Björgunarsveitir Viðbúin ef mikilvægir innviðir verða fyrir skakkaföllum á morgun Björgunarsveitir og almannavarnakerfið allt er í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem spáð er á morgun. Veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir flesta landshluta og óvissustigi almannavarna lýst yfir. Innlent 27.9.2021 19:43 Eigandi bílsins skilaði sér sjálfur í Landamannalaugar Björgunarsveitarfólki sem var kallað út vegna mannlauss bíls nærri Landmannalaugum var snúið við á leiðinni eftir að eigandi bílsins skilaði sér sjálfur í skála þar. Eigandinn var erlendur ferðamaður sem hafði verið að njóta náttúrunnar. Innlent 23.9.2021 15:54 Útkall í Landmannalaugum eftir að mannlaus bíll fannst Um þrjátíu björgunarsveitarmenn á Suðurlandi hafa verið kallaðir út til leitar í Landmannalaugum eftir að mannlaus bíll fannst á svæðinu. Innlent 22.9.2021 13:02 Holskefla útkalla um miðjan dag en nóttin róleg Engin útköll bárust björgunarsveitum í gærkvöldi eða í nótt eftir holskeflu útkalla um miðjan dag í gær. Mikið óveður gekk yfir landið en var að mestu gengið yfir í gærkvöldi. Innlent 22.9.2021 08:51 „Miklu hvassara en maður bjóst við“ Björgunarsveitarmaður sem aðstoðaði ökumenn í vanda á Dynjandisheiði síðdegis segir veðrið í dag hafa verið mun verra en hann bjóst við. Aðstæður hafi verið afar erfiðar á heiðinni en fjórar björgunarsveitir komu að útkallinu. Innlent 21.9.2021 18:29 Landsmenn varaðir við ónauðsynlegum ferðalögum Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi víðast hvar á landinu, nema á Norðurlandi og í Breiðafirði þar sem gular viðvaranir eru í gildi. Um er að ræða aðra haustlægðina sem gengur yfir landið. Búast má við miklum vindum og snörpum vindhviðum, einkum við fjöll og háhýsi og fólk varað við því að ferðast milli landshluta. Veður 21.9.2021 11:36 Á meltunni eftir lambalærisveislu þegar kallið barst „Maður horfir á skilaboðin og forganginn. Þarna er þetta F1 og F1 á sjó. Þá áttu engan umhugsarfrest. Ef þú ætlar að mæta, þá er það núna.“ Innlent 20.9.2021 15:34 Sjóslys við Akurey og leit á Esjunni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölda útkalla vegna slysa í gærkvöldi og nótt. Í tveimur tilvikum voru björgunarsveitir einnig kallaðar til; annað varðaði sjóslys og hitt einstakling sem villtist á Esjunni. Innlent 20.9.2021 06:29 Þrjátíu og tveimur bjargað úr rútu sem festist Fyrr í dag voru björgunarsveitir á Suðurlandi kallaðar út að Akstaðaá á Þórsmerkurleið. Innlent 16.9.2021 18:56 Varð vitni að því þegar allt fór af stað: „Byrjar að flæða alveg ótrúlegt magn“ Leiðsögumaður sem var við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í dag varð vitni að því að þegar gífurlegt magn af hrauni braust út í miklum hraunstraumi. Svæðið var rýmt í morgun vegna hraunstraumsins en töluverður fjöldi fólks var við gosstöðvarnar í dag. Meðal annars mátti sjá ferðalanga klöngrast upp á hrauninu í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Innlent 15.9.2021 19:48 Flúðu hitann frá nýja hraunstraumnum: „Þetta er á þeim hraða að þú hleypur ekkert frá þessu“ Gosstöðvunum við Fagradalsfjall hefur verið lokað vegna óvænts hraunstraums sem rennur nú á miklum hraða í Nátthaga. Gífurlegur hiti er við hraunstrauminn og hafa björgunarsveitarmenn þurft að hörfa undan honum. Innlent 15.9.2021 11:43 Rýma svæðið eftir að hraunstraumur fór óvænt að renna hratt í Nátthaga Lögregla á Suðurnesjum og björgunarsveitir vinna nú að rýmingu svæðisins á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli eftir að hraunstraumur fór óvænt að renna suður Geldingadali og í Nátthaga. Innlent 15.9.2021 11:22 Kölluð út vegna göngufólks í sjálfheldu á Bolafjalli Björgunarsveit í Bolungarvík var kölluð út vegna göngufólks í sjálfheldu í Bolafjalli ofan við Skálavík um klukkan 22 í gærkvöldi. Innlent 15.9.2021 09:30 Slasaðist við að brjótast inn í Fimmvörðuskála í snælduvitlausu veðri Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út vegna tveggja ferðamanna sem höfðu lent í hrakningum í snælduvitlausu veðri þegar þeir voru á göngu yfir Fimmvörðuháls síðdegis í gær. Innlent 13.9.2021 09:41 Tekur við sem formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar Otti Rafn Sigmarsson var kosinn nýr formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar á aðalfundi félagsins um síðustu helgi. Innlent 9.9.2021 14:52 Björgunarsveitir noti dróna þegar of langt er í þyrluna Óvenjumikið hefur verið um dauðsföll af slysförum á fjallendi í sumar. Sveinn Zoëga, formaður svæðisstjórnar Björgunarsveita á Austurlandi segir björgunarsveitir á Austurlandi hafa farið í þrjú útköll sem hafa endað illa í sumar. Innlent 4.9.2021 12:26 Landsbjörg kaupir þrjú ný björgunarskip Samningur var undirritaður um nýsmíði þriggja björgunarskipa fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörgu í dag, en í þrettán skipa flota félagsins nú er meðalaldur skipa orðinn 35 ár. Innlent 3.9.2021 23:38 Göngumaðurinn fannst látinn Göngumaður sem leitað var að á Seyðisfirði í dag fannst látinn í hlíðum Strandartinds á áttunda tímanum í kvöld. Um erlendan ferðamann er að ræða sem talið er að hafi fallið í klettum. Innlent 2.9.2021 23:02 Hátt í sjötíu björgunarsveitarmenn leita fjallgöngumanns á Austfjörðum Leit stendur yfir af manni sem lagði af stað í fjallgöngu á Strandatindi á Seyðisfirði í morgun. Maðurinn er einn á ferð en óskað var eftir aðstoð lögreglu þegar félagar hans misstu við hann símasamband um hádegisbil. Innlent 2.9.2021 19:21 Landhelgisgæslan sótti slasaðan vélhjólamann Björgunarsveitir voru kallaðar út í Árnessýslu í dag vegna slyss sem varð á Gjábakkavegi nálægt Þingvöllum. Slysið varð á karlmanni sem hafði ekið um á vélhjóli. Innlent 29.8.2021 17:31 Björguðu þrjátíu úr rútu sem festist í Krossá Björgunarsveitarmönnum tókst að bjarga um þrjátíu manns úr rútu sem festist í Krossá í Þórsmörk um hádegisbil í dag. Innlent 27.8.2021 13:14 Björgunarsveitir kallaðar út í Þórsmörk Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út í kvöld vegna göngukonu sem var í sjálfheldu í Þórsmörk. Innlent 26.8.2021 23:59 Stór olíufláki lagði undir sig Siglufjarðarhöfn Mikill olíufláki lagði undir sig Siglufjarðarhöfn fyrri part dags í gær. Á myndum má sjá að flekinn var stór að umfangi og hafi hann borist úr innsiglingunni og til hafnar. Innlent 19.8.2021 11:11 Nærstaddir komu konu sem féll í klettum við Stuðlagil til bjargar Mikill viðbúnaður var hjá björgunarsveitum, lögreglu og sjúkraflutningamönnum á Austurlandi eftir að tilkynning barst um að kona hefði fallið í klettum við Stuðlagil. Nærstaddir gátu komu konunni til bjargar á meðan beðið var eftir aðstoð. Innlent 18.8.2021 17:55 Féll í sjóinn við affall Reykjanesvirkjunar og lést Karlmaður á fertugsaldri lést á sunnudaginn eftir að hann féll í sjóinn við affall frá Reykjanesvirkjun. Lögregla ítrekar að sjóböð við affallið eru stranglega bönnuð. Innlent 18.8.2021 17:22 Gaf björgunarsveit allt sem honum áskotnaðist eftir deiluna um Legsteinasafnið Sæmundur Ásgeirsson gaf björgunarsveitinni Brák allan þann pening sem honum áskotnaðist í sættum eftir Húsafellsmálið svokallaða, samtals fimm milljónir króna. Innlent 18.8.2021 00:12 Vonar að eldgosinu í Geldingadölum fari að ljúka Lögreglan á Suðurnesjum hefur áhyggjur af langvarandi álagi á viðbragðsaðila vegna eldgossins í Geldingadölum sem staðið hefur í um fimm mánuði. Ekki eru áhyggjurnar minni af ferðalöngum sem hætta sér út á nýstorknað yfirborð hraunsins. Innlent 13.8.2021 07:00 Margir vilji „gera eitthvað töff og kúl sem raunverulega er heimskulegt“ Enn berast fréttir af því að ferðamenn við gosstöðvarnar á Reykjanesi ani út á nýstorknað hraun, þvert á tilmæli lögregluyfirvalda og björgunarsveita. Slíkt getur verið lífshættulegt, þar sem hraunið getur gefið eftir og undir niðri getur leynst töluvert mýkra, heitara og hættulegra hraun. Innlent 10.8.2021 22:36 Leituðu við Ölfusá vegna bakpoka sem fannst við ána Vegfarandi fann bakpoka við Ölfusá, rétt ofan við Ölfusárbrú og skilaði honum inn til Lögreglunnar á Suðurlandi. Bakpokinn var þá búinn að liggja á árbakkanum í yfir klukkustund að sögn tilkynnanda. Mikið af útivistarbúnaði var í bakpokanum en ekkert sem gaf vísbendingar um hver væri eigandi hans. Þetta segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Innlent 9.8.2021 22:19 Banaslys varð í Stöðvarfirði í gær Banaslys varð við Súlur í sunnanverðum Stöðvarfirði um klukkan 17 í gær þegar 18 ára frönsk kona sem var þar á göngu ásamt samferðafólki féll niður bratta hlíð. Innlent 9.8.2021 11:15 « ‹ 21 22 23 24 25 26 27 28 29 … 45 ›
Viðbúin ef mikilvægir innviðir verða fyrir skakkaföllum á morgun Björgunarsveitir og almannavarnakerfið allt er í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem spáð er á morgun. Veðurviðvörun hefur verið gefin út fyrir flesta landshluta og óvissustigi almannavarna lýst yfir. Innlent 27.9.2021 19:43
Eigandi bílsins skilaði sér sjálfur í Landamannalaugar Björgunarsveitarfólki sem var kallað út vegna mannlauss bíls nærri Landmannalaugum var snúið við á leiðinni eftir að eigandi bílsins skilaði sér sjálfur í skála þar. Eigandinn var erlendur ferðamaður sem hafði verið að njóta náttúrunnar. Innlent 23.9.2021 15:54
Útkall í Landmannalaugum eftir að mannlaus bíll fannst Um þrjátíu björgunarsveitarmenn á Suðurlandi hafa verið kallaðir út til leitar í Landmannalaugum eftir að mannlaus bíll fannst á svæðinu. Innlent 22.9.2021 13:02
Holskefla útkalla um miðjan dag en nóttin róleg Engin útköll bárust björgunarsveitum í gærkvöldi eða í nótt eftir holskeflu útkalla um miðjan dag í gær. Mikið óveður gekk yfir landið en var að mestu gengið yfir í gærkvöldi. Innlent 22.9.2021 08:51
„Miklu hvassara en maður bjóst við“ Björgunarsveitarmaður sem aðstoðaði ökumenn í vanda á Dynjandisheiði síðdegis segir veðrið í dag hafa verið mun verra en hann bjóst við. Aðstæður hafi verið afar erfiðar á heiðinni en fjórar björgunarsveitir komu að útkallinu. Innlent 21.9.2021 18:29
Landsmenn varaðir við ónauðsynlegum ferðalögum Appelsínugular veðurviðvaranir eru í gildi víðast hvar á landinu, nema á Norðurlandi og í Breiðafirði þar sem gular viðvaranir eru í gildi. Um er að ræða aðra haustlægðina sem gengur yfir landið. Búast má við miklum vindum og snörpum vindhviðum, einkum við fjöll og háhýsi og fólk varað við því að ferðast milli landshluta. Veður 21.9.2021 11:36
Á meltunni eftir lambalærisveislu þegar kallið barst „Maður horfir á skilaboðin og forganginn. Þarna er þetta F1 og F1 á sjó. Þá áttu engan umhugsarfrest. Ef þú ætlar að mæta, þá er það núna.“ Innlent 20.9.2021 15:34
Sjóslys við Akurey og leit á Esjunni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölda útkalla vegna slysa í gærkvöldi og nótt. Í tveimur tilvikum voru björgunarsveitir einnig kallaðar til; annað varðaði sjóslys og hitt einstakling sem villtist á Esjunni. Innlent 20.9.2021 06:29
Þrjátíu og tveimur bjargað úr rútu sem festist Fyrr í dag voru björgunarsveitir á Suðurlandi kallaðar út að Akstaðaá á Þórsmerkurleið. Innlent 16.9.2021 18:56
Varð vitni að því þegar allt fór af stað: „Byrjar að flæða alveg ótrúlegt magn“ Leiðsögumaður sem var við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í dag varð vitni að því að þegar gífurlegt magn af hrauni braust út í miklum hraunstraumi. Svæðið var rýmt í morgun vegna hraunstraumsins en töluverður fjöldi fólks var við gosstöðvarnar í dag. Meðal annars mátti sjá ferðalanga klöngrast upp á hrauninu í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Innlent 15.9.2021 19:48
Flúðu hitann frá nýja hraunstraumnum: „Þetta er á þeim hraða að þú hleypur ekkert frá þessu“ Gosstöðvunum við Fagradalsfjall hefur verið lokað vegna óvænts hraunstraums sem rennur nú á miklum hraða í Nátthaga. Gífurlegur hiti er við hraunstrauminn og hafa björgunarsveitarmenn þurft að hörfa undan honum. Innlent 15.9.2021 11:43
Rýma svæðið eftir að hraunstraumur fór óvænt að renna hratt í Nátthaga Lögregla á Suðurnesjum og björgunarsveitir vinna nú að rýmingu svæðisins á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli eftir að hraunstraumur fór óvænt að renna suður Geldingadali og í Nátthaga. Innlent 15.9.2021 11:22
Kölluð út vegna göngufólks í sjálfheldu á Bolafjalli Björgunarsveit í Bolungarvík var kölluð út vegna göngufólks í sjálfheldu í Bolafjalli ofan við Skálavík um klukkan 22 í gærkvöldi. Innlent 15.9.2021 09:30
Slasaðist við að brjótast inn í Fimmvörðuskála í snælduvitlausu veðri Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út vegna tveggja ferðamanna sem höfðu lent í hrakningum í snælduvitlausu veðri þegar þeir voru á göngu yfir Fimmvörðuháls síðdegis í gær. Innlent 13.9.2021 09:41
Tekur við sem formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar Otti Rafn Sigmarsson var kosinn nýr formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar á aðalfundi félagsins um síðustu helgi. Innlent 9.9.2021 14:52
Björgunarsveitir noti dróna þegar of langt er í þyrluna Óvenjumikið hefur verið um dauðsföll af slysförum á fjallendi í sumar. Sveinn Zoëga, formaður svæðisstjórnar Björgunarsveita á Austurlandi segir björgunarsveitir á Austurlandi hafa farið í þrjú útköll sem hafa endað illa í sumar. Innlent 4.9.2021 12:26
Landsbjörg kaupir þrjú ný björgunarskip Samningur var undirritaður um nýsmíði þriggja björgunarskipa fyrir Slysavarnafélagið Landsbjörgu í dag, en í þrettán skipa flota félagsins nú er meðalaldur skipa orðinn 35 ár. Innlent 3.9.2021 23:38
Göngumaðurinn fannst látinn Göngumaður sem leitað var að á Seyðisfirði í dag fannst látinn í hlíðum Strandartinds á áttunda tímanum í kvöld. Um erlendan ferðamann er að ræða sem talið er að hafi fallið í klettum. Innlent 2.9.2021 23:02
Hátt í sjötíu björgunarsveitarmenn leita fjallgöngumanns á Austfjörðum Leit stendur yfir af manni sem lagði af stað í fjallgöngu á Strandatindi á Seyðisfirði í morgun. Maðurinn er einn á ferð en óskað var eftir aðstoð lögreglu þegar félagar hans misstu við hann símasamband um hádegisbil. Innlent 2.9.2021 19:21
Landhelgisgæslan sótti slasaðan vélhjólamann Björgunarsveitir voru kallaðar út í Árnessýslu í dag vegna slyss sem varð á Gjábakkavegi nálægt Þingvöllum. Slysið varð á karlmanni sem hafði ekið um á vélhjóli. Innlent 29.8.2021 17:31
Björguðu þrjátíu úr rútu sem festist í Krossá Björgunarsveitarmönnum tókst að bjarga um þrjátíu manns úr rútu sem festist í Krossá í Þórsmörk um hádegisbil í dag. Innlent 27.8.2021 13:14
Björgunarsveitir kallaðar út í Þórsmörk Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út í kvöld vegna göngukonu sem var í sjálfheldu í Þórsmörk. Innlent 26.8.2021 23:59
Stór olíufláki lagði undir sig Siglufjarðarhöfn Mikill olíufláki lagði undir sig Siglufjarðarhöfn fyrri part dags í gær. Á myndum má sjá að flekinn var stór að umfangi og hafi hann borist úr innsiglingunni og til hafnar. Innlent 19.8.2021 11:11
Nærstaddir komu konu sem féll í klettum við Stuðlagil til bjargar Mikill viðbúnaður var hjá björgunarsveitum, lögreglu og sjúkraflutningamönnum á Austurlandi eftir að tilkynning barst um að kona hefði fallið í klettum við Stuðlagil. Nærstaddir gátu komu konunni til bjargar á meðan beðið var eftir aðstoð. Innlent 18.8.2021 17:55
Féll í sjóinn við affall Reykjanesvirkjunar og lést Karlmaður á fertugsaldri lést á sunnudaginn eftir að hann féll í sjóinn við affall frá Reykjanesvirkjun. Lögregla ítrekar að sjóböð við affallið eru stranglega bönnuð. Innlent 18.8.2021 17:22
Gaf björgunarsveit allt sem honum áskotnaðist eftir deiluna um Legsteinasafnið Sæmundur Ásgeirsson gaf björgunarsveitinni Brák allan þann pening sem honum áskotnaðist í sættum eftir Húsafellsmálið svokallaða, samtals fimm milljónir króna. Innlent 18.8.2021 00:12
Vonar að eldgosinu í Geldingadölum fari að ljúka Lögreglan á Suðurnesjum hefur áhyggjur af langvarandi álagi á viðbragðsaðila vegna eldgossins í Geldingadölum sem staðið hefur í um fimm mánuði. Ekki eru áhyggjurnar minni af ferðalöngum sem hætta sér út á nýstorknað yfirborð hraunsins. Innlent 13.8.2021 07:00
Margir vilji „gera eitthvað töff og kúl sem raunverulega er heimskulegt“ Enn berast fréttir af því að ferðamenn við gosstöðvarnar á Reykjanesi ani út á nýstorknað hraun, þvert á tilmæli lögregluyfirvalda og björgunarsveita. Slíkt getur verið lífshættulegt, þar sem hraunið getur gefið eftir og undir niðri getur leynst töluvert mýkra, heitara og hættulegra hraun. Innlent 10.8.2021 22:36
Leituðu við Ölfusá vegna bakpoka sem fannst við ána Vegfarandi fann bakpoka við Ölfusá, rétt ofan við Ölfusárbrú og skilaði honum inn til Lögreglunnar á Suðurlandi. Bakpokinn var þá búinn að liggja á árbakkanum í yfir klukkustund að sögn tilkynnanda. Mikið af útivistarbúnaði var í bakpokanum en ekkert sem gaf vísbendingar um hver væri eigandi hans. Þetta segir í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurlandi. Innlent 9.8.2021 22:19
Banaslys varð í Stöðvarfirði í gær Banaslys varð við Súlur í sunnanverðum Stöðvarfirði um klukkan 17 í gær þegar 18 ára frönsk kona sem var þar á göngu ásamt samferðafólki féll niður bratta hlíð. Innlent 9.8.2021 11:15