105 ár Framsóknar fyrir íslenskt samfélag Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 16. desember 2021 19:01 Kæri lesandi. Saga Framsóknar í 105 ár er samofin framfarasögu íslensku þjóðarinnar og hvernig íslenskt samfélag hefur komist í efstu sæti í flestu því sem þykir gott og mikilvægt í samfélögum heimsins. Stóran hluta þessara 105 ára hefur Framsókn setið við ríkisstjórnarborðið en þess á milli veitt ríkisstjórnum landsins mikilvægt aðhald í stjórnarandstöðu. Framsókn er miðjuflokkur sem hefur samvinnu að leiðarljósi í störfum sínum. Hún hafnar öfgum, hvort sem þær eru kenndar við hægri eða vinstri eða aðra ása, og leitar eftir sátt og samvinnu um leiðir og niðurstöðu sem eru almenningi til heilla. Það er samvinnan sem hefur skilað okkur á Íslandi svo hratt áfram í þróun samfélagsins. Samtakamáttur og samvinnu eru lykillinn að framförum. Við í Framsókn horfum á þann góða grunn sem samfélagið byggir á og styðjum við breytingar á því sem þarf að laga. Framsókn er ekki flokkur byltinga, við erum flokkur framfara. Það er ekki sjálfsagt að stjórnmálahreyfingar nái háum aldri. Til þess að svo megi verða þurfa þær að vera síkvikar og hrærast með samfélaginu sem þær eru hluti af, samfélaginu sem þær þjóna. Það erindi sem Framsókn hefur í stjórnmálum á Íslandi er mikið eins og sýndi sig í kosningasigri haustsins. Erindið er margþætt en byggir á því sem var meitlað orð fyrir löngu síðan: Vinna, vöxtur, velferð. Án öflugs atvinnulífs verður ekki hægt að halda úti öflugu velferðarkerfi. Undirstaða framfaranna er einnig áhersla á að hver og einn fái tækifæri til að blómstra í sínu lífi með góðri menntun og fjölbreyttum atvinnutækifærum. Frá því Framsókn varð til í desember 1916 hefur hún alltaf lagt áherslu á öflugt atvinnulíf um allt land. Smátt og smátt hefur stoðum efnahagslífsins fjölgað og þær gildnað: Landbúnaður, sjávarútvegur, iðnaður, ferðaþjónusta og nú síðast skapandi greinar og hugverkaiðnaður. Við okkur blasa miklar áskoranir vegna loftslagsbreytinga en í þeim áskorunum felast líka tækifæri fyrir land sem byggir á grænni orku. Kæri lesandi. Framsókn mun hér eftir sem hingað til beita sér fyrir umbótum í íslensku samfélagi, landsmönnum til heilla. Ég þakka þann mikla stuðning sem Framsókn hefur hlotið í gegnum tíðina og þá ekki síst í kosningasigri ársins 2021. Framtíðin er græn, hún er björt, og hún ræðst á miðjunni. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og innviðaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Sigurður Ingi Jóhannsson Tímamót Alþingi Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri lesandi. Saga Framsóknar í 105 ár er samofin framfarasögu íslensku þjóðarinnar og hvernig íslenskt samfélag hefur komist í efstu sæti í flestu því sem þykir gott og mikilvægt í samfélögum heimsins. Stóran hluta þessara 105 ára hefur Framsókn setið við ríkisstjórnarborðið en þess á milli veitt ríkisstjórnum landsins mikilvægt aðhald í stjórnarandstöðu. Framsókn er miðjuflokkur sem hefur samvinnu að leiðarljósi í störfum sínum. Hún hafnar öfgum, hvort sem þær eru kenndar við hægri eða vinstri eða aðra ása, og leitar eftir sátt og samvinnu um leiðir og niðurstöðu sem eru almenningi til heilla. Það er samvinnan sem hefur skilað okkur á Íslandi svo hratt áfram í þróun samfélagsins. Samtakamáttur og samvinnu eru lykillinn að framförum. Við í Framsókn horfum á þann góða grunn sem samfélagið byggir á og styðjum við breytingar á því sem þarf að laga. Framsókn er ekki flokkur byltinga, við erum flokkur framfara. Það er ekki sjálfsagt að stjórnmálahreyfingar nái háum aldri. Til þess að svo megi verða þurfa þær að vera síkvikar og hrærast með samfélaginu sem þær eru hluti af, samfélaginu sem þær þjóna. Það erindi sem Framsókn hefur í stjórnmálum á Íslandi er mikið eins og sýndi sig í kosningasigri haustsins. Erindið er margþætt en byggir á því sem var meitlað orð fyrir löngu síðan: Vinna, vöxtur, velferð. Án öflugs atvinnulífs verður ekki hægt að halda úti öflugu velferðarkerfi. Undirstaða framfaranna er einnig áhersla á að hver og einn fái tækifæri til að blómstra í sínu lífi með góðri menntun og fjölbreyttum atvinnutækifærum. Frá því Framsókn varð til í desember 1916 hefur hún alltaf lagt áherslu á öflugt atvinnulíf um allt land. Smátt og smátt hefur stoðum efnahagslífsins fjölgað og þær gildnað: Landbúnaður, sjávarútvegur, iðnaður, ferðaþjónusta og nú síðast skapandi greinar og hugverkaiðnaður. Við okkur blasa miklar áskoranir vegna loftslagsbreytinga en í þeim áskorunum felast líka tækifæri fyrir land sem byggir á grænni orku. Kæri lesandi. Framsókn mun hér eftir sem hingað til beita sér fyrir umbótum í íslensku samfélagi, landsmönnum til heilla. Ég þakka þann mikla stuðning sem Framsókn hefur hlotið í gegnum tíðina og þá ekki síst í kosningasigri ársins 2021. Framtíðin er græn, hún er björt, og hún ræðst á miðjunni. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og innviðaráðherra.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun