Arna Ýr deilir myndbandi af fæðingu sonar síns Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 30. september 2021 15:00 Hér Arna Ýr ásamt Vigni kærasta sínum og nýfæddum syni þeirra, Nóa Hilmari. Arna vill deila fæðingarmyndbandinu sínu með öðrum til þess að miðla sinni jákvæðu reynslu áfram. Anna Maggý Fegurðardrottningin og hjúkrunarfræðineminn Arna Ýr Jónsdóttir ákvað að deila afar persónulegu myndbandi af fæðingu sonar síns. Hún segir neikvæðar fæðingarsögur vera háværar í samfélaginu. Með birtingu myndbandsins vill hún sýna þeim sem eiga von á sínu fyrsta barni að fæðingar geti líka verið rólegar og fallegar. Arna Ýr fæddi soninn Nóa Hilmar þann 21. júní síðastliðinn. Fæðingin var afar náttúruleg en Nói Hilmar fæddist í rósabaði uppblásinni sundlaug í stofunni heima hjá þeim. „Að fæða barn í stofunni heima á bjartasta degi ársins eða sumarsólstöðum og á afmælisdegi eldra barnsins okkar er ólýsanlega falleg tilfinning. Kvöldið var kyrrlátt, töfrandi og fullt af sterkri og ákveðinni orku,“ segir Arna um fæðinguna. Nói Hilmar er annað barn hennar og kærasta hennar, Vignis Bollasonar. Fyrir eiga þau hina tveggja ára gömlu Ástrós Mettu sem deilir einmitt afmælisdegi með bróður sínum. „Ég vissi nákvæmlega hvað ég væri að fara út í og ákvað að njóta fæðingarinnar í stað þess að kvíða fyrir næstu hríð. Það er svo einstakt að fæða barn.“ „Ég vil trúa því að hugurinn minn hafi tekið mig langa leið í báðum fæðingunum mínum“ Arna Ýr er í nemi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands til þess að geta einn daginn látið draum sinn rætast og orðið ljósmóðir. „Hugmyndafræði ljósmæðra segir að fæðing sé fullkomlega eðlilegt og náttúrulegt ferli þar til annað kemur í ljós. Það er einmitt ástæðan fyrir því að ég vildi fæða heima. Ég er örugg heima hjá mér. Ég er svakalega þakklát fyrir að eiga góðar fæðingar að baki en það er alls ekki sjálfgefið.“ Í kjölfar fyrri fæðingar Örnu sagði hún í viðtali við Vísi að hún upplifði að það væri tabú að ræða vel heppnaðar meðgöngur og fæðingar. Sjá: Móðurmál: Arna Ýr segir góða reynslu af meðgöngu vera tabú Þegar Arna gekk með sitt fyrsta barn segist hún hafa fundið lítið sem ekkert af íslenskum fæðingarsögum sem voru jákvæðar. Þar af leiðandi hafi hún orðið smeyk fyrir fæðingunni. Hún segist þá hafa brugðið á það ráð að skoða frekar erlendar fæðingarsögur á YouTube. „Þá sá ég fljótt að helmingur fæðinganna þar var jákvæður og án vandamála. Ég ákvað því að halda í það og sjá fyrir mér góða fæðingu. Ég vil trúa því að hugurinn minn hafi tekið mig langa leið í báðum fæðingunum mínum.“ Arna vill því deila fæðingarmyndbandinu sínu með öðrum til þess að miðla sinni jákvæðu reynslu áfram. „Mér finnst mikilvægt að pör sem ganga með sitt fyrsta barn fái að sjá góða fæðingu, því eins og gengur og gerist þá heyrist hærra í erfiðum reynslusögum.“ Hér að neðan má sjá fæðingarmyndband Örnu. Myndataka var í höndum Önnu Maggýar, æskuvinkonu Örnu ásamt Dóru Dúnu. Chrissie Guðmundsdóttir, vinkona Örnu leikur á fiðlu undir myndbandinu og Einar Bjartur spilar á píanó. Arna og Vignir eru þeim öllum ævinlega þakklát. Tímamót Frjósemi Börn og uppeldi Kvenheilsa Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Arna Ýr fæddi soninn í rósabaði í stofunni heima „Öllum líður vel, fæðingin tók bara þrjár til fjórar klukkustundir og hann er átján merkur,“ segir fegurðardrottningin og samfélagsmiðlastjarnan Arna ýr Jónsdóttir í samtali við Vísi. 22. júní 2021 11:19 Móðurmál: Arna Ýr segir góða reynslu af meðgöngu vera tabú Arna Ýr fyrirsæta og fegurðardrotting og kærasti hennar Vignir eignuðust í sumar sitt fyrsta barn. Arna Ýr er fjórði viðmælandi Móðurmáls. 17. september 2019 20:30 Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið KSI kýlir út í íslenska loftið Lífið Fleiri fréttir Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Sjá meira
Arna Ýr fæddi soninn Nóa Hilmar þann 21. júní síðastliðinn. Fæðingin var afar náttúruleg en Nói Hilmar fæddist í rósabaði uppblásinni sundlaug í stofunni heima hjá þeim. „Að fæða barn í stofunni heima á bjartasta degi ársins eða sumarsólstöðum og á afmælisdegi eldra barnsins okkar er ólýsanlega falleg tilfinning. Kvöldið var kyrrlátt, töfrandi og fullt af sterkri og ákveðinni orku,“ segir Arna um fæðinguna. Nói Hilmar er annað barn hennar og kærasta hennar, Vignis Bollasonar. Fyrir eiga þau hina tveggja ára gömlu Ástrós Mettu sem deilir einmitt afmælisdegi með bróður sínum. „Ég vissi nákvæmlega hvað ég væri að fara út í og ákvað að njóta fæðingarinnar í stað þess að kvíða fyrir næstu hríð. Það er svo einstakt að fæða barn.“ „Ég vil trúa því að hugurinn minn hafi tekið mig langa leið í báðum fæðingunum mínum“ Arna Ýr er í nemi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands til þess að geta einn daginn látið draum sinn rætast og orðið ljósmóðir. „Hugmyndafræði ljósmæðra segir að fæðing sé fullkomlega eðlilegt og náttúrulegt ferli þar til annað kemur í ljós. Það er einmitt ástæðan fyrir því að ég vildi fæða heima. Ég er örugg heima hjá mér. Ég er svakalega þakklát fyrir að eiga góðar fæðingar að baki en það er alls ekki sjálfgefið.“ Í kjölfar fyrri fæðingar Örnu sagði hún í viðtali við Vísi að hún upplifði að það væri tabú að ræða vel heppnaðar meðgöngur og fæðingar. Sjá: Móðurmál: Arna Ýr segir góða reynslu af meðgöngu vera tabú Þegar Arna gekk með sitt fyrsta barn segist hún hafa fundið lítið sem ekkert af íslenskum fæðingarsögum sem voru jákvæðar. Þar af leiðandi hafi hún orðið smeyk fyrir fæðingunni. Hún segist þá hafa brugðið á það ráð að skoða frekar erlendar fæðingarsögur á YouTube. „Þá sá ég fljótt að helmingur fæðinganna þar var jákvæður og án vandamála. Ég ákvað því að halda í það og sjá fyrir mér góða fæðingu. Ég vil trúa því að hugurinn minn hafi tekið mig langa leið í báðum fæðingunum mínum.“ Arna vill því deila fæðingarmyndbandinu sínu með öðrum til þess að miðla sinni jákvæðu reynslu áfram. „Mér finnst mikilvægt að pör sem ganga með sitt fyrsta barn fái að sjá góða fæðingu, því eins og gengur og gerist þá heyrist hærra í erfiðum reynslusögum.“ Hér að neðan má sjá fæðingarmyndband Örnu. Myndataka var í höndum Önnu Maggýar, æskuvinkonu Örnu ásamt Dóru Dúnu. Chrissie Guðmundsdóttir, vinkona Örnu leikur á fiðlu undir myndbandinu og Einar Bjartur spilar á píanó. Arna og Vignir eru þeim öllum ævinlega þakklát.
Tímamót Frjósemi Börn og uppeldi Kvenheilsa Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Arna Ýr fæddi soninn í rósabaði í stofunni heima „Öllum líður vel, fæðingin tók bara þrjár til fjórar klukkustundir og hann er átján merkur,“ segir fegurðardrottningin og samfélagsmiðlastjarnan Arna ýr Jónsdóttir í samtali við Vísi. 22. júní 2021 11:19 Móðurmál: Arna Ýr segir góða reynslu af meðgöngu vera tabú Arna Ýr fyrirsæta og fegurðardrotting og kærasti hennar Vignir eignuðust í sumar sitt fyrsta barn. Arna Ýr er fjórði viðmælandi Móðurmáls. 17. september 2019 20:30 Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið KSI kýlir út í íslenska loftið Lífið Fleiri fréttir Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Sjá meira
Arna Ýr fæddi soninn í rósabaði í stofunni heima „Öllum líður vel, fæðingin tók bara þrjár til fjórar klukkustundir og hann er átján merkur,“ segir fegurðardrottningin og samfélagsmiðlastjarnan Arna ýr Jónsdóttir í samtali við Vísi. 22. júní 2021 11:19
Móðurmál: Arna Ýr segir góða reynslu af meðgöngu vera tabú Arna Ýr fyrirsæta og fegurðardrotting og kærasti hennar Vignir eignuðust í sumar sitt fyrsta barn. Arna Ýr er fjórði viðmælandi Móðurmáls. 17. september 2019 20:30