Bjartsýn á að Tyrkjum snúist hugur Atli Ísleifsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 2. júní 2022 10:23 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld hafa talað mjög skýrt á fundum NATO varðandi inngöngu Svía og Finna í bandalagið. Vísir/Egill Umræða um staðfestingu á viðbótarsamningi Atlantshafsbandalagsins um inngöngu Svíþjóðar og Finnlands í bandalagið hófst á Alþingi í gær. Yfirgnæfandi stuðningur var við málið á þinginu, þvert á flokka. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segist ekki geta verið annað en bjartsýn á að Tyrkjum snúist hugur vegna NATO-umsóknar Svía og Finna, en Tyrkland hefur, eitt aðildarríkja, sett sig upp á móti inngöngu ríkjanna. Hafa Tyrkir þar sakað Svía um að skjóta skjólshúsi yfir ákveðnum Kúrdum, sem Tyrkir saka um að vera hryðjuverkamenn. „Það er vissulega á frekar viðkvæmu stigi akkúrat núna. 29 ríki eru alveg skýr. Það er ekki þannig að Tyrkir hafi lýst yfir andstöðu, heldur á þessum tímapunkti geti þau ekki [samþykkt inngöngu]. Ég veit að það eru samtöl í gangi og það skiptir svo miklu máli fyrir Atlantshafsbandalagið og svæðið í heild sinni að þetta leysist farsællega. Ég geri ráð fyrir að það takist,“ segir utanríkisráðherra. Er eitthvað sem íslensk stjórnvöld geta gert til að beita sér fyrir því? „Svona skref [staðfesting þingsins á viðbótarsamningnum] hefur áhrif á það. Þetta er að sýna viljann í verki og samstöðuna í verki. Við erum hér í samfloti við Norðurlöndin, og sérstaklega Danmörk sem ætlar líka að afgreiða málið eftir helgi. Við síðan tölum mjög skýrt á fundum NATO. Það hef ég gert um stuðning okkar við inngöngu Svía og Finna í NATO. Þannig að við höfum vissulega hlutverki að gegna, en við erum ekki að senda diplómata til Tyrklands á fundi. Við erum ekki beinir þátttakendur, en óbeinir.“ Þið ætlið að afgreiða þetta á sama tíma og Danir. Ertu bjartsýn á að það takist? „Já, ég er það. Það er yfirgnæfandi stuðningur um málið hér á Alþingi og þingið hefur sýnt bæði sveigjanlega og mikla samstöðu. Umræður hérna sýndu það þannig að ég held að það verði mikill sómi af afgreiðslu löggjafarþingsins hér á Íslandi gagnvart þessari umsókn,“ segir Þórdís Kolbrún. Alþingi NATO Svíþjóð Finnland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Nokkur stórmál óafgreidd fyrir þinglok Aðeins fjórir þingfundadagar eru eftir af vorþingi samkvæmt starfsáætlun þingsins og enn bíða nokkur stór ágreiningsmál í nefnd eftir lokaumræðu. Fundað verður á morgun og á fimmtudag í þessari viku. 31. maí 2022 20:40 Katrín Jakobsdóttir enn á móti aðild Íslands að NATO Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist í fyrirspurnartíma á Alþingi nú fyrir stundu vera á móti NATO. 23. maí 2022 16:09 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra segist ekki geta verið annað en bjartsýn á að Tyrkjum snúist hugur vegna NATO-umsóknar Svía og Finna, en Tyrkland hefur, eitt aðildarríkja, sett sig upp á móti inngöngu ríkjanna. Hafa Tyrkir þar sakað Svía um að skjóta skjólshúsi yfir ákveðnum Kúrdum, sem Tyrkir saka um að vera hryðjuverkamenn. „Það er vissulega á frekar viðkvæmu stigi akkúrat núna. 29 ríki eru alveg skýr. Það er ekki þannig að Tyrkir hafi lýst yfir andstöðu, heldur á þessum tímapunkti geti þau ekki [samþykkt inngöngu]. Ég veit að það eru samtöl í gangi og það skiptir svo miklu máli fyrir Atlantshafsbandalagið og svæðið í heild sinni að þetta leysist farsællega. Ég geri ráð fyrir að það takist,“ segir utanríkisráðherra. Er eitthvað sem íslensk stjórnvöld geta gert til að beita sér fyrir því? „Svona skref [staðfesting þingsins á viðbótarsamningnum] hefur áhrif á það. Þetta er að sýna viljann í verki og samstöðuna í verki. Við erum hér í samfloti við Norðurlöndin, og sérstaklega Danmörk sem ætlar líka að afgreiða málið eftir helgi. Við síðan tölum mjög skýrt á fundum NATO. Það hef ég gert um stuðning okkar við inngöngu Svía og Finna í NATO. Þannig að við höfum vissulega hlutverki að gegna, en við erum ekki að senda diplómata til Tyrklands á fundi. Við erum ekki beinir þátttakendur, en óbeinir.“ Þið ætlið að afgreiða þetta á sama tíma og Danir. Ertu bjartsýn á að það takist? „Já, ég er það. Það er yfirgnæfandi stuðningur um málið hér á Alþingi og þingið hefur sýnt bæði sveigjanlega og mikla samstöðu. Umræður hérna sýndu það þannig að ég held að það verði mikill sómi af afgreiðslu löggjafarþingsins hér á Íslandi gagnvart þessari umsókn,“ segir Þórdís Kolbrún.
Alþingi NATO Svíþjóð Finnland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Nokkur stórmál óafgreidd fyrir þinglok Aðeins fjórir þingfundadagar eru eftir af vorþingi samkvæmt starfsáætlun þingsins og enn bíða nokkur stór ágreiningsmál í nefnd eftir lokaumræðu. Fundað verður á morgun og á fimmtudag í þessari viku. 31. maí 2022 20:40 Katrín Jakobsdóttir enn á móti aðild Íslands að NATO Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist í fyrirspurnartíma á Alþingi nú fyrir stundu vera á móti NATO. 23. maí 2022 16:09 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Nokkur stórmál óafgreidd fyrir þinglok Aðeins fjórir þingfundadagar eru eftir af vorþingi samkvæmt starfsáætlun þingsins og enn bíða nokkur stór ágreiningsmál í nefnd eftir lokaumræðu. Fundað verður á morgun og á fimmtudag í þessari viku. 31. maí 2022 20:40
Katrín Jakobsdóttir enn á móti aðild Íslands að NATO Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist í fyrirspurnartíma á Alþingi nú fyrir stundu vera á móti NATO. 23. maí 2022 16:09