Erlent

Svíar og Finnar hafa formlega sótt um aðild

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Stoltenberg með umsóknirnar tvær.
Stoltenberg með umsóknirnar tvær. AP/Johanna Geron

Svíar og Finnar hafa formlega skilað inn umsóknum sínum um aðild að Atlantshafsbandalaginu.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Nató, sagði af tilefninu að um væri að ræða „sögulegan viðburð“ og að aðild ríkjanna tveggja myndi auka öryggi allra aðildarríkja bandalagsins.

Aðildarferlið mun taka nokkrar vikur hið minnsta en eftir að búið er að fara yfir og ræða umsóknirnar á vettvangi Nató þurfa þjóðþing aðildarríkjanna að samþykkja þær.

Tyrkir hafa lýst sig mótfallna aðild Svía og Finna vegna tengsla þeirra við hópa Kúrda, sem Tyrkir segja hryðjuverkamenn. Flestir eru þó á því að stjórnvöld í Tyrklandi muni gefa eftir að lokum, gegn einhverjum loforðum.

Leiðtogar Svíþjóðar og Finnlands munu funda með Joe Biden Bandaríkjaforseta í Washington á morgun til að ræða aðildarumsóknirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×