Fellihýsi og trampólín fjúka út á götu Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. júlí 2022 10:38 Veðrið leikur ekki við ferðamenn þessa dagana. vísir/vilhelm Gular veðurviðvaranir eru í gildi víða á landinu í dag vegna hvassviðris. Engin veðurviðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu en þar hefur lögregla þó fengið tilkynningar um nokkuð fok lausamuna. Fólk er hvatt til að ganga vel frá lausamunum utandyra í dag og tryggja vel að trampólín og hjólhýsi séu vel fest eða í skjóli. Í morgun fauk trampólín úr garði og út á götu við Lækjarvað í Árbæ og í Hafnarfirði fauk fellihýsi þvert yfir götuna Eyrartröð. Þetta staðfestir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Hafnarfirði, við fréttastofu. Báðar tilkynningar bárust um níuleytið í morgun. Í kjölfarið sendi samskiptadeild lögreglu út þessa tilkynningu á Facebook: Við erum nú ekki vön að þurfa að setja svona tilkynningu út á þessum árstíma. Við viljum helst hafa sumarblíðu þessa...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Thursday, 7 July 2022 „Við erum nú ekki vön að þurfa að setja svona tilkynningu út á þessum árstíma. Við viljum helst hafa sumarblíðu þessa dagana, það er ekki flóknara,“ segir í tilkynningunni. „En það er suðvestan hvassviðri á höfuðborgarsvæðinu og trampólín, hjólhýsi og garðhúsgögn eru víða á fleygiferð. Við biðjum því fólk að huga að lausamunum til að koma í veg fyrir foktjón.“ Sækja ferðamenn upp á Fimmvörðuháls Björgunarsveitir hafa þá verið kallaðar út að sækja tvo ferðamenn á Fimmvörðuháls. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Þeir höfðu gist í tjaldi í nótt á gönguleiðinni og voru orðnir svo kaldir og hraktir í morgun eftir nóttina að þeir treystu sér ekki til að ganga niður að bílum sínum, að sögn Davíðs. Veður Reykjavík Hafnarfjörður Björgunarsveitir Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Í morgun fauk trampólín úr garði og út á götu við Lækjarvað í Árbæ og í Hafnarfirði fauk fellihýsi þvert yfir götuna Eyrartröð. Þetta staðfestir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Hafnarfirði, við fréttastofu. Báðar tilkynningar bárust um níuleytið í morgun. Í kjölfarið sendi samskiptadeild lögreglu út þessa tilkynningu á Facebook: Við erum nú ekki vön að þurfa að setja svona tilkynningu út á þessum árstíma. Við viljum helst hafa sumarblíðu þessa...Posted by Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu on Thursday, 7 July 2022 „Við erum nú ekki vön að þurfa að setja svona tilkynningu út á þessum árstíma. Við viljum helst hafa sumarblíðu þessa dagana, það er ekki flóknara,“ segir í tilkynningunni. „En það er suðvestan hvassviðri á höfuðborgarsvæðinu og trampólín, hjólhýsi og garðhúsgögn eru víða á fleygiferð. Við biðjum því fólk að huga að lausamunum til að koma í veg fyrir foktjón.“ Sækja ferðamenn upp á Fimmvörðuháls Björgunarsveitir hafa þá verið kallaðar út að sækja tvo ferðamenn á Fimmvörðuháls. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Þeir höfðu gist í tjaldi í nótt á gönguleiðinni og voru orðnir svo kaldir og hraktir í morgun eftir nóttina að þeir treystu sér ekki til að ganga niður að bílum sínum, að sögn Davíðs.
Veður Reykjavík Hafnarfjörður Björgunarsveitir Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent