Tyrkland

Fréttamynd

Tyrkir hefna fyrir hryðjuverkaárás með loftárásum

Tyrkir hafa hafið banvænar loftárásir yfir borgir í sjálfstjórnarhéröðum Kúrda í norðurhluta Sýrlands og Írak. Tyrkir segja árásunum beint er að hersveitum Kúrda sem þeir segja að beri ábyrgð á hryðjuverkaárás sem gerð varí Istanbúl, stærstu borgar Tyrklands, í síðustu viku. 

Erlent
Fréttamynd

22 handteknir í tengslum við árásina í Istanbul

Lögregluyfirvöld í Istanbul hafa handtekið 22 í tengslum við sprengjuárás í borginni í gær, þar sem sex létu lífið og 81 særðist. Innanríkisráðherra Tyrklands segir vígamenn úr röðum Kúrda í norðurhluta Sýrlands ábyrga.

Erlent
Fréttamynd

Svíar hafna Kúrdum til að friðþægja Tyrki

Sænska ríkisstjórnin ætlar að láta af stuðningi við vopnaða sveit Kúrda í Sýrlandi og stjórnmálaflokk sem tengist henni til þess að friðþægja Tyrki. Recep Erdogan Tyrklandsforseti hefur sett sig upp á móti aðild Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu vegna stuðnings þeirra við Kúrda.

Erlent
Fréttamynd

Vígamenn tengdir al-Qaeda tóku Afrin í Sýrlandi

Vígamenn öfgahópsins Hayat Tahrir al-Sham, eða HTS, hafa tekið yfir stjórn borgarinnar Afrin í samnefndu héraði í Sýrlandi. HTS er afsprengi hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda í Sýrlandi en vígamennirnir náðu tökum á borginni eftir harða bardaga við meðlimi öfgahópsins Al-Jabha Al-Shamiyyah.

Erlent
Fréttamynd

Minnst 32 létust þegar ekið var inn á vett­vang tveggja slysa

Sextán eru látnir og 21 slasaður eftir að rútu var ekið inn á vettvang fyrra umferðarslyss í Tyrklandi í dag. Meðal látinna eru slökkviliðsmenn, sjúkraflutningamenn og fréttamenn sem sendir höfðu verið á vettvang. Fyrr í dag létust aðrir sextán og 29 slösuðust í sambærilegu atviki í Tyrklandi

Erlent
Fréttamynd

Hringir í Pútín eftir leiðtogaviðræður

Takmarkaður árangur virðist hafa náðst í viðræðum leiðtoga Tyrklands, Úkraínu og Sameinuðu þjóðanna í dag. Tyrklandsforseti hyggst ræða efni fundarins við Vladímir Pútín, forseta Rússlands.

Erlent
Fréttamynd

Sátu föst á lítilli eyju í miðri á í tæpan mánuð

38 manna hópur flótta- og farandfólks fannst á smárri ónefndri eyju í á sem rennur með landamærum Grikklands og Tyrklands. Grískir björgunarmenn fundu 22 menn, níu konur og sjö börn á eyjunni í gær en þau höfðu verið á eyjunni frá því um miðjan júlí.

Erlent
Fréttamynd

Úkraínuforseti segir 40 þúsund Rússa hafa fallið í innrásinni

Úkraínuforseti segir að fjörutíu þúsund Rússneskir hermenn hafi fallið í innrásinni í Úkraínu. Her landsins hefur vaxið ásmegin eftir að hann fékk langdræg og nákvæm eldflaugakerfi frá Bandaríkjunum og Evrópuríkjum. Vonast er til að kornútflutningur geti hafist innan fárra daga.

Erlent
Fréttamynd

Skrifa undir samning um út­flutning korns frá Úkraínu

Rússland, Úkraína, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar munu í dag skrifa undir samning í Istanbúl sem gerir Úkraínu kleift að halda áfram kornútflutningi sínum. Rússar hafa haldið skipum Úkraínu  föstum í höfnum Svartahafs undanfarna mánuði sem hefur ógnað fæðuöryggi um allan heim.

Erlent
Fréttamynd

Lét Pútín bíða fyrir framan myndavélarnar

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, lét Vladimír Pútín, forseta Rússlands, standa einan fyrir framan myndavélarnar í tæpa mínútu fyrir fund þeirra í Íran í gær. Erdogan er talinn hafa verið að hefna sín fyrir sambærilegt atvik fyrir tveimur árum.

Erlent
Fréttamynd

Leið­togar þriggja vald­stjórnar­ríkja stinga saman nefjum

Leiðtogar Rússlands, Írans og Tyrklands, þriggja landa í hópi óvinsælustu ríkja heims, funduðu í Teheran í Íran í dag. Þeir ræddu meðal annars mögulegan útflutning á milljónum tonna af korni frá Úkraínu. Forseti Úkraínu segir hersveitir hans sækja hægt og örugglega fram gegn Rússum og hafa unnið til baka töluvert landsvæði frá þeim.

Erlent
Fréttamynd

Pútín sækir Raisi heim og fundar með Erdogan

Vladimír Pútín Rússlandsforseti heimsækir Íran í dag í opinberri heimsókn sem ætlað er að dýpka tengslin við stjórnvöld í landinu en einnig stendur til að hitta Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands í sömu ferð.

Erlent
Fréttamynd

Samkomulag í höfn um útflutning kornvöru

Stjórnvöld í Tyrklandi segja samkomulag hafa náðst við Úkraínu, Rússland og Sameinuðu þjóðirnar um útflutning kornvöru frá Úkraínu. Að sögn varnarmálaráðherrans Hulusi Akar verður samkomulagið undirritað í næstu viku.

Erlent
Fréttamynd

Gagnrýnin á framgöngu Tyrkja

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það hafi verið óviðeigandi af hálfu Tyrkja að setja óskyld mál á dagskrá í aðdraganda aðildarumsóknar Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Hún segir það skipta máli að fá tvær Norðurlandaþjóðir inn í bandalagið.

Innlent
Fréttamynd

Tyrkir samþykkja aðild Svía og Finna að NATO

Tyrkir hafa samþykkt aðildarumsókn Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Einn sögulegasti leiðtogafundur í sögu NATO hófst formlega í Madríd í dag þar sem meðal annars verður samþykkt að auka umsvif bandalagsins í austur Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Anders­son, Erdogan og Niini­stö funda á morgun

Magdalena Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, Sauli Niinistö Finnlandsforseti og Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti munu hittast á fundi á morgun til að ræða umsóknir Svíþjóðar og Finnlands að NATO.

Erlent