Ekki æða af stað upp í fjall, segir Víðir Snorri Másson skrifar 4. ágúst 2022 11:43 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir það hörkuferðalag að fara upp að gosi. Eldgosið í Merardölum hefur haldið uppteknum hætti frá því að það hófst eftir hádegi í gær. Því er enn beint til almennings að fara ekki að gosinu fyrr en viðbragðsaðilar hafa náð utan um aðstæður þar. Tveir slösuðust í Fagradalsfjalli í gær - en Víðir Reynisson segir það hörkuferðalag að fara upp að gosinu. Það gýs enn á ný og fólk flykkist á staðinn. En gönguleiðin að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli nú er öllu lengri og torfærari en hún var í fyrra - nálgast þarf ferðalagið upp að gosinu öðruvísi. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir að menn þurfi að undirbúa sig áður en lagt er af stað. Flestir tala um fjórar til fimm klukkustundir í heild af erfiðri göngu og þegar hafa orðið nokkur óhöpp. Einn ökklabrotnaði í fjallinu í nótt. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar ÞorbjörnsStöð 2/Egill Ekki aðeins eykur lengri vegalengd hættuna á að fólk lendi í vandræðum á leiðinni, heldur gerir hún björgunarsveitum erfiðara fyrir að flytja slasað fólk niður af fjalli. Því sér fólk fyrir sér að Landhelgisgæslan muni annast töluvert af sjúkraflutningum í þyrlu, eins og hún gerði í nótt. „Þegar það er orðið kalt úti getum við ekkert beðið endalaust með að flytja fólk niður. Það er vont að missa fólk í ofkælingu á nóttinni,“ segir Bogi Adolfsson í samtali við fréttastofu. Eyþór Árnason Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna lýsir göngunni sem „hörkuferðalagi.“ Engar lokanir eru þó í gildi á svæðinu nema til að koma í veg fyrir utanvegaakstur. Leiðin upp að gosi er þó erfið bæði gangandi og á bíl. „Við erum enn þá að biðja fólk að vera kannski ekki að æða þarna núna strax af því að við erum að fara af stað með að laga aðgengi, sérstaklega þegar það kemur í ljós eins og í nótt að það var erfitt að koma búnaði á staðinn,“sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í hádegisfréttum Bylgjunnar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Björgunarsveitir Tengdar fréttir „Eins og gosið komi upp í hringleikahúsi“ Tómas Guðbjartsson, læknir og útivistarmaður, brýnir fyrir þeim sem ætla að skoða eldgosið við Merardali að kynna sér leiðina og aðstæður vel áður en haldið er af stað. Hann líkir gosstöðvunum við hringleikahús. 4. ágúst 2022 10:36 Myndaveisla frá Meradölum: RAX flaug yfir gosstöðvarnar Mikið var um dýrðir á Reykjanesskaga í gær þegar eldgos hófst í Meradölum. RAX, ljósmyndari Vísis, fór að sjálfsögðu á flugvél sinni að gosstöðvunum og myndaði þær í bak og fyrir. 4. ágúst 2022 09:11 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Það gýs enn á ný og fólk flykkist á staðinn. En gönguleiðin að gosstöðvunum í Fagradalsfjalli nú er öllu lengri og torfærari en hún var í fyrra - nálgast þarf ferðalagið upp að gosinu öðruvísi. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík segir að menn þurfi að undirbúa sig áður en lagt er af stað. Flestir tala um fjórar til fimm klukkustundir í heild af erfiðri göngu og þegar hafa orðið nokkur óhöpp. Einn ökklabrotnaði í fjallinu í nótt. Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar ÞorbjörnsStöð 2/Egill Ekki aðeins eykur lengri vegalengd hættuna á að fólk lendi í vandræðum á leiðinni, heldur gerir hún björgunarsveitum erfiðara fyrir að flytja slasað fólk niður af fjalli. Því sér fólk fyrir sér að Landhelgisgæslan muni annast töluvert af sjúkraflutningum í þyrlu, eins og hún gerði í nótt. „Þegar það er orðið kalt úti getum við ekkert beðið endalaust með að flytja fólk niður. Það er vont að missa fólk í ofkælingu á nóttinni,“ segir Bogi Adolfsson í samtali við fréttastofu. Eyþór Árnason Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna lýsir göngunni sem „hörkuferðalagi.“ Engar lokanir eru þó í gildi á svæðinu nema til að koma í veg fyrir utanvegaakstur. Leiðin upp að gosi er þó erfið bæði gangandi og á bíl. „Við erum enn þá að biðja fólk að vera kannski ekki að æða þarna núna strax af því að við erum að fara af stað með að laga aðgengi, sérstaklega þegar það kemur í ljós eins og í nótt að það var erfitt að koma búnaði á staðinn,“sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn í hádegisfréttum Bylgjunnar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Björgunarsveitir Tengdar fréttir „Eins og gosið komi upp í hringleikahúsi“ Tómas Guðbjartsson, læknir og útivistarmaður, brýnir fyrir þeim sem ætla að skoða eldgosið við Merardali að kynna sér leiðina og aðstæður vel áður en haldið er af stað. Hann líkir gosstöðvunum við hringleikahús. 4. ágúst 2022 10:36 Myndaveisla frá Meradölum: RAX flaug yfir gosstöðvarnar Mikið var um dýrðir á Reykjanesskaga í gær þegar eldgos hófst í Meradölum. RAX, ljósmyndari Vísis, fór að sjálfsögðu á flugvél sinni að gosstöðvunum og myndaði þær í bak og fyrir. 4. ágúst 2022 09:11 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
„Eins og gosið komi upp í hringleikahúsi“ Tómas Guðbjartsson, læknir og útivistarmaður, brýnir fyrir þeim sem ætla að skoða eldgosið við Merardali að kynna sér leiðina og aðstæður vel áður en haldið er af stað. Hann líkir gosstöðvunum við hringleikahús. 4. ágúst 2022 10:36
Myndaveisla frá Meradölum: RAX flaug yfir gosstöðvarnar Mikið var um dýrðir á Reykjanesskaga í gær þegar eldgos hófst í Meradölum. RAX, ljósmyndari Vísis, fór að sjálfsögðu á flugvél sinni að gosstöðvunum og myndaði þær í bak og fyrir. 4. ágúst 2022 09:11