Lífið

Malala Yousafzai gekk í það heilaga í dag

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Malala og Asser gengu í það heilaga í dag.
Malala og Asser gengu í það heilaga í dag. Instagram

Pakistanski aðgerðasinninn Malala Yousafzai og unnusti hennar Asser Malik gengu í það heilaga í dag. Þetta tilkynnti Malala á Instagram í dag. 

„Dagurinn í dag er stór í mínu lífi. Við Asser gengum í það heilaga. Við héldum upp á þetta við litla athöfn heima í Birmingham með fjölskyldum okkar. Sendið okkur bænir ykkar. Við erum spennt að ganga saman á þeirri vegferð sem er framundan,“ skrifaði Malala í Instagram-færslunni.

Malala, sem er sú yngsta til að fá friðarverðlaun Nóbels í heiminum, lýsti efasemdum sínum um hjónaband í viðtali við breska Vogue í júlí á þessu ári. Þar sagði hún að hún hafi eitt sinn ekki skilið hvers vegna fólk þyrfti að ganga í hjónaband. 

„Ef þú vilt endilega hafa manneskjuna í lífi þínu hvers vegna þarftu að skrifa undir einhverja pappíra, af hverju getur fólk ekki bara verið saman? Þegar ég velti þessu upp sagði mamma mér að ég ætti ekki að tala svona. Hjónaband væri fallegt.“

Malala hélt áfram og sagði að eftir því sem leið á árin og hún hafi fylgst með vinum sínum úr háskóla finna sér maka hafi viðhorf hennar breyst. 

„Meira að segja á öðru ári í háskólanum hugsaði ég með mér „Ég mun aldrei giftast, ég mun aldrei eignast börn - ætla bara að vinna mína vinnu. Ég verð hamingjusöm og bý með fjölskyldunni minni að eilífu.“ Ég áttaði mig ekki á að þú breytist sem manneskja og dafnar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.