Aðildarumsókn Svía og Finna afgreidd á methraða Heimir Már Pétursson skrifar 29. júní 2022 13:19 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fylgist með þegar Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO bendir Joe Biden forseta Bandaríkjanna á hvar hann eigi að standa í hópmyndatöku í morgun. AP/Bernat Armangue Aðalframkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir Svía og Finna fá aðild að bandalaginu með met hraða. Putin Rússlandsforseti sé nú að uppskera stærra NATO með innrás sinni í Úkraínu, þvert á það sem hann stefndi að. Forsætisráðherra fagnar aðild Finna og Svía að NATO. Leiðtogafundur NATO í Madrid er þegar orðinn sögulegur eftir að Tyrkir létu af andstöðu sinni við aðild Finna og Svía að bandalaginu í gær. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO reiknar með að endanlega verði gengið frá formlegu boði til Svía og Finna um aðild að bandalaginu á fundinum í dag. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO mundar hamarinn og setur fund leiðtogana í Madrid í morgun.AP/Susan Walsh „Það er fordæmalaus hraði. Ég tel erfitt að finna aðildarferli þar sem svo fáar vikur líða milli umsókna, sem lagðar voru fram í maí, og boðs um aðild sem gerist núna. Síðan þurfa auðvitað þrjátíu þjóðþing að staðfesta aðildina og það tekur alltaf einhvern tíma. En ég vænti þess að það gangi einnig mjög hratt fyrir sig,“ sagði Stoltenberg í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sækir leiðtogafundinn ásamt Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra. Hún segir Ísland hafa stutt aðildarumsókn Finna og Svía skilyrðislaust. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mætir til leiðtogafundar NATO í Madrid í morgun.AP/Paul White „Þannig að sjálfsögðu fögnum við þessu. En um leið höfum við sagt að okkur finnist það ekki rétta leiðin af Tyrklandi að setja skilyrði um óskyld mál við inngöngu þessara þjóða í bandalagið,“ segir Katrín. Svíar og Finnar væru sterkar lýðræðisþjóðir með sterka félagslega innviði. „Ísland er því augljóslega ánægt að fá þessi tvö ríki í bandalagið. Það mun styrkja rödd Norðurlanda innan bandalagsins. Norðurlöndin deila með sér sterkum lýðræðislegum gildum, mannréttindum og félagslegum innviðum,“ segir Katrín. Stoltenberg segir að á fundinum verði samþykktar mestu breytingar á stefnu bandalagsins frá lokum kalda stríðsins með fjölgun í viðbragðssveitum og staðsetningu þungavopna í austurhluta bandalagsins. Þá verði kynntar auknar stuðningsaðgerðir við Úkraínu. NATO Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Svíþjóð Finnland Tengdar fréttir NATO verði enn sterkara með inngöngu Finna og Svía Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segist ákaflega fegin að hindranir við inngöngu Finna og Svía í NATO hafi verið fjarlægðar. Atlantsahafsbandalagið verði enn sterkara og öruggara með inngöngu ríkjanna tveggja. 28. júní 2022 20:50 Sögulegur leiðtogafundur NATO hefst í dag Þriggja daga leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hefst í Madrid á Spáni í dag þar sem reiknað er með tíðindum varðandi aðildarumsókn Svía og Finna að bandalaginu og frekari stuðningi við Úkraínu. Forsætisráðherra sækir fundinn fyrir Íslands hönd. 28. júní 2022 13:55 Andersson, Erdogan og Niinistö funda á morgun Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti munu hittast á fundi á morgun til að ræða umsóknir Svíþjóðar og Finnlands að NATO. 27. júní 2022 07:36 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Sjá meira
Leiðtogafundur NATO í Madrid er þegar orðinn sögulegur eftir að Tyrkir létu af andstöðu sinni við aðild Finna og Svía að bandalaginu í gær. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO reiknar með að endanlega verði gengið frá formlegu boði til Svía og Finna um aðild að bandalaginu á fundinum í dag. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO mundar hamarinn og setur fund leiðtogana í Madrid í morgun.AP/Susan Walsh „Það er fordæmalaus hraði. Ég tel erfitt að finna aðildarferli þar sem svo fáar vikur líða milli umsókna, sem lagðar voru fram í maí, og boðs um aðild sem gerist núna. Síðan þurfa auðvitað þrjátíu þjóðþing að staðfesta aðildina og það tekur alltaf einhvern tíma. En ég vænti þess að það gangi einnig mjög hratt fyrir sig,“ sagði Stoltenberg í morgun. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sækir leiðtogafundinn ásamt Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra. Hún segir Ísland hafa stutt aðildarumsókn Finna og Svía skilyrðislaust. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mætir til leiðtogafundar NATO í Madrid í morgun.AP/Paul White „Þannig að sjálfsögðu fögnum við þessu. En um leið höfum við sagt að okkur finnist það ekki rétta leiðin af Tyrklandi að setja skilyrði um óskyld mál við inngöngu þessara þjóða í bandalagið,“ segir Katrín. Svíar og Finnar væru sterkar lýðræðisþjóðir með sterka félagslega innviði. „Ísland er því augljóslega ánægt að fá þessi tvö ríki í bandalagið. Það mun styrkja rödd Norðurlanda innan bandalagsins. Norðurlöndin deila með sér sterkum lýðræðislegum gildum, mannréttindum og félagslegum innviðum,“ segir Katrín. Stoltenberg segir að á fundinum verði samþykktar mestu breytingar á stefnu bandalagsins frá lokum kalda stríðsins með fjölgun í viðbragðssveitum og staðsetningu þungavopna í austurhluta bandalagsins. Þá verði kynntar auknar stuðningsaðgerðir við Úkraínu.
NATO Öryggis- og varnarmál Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Svíþjóð Finnland Tengdar fréttir NATO verði enn sterkara með inngöngu Finna og Svía Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segist ákaflega fegin að hindranir við inngöngu Finna og Svía í NATO hafi verið fjarlægðar. Atlantsahafsbandalagið verði enn sterkara og öruggara með inngöngu ríkjanna tveggja. 28. júní 2022 20:50 Sögulegur leiðtogafundur NATO hefst í dag Þriggja daga leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hefst í Madrid á Spáni í dag þar sem reiknað er með tíðindum varðandi aðildarumsókn Svía og Finna að bandalaginu og frekari stuðningi við Úkraínu. Forsætisráðherra sækir fundinn fyrir Íslands hönd. 28. júní 2022 13:55 Andersson, Erdogan og Niinistö funda á morgun Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti munu hittast á fundi á morgun til að ræða umsóknir Svíþjóðar og Finnlands að NATO. 27. júní 2022 07:36 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Sjá meira
NATO verði enn sterkara með inngöngu Finna og Svía Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segist ákaflega fegin að hindranir við inngöngu Finna og Svía í NATO hafi verið fjarlægðar. Atlantsahafsbandalagið verði enn sterkara og öruggara með inngöngu ríkjanna tveggja. 28. júní 2022 20:50
Sögulegur leiðtogafundur NATO hefst í dag Þriggja daga leiðtogafundur Atlantshafsbandalagsins hefst í Madrid á Spáni í dag þar sem reiknað er með tíðindum varðandi aðildarumsókn Svía og Finna að bandalaginu og frekari stuðningi við Úkraínu. Forsætisráðherra sækir fundinn fyrir Íslands hönd. 28. júní 2022 13:55
Andersson, Erdogan og Niinistö funda á morgun Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti munu hittast á fundi á morgun til að ræða umsóknir Svíþjóðar og Finnlands að NATO. 27. júní 2022 07:36