
Tímamót

Agnes Bragadóttir hætt hjá Morgunblaðinu eftir 35 ára starf
Agnes Bragadóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu, vann í gær sinn síðasta dag hjá blaðinu. Þar hafði hún starfað í rúm 35 ár, sem blaðamaður og fréttastjóri.

Karen sú níunda sem nær 100 landsleikjum
Karen Knútsdóttir var markahæst í tímamótaleiknum.

Jon Ola Sand kveður Eurovision
Norðmaðurinn hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra Eurovision frá 2011.

Í Val verður alltaf hlúð vel að kvennaíþróttum
Valskonur urðu nýverið Íslandsmeistarar í knattspyrnu og er Valur fyrsta félagið sem er handhafi titilsins í handbolta, fótbolta og körfubolta.

Opna sögusýningu í tilefni af 70 ára afmæli Þróttar
Knattspyrnufélagið Þróttur hefur staðið fyrir margs konar viðburðum á afmælisárinu.

Súru og söltu koddarnir horfnir af nammibarnum fyrir fullt og allt
Framleiðslu á hinum vinsælu súru og söltu koddum, sem Íslendingar kannast eflaust margir við úr nammibörum landsins, hefur verið hætt.

Tobba og Kalli gengu í það heilaga í fallegu sveitabrúðkaupi á Ítalíu
Þau Tobba Marinósdóttir og Karl Sigurðsson gengu í það heilaga á Ítalíu í gær. Athöfnin fór fram við San Severino Marche á Ítalíu og var yndislegt veður.

Varði doktorsritgerð sína 78 ára gömul
Flaggað var fyrir utan Háskóla Íslands í dag þegar Björk Guðjónsdóttir varði doktorsritgerð sína í mannfræði. Björk er fædd 1941 og því 78 ára gömul.

Vona að ég hafi gert gagn
Þótt ótrúlegt sé er Sveinn Einarsson, fyrrverandi þjóðleikhússtjóri, áttatíu og fimm ára í dag. Hitt kemur síður á óvart að afmælisgestir fá nýtt óvísindalegt leikhúskver.

Sjötugsafmæli Jóhanns fagnað með ráðstefnu
Jóhann P. Malmquist, prófessor í tölvunarfræði við Háskóla Íslands, fagnaði sjötugsafmæli sínu í gær og verður ráðstefna honum til heiðurs haldin á morgun. Þar munu samferðamenn hans á ferlinum og fyrrverandi nemendur halda fyrirlestra um tækni.

70 ára afmælishátíð Skógaskóla og Skógasafns
Haldið var upp á 70 ára afmælis Skógaskóla og Skógasafns undir Austur Eyjafjöllum í dag að viðstöddu fjölmenni.

Adele sækir um skilnað
Söngkonan Adele hefur sótt um skilnað frá eiginmanni sínum Simon Konecki en BBC greinir frá.

Þórunn Erna og Olgeir eiga von á barni
Leikkonan, söngkonan og lagasmiðurinn Þórunn Erna Clausen og Olgeir Sigurgeirsson eiga von á sínu fyrsta barni saman.

Gylfi þrítugur í dag
Landsliðsmaðurinn fagnar stórafmæli í dag.

Jón Arnór og Lilja eignuðust stúlku
Körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson og Lilja Björk Guðmundsdóttir eignuðust í vikunni dóttur eins og Jón greinir sjálfur frá á Instagram.

Emiliana Torrini og Rowan gengu í það heilaga
Söngkonan vinsæla Emiliana Torrini og Rowan Patrick Robinson Cain gengu í það heilaga þann 23.júlí síðastliðinn. Þetta kemur fram í Lögbirtingarblaðinu.

Bónusröddin þagnar
Bjarni Dagur er Bónusröddin en samningi við hann hefur verið sagt upp eftir 17 ár.

Rúnar Kristinsson fimmtugur í dag
Leikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi fagnar stórafmæli í dag.

Gói og Ingibjörg eiga von á þriðja barninu
Hjónin Guðjón Davíð Karlsson, betur þekktur sem Gói, og Ingibjörg Ýr Óskarsdóttir, ljósmóðir, eiga von á þriðja barni sínu.

Fjörutíu
Það er ekki langt síðan ég hélt upp á fertugsafmælið. Mér fannst það ekkert stórmál enda lít ég enn á sjálfan mig sem strák. Ég veit samt vel að ég er það ekki. Ég er farinn að gera alls konar hluti sem raunverulegir strákar gera ekki.

Óskar Örn orðinn markahæsti leikmaður KR í sögu efstu deildar
Óskar Örn Hauksson skoraði fyrra mark KR í öruggum 2-0 sigri á ÍA í Pepsi Max deild karla í kvöld.

Raggi Bjarna ætlar að kveðja stóra sviðið með stórtónleikum í Hörpu
Hann segist þó hvergi nærri hættur að syngja opinberlega það verði bara á minni stöðum

Helgi Bernódusson lét af störfum eftir 40 ár innan veggja Alþingis
Helgi Bernódusson lét af störfum í dag sem skrifstofustjóri alþingis. Eftir fimmtán ár í þeim stóli og fjörutíu ár innan veggja Alþingis hlakkar hann til að takast á við ný verkefni. Ragna Árnadóttir tók formlega við lyklum þinghússins, á afmælisdegi sínum.

Ragna Árnadóttir komin með lyklavöldin að Alþingi
Helgi Bernódusson, fráfarandi skrifstofustjóri Alþingis, kvaddi starfsfólk þingsins í Skála Alþingis í dag. Við það tækifæri afhenti hann Rögnu Árnadóttur, sem tekur við starfi skrifstofustjóra þann 1. september, lyklana að húsakynnum Alþingis.

Gissur mættur á Facebook
Segja má að síðasta vígið sé fallið hvað varðar Íslendinga og Facebook nú þegar Gissur Sigurðsson hefur skráð sig til leiks á samfélagsmiðilinn og tímaþjófinn.

Smíðaði sér áhöld sjálfur
Í tilefni níræðisafmælis Ólafs Andrésar Guðmundssonar opnuðu afkomendur hans yfirlitssýningu á smíðisgripum hans að Flatahrauni 3 í Hafnarfirði sem stendur út vikuna.

Enginn hringdi á lögguna
Margrét Leifsdóttir, arkitekt og heilsumarkþjálfi, er fimmtug á morgun. Heilmikið teiti var um síðustu helgi í tilefni þess og afmælis eiginmannsins sem er jafngamall.

Markús og Viðar Már kveðja Hæstarétt
Tveir af átta dómurum við Hæstarétt hafa beðist lausnar frá störfum. Um er að ræða þá Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseta réttarins, og Viðar Má Matthíasson.

Af jörðu munt þú aftur upp rísa
Syrgjendur vilja að sjálfsögðu allt það besta fyrir þann sem þeir kveðja, og fæstir hugsa um umhverfisáhrif á þessum tímamótum.

Erling ósáttur við að þurfa að láta af störfum
Ætlar þó ekki að hverfa frá köllun sinni.