105 ár Framsóknar fyrir íslenskt samfélag Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 16. desember 2021 19:01 Kæri lesandi. Saga Framsóknar í 105 ár er samofin framfarasögu íslensku þjóðarinnar og hvernig íslenskt samfélag hefur komist í efstu sæti í flestu því sem þykir gott og mikilvægt í samfélögum heimsins. Stóran hluta þessara 105 ára hefur Framsókn setið við ríkisstjórnarborðið en þess á milli veitt ríkisstjórnum landsins mikilvægt aðhald í stjórnarandstöðu. Framsókn er miðjuflokkur sem hefur samvinnu að leiðarljósi í störfum sínum. Hún hafnar öfgum, hvort sem þær eru kenndar við hægri eða vinstri eða aðra ása, og leitar eftir sátt og samvinnu um leiðir og niðurstöðu sem eru almenningi til heilla. Það er samvinnan sem hefur skilað okkur á Íslandi svo hratt áfram í þróun samfélagsins. Samtakamáttur og samvinnu eru lykillinn að framförum. Við í Framsókn horfum á þann góða grunn sem samfélagið byggir á og styðjum við breytingar á því sem þarf að laga. Framsókn er ekki flokkur byltinga, við erum flokkur framfara. Það er ekki sjálfsagt að stjórnmálahreyfingar nái háum aldri. Til þess að svo megi verða þurfa þær að vera síkvikar og hrærast með samfélaginu sem þær eru hluti af, samfélaginu sem þær þjóna. Það erindi sem Framsókn hefur í stjórnmálum á Íslandi er mikið eins og sýndi sig í kosningasigri haustsins. Erindið er margþætt en byggir á því sem var meitlað orð fyrir löngu síðan: Vinna, vöxtur, velferð. Án öflugs atvinnulífs verður ekki hægt að halda úti öflugu velferðarkerfi. Undirstaða framfaranna er einnig áhersla á að hver og einn fái tækifæri til að blómstra í sínu lífi með góðri menntun og fjölbreyttum atvinnutækifærum. Frá því Framsókn varð til í desember 1916 hefur hún alltaf lagt áherslu á öflugt atvinnulíf um allt land. Smátt og smátt hefur stoðum efnahagslífsins fjölgað og þær gildnað: Landbúnaður, sjávarútvegur, iðnaður, ferðaþjónusta og nú síðast skapandi greinar og hugverkaiðnaður. Við okkur blasa miklar áskoranir vegna loftslagsbreytinga en í þeim áskorunum felast líka tækifæri fyrir land sem byggir á grænni orku. Kæri lesandi. Framsókn mun hér eftir sem hingað til beita sér fyrir umbótum í íslensku samfélagi, landsmönnum til heilla. Ég þakka þann mikla stuðning sem Framsókn hefur hlotið í gegnum tíðina og þá ekki síst í kosningasigri ársins 2021. Framtíðin er græn, hún er björt, og hún ræðst á miðjunni. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og innviðaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Sigurður Ingi Jóhannsson Tímamót Alþingi Mest lesið Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri lesandi. Saga Framsóknar í 105 ár er samofin framfarasögu íslensku þjóðarinnar og hvernig íslenskt samfélag hefur komist í efstu sæti í flestu því sem þykir gott og mikilvægt í samfélögum heimsins. Stóran hluta þessara 105 ára hefur Framsókn setið við ríkisstjórnarborðið en þess á milli veitt ríkisstjórnum landsins mikilvægt aðhald í stjórnarandstöðu. Framsókn er miðjuflokkur sem hefur samvinnu að leiðarljósi í störfum sínum. Hún hafnar öfgum, hvort sem þær eru kenndar við hægri eða vinstri eða aðra ása, og leitar eftir sátt og samvinnu um leiðir og niðurstöðu sem eru almenningi til heilla. Það er samvinnan sem hefur skilað okkur á Íslandi svo hratt áfram í þróun samfélagsins. Samtakamáttur og samvinnu eru lykillinn að framförum. Við í Framsókn horfum á þann góða grunn sem samfélagið byggir á og styðjum við breytingar á því sem þarf að laga. Framsókn er ekki flokkur byltinga, við erum flokkur framfara. Það er ekki sjálfsagt að stjórnmálahreyfingar nái háum aldri. Til þess að svo megi verða þurfa þær að vera síkvikar og hrærast með samfélaginu sem þær eru hluti af, samfélaginu sem þær þjóna. Það erindi sem Framsókn hefur í stjórnmálum á Íslandi er mikið eins og sýndi sig í kosningasigri haustsins. Erindið er margþætt en byggir á því sem var meitlað orð fyrir löngu síðan: Vinna, vöxtur, velferð. Án öflugs atvinnulífs verður ekki hægt að halda úti öflugu velferðarkerfi. Undirstaða framfaranna er einnig áhersla á að hver og einn fái tækifæri til að blómstra í sínu lífi með góðri menntun og fjölbreyttum atvinnutækifærum. Frá því Framsókn varð til í desember 1916 hefur hún alltaf lagt áherslu á öflugt atvinnulíf um allt land. Smátt og smátt hefur stoðum efnahagslífsins fjölgað og þær gildnað: Landbúnaður, sjávarútvegur, iðnaður, ferðaþjónusta og nú síðast skapandi greinar og hugverkaiðnaður. Við okkur blasa miklar áskoranir vegna loftslagsbreytinga en í þeim áskorunum felast líka tækifæri fyrir land sem byggir á grænni orku. Kæri lesandi. Framsókn mun hér eftir sem hingað til beita sér fyrir umbótum í íslensku samfélagi, landsmönnum til heilla. Ég þakka þann mikla stuðning sem Framsókn hefur hlotið í gegnum tíðina og þá ekki síst í kosningasigri ársins 2021. Framtíðin er græn, hún er björt, og hún ræðst á miðjunni. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og innviðaráðherra.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar