsingin ætti aðvera langur fangelsisdómur í ljósi eðlis glæpsins og hversu refsiverður hann er,“ sagði Björk. Alls græddi Macchiarini plastbarka í tuttugu sjúklinga í nokkrum löndum, þar á meðal frá Íslandi. Íslenski læknirinn Tómas Guðbjartsson var á meðal höfunda að grein sem Macchiarini birti um aðferð sína. Opinber siðanefnd í Svíþjóð sem Karolinska fékk til að skoða málið komst að þeirri niðurstöðu að Tómas væri einn þeirra lækna sem bæru ábyrgð á vísindalegu misferli í tengslum við greinar um ígræðslur ítalska læknisins. Dómstóll á Ítalíu dæmdi Macchiarini í sextán mánaða fangelsi fyrir skjalafals og að misnota aðstöðu sína árið 2019.
Plastbarkamálið Erlend sakamál Heilbrigðismál Svíþjóð Tengdar fréttir Macchiarini sakfelldur fyrir eina plastbarkaígræðsluna Ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini var í morgun sakfelldur í einum af þremur ákæruliðum í tengslum við plastbarkaígræðslur sem hann framkvæmdi á árunum 2010 til 2012. 16. júní 2022 10:11 Fer fram á fimm ára fangelsi yfir Macchiarini Saksóknari í Svíþjóð hefur farið fram á að ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini verði dæmdur í fimm ára fangelsi vegna grófra líkamsmeiðinga á þremur einstaklingum sem fengu grædda í sig plastbarka hjá lækninum. Sjúklingarnir létust allir fáeinum mánuðum eftir aðgerðirnar. 23. maí 2022 14:24 Paolo Macchiarini dæmdur í fangelsi á Ítalíu Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hefur verið dæmdur í sextán mánaða fangelsi á Ítalíu. 13. nóvember 2019 22:30 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Sjá meira
Macchiarini sakfelldur fyrir eina plastbarkaígræðsluna Ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini var í morgun sakfelldur í einum af þremur ákæruliðum í tengslum við plastbarkaígræðslur sem hann framkvæmdi á árunum 2010 til 2012. 16. júní 2022 10:11
Fer fram á fimm ára fangelsi yfir Macchiarini Saksóknari í Svíþjóð hefur farið fram á að ítalski skurðlæknirinn Paulo Macchiarini verði dæmdur í fimm ára fangelsi vegna grófra líkamsmeiðinga á þremur einstaklingum sem fengu grædda í sig plastbarka hjá lækninum. Sjúklingarnir létust allir fáeinum mánuðum eftir aðgerðirnar. 23. maí 2022 14:24
Paolo Macchiarini dæmdur í fangelsi á Ítalíu Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hefur verið dæmdur í sextán mánaða fangelsi á Ítalíu. 13. nóvember 2019 22:30